Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 25
25 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Landbúnaðar- og vinnuvéladekk Vörubíladekk Sliskjur fyrir létt tæki og þungar vinnuvélarJeppa- og fólksbíladekk Reykjavík Akureyri Tangarhöfða 15 : 577 3080 Réttarhvammi 1 : 464 7900 www.alorka.is Í Umboðsaðili fyrir Bridgestone hjólbarða Úrval hjólbarða fyrir allar gerðir fólksbíla og jeppa Í fyrra stóð yfir skipulagt veiði- átak á mink, bæði í Eyjafirði og á Snæfellsnesi, á vegum umsjónarnefndar um minka- veiði og Umhverfisstofnunar. Var tilgangurinn að gera til- raun til að útrýma mink á ákveðnum svæðum. Komin er út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir fyrirkomulagi veiðanna og árangri. Metið er hvernig til tókst og gerðar tillögur um framkvæmd veiðanna næstu 2 árin. Við veiðarnar voru notaðar ýmsar gerðir af gildrum, svo sem glefsa, hálsbogi, húnbogi, ihjal, lífgildra, minkasía, röragildra og svo voru minkahundar mikið not- aðir. Alls voru veiddir 389 minkar á þessum tveimur svæðum árið 2007. Í Eyjafirði voru veiddir 204 minkar en 185 á Snæfellsnesi. Hlutfall kvendýra í veiðinni var hærra en karldýra, sem er mjög jákvætt, sé reynt að ná fram fækk- un í stofninum. Í skýrslunni segir, að ekki sé hægt að meta árangur veiðanna af þeim gögnum sem þar hafi verið sýnd (töflur í skýrslunni). Til þess þurfi að veiða með sama álagi næstu ár og bera saman veiði á sóknareiningu, þ.e. veiði á gildr- unætur og veiði á hundatíma. S.dór Veiðiátak á mink í Eyja- firði og á Snæfellsnesi Vel lukkað kartöflu- ball í Þykkvabæ Þykkbæingar héldu sitt árlega kartöfluball á dögunum en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Nú er ár kartöflunnar og því var sérstakur hátíðarbrag- ur á heimamönnum og gestum þeirra þar sem þeir komu saman í íþróttahúsi staðarins. Hátíðin þóttist takast með prýði og allar kynslóðir skemmtu sér vel. Maturinn gerði stormandi lukku en auðvitað voru kartöflurnar í aðalhlutverki þó hin aðalfæða Þykkbæinga, hrossakjötið, hafi einnig verið í nokkrum rétt- anna sem ballnefndin átti allan heiður af. Skemmtiefnið var að hætti heimamanna og hljómsveit- in Vírus lék fyrir dansi fram á nótt. Kartöfluballsnefndina skip- aði heimilisfólk nokkurra bæja í sveitinni, ungir sem aldnir. Undirbúningsnefndin var fjölmenn enda ár kartöflunnar og öllu tjaldað til. Þessir kátu kartöfluálfar voru að sjálfsögðu á kartöfluballinu í Þykkvabænum ein þeir heita Ómar Páll Sigurbjartsson og Karen Óskarsdóttir. Háskólanám · Búvísindi · Hestafræði · Náttúru- og umhverfisfræði · Skógfræði og landgræðsla · Umhverfisskipulag www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní ÖFLUGUR HÁSKÓLI Í ÖRUM VEXTI Veldu góða leið! Við erum sérhæfð. Sérhæfingu fylgja gæði. Við Háskólann á Hólum starfa úrvals kennarar og aðstaða til náms er frábær. Fjölbreytt störf að loknu námi í vaxandi atvinnugreinum. FISKELDISFRÆÐI SJÁVAR- OG VATNALÍFFRÆÐI Áhersla á auðlindir vatns og sjávar, umhverfismál, líffræði- legar og tæknilegar hliðar fiskeldis. FERÐAMÁLA- FRÆÐI Áhersla á náttúru, menningu, upplifun, afþreyingu og rekstur. HESTAFRÆÐI OG REIÐMENNSKA Áhersla á líffræði hestsins, tamningar, reiðmennsku og reiðkennslu. Hágæða háskólanám

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.