Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem haldinn var í Hlíðarbæ í Hörgárbyggð nýverið, var samþykkt tillaga sem beint var til Landbúnaðarháskóla Íslands um Tilraunastöðina á Möðruvöllum. Tillagan er þess efnis, að mörkuð verði skýr stefna um uppbyggingu Möðruvalla sem einnar af megin starfsstöðv- um háskólans til rannsókna og kennslu. Í greinargerð með tillögunni segir, að eitt af meginhlutverkum Landbúnaðarháskólans sé að veita fræðslu og þjálfun fyrir fagfólk í landbúnaði og umhverfisfræð- um í víðasta skilningi þess orðs. Sérstaða skólans fram yfir marga aðra háskóla sé umfangsmikið rannsóknastarf og háskólinn sé sá eini í landinu, sem sinni að ein- hverju ráði rannsóknum í búvís- indum. „Starfsstöðvar skólans á lands- byggðinni utan höfuðstöðvanna á Hvanneyri, þ.e. Möðruvellir, Stóra Ármót og Hestur, hafa gegnt þar þýðingarmiklu hlutverki. Starfsstöðvar fjærst höfuðstöðv- unum, Möðruvellir og Stóra Ármót, eru staðsettar í blómlegum landbún- aðarhéruðum og er starfsemi LbhÍ þar í góðum tengslum við öflugar leiðbeiningamiðstöðvar héraðanna. Það er mikilvægt, jafnt fyrir LbhÍ og landbúnaðinn, að ekki einung- is verði framhald á þessu sam- starfi, heldur verði það eflt,“ segir í greinargerð aðalfundar BSE. Þá segir ennfremur að með hnattrænum breytingum á lofts- lagi og veðurfari, samfara miklum breytingum á heimsviðskiptum með landbúnaðarvörur, breytist staða íslensks landbúnaðar. Flest bendi til að íslensk jarðrækt fái aukið vægi og eigi það jafnt við um grasrækt, kornrækt og ræktun til kolefnisbindingar. Við þær aðstæð- ur sé mikilvægt að landbúnaðurinn eigi aðgang að víðfeðmri og hag- kvæmri aðstöðu til jarðræktar- og umhverfisrannsókna. Bent er á að Möðruvellir séu sérlega vel í sveit settir til slíkra rannsókna og jafnframt sem starfs- stöð LbhÍ á Norðurlandi. Þeir búi yfir einstakri sögu og landkostum til umhverfis- og landbúnaðarrann- sókna og þar sé mjög góð aðstaða til og hefð fyrir að sinna slíkum rannsóknum, auk kennslu á þeim sviðum. Á Möðruvöllum sé nú þegar mjög góð aðstaða til og hefð fyrir að sinna margvíslegum jarð- ræktar- og umhverfisrannsóknum. „Allt stefnir í að helsta tilrauna- stöð landsins í jarðrækt, Korpa, verði látin víkja vegna útþenslu Reykjavíkurborgar. Því er mik- ilvægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu um framtíðarskipulag jarðræktarrannsókna í landinu. Lagt er til að miðstöð þeirra rann- sókna verði á Möðruvöllum, enda landkostir og staðsetning óvíða betri. Möðruvellir eru í blómlegri sveit og í hæfilegri fjarlægð frá þéttbýli með mörgum mennta- og samstarfsstofnunum. Einnig hefur verið sýnt fram á að Möðruvellir eru landfræðilega vel staðsettir til umhverfisrannsókna og -vöktunar og á liðinni öld hefur safnast þar mikið magn upplýsinga, sem styðja slíkar rannsóknir.“ Nýstofnað Amtmannssetur á Möðruvöllum, sem LbhÍ á hlut í, skapar nýjar víddir og getur orðið ramminn um tengsl við aðrar nálæg- ar menntastofnanir og fræðslu á sviðum búvísinda, náttúrufræða og menningarsögu, segir í greinargerð frá aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Líf og starf Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður Í síðasta pistli minnti ég mjók- urframleiðendur á að vinna að for- vörnum þegar júgurheilbrigði á í hlut, því ljóst er að lyf eru engin lausn heldur þrautarlending. Skoðun mín er skýr á nokkrum atriðum sem nefna má forvarnir og eru þau þessi helst. Ég nefndi í síðasta pistli smákálf- ana sem góða byrjun á forvörnum og það er óumdeilanlega skynsam- legt að reyna að tryggja að byrjun sogatferlis verði ekki í smákálfastí- unum. Vörn við slíku er að kálfunum líði vel og þá eru leguaðstæður og þurrt umhverfi stærsti þátturinn þ.e. hafa þá á þurrum og miklum hálmi við hæfilegt hitastig 12 – 13 °C og þrif séu það góð að flugnaplága angri þá ekki. Smákálfum virðist einnig líða betur innan um aðra kálfa á svipuðu reki þannig að góð hóphálmstía er að mínu mati betri en einstaklings- box ef þroskaferli er haft til hlið- sjónar. Ef smákálfarnir læra ekki að sjúga hver annan í uppeldinu eru mun minnni líkur á sugum á eldri stigum. Þegar kemur að eldri kvígum, þ.e. eftir 6 mánaða aldurinn, er það sama uppi á teningnum þ.e. þurrt og gott legusvæði, annnað hvort hálmur eða mjúkir legubásar. Síðan er hið augljósa eftir, að halda fengnum hlut þegar kýrin er farin að mjólka og þar ber fyrst að nefna að borið sé í básana og þeim haldið eins þurrum og hægt er. Sér í lagi er þetta mikilvæg for- vörn í lausagöngufjósum þar sem kýr liggja ekki á sama básnum og geta því mögulega lekið sig í bása út um allt fjós sem getur haft þær afleiðingar að smitferli eykst til muna. Ef hægt er ber að reyna að mjólka kýr með júgurbólgu á eftir heil- brigðum kúm en þetta er raunar erf- itt í lausagöngu og nánast ógerlegt í róbótafjósum en þar gerir þetta minna til því róbótinn skolar hylk- in eftir hverjar mjaltir og minnka þannig líkur á millismiti. Ef júgurbólga er mikið vandamál í fjósi getur verið til bóta að nota góðan spenaúða, ég segi úða því sá galli er á dýfuglösum að þau geta orðið smitberi milli kúa nema hreinlæti þeirra sé þeim nun betur gætt, þ.e. glösin þrifin og tæmd daglega. Spenaúðinn þarf að mynda lok- unardropa neðan í spenaopinu til þess að hæfileg vörn sé að þ.e. speninn sé sem mest lokaður eftir mjaltir til hindrunar nýsmiti uppí gegnum spenaopið. Það tekur spenaopið u.þ.b. hálfa klst. að lokast og mynda viðunandi vörn gegn utanaðkomandi sýklum. Þá ber að nefna varnir gegn spena- stigi, sem er alvarlegur skaðvaldur ,og þá er básinn og bindingarnar ef kýr eru bundnar, ofarlega á áhættu- skránni, einnig að mjólkandi kýr, kýr í geldstöðu eða yfirhöfuð kýr sem farið er að koma undir séu ekki hafðar í stíum með hörðu undirlagi og þá sér í lagi ekki á steinbitum vegna eigin stighættu, stighættu af öðrum kúm og ekki síst kulda frá haughúsi. Og að endingu atriði sem er mjög mikilvægt en það er klaufahirðan, því ofvaxnar klaufir eru undirrót margra sjúkdóma í kúm svo ekki sé nú talað um stighættu kúa með ofvaxnar klaufir þar sem hættan er mest þegar þær eru að standa upp eða leggjast. HEYRT Í SVEITINNI Íslensk minkaskinn á sýningu Eins og undanfarin ár héldu íslenskir loðdýrabændur árlega skinna- sýningu í tengslum við alþjóðlega véla- og skinnasýningu í Herning í Danmörku. Að sögn Einars Einarssonar, ráðunautar í loðdýrarækt, var sýningin mjög vel sótt af fólki allsstaðar að úr heiminum. Frá Íslandi fór góður hópur bænda og heppnaðist sýningin vel. Dómararnir sem dæmdu íslensku skinnin voru ánægðir með þau og sögðu íslensku skinnin vera bæði feldbetri og stærri en áður. Að sögn Einars er þar fyrst og fremst að þakka auknum innflutningi kynbótadýra og öflugu ræktunarstarfi bænda. Hér fyrir neðan er listi yfir fimm efstu bú í aðal litategundunum, en í flokki villiminks mátti hvert bú senda tvö búnt að þessu sinni. Dómararnir völdu skinnabúnt með rauðum villimink frá Ásgerði í Hrunamannahreppi sem besta búntið af efstu búntunum. Svartminkur Sæti Nafn Stig 1 Urðarköttur ehf., Syðra-Skörðugili 149 2 Bjarni og Veronika, Túni 139 3 Stefán og Katrín, Mön 137 4 Dýrholt ehf., Dalvík 134 5 Ásgerði ehf., Hrunamannahreppi 133 Villiminkur, blár 1 Urðarköttur ehf., Syðra-Skörðugili 148 2 Björgvin og Rúna, Torfastöðum II 145 3 Bjarni og Veronika, Túni 142 4 Stefán og Katrín, Mön 141 5 Urðarköttur ehf., Syðra-Skörðugili 141 Villiminkur, rauður 1 Ásgerði ehf., Hrunamannahreppi 153 2 Björgvin og Rúna, Torfastöðum II 148 3 Stefán og Katrín, Mön 148 4 Urðarköttur ehf., Syðra-Skörðugili 146 5 Urðarköttur ehf., Syðra-Skörðugili 145 Mahogany, blár 1 Ásgerði ehf., Hrunamannahreppi 139 2 Stefán og Katrín, Mön 138 3 Urðarköttur ehf., Syðra-Skörðugili 137 4 Rándýr ehf., Grenivík 136 5 Félagsbúið Engihlíð, Vopnafirði 134 Mahogany, rauður 1 Stefán og Katrín, Mön 150 2 Björgvin og Rúna, Torfastöðum II 142 3 Félagsbúið Engihlíð, Vopnafirði 141 4 Dýrholt ehf., Dalvík 136 5 Rándýr ehf., Grenivík 135 Hvítur 1 Björgvin og Rúna, Torfastöðum II 154 2 Félagsbúið Engihlíð, Vopnafirði 150 3 Dýrholt ehf., Dalvík 149 4 Urðarköttur ehf., Syðra-Skörðugili 146 5 Skálanes ehf., Vopnafirði 145 Bestu lambhrútarnir í Eyjafirði Veittar voru viðurkenningar fyrir bestu lambhrútana á svæði Bún- aðarsambands Eyjafjarðar á aðalfundi Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð, sem nýlega var haldinn. Í fyrsta sæti var lambhrútur nr. 678, Staðarbakka í Hörgárbyggð, en eigendur eru Guðmundur Skúlason og Sigrún Franzdóttir. Í öðru sæti var lambhrútur nr. 171, Búrfelli í Dalvíkurbyggð, eigendur Guðrún Marinósdóttir og Gunnar Þórisson. Í þriðja sæti var lambhrútur nr. 163, Laufási í Grýtubakkahreppi, eigendur Þórarinn Pétursson og Hólmfríður Björnsdóttir. Guðrún Marinósdóttir, Búrfelli, Guðmundur Skúlason, Staðarbakka og Þórarinn Ingi Pétursson, Laufási, eigendur bestu lambhrútanna í Eyjafirði. Lambhrútur nr. 171, Búrfelli, Dalvíkurbyggð Faðir: Hvellur 05-969, móðir: Sauma 04-149 Þungi og mál: 55 kg, 108 mm fótl., 35 mm ómv., 3,2 mm ómf., 4,3 lögun Stigun: 8,0–9,0–9,0–9,5–9,0–18,5– 7,5–8,0–8,5 = 87,0 Lambhrútur nr. 163, Laufási, Grýtubakkahreppi Faðir: Papi 04-964, móðir: Kempa 04-051, MFF: Lóði 00-871 Þungi og mál: 50 kg, 113 mm fótl., 34 mm ómv., 4,3 mm ómf., 4,3 lögun Stigun: 8,0–9,0–9,0–9,0–9,0–18,5– 8,0–8,0–8,5 = 87,0 Lambhrútur nr. 678 á Staðarbakka Faðir: Krókur 05-150, móðir: Biða 04-472 Þungi og mál: 46 kg, 104 mm fótl., 30 mm ómv., 3,0 mm ómf., 4,3 lögun Stigun: 8,0–9,0–9,0–8,5–9,5–19,0– 9,0–8,0–8,0 = 88,0 Miðstöð rannsókna í jarð- rækt verði að Möðruvöllum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.