Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Á markaði Meðfylgjandi graf sýnir þróun vísitöluneysluverðs í OECD-lönd- unum frá janúar 2007 til febrúar 2008. Á þessu tímabili hefur verðbólgan í OECD-löndunum að meðaltali verið milli 2,0 og tæplega 2,5% en hrökk upp í 3,5% í ársbyrjun 2008. Þegar matvörur og orka eru tekin út úr vísitölunni er verðbólg- an nær 2% að meðaltali, eins og sést á myndinni. Miðað við febrú- ar sl. hafði orkuverð hins vegar hækkað að meðaltali um 14% síðastliðna 12 mánuði og mat- vælaverð um 5%. Þessar breyt- ingar hafa einkum orðið nú síðasta hálfa árið eða svo, eins og sést af grafinu. Á sama tíma hefur heims- markaðsverð á matvælum og hrá- vörum í matvæli hækkað um 37%, samkvæmt mati Internationella Perspektiv. Flest OECD-löndin eru rík lönd, þar sem matvælainn- kaup eru að stærstum hluta unnar matvörur. Í fátækari löndum eru innkaup heimilanna hins vegar að stærstum hluta hráefni og mat- vælavinnslan fer fram inni á heim- ilunum. Hækkun hrávöruverðs hefur því mun meiri áhrif á hag heimilanna í þessum löndum. Þýtt og endursagt úr Internationella Perspektiv. EB Verðbólguþróun í OECD-löndum Verð á greiðslumarki mjólkur 2007-2008 Þann 1. maí nk. taka gildi aðilaskipti að ríflega 300 þúsund lítrum af greiðslumarki. Meðalverð miðað við síðustu 525 þúsund lítra er 340,44 kr., lítið breytt frá fyrra mánuði. EB Dagsetning gildistöku Sala á greiðslumarki, ltr. Uppsafnað frá upphafi verðlagsárs, ltr. Meðalverð síðustu 500.000 ltr. kr/ltr* 1. september 2007 1.321.555 1.321.555 289,08 1. október 2007 49.126 1.370.681 295,03 1. nóvember 2007 304.211 1.674.892 303,91 1. desember 2007 199.121 1.874.013 299,74 1. janúar 2008** 1.874.013 1. febrúar 2008 207.358 2.081.371 319,45 1. mars 2008 102.937 2.184.308 326,83 1.apríl 2008 481.421 2.665.729 341,07 1. maí 2008 300.132 2.965.861 340,44 * Að baki meðalverði er að lágmarki miðað við síðustu 500 þúsund lítra. ** Samanlagt magn í desember 2007 og janúar 2008. Bændasamtök Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki af þróunarfé sauðfjárræktar. Árlega á gildistíma samningsins skal veita 30 milljónum króna til að styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni t.d. vegna gæðastýringar og lífrænnar fram- leiðslu. Fjármunirnir eru hluti af liðnum „Nýliðunar- og átaksverkefni“ í samningnum. Stjórn Bændasamtaka Íslands úthlutar styrkjum eftir umsóknum þar um. Stjórnin skal leita umsagnar Fagráðs í sauðfjárrækt um allar umsóknir sem henni berast. Umsækjendur geta verið einstaklingar, rannsókn- arhópar, háskólar, rannsóknarstofnanir og/eða fyrirtæki. Umsóknum skal skila til skrifstofu Bændasamtaka Íslands, merkt: „Þróunarfé sauðfjárræktar – styrk- umsókn“. Umsókn skal fylgja eftirfarandi: Listi yfir alla sem aðild eiga að verkefninu Yfirlit um tilgang og markmið verkefnis þ.m.t. rökstuðningur fyrir því hvernig það fellur að þeim markmiðum sem tilgreind eru í 1. gr. og hvernig það gagnast íslenskri sauðfjárrækt að öðru leiti. Tímaáætlun verkefnisins og helstu vörður þess. Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild. Upplýsingar um hvernig niðurstöður verkefn- isins verða kynntar. Upplýsingar veitir Erna Bjarnadóttir hjá BÍ í síma 563-0300 eða á netfangið eb@bondi.is Þróunarfé sauðfjárræktar Í fréttum sjáum við stórar fyr- irsagnir um matvælaskort og uppþot sem breiðast út um þéttbýlissvæði þróunarlanda heimsins og lesum æ svartsýnni skýrslur um yfirvofandi hung- ursneyð. Við höfum aftur á móti ekki séð neinar raunverulegar mótvægisaðgerðir sem miða að því að mæta forsendum þessa vandamáls með brýnum og skipulögðum hætti. Ríkisstjórnir þurfa að vakna til lífsins og hefja það starf að brauðfæða þjóðir sínar. Matvælabirgðir heimsins eru í lágmarki og hafa ekki verið minni frá árinu 1974 og enn einu sinni sjáum við matvælaverð setja nýtt met. Við vitum að allt sem þarf er að uppskeran bregðist einu sinni enn, og þá stöndum við frammi fyrir raunverulegum matvælaskorti, ekki bara tímabundnu hallæri. Á meðan sitja ríkisstjórnir aðgerða- lausar og bíða eftir því að stóru landbúnaðarfyrirtækin færi þeim lausnina á silfurfati. Stórfyrirtæki í landbúnaði hafa ekki á að skipa lausn við mat- vælavanda heimsins. Það er skoðun IFAP að ríkisstjórnir, ásamt bænd- um í hverju landi fyrir sig, ásamt landbúnaðarvísindamönnum og öðrum hagsmunaaðilum, gætu leyst matvælavandann innan eins eða tveggja ára. IFAP kallar á bændur að vinna í samvinnu við ríkisstjórnir sinna landa að því að þróa samhæfða landbúnaðarstefnu sem miðar að því að auka verulega matvælafram- leiðslu í þróunarlöndunum á næstu fimm árum. Við skorum einnig á Alþjóðabankann, hjálparstofnanir og aðrar alþjóðastofnanir og tví- hliða stofnanir að beina sínu fjár- magni að þessum stefnumótandi aðgerðum bænda sem munu mæta þeim raunverulegu vandamálum sem bændur standa frammi fyrir frá degi til dags við framleiðslu og markaðssetningu. Þessi nálgun mun taka á þeim raunverulegu grund- vallarforsendum sem eiga þátt í því að mynda varanlegar og sjálfbærar lausnir. Ef þessi stefna er ekki mótuð, munum við líklega sjá minnkandi framleiðslu og vaxandi matvæla- skort á næstunni, þar sem kostn- aður bænda fer vaxandi vegna hækkandi olíuverðs sem gerir það að verkum að sumir bændur hafa ekki lengur efni á því að kaupa sér eldsneyti. Áburðarverð hefur tvöfaldast einungis á síðasta ári. Flutningskostnaður hefur aukist um 100 prósent fyrir hvert ár, síð- ustu þrjú árin. Verð á sáðkorni hefur einnig nærri tvöfaldast á und- anförnum árum. Hvar eru mótvæg- isaðgerðir ríkisstjórna sem eiga að hjálpa bændum að mæta auknum kostnaði aðfanga? Hvernig er lána- fyrirkomulagi gagnvart bændum háttað, þannig að þeir geti keypt sér sáðkorn? Dæmi um það hversu rangar aðferðir eru notaðar til að mæta þessum matvælaskorti, má sjá í löndum sem greiða meira fyrir inn- flutning korns, en þau greiða sínum eigin bændum fyrir framleiðslu inn- anlands. Til dæmis, Indland greiðir í dag tvisvar sinnum meira fyrir innflutt korn en þeir greiða sínum eigin bændum fyrir framleiðsluna. Hvernig getur slík stefna viðhald- ið innra hagkerfi landsins og jafn- framt styrkt bændur í því að við- halda matvælaöryggi í landinu? Ennfremur, má nefna einn af þeim þáttum matvælaskortsins sem er mest vanræktur en það er fram- leiðslutap eftir uppskeru. Í allmörg- um löndum tapast allt að 30 prósent kornuppskerunnar vegna óvið- unandi geymsluaðstæðna, lélegs tækjabúnaðar og vegna þess að samgöngur og innviðir samfélags- ins eru vanþróaðir. Einfaldur hlut- ur eins og að kaupa kornhreinsivél og gera hana tiltæka fyrir bændur, eða það að byggja rottuheldar korn- geymslur og lyftur getur aukið verulega bæði gæði og magn þess matar sem er tiltækur; nokkrar grundvallaraðgerðir af hálfu rík- isstjórna geta því áorkað miklu í því átaki að mæta núverandi mat- vælaskorti. Þegar bændur heimsins hittast á alþjóðlegri ráðstefnu sinni í Varsjá frá 30.maí til 6.júní 2008, munu þeir ræða þær aðgerðir sem bænd- ur geta gripið til í því augnamiði að auka framleiðslu og vinna bug á matvælaskorti. Fyrst og fremst munu þeir leggja fram tillögur að því hvernig þeir geta unnið í sam- starfi við sínar ríkisstjórnir. Þeir munu einnig krefjast frekari fjár- festinga í landbúnaði og innviðum landbúnaðargeirans, fjárfestinga sem löngu eru orðnar tímabærar. Mannkynið hefur nóg rækt- arland og nægan fjölda bænda. Okkur skortir einungis rétta stefnu í landbúnaðarmálum. Það er kom- inn tími til aðgerða í stað umræðu, það er kominn tími til að sá í akra í staðinn fyrir að halda ráðstefnur, og það er kominn tími fyrir rík- isstjórnir heimsins – ásamt samtök- um bænda – að axla ábyrgð sína af festu og alvöru. Þýðing: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Landbúnaðarstefna mótuð af bændum - svarið við matvælaskorti heimsins 4 3,5 3 2,5 2 1,5 1 0,5 0 Samtals verðbólga Samtals án matvöru og orku jan feb mars apríl maí júní júlí ágúst sept okt nóv des jan feb Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir mars 2008 mar.08 jan.08 apr.07 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2008 mar.08 mar.08 mars '07 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 606.407 1.947.443 7.725.252 -2,3 7,0 11,9 28,6% Hrossakjöt 34.581 245.016 967.036 -46,5 9,1 6,7 3,6% Nautakjöt 249.744 906.138 3.616.082 -6,3 7,0 8,2 13,4% Sauðfé * 71.283 71.283 8.645.253 8,8 1,5 -0,5 32,0% Svínakjöt 475.921 1.459.281 6.035.593 -4,6 -3,5 1,3 22,4% Samtals kjöt 1.437.936 4.629.161 26.989.216 -5,2 3,5 4,6 Mjólk, lítrar 11.054.059 31.832.670 135.238.183 -0,26 1,34 Sala innanlands Alifuglakjöt 598.921 1.923.774 7.578.219 -6,4 6,8 12,8 30,6% Hrossakjöt 37.128 167.529 645.580 -24,2 0,4 -10,9 2,6% Nautakjöt 271.096 889.099 3.611.185 6,8 5,7 8,4 14,6% Sauðfé * 390.079 1.707.893 6.882.861 -20,5 -3,1 -1,6 27,8% Svínakjöt 459.472 1.443.466 6.022.293 -7,6 -4,5 1,0 24,3% Samtals kjöt 1.756.696 6.131.761 24.740.138 -9,0 0,8 4,3 Sala á próteingrunni 9.716.062 29.134.422 115.628.664 -3,64 2,63 1,77 Sala á fitugrunni 9.574.996 27.046.572 110.429.279 4,81 6,85 5,03 * Sauðfé lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. Jack Wilkinson Forseti Alþjóðasamtaka búvörufram- leiðenda (IFAP) Matvælaskortur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.