Bændablaðið - 12.06.2007, Page 26
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200726
Stærsta fjós á Íslandi fram
til þessa var tekið í notkun á
dögunum, en það er í Garði í
Eyjafjarðarsveit. Nýja fjósið er
um 2.140 fermetrar að stærð,
íslensk límtrésskemma klædd
yleiningum frá Límtré-Vírnet.
Fjósið er glæsilegt í alla staði,
vandað mjög og engu til spar-
að að búa það sem best tækjum
og tólum sem til þarf við nútíma
búskap.
Nýja fjósið stendur áberandi
uppi á hæðinni ofan við bæjarhúsin
skammt norðan við eldra fjósið og
er útsýnið frá fjósinu einkar gott,
en þaðan sést hvort heldur sem er
yfir Akureyri og út fjörð sem og inn
eftir.
Félagsbú er í Garði, en þar búa
bræðurnir Aðalsteinn og Garðar
Hallgrímssynir, ásamt eiginkonum
sínum þeim Ásdísi Einarsdóttur
og Þórunni Ingu Gunnarsdóttur og
börnum þeirra.
,,Hvað er mjólkin búin?,”
spyr Aðalsteinn þegar hann tínir
til kaffi, kex og súkkulaði þegar
Bændablaðið kom í heimsókn
að líta á nýja fjósið. Vitanlega
var bærinn ekki mjólkurlaus, það
leyndist léttmjólkurferna í ísskápn-
um á kaffistofu fjóssins og því ekk-
ert að vanbúnaði að hefja spjallið
við þá bræður, Aðalstein og Garðar
Í fjósinu eru 162 legubásar fyrir
fullorðnar kýr og skipt þannig að
139 eru fyrir mjólkandi en 23 fyrir
geldar en auk þess 82 legubásar
fyrir kvígur á ýmsum aldri. Það eru
því samtals 244 legubásar í fjós-
inu. Þá eru mjög stórar hálmstíur
fyrir smákálfa og einnig burðar-
og sjúkrastíur. Haughús er undir
fjósinu og steinbitagólf ofan á.
Nú eru um 90 mjólkurkýr í hús-
inu, geldneytið er úti við enn sem
komið er og eitthvað af eldri kúm.
Framkvæmdum innandyra er enda
ekki að fullu lokið.
Komin tími til að endurnýja
Aðalsteinn og Garðar tóku við
búinu af foreldrum sínum þeim
Hallgrími Aðalsteinssyni og
Magneu Garðarsdóttur. Þau hófu
búskap í Garði, sem þau stofnuðu
úr landi Jódísarstaða árið 1955.
Bræðurnir tóku svo við árið 1980.
,,Það var kominn tími til að end-
urnýja,” segir Garðar þegar talið
berst að nýja fjósinu. Það sem fyrir
var átti rætur sínar að rekja til upp-
hafsára búskapar á jörðinni ,,og var
á síðasta snúningi,” eins og hann
orðar það. Bæði orðið of lítið og
þarfnaðist mikillar endurnýjunar.
,,Við stöndum tveir að búinu og
vildum gjarnan stækka við okkur,
þannig að þegar farið var yfir málið
kom ekki annað til greina en að
byggja nýtt fjós. Ætli við höfum
ekki byrjað að huga að bygging-
arframkvæmdum árið 2003, þá
tókum við ákvörðun um að byggja
og fórum að skoða hvað best hent-
aði,” segir hann.
Auk þess að stunda búskapinn
eru þeir bræður með umtalsverða
verktakastarfsemi tengda landbún-
aði, m.a. jarðvinnslu, plægingu, þeir
tæta og eins stunda þeir kornrækt í
samvinnu við hjónin í Grænuhlíð,
Óskar og Rósu. Í sameiningu eiga
búin félagið Grænagarð og hafa
ræktað korn á um 50 ha lands á
nokkrum stöðum í Eyjafjarðarsveit
Vegna verktakastarfseminn-
ar þótti ekki hentugt að koma upp
hringekjufjósi líkt og er á Hrafnagili
handan fjarðarins. ,,Sú leið sem við
völdum hentar okkur afar vel, við
eru ekki eins bundnir af því á hvaða
tíma við förum í fjós og það fer vel
saman við verktakavinnuna,” segja
þeir bræður.
Nú starfa 6 manns á búinu og
við verktökuna, en synir Aðalsteins,
Einar Örn og Magnús sjá um þann
hluta starfseminnar að mestu leyti.
,,Við erum með fjóra á launum
núna, en ætli megi ekki gera ráð
fyrir að umsvifin verið eitthvað
minni yfir vetrarmánuðina og við
verðum þá þrír til fjórir. Það á eftir
að koma í ljós,” segir Aðalsteinn.
Allt undir sama þaki
Það var Ívar Ragnarsson sem
teiknaði fjósið og hannaði í sam-
vinnu við bræðurna. ,,Við sátum
lengi yfir þessu og vorum með frá
fyrstu stigum málsins, við reyndum
í sameiningu að finna út hvernig
best væri að hafa þetta,” segja þeir
Aðalsteinn og Garðar, en fljótt kom
upp sú hugmynd að hafa allt undir
sama þaki, þ.e. mjólkurkýr, kálfa-
uppeldið og fóðrunaraðstöðu. Það
er ein helsta ástæða þess hversu stór
byggingin er. ,,Jú, þetta er sjálfsagt
stærsta fjós á landinu, en alls ekki
stærsta búið, það er ekki sama-
semmerki þar á milli. Það lá fyrir
að byggja þyrfti yfir bæði mjólk-
urkýr og geldneyti og við ákváðum
að hafa þetta allt í einni og sömu
byggingunni. Af því skapast heil-
mikið vinnuhagræði og þetta er allt
óskaplega þægilegt,” bæta þeir við
og bjóða upp á skoðunarferð um
nýbygginguna.
Þeir segjast hafa kappkostað að
velja góð og vönduð tæki í fjósið.
,,Við reyndum að fá þau bestu tæki
sem völ er á og okkur sýnist sem
þau ætli að reynast afar vel, þau
hafa verið í notkun í þrjár vikur og
allt gengið mjög vel.”
Fóðurgangur er eftir fjósinu
endilöngu enda kúnum skipt eftir
nythæð og væntanlegum burð-
ardegi svo mismuna megi þeim í
gjöf. Heillfóðurvagn gengur sjálf-
virkt eftir fóðurganginum, og ratar
eftir rafkapli sem fræstur er ofan
í fóðurganginn en einnig má aka
gjafavagninum eftir eigin höfði og
stitur þá fjósamaðurinn við stjórn-
völinn enda hægt að aka fóðri úr
blöndurunum í næsta hús ef vill en
í gamla fjósinu verður einnig geld-
neytauppeldi.
Flórgoðinn stendur fyrir sínu
Í fjósinu er gríðar stórt og afkasta-
mikið Cormall heilfóðurkerfi þ.e.
blandarar og gjafavagn og mikið
bákn áhorfs. ,,Við duttum niður á
þetta kerfi og leist strax vel á, þetta
er nýjung hér á landi að því er við
best vitum,” segir bræðurnir.
Þá er í nýja fjósinu tveir Lely
A-3 mjaltaþjónar með öllum auka-
búnaði og tveir Lely flórsköfu-
róbótar sem er nýjung hérlendis
en þeir skríða um eins og mýs og
skafa mykjuna ofan í haughúsið
gegnum rimana milli steinbitana.
Flórskafan hefur fengið nafnið
Flórgoði og er mikill vinnuþjarkur
að sögn bræðranna. ,,Hann kemur
vel út og kæmi mér ekki á óvart
að fleiri bændur fjárfestur í slíku
tæki,” segir Aðalsteinn. Flórgoðinn
er forritaður þannig að hann fer af
stað um fjósið á ákveðnum tíma og
geta eigendur ákveðið hversu oft
þarf að fara í leiðangur. Þá eru þær
leiðir sem hann fer einnig stilltar
inn, ,,hann fer þrjár leiðir núna,
en vera má að þeim verði fjölg-
að,” segir Garðar og bætir við að
flórgoðinn anni mun meira svæði
en hann geri nú. Hann er um 20
mínútur í hverri ferð og það er
allt afskaplega hreint og fínt eftir
hann.”
Kýrnar voru ekki lengi að venj-
ast flórgoðanum segja þeir og láta
hann ekki trufla sig. Þá voru þær
líka afar fljótar að venjast nýja
fjósinu. ,,Þær eru vanar básafjósi
þar sem þær voru bundnar. Við
áttum alveg eins von á að þær yrðu
órólegar fyrst í stað en raunin varð
önnur. Þær voru ekki nema um
sólarhring að átta sig á nýjum stað-
háttum og nú er eins og þær hafi
aldrei verið annars staðar en hér,”
segja þeir Aðalsteinn og Garðar og
bæta við að örlítið hafi þurft að ýta
við sumum að skila sér til mjalta,
þær hafi látið bíða aðeins eftir sér.
,,Annars finnst okkur þær almennt
hafa verið furðu fljótar að ná þessu
öllu.”
Þá má nefna að í byggingunni
er stórt mjólkurhús, það hýsir um
10 þúsund lítra mjólkurtank frá
Lely Nautilus og er með sjálfvirku
þvottakerfi.
Loftræstikerfi er með loftræsti-
mæni og opnanlegum gluggafögum
sem eru á hliðum byggingarinnar
en hvoru tveggja er stýrt sjálfvirkt
frá veðurstöð á þaki hússins.
Þá er lýsingu stýrt með birtu-
skynjara og tímastilli og sjálfvirkt
hitanemakerfi er tengt brunaboða.
Einnig er hægt að stjórna hitastigi
drykkjarvatns kúnna. Kálfafóstra
er í fjósinu og annar þremur hópum
kálfa.
Þá er að sjálfsögðu fjöldi
drykkjar kera í fjósinu svo og tvær
kúa klór ur sem flestum nýjum fjós-
um til heyrir, svo eitthvað sé nefnt.
Rúmgóð 80 fermetra skrifstofu-
rými og setustofa er á efri hæð
mjólkurhússins í miðju fjósi og
svalaloft framan við fjósmeginn
en þaðan sést vítt og breitt um allt
fjós. Úr skrifstofurýminu er fagurt
útsýni yfir sveitina frá stórum vest-
urglugga.
Stefna að því að tvöfalda
framleiðsluna
Þeir Garðsbændur hafa nú um 400
þúsund lítra kvóta, en framleiðslu-
getan í nýja fjósinu er um helmingi
meiri. ,,Við ættum að gera framleitt
hér um 7-800 þúsund lítra af mjólk
á ári miðað við íslenskar kýr,” segir
Aðalsteinn. Bræðurnir stefna að
því að stækka við sig og mark-
miðið er að ná fullri framleiðslu á
næstu tveimur árum. Þeir segjast
vera með mikið af gripum í uppeldi
um þessar mundir og og á meðan
greitt er fyrir umframmjólk eins og
nú er gert telja þeir sig ekki þurfa
að kaupa mjólkurkvóta strax. ,,Ég
býst við að um þetta leyti á næsta
ári verðum við komnir í þetta 6-
700 þúsund lítra framleiðslu og ná
svo fullum afköstum innan tveggja
ára,” segir Aðalsteinn.
MÞÞ
Stærsta fjós landsins tekið í notkun í Garði í Eyjafjarðarsveit:
Kýrnar furðu fljótar að venjast nýjum aðstæðum
Fjósið er engin smá smíði yfir 2.100 fm að stærð, en það hefur enn ekki verið að fullu tekið í notkun. Ljósm. MÞÞ
Ábúendur í Garði, frá vinstri: Ásdís Einarsdóttir, Aðalsteinn og Garðar Hallgrímssynir og Þórunn Inga Gunnarsdóttir
framan við mjaltaþjóninn í nýja fjósinu þegar það var til sýnis á dögunum. Ljósm. Benjamín Baldursson.