Bændablaðið - 12.06.2007, Page 28
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200728
Dreifbýliskonur
styrkja böndin
Á síðastliðnum tveimur árum hafa konur vítt og breitt um landið tekið
þátt í verkefninu Byggjum brýr sem hefur það aðalmarkmið að efla og
styrkja konur í dreifbýli með námskeiðahaldi. Tvær þessara kvenna,
önnur á Austurlandi og hin á Vesturlandi, skýrðu Bændablaðinu frá
þátttöku sinni í verkefninu.
Hefur skilað mjög miklu
Helga Guðmundsdóttir er við skipta fræð ingur og býr í Gilsár teigi II í
Eiðaþinghá. Hún var svo kölluð lykilkona á sínu svæði og hafði það hlut-
verk að ýta undir frum kvæði, örva og hvetja til þátttöku og var því eins
konar þjálfari.
„Ég bý í dreifbýli og hef sýnt þessum málum áhuga; það er, ég hef
brennandi áhuga á fram þróun á nýsköpunarstörfum í sveitum. Ég hef setið
í stjórn búnaðar sam bandsins á svæðinu og er gamall kennari og lenti því í
leiðtogahóp en ég er vön að matreiða efni ofan í fólk,“ útskýrir Helga og
segir jafnframt:
„Mér finnst þetta verkefni frá bært framtak og hugmyndin er geysi lega
góð. Eini gallinn var að námsefnið var svolítið sundurlaust og það krafðist
mikils undirbúnings lykilkvennanna. Ákveðnir þætt ir námsefnisins eru þó
algjör gull korn, eins og til dæmis hefti sem við fengum gefins um heima-
vinnslu sem var mjög gott efni. Ég held að konunum upp til hópa hafi
fundist þetta einstaklega skemmtilegt og þá einkum konum sem eru síst
duglegar að sækja umræðufundi, námskeið og slíkt. Ég hefði ekki viljað
vera án þessarar reynslu og er þakklát fyrir hönd þeirra kvenna sem komu
í þetta. Konurnar okkar hér kalla á að við hittumst aftur í haust og það
verður kannski til þess að tengslanet dreifbýliskvenna verður til. Þannig
að þetta hefur skilað mjög miklu.“
Gott að styrkja og virkja konur
Katharina Kotschote býr á Hofs stöðum í Eyja- og Miklaholtshreppi
en er fædd og uppalin í Þýskalandi og hefur verið búsett hérlendis í þrjú
ár. Hún var almennur þátttakandi í Byggjum brýr-verkefninu og er mjög
ánægð með hvernig til tókst.
„Þetta byrjaði á því að við kom um nokkrar saman á konudaginn fyrir
tveimur árum þar sem Ragn hildur Sigurðardóttir kynnti verk efnið. Þetta
hljómaði allt vel og skemmtilega hjá henni og því ákvað ég að prófa að
vera með. Mér finnst mikilvægt að konur sitji ekki bara heima heldur taki
þátt. Einnig finnst mér mikilvægt að styrkja konur hér til að þær taki virk-
an þátt í samfélaginu,“ segir Katharina.
Hún segir forvitnina hafa rekið sig áfram í verkefninu en hún tók þátt í
örnámskeiði í landbúnaði og í vetur sótti hún námskeið um heimavinnslu
og ferðaþjónustu.
„Námskeiðin voru ágæt en nám skeiðsefnið var ekki aðalmál ið fyrir
mig. Það var gaman að hitta konurnar og gera eitthvað saman og það
fannst mér aðalmálið. Lykilatriði var að koma hugmyndafluginu af stað
á fundunum. Ég kynntist nýjum konum og það kom mikið út úr því. Það
kom til að mynda í ljós að nánast allar konurnar voru að gera eitthvað
heima hjá sér og margar voru í einhvers konar handavinnu. Við ætlum að
vera með markað í sumar en hugmyndin kom úr hópnum sem ég var í.
Ég verð með græna rabarbarasultu á markaðnum að þýskri fyrirmynd og
það verður spennandi að sjá hvernig fólki líkar hún,“ segir Katharina að
lokum. ehg
Building Bridges
– Conference
in Ársalur Hotel Radison SAS hotel Saga
22. june 2007
Ráðstefna verður haldin í tengslum við verkefnið
Byggjum brýr föstudaginn 22. júní á Hótel Sögu, kl 13:00-18:00.
Megin markmið verkefnisins er að virkja og hvetja konur í landbúnaði enn frekar í því
sem þær vilja taka sér fyrir hendur og styrkja þær þannig persónulega, félagslega og
samfélagslega. Ná fram jafnrétti innan landbúnaðargeirans og koma í veg fyrir flótta ungra
kvenna úr greininni.
13:00 Rector Ágúst Sigurðsson, Agricultural University of Iceland (LbhÍ)
13:15 Building- Bridges, educating women in rural areas
Ms. Ásdís Helga Bjarnadóttir, the project coordinator, LbhÍ
13:40 Women in icelandic agriculture
Ms. Erna Bjarnadóttir, The Farmers Association in Iceland
14:00 Empower women in agriculture to succeed
Ms. Jolande Leinenback, project manager from Ed-consult in Denmark
14:25 Building bridges succsess storys:
From Iceland
From Denmark
From Slovak
From Tuscany, Italy
15:25 The power of networking
Ms. Guðrún Magnúsdóttir, The Icelandic Association of Women
Entrepreneurs
16:00- 18:00 At the end of the Conference the Ministry of Agriculture will invite
everyone to participate in a cultural end light dinner event…..
Matarsetrinu
að Grandagarði 8, milli kl. 13:00-16:00, laugardaginn 23. júní.
Velkomin í Matarsetri þar sem matur, menning, líf og starf íslenskra og tékkneskra
kvenna í dreifbýlinu verður kynnt; handverk, ferðaþjónusta, saga, upplifun, smakk og
ýmislegt annað skemmtilegt verður á boðstólnum!
An open day where women in Iceland and the Czech Republic presents
their live in the rural area; their work, production, handcraft,
nationality, hopes and dreams.