Bændablaðið - 12.06.2007, Side 40

Bændablaðið - 12.06.2007, Side 40
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200740 Ýmislegt spennandi er á döfinni hjá fyrirtækinu Farmers Market sem hannar og framleiðir föt og fylgihluti eingöngu úr nátt- úrulegum hráefnum þar sem íslenska ullin er í hávegum höfð. Nýjar vörur og útflutningur til Norðurlandanna er nú helst á dagskrá. „Það er aðeins að bætast í hjá okkur en við erum að hlaða utan um kjarnann sem við erum með. Í haust munum við selja alla vöru- línuna okkar í Danmörku, Svíþjóð og mögulega í Finnlandi. Við erum að reyna að útvíkka og hugsa íslensku lopapeysuna aðeins upp á nýtt og þróa hana. Það er frábært að geta verið með íslenskt hráefni í sölu erlendis en við erum fyrst og fremst að keppa í gæðum. Við leggjum mikið upp úr hönnuninni og setjum ekkert í gang nema vera 100 prósent ánægð með vöruna og það kostar oft margar tilraunir,“ segir annar eigandi fyrirtækisins, Jóel Pálsson. Á síðasta ári vann fyrirtækið úr tveimur tonnum af ull til að fram- leiða vörur sínar og mun það magn aukast töluvert á þessu ári. „Við erum með prjónakonur hér heima en til lengri tíma erum við að hugsa þetta sem vörumerki og útflutningsvöru og að hægt sé að vinna þetta fyrir stórar pantanir. Því höfum við kannað aðstæður í Kína en þar eru möguleikar sem eru ekki fyrir hendi hér heima. Hérna er þetta aðallega gert í íhlaupavinnu en það er erfitt að eiga við það til lengd- ar nema að maður eigi verksmiðju. Við teljum að bændamenning og -stemmning eigi mikið inni og að meira mætti gera úr verðmætum sem skapast hjá bændastéttinni.“ ehg Enn og aftur er grilltíminn ofar lega í huga matarskríbents Bænda blaðsins sem reiðir hér fram lambasteik með Brie-osti og furuhnetum, gúrkusalat með ferskri myntu og kryddsmjör með gráðosti eða kúmenfræjum. Lambasteik með Brie-osti Fyrir 4 4 stk. lambaframhryggjasneiðar 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 1 tómatur, skorinn í sneiðar 200 g Brie-ostur 2 msk. furuhnetur Aðferð: Brúnið furuhnetur við lágan hita á pönnu og geymið. Skerið mesta fitu af lambaframhryggjarsneiðunum og saltið og piprið. Setjið á grillið og grillið við lágt hitastig 2-3 mín- útur hvora hlið. Setjið eina sneið af tómat og væna sneið af osti á hverja lambasneið og stráið furuhnetum yfir. Setjið lokið yfir grillið og grillið áfram í tvær mínútur. Berið fram með gúrkusalati og góðri sósu að eigin vali. Gúrkusalat með myntu Fyrir 6 2 agúrkur 2 tómatar 2 hvítlauksrif 2 rauðir chili-aldin 2 dósir jógúrt, hreinar 1 dós sýrður rjómi 1 tsk. kúmen 10 blöð fersk mynta salt Aðferð: Skerið gúrkuna í grófa bita og látið safann renna úr. Flysjið tómatana, fjarlægið fræin og skerið þá í litla bita. Fínhakkið hvítlauk, chili-aldin og myntuna. Blandið öllu saman í skál og saltið eftir smekk. Látið bíða í kæli í nokkra stund áður en borið er fram. Kryddsmjör 100 g smjör, við stofuhita 1,5 dl. rifinn gráðostur 1 tsk. kúmenfræ Aðferð: Hrærið smjörið þar til það verður mjúkt. Deilið því í tvennt og bland- ið rifnum gráðaosti í annan helm- inginn og kúmenfræjum í hinn. Hægt er að leika sér með blöndur í kryddsmjör að eigin vild, nota til dæmis ýmis krydd, hvítlauk, pestó og sólþurrkaða tómata svo fátt eitt sé nefnt. ehg MATUR Skorið, kryddað og grillað 5 2 8 3 4 9 1 7 5 9 4 8 4 7 6 7 5 8 2 2 6 4 2 8 5 6 3 1 2 9 7 4 8 7 6 4 8 1 7 3 1 9 7 2 8 2 4 7 1 6 8 2 8 9 3 1 2 1 9 4 7 3 2 5 9 6 4 7 1 2 9 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Kryddsmjör með gráðosti og kúmenfræjum. Fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson mætti á opna húsið, ásamt núverandi ráðherra, Einari Kristni Guðfinnssyni. Það fór vel á með þeim félögum enda mjög góðir vinir. Ný heimasíða Landbúnaðarstofnunar Einar Kristinn Guðfinnsson, nýr landbúnaðarráðherra opnaði nýlega nýja heimasíðu Landbúnaðarstofnunar á Selfossi. Það var gert við sama tækifæri og opið hús var hjá stofnunni þar sem gestir og gangandi gátu komið og skoðað húsnæði stofnunarinnar og kynnt sér starfsemi hennar. Þá var gestum boðið uppá pylsur og meðlæti að hætti hússins. Mikil ánægja var með opna húsið og framtakið hjá Landbúnaðarstofnun. MHH Jón Gíslason, forstjóri Land- búnaðarstofnunar kynnti nýja heimasíðu stofnunarinnar eftir að Einar Kristinn hafði opnað hana formlega. Slóðin á síð- una er www.lbs.is. Markmiðið með nýrri heimasíðu er að við- skiptavinir geti með auðveld- um hætti nálgast upplýsingar, nauðsynleg umsóknareyðu- blöð og önnur gögn sem varða hagsmuni og starfsemi þeirra. Í framtíðinni er einnig stefnt að rafrænum viðskipt- um og að viðskiptavinir geti nálgast upplýsingar um stöðu mála sem eru til umfjöllunar hjá stofnuninni. Nýr vefur Veðurstofu Íslands Nýlega opnaði nýr og endurbættur vefur Veðurstofu Íslands, www. vedur.is. Nýi vefurinn tekur fyrst og fremst mið af auknum kröf- um um myndræna framsetningu upplýsinga. Á vefnum má finna mikið magn hagnýtra upplýsinga og fróðleiks sem ekki hefur verið aðgengilegur áður. Nýjasta veftækni er notuð til að birta mikið af rauntímaupplýsingum um veður, jarðskjálfta og fleira á aðgengi- legan hátt. Þá hefur Veðurstofan sett sér það markmið að sem mest af gagnasöfnum stofnunarinnar, framleiðslu hennar og þjón- ustu verði á vefnum. Sérstök áhersla er lögð á veðurspár í hárri upplausn en að þróun og framleiðslu slíkra spáa fyrir Ísland og umhverfi þess hefur verið unnið í nokkur ár í samstarfi Veðurstofunnar og Reiknistofu í veðurfræði með stuðningi Vegagerðarinnar, Flugmálastofnunar, Siglingastofnunar, Rannís og fleiri. Á grundvelli laga um veðurþjónustu, svo og breyttr- ar stefnu stjórnvalda í aðgengi að opinberum upplýsingum, hefur Veðurstofan sett sér það markmið að sem mest af gagnasöfnum stofn- unarinnar, framleiðslu hennar og þjónustu verði á opnum og aðgengi- legum vef. Miðar Veðurstofan við að verða í fremstu röð meðal veð- urstofa hvað þetta áhrærir segir í tilkynningu. Farmers Market Útflutningur á næsta leiti Nýjasta peysan frá Farmers Market heitir Skarðshlíð en allar peysur fyrirtækisins heita eftir íslenskum bæjum. Hönnuður er Bergþóra Guðnadóttir og efnið í peysunni er 100% íslensk ull. Líka hjá Orkuveitunni Orkuveita Reykjavíkur hefur komið upp nýjum fræðsluvef um starfsemi fyrirtækisins. Þar má finna allar helstu upplýsingar um fyrirtækið en einnig marg- víslegan fróðleið um orku- og umhverfismál. Meðal þess sem þar er að finna er fræðsla um kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu þar sem útskýrt er á auðskiljanlegan hátt hvað um er að ræða. Er óhætt að mæla með því við þá sem vilja setja sig inn í þau mál að eyða nokkrum mínútum í að hlusta á þær útskýringar. Veffang þessarar nýju heima- síðu er: http://fraedsla.or.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.