Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 7
7 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Pálmi Jónsson á Sauðárkróki var svo vinsamlegur að senda mér nokkrar vísur eftir sjálfan sig og kann ég honum bestu þakk- ir fyrir. Hann er afar hógvær í fyrstu vísunni: Ljóð mín eru lítil að vöxtum liggja svona til og frá, stuðlabjargar stefnuröstum steytast á. Kastar burtu 39 eyrnamörkum Pálmi segir að í nýlegri orðabók, sem Mörður Árnason beri mesta ábyrgð á, séu eyrnamörk sögð vera aðeins 63; hann kasti burtu 39 mörkum, sem skráð séu í eldri bókum. Pálmi segir eyrnamörk vera fornminjar, sem okkur beri að varðveita, og yrkir: Vanþekkingu vonda finn vöðin straumi hulin og eyrnamörkin enn um sinn augum margra dulin. Orðin fæstu Orðin fæstu fara best ef fláráð gerist saga ást og skilning eflum mest ævi vorrar daga. Andagift ég ekki skil Pálmi segir að þegar Pétur Blöndal byrjaði með vísnaþing í Morgunblaðinu á sínum tíma hafi hann fengið séra Hjálmar sér til hjálpar, enda hefði hann svo mikla andagift. Hjálmar orti þá: Andagift ég ekki skil eða þekki. Stundum verða stökur til og stundum ekki. Öfugmælavísa Pálmi sendi Pétri öfugmælavís- ur: Andagift að vonum vex voða pent hjá klerki. Á Alþingi er eilíft pex yfir litlu verki. Armæða af illsku hlýst Pálmi endar bréfið til mín með þessari frábæru vísu: Armæða af illsku hlýst, elskumst meðal vina. Andartalið eigum víst, ekki framtíðina. Ætla að drepa marga Um 1970 áttu þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Njörður Njarðvík sæti í útvarpsráði. Þeir létu mikið fyrir sér fara og breyttu öllu, ungir og vaskir. Andrési Björnssyni útvarpsstjóra féll þetta ekki mjög vel og orti: Leiðist mér og líkar ei að lifa á meðal varga. Aftur geng ég er ég dey ætla að drepa marga. Rýrnar ekki Bjarni Jónsson, úrsmiður á Akur- eyri, orti til konu sinnar á efri árum: Hugarvíl og harmur dvín er horfi ég á frúna. Hún er eina eignin mín sem ekki rýrnar núna. Að fækka fötum Snillingurinn Jakob frá Varmalæk í Borgarfirði fór eitt sinn í bænda- ferð til Kanada. Á heitum sólar- degi naut fólk veðursins, fækkaði fötum og lét sólina baka sig: Sólin hækkar, fækka föt fjörgast hugarsetur. Aldrei vissi ég íslenskt kjöt auglýst meira og betur. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Samkeppnismálið allt hið undarlegasta Á fundinum fluttu þeir Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands, og Björn Snæ- björnsson, formaður verkalýðsfé- lagsins Einingar-Iðju og fulltrúi ASÍ í Verðlagsnefnd búvöru, ávörp. Eiríkur ræddi m.a. nýlega kæru samkeppniseftirlitsins, sem telur að hagsmunafélög bænda hafi seilst of langt í hagsmunagæslu sinni og frumvarp um upptöku matvælalög- gjafar EES, sem nú liggur fyrir þingi. Taldi hann samkeppnismálið allt hið undarlegasta, en svo gæti þó farið að BÍ og önnur samtök bænda yrðu að breyta umfjöllun sinni um verðlagsmál. Þá taldi hann að frum- varp um matvælalöggjöf væri keyrt áfram af nokkru offorsi og að hags- munaaðilar hefðu lítið svigrúm til umsagnar. Björn Snæbjörnsson fjallaði um afstöðu ASÍ til landbúnaðarins og störf sín í Verðlagsnefnd búvöru. Taldi hann þá sátt, sem vettvangur Verðlagsnefndar skapaði um verð- lag mjólkurafurða, mjög mikilvæga fyrir landbúnaðinn og að áfram- haldandi aðkoma launþega væri trygging fyrir því að sú sátt héld- ist. Hann sagði þó skiptar skoðanir innan ASÍ um landbúnaðarmálin og aðkomu að Verðlagsnefnd. Var gerður góður rómur að erindum frummælenda og spunnust í kjöl- farið fjörugar umræður. Kappsmál að skila ræktunarhæfu landi óskemmdu til komandi kynslóða Á fundinum var mótmælt þeirri skerðingu, sem boðuð er á vakta- greiðslum til dýralækna, á þeim svæðum sem talið er að markaðs- legar forsendur séu fyrir hendi til að sjálfstætt starfandi dýralæknar haldi uppi þjónustunni. Í greinar- gerð frá fundinum segir, að nái hugmyndin fram að ganga sé verið að mismuna dýrum og eig- endum þeirra eftir landshlutum. „Ef einhverjir dýralæknar fást til að sinna þjónustunni mun þetta leiða til þess að gjaldskrá þeirra muni hækka umtalsvert. Það er ábyrgðarhluti að vinna að óþörfu að hækkun búvöruverðs.“ Þá fjallaði fundurinn um til- lögu til Alþingis um verndun ræktarlands og skoraði á Alþingi að taka nú þegar til endurskoð- unar hluta núgildandi Jarðalaga og Skipulags- og byggingarlög, með sérstöku tilliti til nýtingar lands með það að markmiði að varðveita auðræktað land til land- búnaðarnota. „Nauðsynlegt er að skerpa lagaramma um þessi mál, ef takast á að viðhalda þeirri land- notkun sem nauðsynleg er í dag til öflunar fóðurs fyrir búpening og þar með innlendri matvælafram- leiðslu. Jafnframt þarf að skapa möguleika til að nýta betur land til matvælaframleiðslu, m.a. með tilliti til hlýnandi veðurfars og aukinnar eftirspurnar á landbún- aðarvörum á heimsvísu. Það hlýtur að vera okkur kappsmál að skila sem mestu af ræktunarhæfu landi óskemmdu og aðgengilegu til komandi kynslóða.“ Þá má nefna tillögur sem beint var til sveitarstjórna á Eyjafjarð- arsvæðinu um verndun ræktunar- lands í héraðinu, en skorað var á þær að standa vörð um ræktanlegt land og bent á, að við gerð aðal- skipulags sveitarfélaga ætti ekki að taka slíkt land undir íbúa-, frí- stunda- eða iðnaðarbyggð nema slík byggð kæmi í beinu framhaldi af núverandi þéttbýlisstöðum á svæðinu. ÞÞ Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, ræddi m.a. nýlega kæru Samkeppniseftirlits- ins, sem telur að hagsmunafélög bænda hafi seilst of langt í hags- munagæslu sinni, og frumvarp um upptöku matvælalöggjafar EES, sem nú liggur fyrir þingi. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, taldi þá sátt sem vett vangur Verðlagsnefndar skap- aði um verðlag mjólkurafurða mjög mikilvæga fyrir landbúnað- inn og að áframhaldandi aðkoma launþega væri trygging fyrir því að sú sátt héldist. Bændur sem hyggjast taka þátt í Opnum landbúnaði hafa fundað á síðustu dögum um starfið fram- undan. Í fyrravor var auglýst eftir bændum sem hefðu áhuga á því að opna sín býli fyrir almenn- ingi og taka þannig þátt í kynn- ingarstarfi fyrir bændastéttina. Viðtökur voru ágætar en einnig hafa Bændasamtökin, sem halda utan um verkefnið, haft samband við fjölda bænda og skor- að á þá að kynna sér hvað felst í þátt- töku í Opnum landbúnaði. Um þrjátíu bændabýli víðs vegar að af land- inu hafa unnið að því að skil- greina þá þ j ó n u s t u sem gæti verið í boði en fyrstu bæirnir sem sigla undir merkjum Opins land- búnaðar hefja móttöku gesta nú í vor. Berglind Hilmarsdóttir og Tjörvi Bjarnason, sem starfa hjá útgáfu- og kynningarsviði Bændasamtakanna, segja að undirbúningur hafi gengið vel og þátttakan sé jafnvel umfram væntingar. „Við lögðum upp með það markmið að ná a.m.k. 20 bæjum í tengslanetið en það er ljóst að fleiri hafa áhuga á að taka þátt í þessu metnaðarfulla verkefni sem nýt- ist öllum bændum landsins. Okkur vantar raunar tilfinnanlega bæi af Vestfjörðum og af ákveðnum svæð- um á Austurlandi og hvetjum þá til að hafa samband við okkur,” segir Tjörvi og greinir frá því að Berglind Hilmarsdóttir verkefn- isstjóri hafi unnið að því að ná bænd- um saman og u n d i r b ú i ð l e i ð b e i n - inga- og kynning- arefni um O p i n n landbún- að. „Við Berg l ind h ö f u m fundað með b æ n d u m síðustu daga og hljóðið er almennt mjög gott í þeim. Ýmsar spurningar koma upp um fyrirkomulagið en við leggjum áherslu á að hver bóndi er í þessu á sínum forsendum. Það er ánægjulegt að sjá hvað bændur bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og við erum ekki í nokkrum vafa að almenningur muni taka því fagn- andi að fá að heimsækja bóndabæi og kynna sér störf bænda af eigin raun þegar fram líða stundir,“ segir Tjörvi. Í vor kemur út kynningarbækl- ingur sem verður dreift um landið þar sem bæir í Opnum landbúnaði verða auglýstir. Eins og fyrr sagði verður fjölbreytt þjónusta í boði en allir bæirnir munu taka gjald af þeim gestum sem koma og kynna sér starfsemina í sveitinni. Flestir bæirnir ætla sér að hafa opið eftir samkomulagi og því þurfa gestir að gera boð á undan sér í flestum tilfellum. Nánari upplýsingar um Opinn landbúnað eru að finna á vefsíðu Bændasamtakanna, www. bondi.is. Bændur jákvæðir gagnvart Opnum landbúnaði Í Borgarnesi komu bændur saman af Vesturlandi. F.v. Bjarni Guðmundsson frá Landbúnaðarsafni Íslands, Guðmundur Davíðsson í Miðdal, Bjarni Bjarnason á Hraðastöðum og Arnheiður Hjörleifsdóttir frá Bjarteyjarsandi. Berglind Hilmarsdóttir verkefnisstjóri Opins landbúnaðar og Birna Hauksdóttir í Skáney Á Suðurlandi var fjölmennur fundur haldinn á Hellu þar sem bændur kynntu sér starfsemi Opins landbúnaðar. Þeir sem sitja fremst á þessari mynd f.v. eru Áslaug Sveinbjörnsdóttir frá Espiflöt, Knútur R. Ármann í Friðheimum en hægra megin á myndinni eru bændurnir í Hrosshaga þau Sigríður Sigurfinnsdóttir og Gunnar Sverrisson. Ljósm.: TB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.