Bændablaðið - 29.04.2008, Page 21

Bændablaðið - 29.04.2008, Page 21
21 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Sumarið er komið og túlipanarn- ir farnir að kíkja upp úr jörð- inni. Börnin eru búin að fara í skrúðgöngu til að fagna sumrinu og veðurfræðingar eru farnir að spá einu hlýjasta sumri í manna minn- um. Og með sumrinu koma ýmsar spurningar frá starfsmönnum. „Hvernig er þetta með sum- arfrí hjá starfsmönnum? Á ég rétt á sumarfríi eins og þeir sem eru búnir að vinna allt árið,“ spurði Kaisa nýlega. Þessi spurning er ekki óal- geng enda geta orlofslögin vafist fyrir ýmsum. Réttur starfsmanna til orlofs byggir á orlofslögunum nr. 30/1987 og gilda um launþega. „Svarið við þessari spurningu er eilítið flókið,“ svaraði ég Kaisu. Orlofsár er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Á þessu tímabili safna laun- þegar sér annars vegar rétti til orlofs og hins vegar rétti á launum í orlofi. Orlof og orlofslaun Orlof eru tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð á síðasta orlofsári. Ef starfsmaður vinnur meira en hálfan mánuð þá telst það sem heill unninn mánuður. Veikindi, slys og orlof skerða ekki rétt til orlofs. Starfsmaður á að taka orlof frá 2. maí til 15. september, og kveða lögin á um samráð á milli atvinnu- rekanda og starfsmanns um skipu- lag orlofsins. Atvinnurekandi skal reyna að verða við óskum starfs- mannsins eins og unnt er, og til- kynna um fyrirkomulag orlofsins í síðasta lagi mánuð fyrir byrjun orlofs. Það er líka hægt að óska eftir því að orlof sé tekið utan orlofstímabilsins. Þar sem orlofsréttindin eru tví- skipt getur það gerst að starfsmað- ur eigi rétt á leyfi en ekki greiðslum frá núverandi atvinnurekanda. Orlofslaun eru að lágmarki 10,17% af heildarlaunum, en getur verið hærra eftir kjarasamn- ingnum. Orlofslaunin eru reiknuð samhliða öðrum launagreiðslum. Verkalýðsfélög mæla með að orlofslaun séu greidd inn á banka- reikning sem starfsmenn fá greidd þegar orlofstaka hefst. Greiða á orlofslaun næsta virka daga fyrir töku orlofs samkvæmt orlofslögum. Þegar starfsmaður hættir störfum á hann að fá upp- gerð orlofslaunin sín. Þegar um er að ræða skamm- tímaráðna starfsmenn þá er yfirleitt samið um það í upphafi að starfs- maðurinn taki ekki orlof á meðan á ráðningartímabilinu stendur. Þegar ráðningunni lýkur getur hann tekið sér orlof þar sem hann hefur fengið greidd út sín orlofslaun. Orlofsuppbót Ef starfsmaður er í starfi síðustu viku apríl, eða fyrstu viku maí, skal við upphaf orlofstöku eða eigi síðar en 15. ágúst greiða orlofsuppbót. Orlofsuppbót samkvæmt kjara- samningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins fyrir orlofsárið sem hófst 1. maí 2007 er 23.000 kr. Orlofsuppbót fyrir orlofs- árið sem hefst 1. maí 2008 verður 24.300 kr. Í núgildandi samning- um á milli Bændasamtakanna og Starfsgreinasambandsins er orlofs- uppbót innifalin í launatöxtum. En hvað ef starfsmaður vinnur ekki allt árið? Reglan er sú að ef starfsmaður lætur af störfum vegna aldurs eða eftir 12 vikna sam- fellt starf á orlofsárinu á hann við starfslok að fá greidda orlofsuppbót vegna áunnins tíma m.v. starfshlut- fall og starfstíma. Dæmi: Starfsmaður í ferðaþjón- ustu hefur verið í vinnu frá 1. maí 2008 til 31. ágúst 2008, eða 18 vik- ur af orlofsárinu. Hann tekur ekkert frí á starfstímabilinu. a) 18/45 0,4 af fullri uppbót b) 23.000 kr. x 0,4 9.200 kr. í orlofsuppbót Greiða þarf skatta og gjöld af orlofsuppbót líkt og af öðrum launagreiðslum. Nánari upplýsingar um útreikn- ing á orlofsgreiðslum og -uppbót er hægt að fá hjá Bændasamtök- unum (www.bondi.is) eða Starfs- greinasambandinu (www.sgs.is). Gleðilegt sumar! Er kominn tími á frí? Eygló Harðardóttir Ráðningaþjónustunni Nínukoti eyglo@ninukot.is – www.ninukot.is di f í iErlen r star smenn sve t LANDBÚNAÐARSÝNINGIN HELLU 22.–24. ÁGÚST 2008 Búnaðarsamband Suðurlands Austurvegi 1 800 Selfoss 480 1809 johannes@bssl.is www.landbunadarsyning.is Tryggðu þér svæði – bókaðu núna! www.landbunadarsyning.is Samstarfsaðilar: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Bændur, fyrirtækjaeigendur og aðrir MEINDÝRAEYÐING Vilja ekki allir eiga flugulaust sumar? kóngulóm Allir vita hvað flugur og önnur skordýr geta verið miklir smitberar. Athygli skal vakin á því að best er að pantanir berist sem fyrst, með því móti get ég skipulagt ferðir mínar vel og haldið ferðakostnaði í lágmarki. Hjalti Guðmundsson meindýraeyðir Huldugili 6-103, 603 Akureyri Símar: 462-6553, 893-1553, 853-1553 ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Hefðbundnir jarðtætarar Vinnslubreiddir 2,60 m - 2,85 m - 3,10 m Hafið samband við sölumenn okkar og aflið nánari upplýsinga. Tæ ta ra r Starfsmenntanám · Blómaskreytingar · Búfræði · Garðyrkjuframleiðsla · Skógur og umhverfi · Skrúðgarðyrkjubraut www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.