Bændablaðið - 12.06.2007, Side 27
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200727
Atlantsolía ætlar að fjölga af-
greiðslustöðvum um landið á
næst unni. Nýlega var opnuð af-
greiðslustöð á Akureyri og er það
10. afgreiðslustöðin sem Atlants-
olía opnar frá því fyrirtækið hóf
starfsemi.
Albert Þór Magnússon, fram-
kvæmda stjóri Atlantsolíu, sagði í
samtali við Bændablaðið að fyr-
irtækið hefði nú hafið sókn á lands-
byggðinni en fram til þessa hefði
það einkum reist afgreiðslustöðvar
á höfuðborgarsvæðinu.
Þrjár lóðir
Að sögn Alberts er fyrirtækið kom-
ið með lóðir undir afgreiðslustöðv-
ar á þremur stöðum til viðbótar á
landinu, Selfossi, Hveragerði og
í Borgarnesi. Á þessum stöðum
verða næstu stöðvar reistar að sögn
Alberts.
,,Í kjölfarið á því munum við
víkka sjóndeildarhringinn enn frek-
ar og reisa afgreiðslustöðvar víðar
um landið,“ sagði Albert.
Þjónusta við bændur
Atlantsolía hefur boðið bændum
upp á ákveðna þjónustu. Fyrirtækið
býður þeim að láta þeim í té olíu-
tanka og síðan er einn bíll ein-
göngu í því að fara um og fylla á
þessa tanka hjá bændum. Albert
segir að það sé orðið þónokkuð um
að bændur hafi komið inn í þessa
þjónustu. Þeir þurfa í framhaldinu
ekki að gera annað en svara spurn-
ingum fyrirtækisins um hvort þá
vanti olíu á tankana.
Atlantsolía hefur verið gagnrýnd
í fjölmiðlum í vetur fyrir að vera
komin með sama olíu- og bens-
ínverð og hin olíufélögin. Albert
segir að þegar Atlantsolía hóf starf-
semi sína hafi fyrirtækið boðið
bensín og olíur á mun lægra verði
en hin olíufélögin. Þetta hafi orðið
til þess að þau lækkuðu sitt verð
og því megi spyrja í dag, ef verð er
borið einhvers staðar saman, hvort
Atlantsolía hafi farið með sitt verð
upp til þeirra eða þeir með sitt niður
til Atlantsolíu.
,,Það hefur líka sýnt sig að þar
sem Atlantsolía er með afgreiðslu-
stöðvar er samkeppnin meiri. Tilboð
eru meira ríkjandi og verð á bens-
íni og olíu hjá gömlu félögunum
er mun lægra þar sem þau eru með
afgreiðslustöðvar nærri stöðvum
Atlantsolíu. Fólk út á landi, þar sem
Atlantsolía er ekki með afgreiðslu-
stöðvar, geldur þess, vegna þess að
gömlu félögin sinna þeim stöðum
ekki neitt og þar er bensínverðið
hæst. Þessu ætlum við að breyta,“
sagði Albert Þór Magnússon. S.dór
Atlantsolía
Fjölgar afgreiðslustöðvum á landsbyggðinni
Albert Þór Magnússon framkvæmdastjóri Atlantsolíu við opnun bens-
ínstöðvar á Akureyri, þeirrar fyrstu á landsbyggðinni.