Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008
Aðalfundur Landssambands
kornbænda var haldinn á
Hvolsvelli þann 10. apríl sl.
Ein af þungamiðjum fund-
arins var erindið „Íslensk
kornrækt, hagkvæmni og
horfur“, flutt af þeim Ingvari
Björnssyni, jarðræktarráðu-
naut hjá Búgarði á Akureyri
og Runólfi Sigursveinssyni hjá
Búnaðarsambandi Suðurlands.
Ágóðinn af kornrækt óumdeildur
Í erindinu kom fram að hagkvæmni
kornræktar hafi aukist jafnt og þétt
með hækkandi kornverði á heims-
markaði og nú sé ágóðinn af henni
orðinn óumdeildur - óháður styrkj-
um og sölu á hálmi. Þannig kostar
bygg nú 41,3 kr. út úr fóðurstöð en
framleiðslukostnaður er 25 kr., sé
miðað við að fá 3,3 tonn á hektara,
en það nemur meðaluppskeru árs-
ins 2007.
Ingvar Björnsson segir í sam-
tali við Bændablaðið að kornrækt-
in á Íslandi hafi vaxið mjög hratt.
Þannig hafi landrými til kornrækt-
ar farið úr 200 ha árið 1991 í
3600 ha á síðasta ári. Þó hafi gætt
ákveðinnar stöðnunar hin síðustu
ár. Ingvar segir að hana megi rekja
til þess að það séu fyrst og fremst
kúabændur sem stundi kornrækt
og að heimaræktunarhlutinn sé að
ákveðnu leyti mettaður.
Heildarkornmarkaður nemur
um 85 þúsund tonnum. Korn til
fóðrunar á Íslandi er talið vera um
70 þúsund tonn. Þar af er innflutt
bygg tæplega 40 þúsund tonn og
íslenskt bygg um 11 þúsund tonn.
Afgangurinn er síðan maís og
hveiti. Um 15 þúsund tonn fara í
mat og ölgerð.
Nauðsyn á kornsamlögum og
auknum afköstum í þurrkun
Ingvar segir að til þess að koma
megi á innlendum sölumarkaði
verði að huga að því að stofna
kornsamlög. „Forsenda þess að
verslun geti hafist með korn er
stóraukin afkastageta í þurrkun.
Slíkar stöðvar munu rísa á svæðum
þar sem landrými er nægjanlegt og
aðstæður til kornræktar góðar,“
segir hann. Þá þurfi einnig að koma
á gæðaflokkun, því íslenskt korn
sé misjafnt að gæðum og helsta
gæðavandamál í kornrækt sé slök
kornfylling og ójöfn kornstærð.
Þannig sé óstöðugleiki framleiðsl-
unnar kannski helsti veikleikinn í
kornræktinni. Það korn, sem sé í
lagi, sé fullnægjandi að gæðum og
alveg laust við notkun á eiturefn-
um, ólíkt því sem gerist víðast
hvar annarsstaðar í Evrópu. „Hér
eru sjúkdómar færri en víðast ann-
arsstaðar og því yfirleitt ekki þörf
á slíkri eiturefnanotkun, enn sem
komið er.“
Margvíslegir möguleikar byggs
á Íslandi
Ingvar segir raunhæft að áætla að
á næstu 10-15 árum verði unnt að
anna eftirspurn um 80-90% af inn-
lendum fóðurmarkaði. Það sé þó
ekki hægt að gera ráð fyrir að anna
nema um 10-20% af eftirspurn-
inni eftir korni til manneldis – og
þá helst á einhverskonar sérvöru-
markaði.
„Á því sviði gæti innlent bygg
auðvitað orðið vaxandi hluti en
íslenskt hveiti myndi koma þar inn
líka að einhverju marki. Menn hafa
verið að gera ágæta hluti í þeim
málum, t.d. undir Eyjafjöllum.“
Ingvar segir að í gangi sé athug-
un á möguleikum á framleiðslu
á byggi til manneldis hér á landi.
Mjög jákvæðar niðurstöður hafa
fengist úr þeim athugunum, en
það er Ólafur Reykdal hjá Matís
sem hefur haft veg og vanda af
því verkefni. Þá hafi Eymundur
Magnússon, bóndi í Vallanesi á
Héraði, sett mjög merkilegar líf-
rænar afurðir á markað undir
vörumerkinu Móðir jörð. „Það er
vaxandi áhugi á því í bökunariðn-
aðinum að nota bygg, en hingað til
hefur verið ákveðnum vandkvæð-
um bundið að nota það í bakstri
t.a.m.,“ segir Ingvar. Hann segir
að þetta sé vissulega spennandi
markaður, þar sem korn til mann-
eldis sé auðvitað miklu verðmæt-
ari markaðsvara. „Þá er byggið
viðurkennt hollustufæði og er t.d.
þekkt að það hafi blóðsykursjafn-
andi virkni. Það er því tilvalið til
markaðssetningar í þeirri heilsu-
væðingu sem nú er í algleymingi.
Þá er þess að vænta á næstunni að
á markað komi alíslenskur bjór frá
Ölgerðinni, sem bruggaður er úr
íslensku maltbyggi.“
Ísland tekur mið af málum
á heimsmarkaði
Ingvar telur að áherslur séu að brey-
tast í kornrækt, bæði á Íslandi og
annars staðar. Að heimurinn sé að
breytast mjög hratt þannig að tími
offramleiðslu sé liðinn og framund-
an sé tími eftirspurnar. Þess sjáist
merki á kornverði á heimsmarkaði,
sem hefur snarhækkað, og aukinni
notkun á kjarnfóðri. Augljós sókn-
arfæri séu í spilunum; að upp sé
runninn tími Íslendinga í þessum
málum, sem rími vel við umræðuna
um fæðuöryggi þjóðarinnar. Það sé
því afar dýrmætt fyrir Íslendinga að
nýta sér hina miklu möguleika sem
felist í kornrækt á Íslandi.
„Styrkleiki Íslendinga felst
þannig í miklu landrými, góðu
rannsóknarstarfi og stoðkerfi.
Ég vænti þess að kornrækt muni
aukast mikið í nánustu framtíð
og ég greini að aukningin verði
mikil strax í sumar. Mér skilst að
sáðkorn sé nánast uppurið í land-
inu og ég finn fyrir miklum áhuga
bænda. Á komandi árum mun
hagkvæmni íslenskrar kornræktar
aukast í samanburði við innflutt
korn og umfangið aukast,“ segir
Ingvar.
Þeir Ingvar og Runólfur telja að
helstu veikleikar íslenskrar korn-
ræktar séu þurrkunarkostnaður,
takmarkað ræktunaröryggi og litl-
ar einingar. Helstu ógnir kerfisins
eru breytingar á innflutningsvernd
gagnvart kjötframleiðendum og
aukin ásókn í land til annarra nota
en landbúnaðar.
Þau svæði Íslands sem
framleiða mest af korni í dag
eru Rangárvallasýsla (3479
tonn), Árnessýsla (1875 tonn),
Skagafjörður (1386 tonn) og
Eyjafjörður (1351 tonn). Í erindi
þeirra Ingvars og Runólfs kom
fram að kornræktin muni halda
áfram að eflast á þessum svæð-
um. Þannig muni kornrækt eflast
þar sem mikið er af frjósömu landi
til ræktunar og gera þeir ráð fyrir
að öflug kornsamfélög muni rísa
í Árnes- og Rangárvallasýslum
og Skagafirði. Vesturland og
Eyjafjörður muni fylgja á eftir.
- m
Ingvar Björnsson, jarðræktarráðu-
nautur, á kornakri á Grundargili í
Reykjadal sumarið 2004.
Miklir möguleikar í íslenskri kornrækt
-Rætt við Ingvar Björnsson, jarðræktarráðunaut hjá Búgarði á Akureyri
Blómlegur ársgamall hveitiakur við Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Myndin er tekin 20. ágúst síðastliðinn. Mynd: Ólafur Eggertsson
Náttúrustofa Norðausturlands hóf
fyrir ári síðan vöktun á fiðrildum í
Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum.
Ljósgildru var komið fyrir í túnjaðri
í Ási, rétt við birkiskóg. Gildran er
útbúin þannig, að upp úr kassa er
stór trekt og sterk ljósapera er látin
loga yfir trektinni. Fiðrildi sækja í
ljósið og við það að fljúga á peruna
detta þau í trektina og niður í kass-
ann. Þar niðri er svæfingarefni sem
svæfir fiðrildin. Gildran var tæmd
vikulega og því fékkst yfirlit yfir
hvaða tegundir voru á svæðinu, á
hvaða tíma þær voru að fljúga og
í hve miklu magni. Kveikt var á
ljósgildrunni í 29 vikur í fyrra og
veiddust á þeim tíma 2880 fiðrildi
af 21 tegund.
Landinu hefur verið skipt
upp í 10x10 km reiti til að kanna
útbreiðslu lífvera. Fiðrildagildran
er staðsett nálægt miðju eins slíks
reits. Áður en fiðrildagildran var
sett upp í fyrra var vitað um 14 teg-
undir fiðrilda í þessum reit. Í fiðr-
ildagildruna komu hins vegar 21
tegund og þar af 11 sem ekki höfðu
fundist þar áður, en fjórar tegundir
sem þekktar eru úr reitnum komu
ekki í gildruna. Ástæða þess að
svo margar nýjar tegundir fundust
er einfaldlega sú, að rannsóknir á
útbreiðslu skordýra á Íslandi eru
enn mjög takmarkaðar. Líklegt má
telja að gildran eigi eftir að skila
enn fleiri tegundum fyrir reitinn.
Langmest veiddist af tígulvefara,
en hann lifir á laufblöðum birkis og
getur stundum valdið skemmdum á
trjánum.
Ljósgildran hefur nú verið sett
upp á ný og bíða menn spenntir
eftir að fylgjast með hvort árið í
ár verði svipað árinu í fyrra hvað
varðar magn og tegundir. Búast
má við að lítið veiðist til að byrja
með, enda flugtími flestra fiðrild-
ategunda seinni hluta sumars. Á
þessum árstíma er helst að vænta
birkivefara, en lífsferill hans er
þannig að fullvaxið fiðrildi skríður
úr púpu að hausti og lifir af vet-
urinn. Birkivefari er af þeim sökum
það fiðrildi sem venjulega sést
hvað lengst fram á haustið og eins
fyrst á vorin.
Vakta fiðrildi í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum
Hagnaður af rekstri Kaupfélags
Skagfirðinga og dótturfélaga
þess á árinu 2007 nam tveim-
ur milljörðum og 155 millj-
ónum króna. Veltufé frá rekstri
var 1.867 milljónir. Alls námu
rekstratekjur samstæðu KS lið-
lega 14,2 milljörðum. Tekjurnar
skiptust þannig að kaupfélag-
ið var með tæpa 4,5 milljarða,
Fisk-Seafood tæpa 4,8 milljarða
og Fóðurblandan hf. liðlega 4,1
milljarð. Aðrar rekstrareiningar
skiluðu liðlega 800 milljónum.
Bókfært eigið fé í árslok var 12,7
milljarðar og hækkaði um tvo
milljarða milli ára.
Heildargreiðslur til bænda
fyrir mjólk námu 572 milljónum
króna á árinu. Alls greiddi kjöt-
afurðastöðin 653,9 milljónir fyrir
kjöt af sauðfé, hrossum og naut-
gripum. Þetta eru hæstu greiðslur
til innleggjenda í krónutölu
í sögu félagsins. Á næsta ári
mun kaupfélagið fagna 120 ára
afmæli sínu og er þegar haf-
inn undirbúningur vegna þeirra
tímamóta í sögu félagsins.
Valdimar Sigmarsson, bóndi
í Sólheimum og Þorleifur
Hólmsteinsson bóndi á
Þorleifsstöðum.
Eitt besta rekstrarár Kaupfélags Skagfirðinga