Bændablaðið - 12.06.2007, Síða 38
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200738
Undanfarin ár hefur endur-
mennt unardeild LbhÍ boðið upp
á námskeið í tamningu fjár-
hunda. Aðalleiðbeinandi nám-
skeiðanna er Gunnar Einarsson
frá Daðastöðum, en hann hefur
í gegnum tíðina flutt inn öfluga
hunda til undaneldis, alið og tam-
ið fjölda hunda af Border Collie
kyni. Hann hefur einnig leiðbeint
um 850 manns á 111 námskeiðum
á árabilinu frá 1993-2007. Áhugi
á notkun fjárhunda við smala-
mennskur, einkum í sauðfjárrækt
en einnig í hrossarækt, hefur
stóraukist. Tamningaaðferðin
get ur þó nýst einnig í öðrum til-
gangi, þ.e. að hafa almennt betri
stjórn á hundinum.
Boðið er reglulega uppá grunn-
námskeiði í tamningu fjárhunda
sem og framhaldsnámskeið. Grunn-
tamning gerir hundinn ekki sjálf-
krafa að góðum fjárhundi, frek-
ar en grunntamning á hrossum.
Mikilvægt er því að beita mark-
vissari þjálfum og bæta við frekari
þekkingu þegar grunnatriðunum er
náð. Hámarksfjöldi þátttakenda á
hvert námskeið er 10.
Þátttakendur vinna með eigin
hund á námskeiðunum. Kennsla
er að mestu verkleg en að auki
eru haldnir fyrirlestrar um notkun
fjárhunda. Námskeiðið nýtist eig-
endum Landamæra-Collie (Border-
Collie) hunda best en eigendur ann-
arra hunda geta einnig haft gagn
af námskeiðinu. Lágmarksaldur
hunda er 6 mánaða. Gerð er sú
krafa að hundar sem koma á nám-
skeiðið skulu vera bólusettir við
smáveirusótt (smitsjúkdómur) og
skal bólusetningin ekki vera eldri
en 2 ára og ekki yngri en 10 daga.
Hugsanleg smithætta er á ábyrgð
hundaeigenda. Hundar skulu einn-
ig vera ormahreinsaðir og skal sú
hreinsun ekki vera eldri en 12 mán-
aða.
Þrjú námskeið verða haldin nú í
júnímánuði.
Grunnnámskeið:
Tími: fös. 15. júní kl 10:00-18:00
og lau. 16. júní kl. 09:00-18:00
(22,5 kennslustundir) að Ytra-
Lóni á Langanesi.
Tími: þri. 19. júní kl 10:00-18:00
og mið. 20. júní kl 09:00-18:00
(22,5 kennslustundir) að Kirkju-
bóli í Dýrafirði.
Framhaldsnámskeið:
Tími: mán. 18. júní kl 10:00-18:00
(10 kennslustundir) í Eyjafirði
– nánar tilgreint síðar.
Námskeiðin eru styrkhæft í gegn-
um ýmis stéttarfélög sem og fyrir
bændur gegnum Starfsmenntasjóð
bænda – sjá www.bondi.is
Upplýsingar og skráning: end-
urmenntun@lbhi.is eða í síma 433
5033/843 5308. Einnig er hægt
að skrá sig í gegnum heimasíð-
una www.lbhi.is undir Námskeið í
hægri stiku og á www.landbunadur.
is – Nám og námskeið.
Heimildarmyndin Annað líf
Ástþórs var forsýnd á hvítasunnu-
dag á Skjaldborgarhátíðinni
á Patreksfirði en myndin er
hetjusaga ungs bónda, Ástþórs
Skúlasonar á Melanesi á
Rauðasandi, sem lamaðist fyrir
neðan mitti eftir alvarlegt umferð-
arslys í byrjun árs 2003. Þrátt
fyrir lömunina ákvað hann fyrir
tæpu ári að taka við búforráðum
á Rauðasandi eftir foreldra sína
ásamt unnustu sinni, Margréti
Fanneyju Sigurðardóttur.
Í myndinni er fylgst með dag-
legu lífi Ástþórs, allt frá því hann
stundaði endurhæfingu á Grensás-
deildinni til dagsins í dag í bústörf-
unum. Ungi bóndinn mætir á hverj-
um degi miklum hindrunum og
þröskuldum sem hann reynir að
yfirstíga eftir bestu getu og eru fá
verk sem vaxa Ástþóri í augum.
„Ég hef alltaf verið hrifinn af
bændum og mig hafði lengi langað
að gera mynd um bónda. Síðan frétti
ég af manni sem hafði lent í bílslysi,
lamast fyrir neðan mitti og byggi í
sveit en þá kviknaði áhugi minn.
Ég hafði samband við Ástþór þegar
hann var á Grensási og í fyrstu leist
honum ekkert á að hafa mann yfir
sér næstu árin en síðan sló hann til.
Ég fylgdist með honum í þrjú ár frá
2003 og fór alls 11 ferðir vestur á
mismunandi árstíðum. Viðbrögð við
myndinni hafa verið framar vonum
og ég hef fengið góða gagnrýni.
Núna er ég að undirbúa aðra heim-
ildarmynd sem of snemmt er að tala
ítarlega um en ég get sagt að hún
gerist í sveit og náttúran er alltaf til
staðar í myndunum mínum,“ segir
Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerð-
armaður. ehg
Hetjusaga lamaðs bónda
Sumarhátíðin
Bjartar nætur
Fjöruhlaðborð
Um Jónsmessuna hefur á ann-
an áratug verið haldin vegleg
sumarhátíð í Hamarsbúð
á Vatnsnesi. Að þessu sinni
verður umrædd hátíð hald-
in laugardaginn 23. júní og
hefst kl. 19:00. Þetta er orð-
inn árviss atburður þar sem
Húsfreyjurnar á Vatnsnesi
framreiða margs konar sæl-
kerarétti sem sumir hverj-
ir eru afar fáséðir á borð-
um landsmanna. Mikið er
lagt upp úr að matföng-
in á hlaðborðinu séu allt í
senn: Fjölbreytt, sérstök og
í fyrsta gæðaflokki svo sem
flestir geti fundið eitthvað
við sitt hæfi í mat og drykk.
Fjöruhlaðborðið er löngu
landsþekkt og sækja gestir
þangað um langan veg til að
njóta þeirrar sérstöðu sem
þarna er boðin.
Áhugasömum skal bent á að
matseðillinn er birtur á ://www.
northwest.is
Fastur liður í sumarhátíðinni
eru tvær áhugaverðar göngu-
ferðir sem farnar eru þennan
sama dag, önnur á Vatnsnesfjalli,
hin með ströndinni norðan
Hamarsbúðar. Göngufólk endar
ferðirnar við fjöruhlaðborðið.
Mikið var um að vera hjá Birnu
Mjöll Atladóttur, bónda á
Breiðavík í Vestur-Barða strand-
ar sýslu, í sauðburðinum sem
og öðrum sauðfjárbændum. Á
þess um mikla álagstíma prófaði
Birna Mjöll nýtt græðandi krem,
Sára-Galdur, sem hún fullyrðir
að hafi bjargað sér og sínum á
þess um tíma.
„Þessi uppgötvun mín á Sára-
Galdri átti sér stað í sauðburðin um
í fyrra. Þá vorum við með heim-
alninga og þrír þeirra fengu vört-
ur í kringum munninn. Sú sem
ann aðist þá kvartaði yfir þessu og
fannst þetta ljótt. Sárakremið var á
borðinu svo að ég sagði stelpunni
að bera þetta á útbrotin. Tveimur
dögum síðar sagði hún að vörturnar
væru horfnar en eftir voru einung-
is hárlausir blettir,“ útskýrir Birna
Mjöll og segir jafnframt:
„Ástæða þess að kremið var á
borðinu var sú að í kringum sauð-
burðinn eru lömbin slímug og það
er farið inn í rollur og maður brenn-
ur á höndum svo maður er alltaf
að prófa ný krem. Sára-Galdur er
svolítið feitt krem og þeir sem not-
uðu það í kringum sauðburðinn
núna héldu sér góðum af þurrki og
bruna allan tímann. Þetta er algjört
undraefni. Þegar náttúran var að
lifna við fékk ég flóabit og var með
töflur við því. Eina nóttina var ég
alveg viðþolslaus vegna ertings og
bar á bitin Sára-Galdur. Við það fór
kláðinn en ég fann enn aðeins fyrir
bitunum.“
Eingöngu íslenskar,
ósnortnar jurtir
Frá árinu 1990 hefur Aðalbjörg Þor-
steinsdóttir starfað við að þróa og
framleiða smyrsl, salva og áburði
úr plöntum sem hún tínir á heima-
slóðum sínum við Tálknafjörð
og einnig á stórum svæðum við
Patreksfjörð og Arnarfjörð. Hún á
heiðurinn af kreminu Sára-Galdri
sem Birna Mjöll á Breiðavík notar
nú óspart með góðum árangri.
„Það er mjög ánægjulegt að fá
slík ummæli um vörurnar sínar
en mest er um vert að virknin sé
svona góð, þá er takmarkinu náð.
Mér var ýtt út í þessa framleiðslu
af fjölskyldunni eftir að hafa próf-
að og þróað uppskriftir sem ég sótti
í hefðir og sögusagnir sem gengið
hafa mann fram af manni á Íslandi
í hundruð ára. Ég nota eingöngu
íslenskar jurtir í vörurnar mínar
og nota engin rotvarnar-, litar- eða
ilmefni. Ég er komin með lífræna
vottun á landsvæðið þar sem ég
tíni villtu jurtirnar og það hefur
mikla þýðingu,“ segir Aðalbjörg
sem framleiðir einnig vöðva- og
liðagaldur, fótagaldur, húðgaldur,
bossa- og bumbukrem og vara-
salva. ehg
Undrakrem úr íslenskum jurtum
Hér má sjá á heimalning á Breiðavík hvernig hann steyptist út í vörtum í
kringum munninn en með því að bera kremið Sára-Galdur á útbrotin hurfu
þau á tveimur dögum.
Um 300 árlegir viðburðir á landinu
Landssamtök hátíða og menningarviðburða (LHM) eru eins árs
gömul samtök og hafa á skrá um þrjú hundruð árlegar hátíðir og
viðburði hér á landi. Júlíus Júlíusson, formaður samtakanna, segir
ýmislegt vera á döfinni hjá samtökunum.
„Samtökin voru stofnuð í maí árið 2006 í Ketilshúsinu á Akureyri.
Þar komu um 60 stofnfélagar allsstaðar að af landinu. Þeir sem vinna
í þessu áttu engan til að leita til og voru margir einir að vinna í þessu
hátíðaskipulagi og núna eru þetta víða orðnar miklar og stórar hátíðir.
Því stofnuðum við þessi samtök til að standa sameiginlega vörð um
hagsmuni og vinna saman á landsvísu við að kortleggja menningarvið-
burði. Núna er verkefni okkar að vera málsvari fyrir hátíðarnar, efla
fagmennsku og fræðslu og koma upp þekkingarbrunni um alla við-
burðina vítt og breitt um landið. Hugmynd er uppi um að stofna sjóð
sem gæti þá hugsanlega styrkt viðburði og einnig er í burðarliðnum
að opna heimasíðu með viðburðalista sem mikið er spurt um,“ segir
Júlíus Júlíusson, formaður LHM, og framkvæmdastjóri Fiskidagsins
mikla á Dalvík.
Viðburðadagatal í júní
2. júní-19. ágúst Menningarveisla Sólheima
8.-17. júní Víkingahátíð í Hafnarfirði
18.-24. júní Við Djúpið, tónlistarhátíð á Ísafirði
23. júní Jónsmessuhátíð víða um land
23. júní Flughelgi Flugsafns Íslands á Akureyri
23. júní Skógardagurinn mikli á Egilsstöðum
23. júní Fjöruhlaðborðið í Hamarsbúð á Vatnsnesi
22.-24. júní Harmonikkuhátíð í Húnaveri í Húnavatnshreppi
28.-30. júní Blúshátíð á Ólafsfirði
29.júní-1. júlí Bíldudals grænar á Bíldudal
29. júní-1. júlí Hamingjudagar á Hólmavík
27.-30. júní Djasshátíð á Egilsstöðum
27. júní-1. júlí Act Alone leiklistarhátíð á Ísafirði
30. júní Handverksdagurinn á Blönduósi
ehg
Námskeið í tamningu fjárhunda
Dagana 2.-6. júlí næstkomandi
verður starfrækt sumarsmiðja
fyrir börn í Tjarnarlundi í
Saurbæ og er hún ætluð börnum
á grunnskólaaldri úr Dalasýslu
og Austur-Barðastrandarsýslu.
Markmiðið með sumarsmiðj-
unni er að gefa börnun á svæð-
inu kost á samstarf við fagmenn
á sviði lista og hönnunar þar sem
fléttað er saman verklegri og
fræðilegri nálgun og unnið út frá
aðstæðum á svæðinu. Innblástur
verður fenginn frá umhverfi og
náttúru Vesturlands, jarðfræði
og menningu, og áhersla lögð á
að nýta þau hráefni og viðfangs-
efni sem tiltæk eru. Hljóðheimur
umhverfisins og hversdagslegra
hluta verður kannaður, þar á
meðal vindurinn sem er góður
til að skapa hljóð en einnig til að
láta hluti fljúga.
Sumarsmiðjan er skipulögð í
tengslum við Myndlistaskólann
í Reykjavík en umsjónarmað-
ur hennar er Þóra Sigurðardóttir
fyrrum skólastjóri þess skóla.
Skráning fer fram til 15. júní
í síma 551 1990. Námskeiðið
stend ur í 20 kennslustundir og er
möguleiki á að skrá börn í sumar-
dvöl dagana sem það stendur yfir
að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í
umsjá Höllu Stein ólfs dóttur sem
hefur full réttindi til að annast
börn í sumardvöl. Nánari upplýs-
ingar veitir Þóra í síma 896 1930.
Sveitarstjórn Dalasýslu styrkir
námskeiðið ásamt fleirum.
Sumarsmiðja í Tjarnarlundi