Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008
Nýtt frumvarp til laga um skrán-
ingu og mat fasteigna hefur verið
lagt fram á Alþingi. 1. gr. lag-
anna orðast svo:
„Fasteignaskrá Íslands fer með
yfirstjórn fasteignaskráningar sam-
kvæmt lögum þessum og rekstur
gagna- og upplýsingakerfis, er
nefnist fasteignaskrá á tölvutæku
formi. Í fasteignaskrá, skal skrá
allar fasteignir í landinu. Kjarni
fasteignaskrár eru upplýsingar um
lönd og lóðir og hnitsett afmörk-
un þeirra, mannvirki við þau
skeytt og réttindi þeim viðkom-
andi. Fasteignaskrá er grundvöllur
þinglýsingabókar fasteigna, mats
fasteigna og húsaskrár Þjóðskrár
og þannig úr garði gerð að hún
nýtist sem stoðgagn í landupp-
lýsingakerfum. Saga breytinga á
skráningu fasteignar skal varðveitt
í fasteignaskrá.“
Í frumvarpinu er lagt til, að
heimilt verði að innheimta nýtt ein-
skiptisgjald vegna skráningar nýrr-
ar fasteignar í fasteignaskrá. Slíkt
gjald byggist m.a. á þeirri vinnu
sem fer í stofnun og skráningu
eignarinnar í fyrsta sinn og kostn-
aði við viðeigandi upplýsingakerfi.
Slíkt gjald á sér samsvörun í skrán-
ingu annarra skráningarskyldra
eigna í opinberar skrár, eins og
t.d. ökutækja, skipa og flugvéla.
Jafnframt er í frumvarpinu lagt til
að tekjur fyrir rafræn veðbanda-
yfirlit verði ákvarðaðar í gjaldskrá
og renni til stofnunarinnar í sam-
ræmi við athugasemdir efnahags-
og skattanefndar.
Í þriðja lagi er lagt til í frum-
varpinu að gjaldskrá stofnunarinn-
ar kveði á um gjald fyrir skráningu
nýrra fasteigna í fasteignaskrá.
Gjaldið á að taka mið af þeirri
vinnu sem fer í skráningu eign-
arinnar í fyrsta sinn, ásamt kostn-
aði vegna upplýsingakerfa, enda
þarf að viðhalda skráningunni og
varðveita áratugum eða öldum
saman. Slík gjaldtaka á sér sam-
svörun í skráningu annarra skrán-
ingarskyldra eigna í opinberar
skrár eins og t.d. ökutækja, skipa
og flugvéla. Áætlað er að tekjur
af gjaldinu verði um 40 milljónir
króna á ári.
Haukur Ingibergsson, for-
stöðumaður Fasteignamats ríkisins,
sagði í samtali við Bændablaðið að
frumvarpið endurspeglaði þróun
tímans. Hlutverk Fasteignamats
ríkisins færðist enn frekar í þá átt
að annast yfirstjórn og rekstur
fasteignaskrár og verða þar með
skráarhaldari og þróunar- og sam-
ræmingaraðili, frekar en skráning-
arstofnun, enda annist viðkomandi
stjórnvöld, sveitarfélög og sýslu-
mannsembætti skráninguna sjálfa
að mestu. Einnig sé í frumvarpinu
markað að kjarni fasteignaskrár séu
upplýsingar um lönd og lóðir og
hnitsetta afmörkun þeirra, mann-
virki við þau skeytt og réttindi
þeim viðkomandi. Rétt þyki að
endurspegla þessa breytingu í heiti
stofnunarinnar úr Fasteignamati
ríkisins í Fasteignaskrá Íslands,
þótt framkvæmd fasteignamats
verði hér eftir sem hingað til eitt
aðalverkefni stofnunarinnar. Slík
breyting sé einnig til samræmis
við aðrar opinberar skrár, svo sem
þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, skipaskrá
og bifreiðaskrá. –S.dór
Fasteignaskrá í stað fasteignamats
Á dögunum var stofnað á
Sauðárkróki hlutafélag sem
hefur að markmiði að reisa kol-
trefjaverksmiðju á Sauðárkróki.
Félagið er hlutafélag með 25
milljónir í hlutafé. Stofnendur
eru Sveitarfélagið Skagafjörður,
með 5 millljónir, Gasfélagið ehf.
og Kaupfélag Skagfirðinga, sem
hvort um sig leggur fram 10
milljónir í hlutafé.
Verkefni hins nýstofnaða félags
er að hefja sem fyrst undirbúning
að stofnun koltrefjaverksmiðju.
Áætlað er að verksmiðjan, sem
horft er til að byggja, afkasti 1.500
til 2.000 tonnum af koltrefjum á ári.
Áætluð raforkunotkun slíkrar verk-
smiðju er um 10 MW. Kostnaður
við uppbyggingu fyrirtækisins er
kr. 4-5 millljarðar. Sveitarfélagið
Skagafjörður hefur unnið að rann-
sóknum á hagkvæmni við starfsemi
slíks fyrirtækis um all langan tíma.
Nú hafa kaupfélagið og Gasfélagið
ákveðið að taka þátt í könnun á
þessari uppbyggingu, en aðilar
ætla sér eitt ár í undirbúning þar til
endanleg ákvörðun varðandi verk-
smiðjuna verður tekin. ÖÞ.
Stofnuðu hlutafélag um könnun á byggingu koltrefjaverksmiðju
Fjallað var um þjóðlendukröfur
fjármálaráðherra í landeignir
á syðri hluta svæðis 7 á tveim-
ur fundum í Eyjafirði nýverið,
í Hlíðarbæ og Freyvangi. Fram
kom í máli manna þar að kröfu-
gerðin gengi óvenju langt og því
skipti samstaða landeigenda miklu
máli. Þátttaka var góð, en yfir eitt
hundrað manns mættu á fundina.
Innan svæðis 7 fellur innsti
hluti Skagafjarðar, Hörgárbyggðar,
Glerárdalur og Eyjafjarðarsveit.
Fulltrúar úr stjórn Landssamtaka
landeigenda á Íslandi, þau Guðný
Sverrisdóttir og Rögnvaldur
Ólafsson, gerðu ítarlega grein fyrir
afstöðu samtakanna til þjóðlend-
umálanna og framgöngu ríkisvalds-
ins sem og þeim aðgerðum sem
samtökin hafa gripið til í þeim til-
gangi að fá ríkisvaldið til að stilla
kröfum sínum í hóf. Hafa þau m.a.
beitt sér fyrir breytingu á lögum um
þjóðlendur og fleira frá árinu 1998 í
þeim tilgangi að tryggja landeigend-
um sterkari stöðu og afmarka betur
þau svæði sem kröfugerð ríkisvalds-
ins beindist þá gegn. Það var sam-
dóma álit Guðnýjar og Rögnvalds að
sú kröfugerð, sem hér er til umfjöll-
unar, gengi óvenju langt. Þinglýst
landamerkjabréf eru ekki virt, krafa
er gerð í sameiginleg afréttar- og
beitarlönd, farið er niður í miðjar
fjallshlíðar og fleira. Lögfræðingar
sem á fundunum voru og boðið hafa
landeigendum aðstoð sína tóku mjög
undir þessa gagnrýni og hvöttu alla
landeigendur til að bregðast til varn-
ar. Samstaðan skiptir máli.
Á stjórnarfundi hjá Samtökum
landeigenda fyrr í þessum mán-
uði var fjallað um þjóðlendukröfur
á svæði 7, sem raunar hefur verið
skipt upp í tvennt; a og b. Kröfur á
svæði 7b eru ekki komnar fram enn.
Friðbjörn Garðarsson fór yfir kröfur
ríkisins á þesum fundi. Telur hann
þær misvísandi og að lítil breyting sé
á kröfugerðinni frá öðrum svæðum,
sem áður hafi verið gerðar kröfur
til. Stjórn samtakanna er sammála
um að kröfugerðin valdi vonbrigð-
um, enda sé víða gerð krafa um
þinglýst eignarland.
Þjóðlendukröfur fjármálaráðherra
í svæði 7 til umfjöllunar nyrðra
Óvenju langt gengið og kröfurnar
valda vonbrigðum
Arinbjörn Jóhannsson, bóndi á
Brekkulæk í Miðfirði, rekur þar
ferðaþjónustu og býður upp á
bæði hestaferðir og gönguferð-
ir. Hann segist vera í stökustu
vandræðum með að fá þýsku-
mælandi leiðsögumenn og segir
aðra ferðaþjónustubændur einn-
ig vera í vandræðum með að fá
þýsku- og frönskumælandi leið-
sögumenn. Arinbjörn segir, að
eftirspurnin sé mest eftir fólki
sem tali þessi tvö tungumál og
þekki Ísland vel. Þótt einhverj-
ir gestanna kunni hrafl í ensku
gangi ekki að vera bara með
enskumælandi leiðsögumenn og
sjálfur hafi hann alltaf gefið sig
út fyrir að bjóða þýskumælandi
leiðsögumenn.
Enskan ein
Arinbjörn segist hafa sett sig í
samband við leiðsögumanna-
skólann, þar sem m.a. er kennd
svokölluð gönguleiðsögn, en þar
sé enga þýskumælandi manneskju
að fá. Fólk kemst í gegnum skól-
ann þótt það kunni bara ensku,
auk íslenskunnar, og það er nóg af
enskumælandi leiðsögumönnum.
Hjá þessum hópum eru þýska og
franska aðal tungumálin.
„Þeir sem fara héðan frá mér
í lengri gönguferðirnar eru eink-
um Þjóðverjar, Hollendingar,
Frakkar, Svisslendingar og
Austurríkismenn,“ segir Arinbjörn.
Hann segir ekki til neins að leita
til Þýskalands eftir leiðsögumönn-
um, því enda þótt þeir tali málið
reiprennandi viti þeir ekkert um
Ísland og rati ekki einu sinni leið-
ina, sem farin er. Arinbjörn segist
frekar munu aflýsa ferðunum en
vera með erlenda leiðsögumenn,
sem ekki þekki landið.
Margir kvarta
Hann segir hafa sloppið nokkuð vel
undanfarin ár, en svo hafi kvarnast
úr hópnum þannig að hann hafi ekki
lent í erfiðleikum með að fá leið-
sögumenn fyrr en nú. Hann segist
aftur á móti hafa heyrt ferðabændur
kvarta yfir skorti á leiðsögumönn-
um undanfarin ár. Arinbjörn segist
enn ekki hafa auglýst eftir leið-
sögumönnum, en hafa talað við alla
þá, sem hugsanlega gætu útvegað
útivistarfólk til leiðsögumanna-
starfa.
„Ef ekki rætist úr þessu hjá mér
sé ég fram á að þurfa að aflýsa ein-
hverjum ferðum í sumar,“ segir
Arinbjörn Jóhannsson.-S.dór
Innlend ferðaþjónusta
Miklum vandkvæðum háð að fá þýsku-
og frönskumælandi leiðsögumenn
Þessir ferðamenn arka vonandi
ekki út í óvissuna án leiðsögu-
manns. Skortur á leiðsögumönn-
um undanfarin ár kemur illa niður
á ferðaþjónustu að mati ferða-
þjónustubóndans Arinbjarnar
Jóhannssonar. Ljósm. ÁÞ.
Frá undirritun undirbúningsfélags um koltrefjaverksmiðju. Frá vinstri:
Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri
og Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Gasfélagsins. Ljósm.: ÖÞ.
„Bændasamtök Íslands eru nú
af fullum krafti að fara yfir
frumvarp landbúnaðarráð-
herra,“ segir Erna Bjarnadóttir
hagfræðingur og deildarstjóri
félagssviðs BÍ.
„Fyrir það fyrsta höfum við lagt
áherslu á að fá upplýsta til fulls for-
sögu málsins, þar á meðal athuga-
semdir og kröfugerð ESB gagnvart
okkur. Við viljum sjá svart á hvítu
að framkvæmdastjórn ESB hafi
sett fram þessar kröfur um innleið-
ingu matvælalöggjafarinnar - eins
og getið er um í greinagerð með
frumvarpinu - þrátt fyrir augljósa
sérstöðu okkar varðandi búfjár-
heilbrigði.
Löggjöfin verndar ekki neytendur
Erna segir að Bændasamtökin geri
athugasemdir við þá þversögn
sem kemur fram í frumvarpinu.
„Löggjöfin er kynnt þannig að hún
sé annars vegar til verndar neyt-
endum og til að tryggja matvæla-
öryggi og á hinn bóginn að heim-
ilaður verði innflutningur á fersku
kjöti sem ekki sé gerðar sömu
kröfur til varðandi kamfýlóbakter-
sýkingar og gagnvart innlendri
framleiðslu. Ætlunin er samkvæmt
frumvarpinu að hægt verði að
sækja um sérstakar undanþágur
til að geta krafist salmonellu-vott-
orða. Það er þó engin trygging fyrir
að salmonellu-smituð matvæli geti
ekki borist hingað til lands, eins og
Matvælastofnun hefur bent á í frétt
á vef sínum.“
Erna segir ennfremur að gera
verði í þessu sambandi þá kröfu
að fjármunir til þess eftirlits sem
heimilt er að hafa séu tryggðir og
skýrar leikreglur um birtingu á
niðurstöðum úr slíku eftirliti.
„Við höfum líka áhyggjur af því
að innflutningur á fersku kjöti auki
hættuna á að búfjársjúkdómar sem
ekki finnast hér á landi geti borist
hingað. Slíkt hefur gerst áður þó
langt sé um liðið enda hafa mjög
strangar reglur lengi gilt um kjöt-
innflutning,“ segir Erna.
Aukið skrifræði og fyrirhöfn fyrir
bændur þýðir aukinn kostnaður
Bændasamtökin hafa líka gagn-
rýnt að ekki sé nógu skýrt í
frumvarpinu hvaða kvaðir verði
nákvæmlega lagðar á bændur
varðandi skráningu starfseminnar,
útgáfu starfsleyfa og eftirlit. „Það
er augljóst að þessu mun fylgja
aukin fyrirhöfn og skrifræði og að
því leyti aukinn kostnaður fyrir
bændur. Ljóst er að ef frumvarpið
verður að lögum er um að ræða
verulega íþyngjandi eftirlit og
gjaldheimtu fyrir bændur. Brýna
nauðsyn ber því til að skýra þær
mótvægisaðgerðir sem stjórnvöld
hyggjast hafa í þessu efni. Það er
og skýlaus krafa BÍ að eftirlits-
gjöldum verði haldið sérgreind-
um í bókhaldi þeirra stofnana sem
þau renna til þannig að bera megi
saman hvort innheimta þeirra
sé í samræmi við þann kostnað
sem viðkomandi stofnun hefur af
eftirlitinu,“ segir Erna.
Ekki allt sem tilheyrir
matvælalöggjöf ESB
Mikil umræða hefur verið um
breytingar á lögum um dýrasjúk-
dóma sem varða þjónustu við dýr
og störf dýralækna. Það er ljóst
að hluti af þeim breytingum sem
lagðar eru til með frumvarpinu
hafa ekkert með innleiðingu mat-
vælalöggjafar ESB að gera heldur
eru þær úr ranni sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytisins.
„Þó frumvarpið feli ekki í sér
breytingar á tollum þá er ljóst að í
þeim tilvikum, sem tollar eru þeir
sömu á ferskum vörum og fryst-
um, hafa þeir minni áhrif á fersk-
vöruna þar sem þær eru að jafnaði
dýrari í innkaupum og magntollur
(kr/kg) vegur því minna í end-
anlegu vöruverði. Þá er tollur á
ferskum kjúklingabringum lægri
en á frystum kjúklingabringum
og þarna verður augljós breyting á
samkeppnisstöðu innlendrar vöru
gagnvart innflutningi. Við erum
þannig núna að vinna að umsögn
um frumvarpið þar sem við
munum koma sjónarmiðum BÍ
á framfæri við þingmenn,“ sagði
Erna Bjarnadóttir að lokum.
Matvælalöggjöf ESB með augum BÍ
„Ekki er nógu skýrt í frumvarp-
inu hvaða kvaðir verði nákvæm-
lega lagðar á bændur,“ segir
Erna Bjarnadóttir hagfræðingur
Bændasamtakanna. Ljósm.: TB