Bændablaðið - 12.06.2007, Side 36

Bændablaðið - 12.06.2007, Side 36
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200736 Líf og starf Stutt saga af uppátækjasömum frum kvöðlum í sveitinni Ábúendur í Holtsseli í Eyja fjarð- arsveit, þau Guðrún Egilsdóttir og Guðmundur Jón Guðmundsson, eru þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir og hafa í áranna rás verið frumkvöðlar að mörgum nýjungum í bútækni. Þau hafa oftar en ekki flutt sjálf inn tæki og tól til bústarfanna enda afar dugleg að sækja sýningar erlendis og ekki síður að fara á eigin vegum og banka uppá hjá bændum í öðrum löndum ef þurft hefur til að skoða og spyrja eftir reynslu þarlendra bænda af hinum og þessum búnaði til búskaparins. Þá hafa þau undanfarin ár flutt inn og miðlað til bænda hómópatískum náttúruefnum frá fyrirtækinu Alta- Vet í Danmörku sem selur alls kyns stoð- og bætiefni til notkunar við margs konar sjúkdómum í skepn- um, s.s. júgurbólgu, sleni og melt- ingarsjúkdómum og föstum hildum svo eitthvað sé nefnt. Og nýjasta „uppátæki“ þeirra hjóna er ísgerðin. Fyrir tæpum tveimur árum hófst framleiðsla á mjólkur-/rjómaís nefnt Holtselshnoss hjá Guðrúnu og Guðmundi eftir að þau höfðu skoðað áhugaverða ísgerðarvél erlendis. Guðmundur rak augun í auglýsingu í breska bændablaðinu Farmers Weekly þar sem þessi vél var kynnt og ákváðu þau að innrétta pláss á hlöðuloftinu og hefja ísgerðina. Ísinn er aðallega framleiddur fyrir betri veitingahús og sælkera- búðir og selst mjög vel. Ísinn er gerilsneyddur (ísvél- in sér um það sjálf) og er án allra aukaefna og því hrein náttúruafurð en hefur samt eins árs geymsluþol í frysti. Ísvélin er mjög fullkomin og tölvu- stýrð en hægt er að velja á milli 400 mismunandi uppskrifta við ísgerðina og allar hugsanlegar bragðtegundir, s.s. allar hefðbundnar tegundir eins og jarðarberja, vanillu, hnetu og súkkulaðiís en einnig framandi teg- undir eins og bjórís (gæti orðið góð söluvara á börum) og margt fleira sem ísunnendum gæti þótt gott. Og svo datt þeim hjónum í hug sú snildarhugmynd að hressa uppá uppskriftalistann og hafa sínar einkauppskriftir til viðbót- ar. Auðvitað varð KEA-skyr fyrir valinu og farið var af stað með til- raunaframleiðslu af skyr-ís þar sem notað er hreint KEA-skyr án bragð- efna sem undirstaða í framandi og frábæran ís sem býður uppá ýmis bragðefni, undirritaður smakkaði einmitt skyr-ís með bláberjum og er ekki hættur að sleikja út um nú þremur vikum síðar. Þá hafa þau einnig framleitt ítalskan ávaxtaís sem er bæði eggja- og mjólkurlaus, að ógleymdum ís fyrir sykursjúka. Nú stendur fyrir dyrum vígsla glæsilegs ísveitingastaðar sem inn- réttaður hefur verið á fjósloftinu í Holtsseli þar sem framreiddur verð- ur ísinn góði ásamt léttum veiting- um öðrum og verður gaman að rúlla í fjörðinn með frúna og barnabörnin í ísveislu í Holtssel. Þau hjón eru góð fyrirmynd um átakið „Beint frá býli“ og vís til fleiri uppátækja ef ég þekki þau rétt. Það var því mjög ánægjulegt og kom ekki á óvart að Búnaðarsamband Eyjafjarðar veitti þeim hvatning- arverðlaunin 2007. HEYRT Í SVEITINNI Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður www.bbl.is Út er komin bókin Úr steina- ríkinu. Höfundur er Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur, á Möðruvöllum í Hörgárdal. Bókin er þriðja ritið í bókaflokki hans Náttúruskoðarinn, en áður hafa komið út bækurnar Úr dýrarík- inu, 2005, og Úr jurtaríkinu, 2006. Bókin veitir margháttaðan fróð- leik um steinaríkið, eins og fyrri bækur höfundar veittu um dýrarík- ið og jurtaríkið. Fram kemur bæði í formála bókarinnar og heimilda- skrá að vel hefur verið vandað til efnisöflunar og að margir kunnáttu- menn, hver á sinu sviði, hafa lesið yfir handritið. Þannig er í bókinni mikill og staðgóður fróðleikur um steinaríkið, bæði eins og það er frá náttúrunnar hendi en einnig inngrip mannsins í það og hagnýting þess til mannlegra þarfa Væntanlegir lesendur gætu ætlað að hér lægi klippt og skorið fyrir alþýðleg og aðgengileg bók um það efni, sem bókarheitið vísar til, steinaríkið. Víst má það til sanns vegar færa. Allar „ríkja“ bækur Bjarna, dýra-, jurta- og steinaríkja, sprengja þó þann ramma utan af sér. Er þetta kostur eða galli? Víst er hugsanlegt að einhverjir kaupi bókina og telji sig svikna af því hve langt Bjarni seilist út á jaðar eða út fyrir uppgefið heiti á titilsíðu. Mér segir þó hugur að hinir verði í mikl- um meirihluta sem þakka fyrir allt það hugmyndaríki, sem í bókinni er að finna. Þannig er að á þeirri upplýsinga- öld, sem við nú lifum, þá er vandinn frekar að verja sig fyrir upplýsinga- flóðinu heldur en að láta það stjórn- laust yfir sig ganga. Í því grugguga fljóti, sem þar vellur fram, sé það mörgum að skapi að leggja eyra við þann streng sem Bjarni slær í bókum sínum, þjóðlegan og nátt- úruvænan stíl, þar sem höfundur kann þá list að skopast að sjálfum sér. Sögur og sagnir og ekki síður ljóð og kveðskapur tengdur nátt- úrunni er þar áberandi og meðvitað eða ómeðvitað er bókin andóf gegn tíðaranda efnishyggju og úrvals- vísitalna og vitnisburður um það að lífsfyllingin kemur innan frá þegar betur er að gáð. Ég sé fyrir mér að bókin henti vel þeim sem er á leið í sumarbú- stað til að vinda ofan af streitu hversdagsins, hún er á bylgjulengd við bjarkarilm og fuglasöng sem og íslenskan ljóða og sagnaarf án þess að slaka nokkuð á fræðilegu gildi sínu. Ég sé bókina einnig fyrir mér til tækifærisgjafa, bæði handa leitandi fólk á leið út í lífið og þeim sem eiga sér ljúfar minningar um tengsl við náttúru og umhverfi. Það er margt og mikið vitað um steinaríkið en tóninn sem sleginn er í þessari bók er ekki víða sleginn. Matthías Eggertsson Bókarfregn Úr steinaríkinu – Náttúruskoðarinn III Vefrænt aðgengi að loftmyndum Fram kom í síðasta Bændablaði að Bændasamtök Íslands og Loftmyndir ehf hafa gert með sér samning um vefrænt aðgengi BÍ að landfræðilegum gögnum Loftmynda. Loftmyndir ehf hafa staðið fyrir loftmyndaflugi frá árinu 1996 og hafa þeir nú lokið við að taka myndir af öllu landinu. Myndatöku er þó hvergi lokið því ætlunin er að endurnýja myndirnar á nokkurra ára fresti. Fjölmörg tækifæri skapast með aðgengi að loftmyndasafni sem þessu enda myndirnar í góðri upp- lausn. Fyrst og fremst hafa ráðu- nautar nú möguleika á að nota loftmyndir sem hjálpargögn við þeirra hefðbundnu störf. Einfalt er að mæla vegalengdir og flat- armál og taka hnitapunkta með hjálp veflausnarinnar. Þess vegna nýtast myndirnar vel í alla ráð- gjöf hvað varðar jarðrækt og fram- ræslu. Einnig til að staðsetja ýmsa hluti svo sem vatnsból og rotþrær. Veflausnin býður uppá möguleika til að geyma í gagnagrunni þau atriðið sem verið er að staðsetja og mæla. Með tímanum mun því byggjast upp miðlægur gagnagrunnur sem gefur okkur t.d. yfirlit yfir úttektir á þró- unar- og jarðabótaverkefnum svo sem ræktun korns og upphreinsanir úr framræsluskurðum. Einnig mun með tímanum byggjast upp gagna- grunnur yfir ræktað land á Íslandi Bændur geta fengið gert túnkort á hagstæðara verði en almennt hefur tíðkast. Vegna þess að stað- setning túnanna er geymd í miðlæg- um gagnagrunni má með einföldum hætti, breyta og laga túnkortin eftir því sem ræktarlandið breytist. Ýmis sérverkefni má vinna með hjálp loftmyndanna gegn sérstöku gjaldi og má þar helst nefna hnit- un landamerkja og verkefni sem tengjast skipulagsmálum við mann- virkjabyggingar, afmörkun stakra lóða og landspildna. Aðgengi að loftmyndagrunn- inum er nýtilkomið og eiga ráðu- nautar því eftir að læra og tileinka sér möguleikana sem honum fylgja. Margt á enn eftir að þróa og laga að þörfum ráðunauta og bænda. Frekari fréttir af þessum vettvangi er því að vænta von bráðar. BPB Hluti af ófullgerðu túnkorti. Veflausn og myndagrunnur Loftmynda ehf.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.