Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Kristján L. Möller samgönguráð- herra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að Bjargráðasjóður verði lagður niður. Um leið á að skipta eignum hans á milli eig- enda, sem eru ríkið, sveitar- félögin og Bændasamtök Íslands. Skiptar skoðanir eru um sjóð- inn, hlutverk og tilgang í nútíma tryggingaumhverfi. Ljóst er að lagafrumvarpið hefur verið lagt fram og stefnt er að því að upp- gjöri hans verði lokið fyrir árslok 2008 – þrátt fyrir að nefnd sem vann að endurskoðun sjóðsins hafi ekki lokið störfum og ekki sé sátt um örlög hans. Hlutverk sjóðsins hefur breyst Sjóðurinn á sér nærri hundrað ára sögu og var komið á fót í þeim tilgangi að koma til hjálpar lands- mönnum í hallæri eða til að afstýra því. Hlutverk sjóðsins á seinni tímum hefur aðalega falist í að bæta stærri tjón sem bændur hafa orðið fyrir, m.a. vegna válegra veðra, sjúkdóma, slysa á bústofni og upp- skerubrests - sem hefðbundnar tryggingar ná ekki yfir. Í athuga- semdum með frumvarpinu kemur fram að hlutverk sjóðsins hafi tekið verulegum breytingum frá stofnun hans enda hafa sveitarfélögum og aðrir opinberir aðilar ríkar skyldur til að mæta áfölum sem dunið geta á landsmönnum. Þeim hefur því verið mætt með öðrum úrræðum. Sjóðurinn hefur á síðustu árum skipst í tvær deildir, almenna deild og búnaðardeild. Hlutverk almennu deildar sjóðsins er að veita einstakl- ingum, félögum og sveitarfélögum fjárhagsaðstoð til að bæta slík tjón af völdum náttúruhamfara en bún- aðardeild bætir tjón á búfé og afurð- um búfjár og uppskerutjón á garð- ávöxtum. Hlutverk sjóðsins hefur hins vegar minnkað með aukinni almennri tryggingavernd. Þannig hafa möguleikar til töku margvís- legra trygginga á frjálsum markaði stóraukist sem atvinnurekendur og einstaklingar hafa nýtt sér í ríkum mæli. Fjárhagsaðstoð beggja deilda sjóðsins er fólgin í úthlutun bóta sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni. Er við þá ákvörðun tekið mið af bótahæfni tjóna, ákveður bótahlut- fall og eigin áhættu tjónþola í tjóni. Stjórnin tekur í því efni m.a. mið af tekjuskiptingu sjóðsins og rekstr- aráhættu hverrar búgreinar. Forsenda styrkveitinga úr búnaðardeild sjóðs- ins er að skil hafi verið gerð á bún- aðargjaldi. Bjargráðasjóður barn síns tíma Í athugasemdum með frumvarpi samgönguráðherra kemur fram að þróun í landbúnaði hafa leitt til þess að iðgjöld til Bjargráðasjóðs hafa farið lækkandi og tilteknar búgreinar hafa kosið að hætta aðild að sjóðn- um. Mestu muni um eindregna afstöðu Landssambands kúabænda að búgreinin hætti þátttöku í bún- aðardeild Bjargráðasjóðs. Sigurður Loftsson, varaformaður Landssambands kúabænda, segir að þeirra afstaða sé skýr. „Við höfum viljað draga okkur út úr búnaðar- deild Bjargráðasjóðs sem er sá hluti sem kostaður er af búnaðargjaldi og tekur fyrst og fremst á tjónum sem snúa beint að búunum - á borð við gripatjón og öðru slíku. Hann kemur þó einnig inn í mál þegar rekstr- arstöðvanir eiga sér stað – t.d. vegna sjúkdóma. Við höfum ekki haft neina sérstaka skoðun á því hvort leggja eigi Bjargráðasjóð niður að öðru leyti. Greinin okkar hefur breyst svo mikið á undanförnum árum með mikilli samþjöppun og stækkun búa. Við teljum að núverandi fyrirkomu- lag tryggi ekki þá hluti sem þarf að tryggja – að tryggingaverndin sé ekki nægjanleg. Við erum hlynntir þeim hugmyndum að fara með þetta inn á almennan tryggingamarkað,“ segir Sigurður. „Þá höfum við kúabændur ekki verið hrifnir af því hvernig sjóðurinn er upp byggður. Þarna er föst gjald- taka og skylduþátttaka í gegnum búnaðargjaldið. Þannig hefurðu sem einstaklingur ekkert val um hvaða áhættu þú tekur t.a.m. og að því leyti frábrugðið því að skipta við venjulegt tryggingafélag. Þar stýrir þú áhætt- unni sjálfur og þar með iðgjaldinu. Bjargráðasjóðurinn er að okkar mati barn síns tíma. Tryggingarfélögin hafa líka meira svigrúm til að mæta stóráföllum sem dynja á með stuttu millibili,“ segir varaformaður Landssambands kúabænda. Í athugasemdunum við frumvarp- ið segir enn fremur að aðrar búgrein- ar, t.d. hrossarækt, eigi aðild að sjóðnum en greiðslur til hans virð- ast ekki vera í samræmi við þróun og umfang í þeirri búgrein. Ýmsar nýjar búgreinar sem nú eru stund- aðar, svo sem skógrækt og kornrækt, eigi jafnframt ekki aðild að sjóðnum. Jafnframt eru skiptar skoðanir um það innan einstakra búgreina sem ennþá eiga aðild að Bjargráðasjóði hvort þeirri aðild verði haldið áfram. Umræður um sjóðinn á Búnaðarþingum Á undanförnum Búnaðarþingum hafa málefni Bjargráðasjóðs verið til umfjöllunar. Árið 2002 er því fyrst beint til stjórnar Bændasamtaka Íslands og búgreinafélaga að skoða hagkvæmni þess að leggja sjóðinn niður. Afgerandi niðurstaða fékkst ekki þá í málið. Í niðurstöðu skýrslu sem unnin var í kjölfar Búnaðarþings 2004 um málið koma fram ýmsir kostir og gallar sjóðsins. Þar var m.a. bent á að sjóðurinn væri illa í stakk búinn að mæta stóráföllum, t.d. í svína- og alifuglarækt. Þá var bent á að bil á milli Bjargráðasjóðs og ann- arra trygginga gæti skilið eftir göt í tryggingavernd og hætta á ósam- ræmi í tjónamati væri töluverð. Á móti kæmi það öryggi sem sjóðurinn veitti og það myndi taka nokkurn tíma að byggja upp trygg- ingasögu á frjálsum tryggingamark- aði. Óvíst væri hvernig það kæmi fjárhagslega út fyrir bændur en þó yrði að gera ráð fyrir að trygginga- félög myndu hafa vaðið fyrir neðan sig meðan þekking þeirra á tjónum væri að byggjast upp. Þá var bent á það í skýrslunni að verulegur styrkur væri af almennu deildinni og nægði þar að nefna tryggingar gegn kalt- jónum sem óraunhæft yrði að telja að færu á frjálsan markað. Í skýrslunni er talið líklegt að ef frjálsar tyggingar myndu taka alfar- ið við tryggingum bænda myndu iðgjöld og kostnaður við umsvif og t.d. mat tjóna hækka verulega. Samhliða því myndu tryggingabætur einstakra tjóna væntanlega aukast. Samandregin niðurstaða var því sú að eðlilegast væri að bæta núver- andi fyrirkomulag. Í því fælust opnir möguleikar fyrir meir aðstoð hins opinbera ef stóráföll dyndu yfir. Nefnd um framtíðarhlutverk sjóðsins Á fundi stjórnar Bjargráðasjóðs 7. desember 2005 var samþykkt að gera úttekt á framtíðarhlutverki sjóðsins og tryggingum í landbún- aði í samráði við Bændasamtök Íslands. Í framhaldi af því samþykkti stjórn Bjargráðasjóðs 2. mars 2006 að skipa nefnd til að fjalla um fram- tíðarhlutverk sjóðsins í samráði við stjórnarmenn. Óskað var tilnefn- inga í nefndina frá Bændasamtökum Íslands, félagsmálaráðuneyt- inu, landbúnaðarráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í fyrrgreindum athugasemd- um við frumvarpið kemur fram að í framhaldinu hafi nefndin, þann 22. júní 2007, gert samning við ráðgjafarfyrirtækið ParX, um að kanna viðhorf hagsmunaaðila til sjóðsins; Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamband kúabænda, Félags kjúklingbænda, Félags eggjafram- leiðenda, Svínaræktarfélags Íslands, Sambands Íslenskra sveitarfélaga og fulltrúa félags- og landbúnaðarráðu- neyta. Í þeim viðræðum kemur fram skýr afstaða stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um að leggja eigi sjóðinn niður í núverandi mynd. Kemur þar fram að þeir álíti að starfsemi sjóðsins sé miklu fremur atvinnumál tiltekinna starfsgreina en sveitarstjórnarmál. Það sé af þeirri ástæðu og í ljósi þróunar á starfsemi sjóðsins á undanförnum árum sem stjórn SÍS leggur áherslu á að sveitar- félögin verði leyst undan fjármögn- un og rekstri sjóðsins og að eignum hans og skuldbindingum verði skipt upp milli eigenda. Segir þar einnig að SÍS leggi áherslu á að ná þurfi sátt við Bændasamtök Íslands um málið. Frumvarp lagt fram en nefnd ekki lokið störfum Fram kom einnig í þessum við- ræðum að Bændasamtök Íslands og önnur búgreinafélög, svo sem Landssamtök sauðfjárbænda, Svínaræktarfélag Íslands, Félag kjúklingabænda og Félag eggja- framleiðenda telja Bjargráðasjóð veita bændum mikilvæga trygg- ingavernd þótt starfsemin sé nokk- uð umdeild meðal bænda. Að erfitt kunni að verða fyrir búgreinafélögin að fá góða sjúkdómatryggingu fyrir sína félagsmenn. Jóhannes Sigfússon, formað- ur Landssambands sauðfjárbænda sat fyrir Bændasamtök Íslands í nefndinni sem fjallaði um framtíð Bjargráðasjóðsins. Hann segir það ábyrgðarlaust að leggja sjóðinn niður án þess að vitað sé hvað komi í staðinn. „Það er ljóst að bændur eiga hvergi kost á sambærilegri tryggingavernd og Bjargráðasjóður veitir í dag t.d. vegna kals í túnum og eiga yfirleitt ekki kost á sam- bærilegri tryggingavernd á almenn- um markaði nema með mun meiri kostnaði. Nefndin sem var að end- urskoða sjóðinn hafði ekki lokið störfum. Ljóst er að sveitarfélögin vildu losna út en ekki var gerð nein tilraun til þess að finna lausn á málinu sem hefði tryggt starfsemi sjóðsins eða sambærilega trygg- ingavernd áfram. Í staðinn legg- ur ríkisstjórnin einfaldlega fram frumvarp án þess að reyna einu sinni að skilja við málið þannig að bændur séu ekki sviptir þeirri tryggingavernd sem sjóðurinn hefur veitt. Eftir standa bændur án trygginga sjóðsins og þetta mál er eitt af þeim sem eykur enn á óvissu innan atvinugreinarinnar ofan á miklar aðfangahækkanir, nýja matvælalöggjöf ESB, hugmyndir um tollalækkanir og fleira,“ segir Jóhannes. Nettóeign Bjargráðasjóðs í árslok 2007 var samkvæmt ársreikningi tæpar 660 milljónir og koma því um 220 milljónir í hlut hvers eiganda. Samkvæmt frumvarpi samgöngu- ráðherra er gert ráð fyrir að upp- gjör sjóðsins verði lokið fyrir árslok 2008. -smh Bjargráðasjóður lagður niður? Hlutverk Bjargráðasjóðs hefur m.a. falist í því að bæta tiltekin tjón af völd- um náttúruhamfara, t.d. tjón á fasteignum, vélum, landsvæðum, götum og gangstéttum sveitarfélaga, girðingum, túnum og rafmagnslínum er tengjast landbúnaði. Óvíst er hvernig slík tryggingamál bænda verða leyst þegar sjóðurinn verður lagður niður. Teikning: Þorsteinn Davíðsson Sigurður Loftsson, varaformaður Landssambands kúabænda segir að núverandi fyrirkomulag gefi þeim ekki nægilega trygginga- vernd og að þeir séu hlynntir því að að fara með þessi mál bara inn á almennan tryggingamarkað. Jóhannes Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda: „[Ríkisstjórnin leggur] ... einfald- lega fram frumvarp án þess að reyna einu sinni að skilja við málið þannig að bændur séu ekki sviptir þeirri tryggingavernd sem sjóð- urinn hefur veitt.“ Í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 25. janúar 2007 og samningi um starfsskil- yrði mjólkurframleiðslu frá 10. maí 2004 eru ákvæði um ráð- stöfun fjármuna til eflingar í jarðrækt. Útfærsla þessara ákvæða er í höndum framkvæmdanefndar búvörusamninga en til ráðstöfunar fyrir þetta ræktunarár koma rúmar 55 milljónir kr. þegar tekið hefur verið mið af verðbótaákvæðum samninganna. Markmiðið er að efla ræktunarmenningu og auka hlut heimaaflaðs fóðurs og stuðla að hagkvæmri innlendri frum- framleiðslu á fóðri, bættri nýtingu aðfanga og góðri meðferð á rækt- unarlandi og umhverfi. Fyrirhugað er að framkvæmd þessara greiðslna verði með hlið- stæðum hætti og fyrir kornrækt, þannig að greidd verði viss upp- hæð á hvern hektara nýræktar, end- urræktunar eða grænfóðurræktunar ef ræktunarumfang nær að lág- marki tiltekinni stærð fyrir hvern rekstaraaðila. Erfitt er að sjá fyrir hversu mikið verður sótt í sjóðinn og hvað hann dugar til að greiða hátt framlag pr. ha en ætla má að það verði að sömu stærðargráðu og framlag sem fengist hefur á hvern hektara kornræktar, utan grunn- framlags. Markmið er bæta gæði heima- aflaðsfóðurs og efla ræktun. Möguleikar jarðræktar til lækk- unar á framleiðslukostnaði í land- búnaði eru nokkrir en auk þess að efla heimaöflun batnar samkeppn- isstaða íslensks landbúnaðar. Fjallað verður um málið á stjórnarfundi BÍ 30. apríl og í kjöl- farið verður útfærslan ákveðin af framkvæmdanefnd búvörusamn- inga. Sérstök athygli er vakin á að þessi stuðningur verður veittur vegna þessa ræktunarárs en áður auglýstir styrkir vegna kornræktar verða greiddir eins og þar var gert ráð fyrir. Stefnt er að því að næsta vor verði einn og sami umsókn- arflokkurinn fyrir kornrækt, græn- fóður og grasrækt. Málið verður kynnt nánar í næsta Bændablaði. Ræktunarverkefni Frumvarp liggur fyrir en nefnd um framtíð sjóðsins hefur ekki lokið störfum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.