Bændablaðið - 29.04.2008, Page 26

Bændablaðið - 29.04.2008, Page 26
26 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Kæru lesendur. Upphaf allrar garðræktar má vafalaust rekja til þess að fólk fór að eiga sér fastan samastað. Þetta tvennt, það er fastur samastaður og garðrækt, er samtvinnað og í raun ekki vitað hvort er hér hænan og hvort er eggið. Var það ræktun sem olli því að fólk varð að vera kyrrt á sama stað eða fór fólk að rækta af því að það var á sama stað af einhverjum öðrum ástæðum? Garðlistin er einnig talin nátengd þeirri þörf fólks að girða af ákveð- ið svæði umhverfis hýbýli, til þess að vernda þau átroðningi dýra og manna. Frá þessu segir Marie Luise Gothein í bókinni Geschichte der Gartenkunst sem má útleggja á íslensku sem Sögu garðlistar, en það verk kom út í Þýskalandi árið 1926 og þykir hið vandaðasta á þessu sviði. Heimilisgarðar Egypta Vitneskju um fyrstu staðina þar sem garðrækt var stunduð er að rekja til Egyptalands og Mesópótamíu eða vesturhluta Asíu. Það er ekki ein- göngu í garðyrkju samtímans sem notast hefur verið við flókin vökv- unarkerfi heldur eru Egyptar til forna þekktir fyrir vatnsveitukerfi þau sem notast var við til þess að veita vatni ofar í hlíðar Nílardalsins og á önnur svæði í landinu til rækt- unar. Ekki er þó vitað nákvæmlega hvað Egyptar ræktuðu, en þó gefa veggteikningar okkur einhverja mynd af því sem komið var á legg. Hér sjást bæði garðar með trjám og einnig vínviðar- og grænmet- isgarðar. Myndirnar sýna mann- eskjur, oft aðeins eina, sem er að sinna störfum í aflokuðum garði, vökvar, hugar að uppskeru. Tíndir eru ávextir á trjám, vínberjaklas- ar teknir, grænmeti tekið upp. Á sumum myndanna kemur fram tenging garðyrkju og trúar, þar sem guðunum eru færðar fórnir í formi uppskeru úr garðinum. Garðar veita margvíslegt skjól og á mynd- um þessum sjást einnig mannverur nýta sér þann skugga sem trén veita frá sterku sólskininu. Ein tegund Hlynstrés virðist hafi verið í mikl- um metum hjá Egyptunum og tákn- ar jafnvel sums staðar í gömlum textum tré yfir höfuð. Hlynstrénu eru færðar fórnir, en það er einnig nýtt til hins ýtrasta, bæði ávöxt- urinn (hnetan), laufin og viðurinn. Fíkjutré virðast einnig hafa verið Egyptunum mikilvæg, en einnig pálmar. Svo er það vínviðurinn, en myndir sýna hvernig vínviðurinn er formaður, þrúgurnar teknar og pressaðar. Garðarnir virðast hér strax vera mjög skipulagðir, land- inu skipt upp í formfasta hluta og er áberandi að húsið sjálft fær lítinn sess, en hinum ólíku garðhlutum gerð nákvæmari skil. Trjágarðar í Vestur-Asíu Ef uppruna slíkra húsgarða eða heimilisgarða má rekja til Forn- Egypta þá er fyrstu trjágarðana að finna í heimildum frá Vestur-Asíu. Slíkir garðar aðgreinast frá skógum á þann hátt að hér vaxa plönturnar ekki villtar heldur hefur þeim verið plantað eftir ákveðnu plani en þó ekki endilega innan veggja eða múra. Inni á milli trjáa sem frekar var plantað til þess að veita skjól voru einnig nytjaplöntur eins og sídrusviður. Hér eru tilbúnar hæðir gerðar í landslagið, jafnvel með litlu alt- ari uppi á toppnum. Einnig voru lögð vötn í görðum þessum eða þeir umkringdir vatni. Svokallaðir hangandi garðar eru einkennandi, en þeir voru oft gerðir á mörgum stöllum í hæðir. Þá var íbúðarhúsið efst og garðurinn “hangandi” fyrir neðan. Í heimildum frá þessu svæði kemur annars ekki mikið fram um það hvað var ræktað og getum við því lítið sagt til um það, en þess- ir garðar eru taldir yngri enn þeir egypsku. Hér koma þó fram myndir af garðveislum, fólki sem heldur á drykkjarföngum, matarílátum eða öðrum með hljóðfæri. Hvorutveggja hjá Egyptum og í Vestur-Asíu eru grafgarðar algengir í heimildum, en tengsl slíkra garða seinni tíma trúar – kirkjugarða - við líf eftir dauðann og inngöngu í paradís eru augljós. Í þessum fornu grafgörðum eru goð- unum færðar fórnir fyrir hina látnu, lífstré voru gróðursett. Þannig hafa fljótt myndast ákveðnar gildi og grunnmyndir í tengslum við garða, svo sem mik- ilvægi þeirra í fæðuöflun, til skjóls og verndunar, tengsl við trúar- legar athafnir og notkun þeirra til yndisauka. Þessi grunngildi garða haldast nokkurn veginn í gegn- um garðsöguna, hjá Grikkjum og Rómverjum og síðar Frökkum, Ítölum, Englendingum og Þjóðverjum, Kínverjum, Japönum og Indverjum – þótt formin og útfærslurnar verði aðrar og eins ólíkar og þær eru margar. Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Nú er góður tími til að huga að ferðalögum sum- arsins og þeim görðum lands- ins sem hægt er að njóta á leiðinni. Fyrir þau ykkar sem stefna á að leggja land undir fót á Vestfjörðum þá er til- valið að skoða garðinn Skrúð rétt innan við Núp í Dýrafirði. Lystigarðurinn á Akureyri er algert augnayndi og einnig er sérlega fróðlegt að koma í Grasagarðinn í Laugardalnum í Reykjavík. Svo eru það skóg- arnir eins og Vaglaskógur og Hallormsstaðaskógur. Að ónefndum afdölunum öllum og hálendinu sem eru okkar stærstu garðar. Það þarf ekki heilu garðanna til þess að gróður geti gefið grænni og líflegra yfirbragð við hýbýli okkar. Hér prýða vafningsjurtir húsvegg í inngarði í Feneyjum." Örlítið um uppruna garðræktar Sýningin Sumar 2008 var haldin dagana 4.-6. apríl sl. Meðal sýn- enda var fyrirtækið Holtsmúli, sem flytur inn og selur ýmsar vélar og tæki fyrir bændur, garðyrkjufólk, golfvelli, sum- arhúsaeigendur og verktaka. Eigendur Holtsmúla eru hjón- in Valdemar Ásgeirsson og Hallfríður Óladóttir á Auðkúlu í A-Húnavatnssýslu. Á myndinni er Valdemar Ásgeirsson, annar eigenda fyr- irtækisins, við hlið Fáks. Fákur er íslenskt nafn þessa traktors, sem er léttur, sparneytinn og 22–24 hest- afla. Hafa framleiðendur haft það að markmiði að traktorinn hljóti nafn á tungu þess lands, sem hann er seldur í. Hann heitir þannig Lenar í Bandaríkjunum, Shire í Bretlandi og Percheron í Frakklandi. Í öku- mannssætinu er dóttir Valdemars, Sandra Ósk. Fákur frá Holtsmúla Hallgrímur Snorrason fyrrverandi hagstofustjóri voru þökkuð störf sín í þágu Hagþjónustu landbúnaðarins á stjórnarfundi 14. apríl sl. en þann sama dag lét hann af störfum eftir farsæla stjórnarsetu. Hallgrímur var skipaður í stjórn árið 1989 þegar lög um Hagþjónustu landbúnaðarins voru sett og hefur starfað óslitið síðan og sem stjórn- arformaður frá árinu 2002. Á myndinni eru þeir Jónas Bjarnason forstöðumaður Hagþjónustunnar, Hallgrímur Snorrason, Ríkharð Brynjólfsson varaformaður stjórnar og fulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands og Haraldur Benediktsson meðstjórnandi og formaður Bændasamtakanna. Stjórnin afhenti Hallgrími glæsilega ljósmynd af nokkrum spekingslegum hrútum sem bóndinn og listamaðurinn Jón Eiríksson á Búrfelli á heiðurinn af. Ljósm.: Motiv, Jón S.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.