Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Nú er sumarið formlega gengið í garð og ekki líður á löngu þar til hægt er að snæða úti við í sum- arsólinni. Tilvalið er þó að taka forskot á sæluna, matreiða létt spínatlasagna með góðu vorsalati og steikja sér banana með van- illuís að japönskum sið í eftirrétt. Spínatlasagna 6 lasagneblöð 1 pakki frosið spínat 1-2 laukar fetaostur 1 peli rjómi eða kaffirjómi mozarella-ostur Aðferð: Saxið laukinn og brúnið hann í olíu. Setjið frosið spínatið saman við og látið þiðna. Bætið rjómanum saman við spínatblönduna á pönn- unni og látið krauma í nokkrar mín- útur. Þekið botn á eldföstu fati með smá spínatblöndu, síðan örlítið af fetaosti þar yfir og síðan lasagne- blöð. Endurtakið koll af kolli þar til allt hráefnið er komið í fatið. Stráið mozarella-osti yfir og bakið í ofni við 180°C í um 40 mínútur. Berið fram með vorsalati (sjá uppskrift) og hvítlauksbrauði. Vorsalat 1 poki veislusalat 1 græn paprika 8 konfekttómatar ½ rauðlaukur ½ krukka fetaostur 20 græn vínber 1 pakki furuhnetur Aðferð: Setjið veislusalatið í fallega skál. Skerið papriku í strimla, konfekt- tómatana í tvennt og rauðlaukinn í litla bita og bætið út í skálina. Blandið vel saman. Bætið fetaosti út í. Skerið vínberin til helminga og setjið þau ofan á salatið. Ristið furuhneturnar á pönnu þar til þær dökkna eilítið, kælið og skreytið loks salatið með þeim. Steiktir bananar 2 msk. hveiti 1 egg 5 msk. brauðrasp 4 bananar grænmetisolía, til steikingar flórsykur, til að strá yfir fersk mintulauf, til skreytingar vanilluís Aðferð: Setjið hveitið í skál, þeytið eggið með gaffli og setjið í aðra skál og raspið í þá þriðju. Afhýðið ban- anana og skerið þá í tvennt. Veltið bananahelmingunum fyrst upp úr hveitinu, dýfið síðan í eggið og veltið að lokum upp úr raspinu. Hitið olíu (um 5 cm djúpt lag) á djúpri pönnu eða í potti þar til hún fer að rjúka. Djúpsteikið ban- anabitana í 2-3 mínútur eða þar til þeir eru gulbrúnir að lit. Takið upp með spaða og leggið á eldhúspapp- ír til að láta olíuna renna af þeim. Leggið tvo bananabita á hvern disk, stráið flórsykri yfir og skreytið með mintulaufi. Berið fram með van- illuís. ehg MATUR Spínatlasagna og ilmandi steiktir bananar 6 8 3 8 4 6 7 5 3 1 1 4 2 7 5 9 6 3 1 4 7 2 3 9 6 2 3 4 7 7 2 4 1 3 5 8 6 7 1 4 1 9 2 5 6 4 7 1 9 2 4 2 1 3 4 7 9 3 6 9 7 2 5 8 4 7 9 5 8 4 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Eftirréttur sem kemur á óvart, heitir og mjúkir steiktir bananar með van- illuís sem bráðna í munni. (Ljósmynd: Kristján Maack). Menningarsjóður Sparisjóðs Svarfdæla Átján styrkjum úthlutað Menningarsjóður Sparisjóðs Svarfdæla úthlut- aði við hátíðlega athöfn nú nýlega styrkjum til 18 verkefna, en 34 umsóknir bárust til sjóðsins. Hafa þær aldrei verið fleiri í sögu hans en Menningar- sjóðurinn var stofnaður árið 1984 í tilefni af aldar- afmæli Sparisjóðs Svarfdæla. Samanlagt nemur úthlutunin í ár 4.550.000 kr. og fengu eftirtaldir aðilar styrki: 100.000 – Myriam Dalstein – til heimasíðugerðar vegna ferðamannaþjónustu á Skeiði í Svarfaðardal 100.000 – Dana Ýr Antonsdóttir – til að vinna að eigin tónlist 150.000 – Ljósmyndasamkeppni/Freyr Antonsson – til að koma á fót ljósmyndasamkeppni v/10 ára afmælis Dalvíkurbyggðar 150.000 – Skafti Brynjólfsson – til að vinna að rann- sóknum á jöklum 200.000 – Foreldrafélag leikskólanna Fagrahvamms, Krílakots og Leikbæjar – til danskennslu fyrir leik- skólabörnin 200.000 – Elmar Sindri Eiríksson – til útgáfu hljóm- disks 250.000 – Vignir Þór Hallgrímsson – til að vinna að listsköpun sinni 250.000 – Kvikmyndafélag Dalvíkurbyggðar – til að safna og festa viðburði í Dalvíkurbyggð á filmu og safna heimildum 250.000 – Guðrún Edda Gunnarsdóttir – til að gera upp 100 ára kvíhús á Atlastöðum 300.000 – Artex ehf. – til merkingar gönguleiða og uppsetningar skilta 300.000 – Guðmundur Ingi – til gerðar heimasíðu með efni og myndum úr gömlum Bæjarpóstblöðum 300.000 – Fígúra ehf. – til innréttinga á brúðuhúsi vegna sýninga og leiðsagna fyrir börn á öllum skólastigum. 300.000 – Karlakór Dalvíkur – til styrktar starfsemi kórsins 300.000 – Mímiskórinn – til að halda kóramót eldri borgara á Norðurlandi 300.000 – Kvennakórinn á Dalvík – til að koma starf- seminni á rekspöl 300.000 – Hrísiðn Hrísey – til að byggja upp aðstöðu til sýninga og vinnslu á gömlum amboðum og minjagripum 300.000 – Byggðasafnið Hvoll – til útgáfu á bæklingi um byggðasöguleg efni um skemmtanir og dægra- dvöl í Dalvíkurbyggð 500.000 – Urðakirkja í Svarfaðardal – til forvörslu á predikunarstól kirkjunnar, sem er illa farinn, enda 200 ára gamall. Hópurinn sem fékk úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Svarfdæla á dögunum. Með á styrkþegum á myndinni eru Björn Daníelsson, formaður menningarsjóðsins (lengst.v.) og Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri (t.h.). Nýlega fór fram úthlutun menn- ingarstyrkja á Suðurlandi í blíð- skaparveðri í Samgöngusafninu í Skógum. Fjölmenni var í veisl- unni og tónlistarmenn úr hópi styrkþega settu skemmtilegan svip á athöfnina. Fram komu fé- lagar úr Djassbandi Suðurlands, Fjöllistahópurinn Tónar og Trix frá Þorlákshöfn og kór Fjölbrautaskóla Suðurlands. Jóna Sigurbjartsdóttir, formaður Menningarráðs Suður- lands og Þórður Tómasson, safn- stjóri í Skógum, ávörpuðu gest- ina. Helga Haraldsdóttir, fulltrúi Iðnaðarráðuneytisins og Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suður- lands, afhentu styrkina. Alls bárust 113 umsóknir, sótt var um u.þ.b. 93 milljónir króna samtals og fengu 66 umsækjendur styrki, sam- tals 20,6 milljónir króna. Hæstu styrkina fengu listakonan Sigga á Grund í Flóahreppi, eða 1 millj- ón króna og Sigurgeir ljósmynd- ari í Vestmannaeyjum, 2 milljónir króna. MHH Sigurgeir ljósmyndari í Vestmanna- eyjum, sem fékk 2 milljónir í styrk vegna verkefnisins „Fiskur í 50 ár – ljósmyndasaga fiskveiða og fisk- vinnslu“, og Sigga á Grund með barnabarni sínu, Alexander Ómari Kristjánssyni, en hún fékk 1 millj- ón vegna verkefnisins „Útskurður á aski“. Hópurinn sem fékk peningastyrki að upphæð 20,6 milljónir króna til hinna ýmsu verkefna frá Menningarráði Suðurlands við styrkúthlutunina í Skógum. 20,6 milljónum úthlutað til menningarmála á Suðurlandi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.