Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 29
29 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008
Auður Gautadóttir er nemandi í 6. bekk í Grunn-
skóla Djúpavogs og er farin að hlakka til skólaloka,
enda margt framundan hjá henni í sumar, svo sem
að taka þátt í sauðburði og fara ævintýraferð til
Króatíu.
Nafn: Auður Gautadóttir.
Aldur: 11, að verða 12 ára.
Stjörnumerki: Krabbinn.
Búseta: Djúpivogur.
Skóli: Grunnskóli Djúpavogs.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir
og smíðar.
Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Villisvín.
Uppáhaldsmatur: Villibráð.
Uppáhaldshljómsveit: Queen og Red Hot Chilli
Peppers.
Uppáhaldskvikmynd: Hot Fuzz.
Fyrsta minningin þín? Þegar ég sat á koppnum í
tjaldútilegu með plastsverð.
Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fót-
bolta og sund og spila á píanó og fiðlu.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Vera
inni á Leikjaneti.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Heila-
skurðlæknir.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Vaða út í
sjó í frosti.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Horfa á
Bachelorinn.
Hvað ætlar þú að gera í sumar? Fara í sauðburð og
til Króatíu.
ehg
Fólkið sem erfir landið
Auður Gautadóttir er nemandi í Grunnskóla Djúpavogs og er hér lengst til hægri á myndinni með bekkjarsystkin-
um sínum í 6. bekk.
Villibráð í uppáhaldi
Lokakeppni stærðfræðikeppni
grunnskólanna, sem heitir nú
BEST-stærðfræðikeppnin en
hét áður KappAbel, var haldin í
Salnum í Kópavogi í síðustu viku.
Þemað var „Stærðfræði og dýr“
en alls tóku um 70 9. bekkir víðs
vegar að af landinu þátt í for-
keppninni í þetta skiptið. Keppnin
snýst um að gefa nemendum kost
á að spreyta sig á stærðfræði-
þrautum og vinna þemaverkefni í
tengslum við stærðfræðina.
Nemendur Hrafnagilsskóla í
Eyjafirði lögðu upp með kúna
Obbu frá Brakanda í Hörgárdal
og spurðu m.a. hvað hún þyrfti að
mjólki lengi svo hægt væri að fylla
Laugardalslaugina af mjólk. Einnig
veltu þeir því fyrir séð hvað langan
tíma tæki að fylla átta manna heitan
pott. Ef lesendur hafa ekki enn gert
sér grein fyrir þessu má greina frá
niðurstöðum hópsins: Það ku taka
111 ár fyrir Obbu að fylla laugina
en einungis 82 daga að fylla pott-
inn!
Hvolsskóli var við sama hey-
garðshornið en verkefni þeirra hét
„Margt býr í kýrhausnum“. Þar var
m.a. reiknað út á vísindalegan hátt
hvað þyrfti marga löglega fótbolta-
velli til þess að rúma allan íslenska
kúastofninn. Svarið er tæplega
fimm.
Víðistaðaskóli skrifaði ævin-
týrabók um stærðfræðikálfinn Kor-
mák og Varmárskóli greindi frá
uppátækjum stærðfræðikattarins
Grímu.
Íslenska sauðkindin var við-
fangsefni fulltrúa Digranesskóla
en þeir fundu m.a. út að hægt væri
að prjóna 1.350.000 ullarpeysur úr
þeirri ull sem safnast af íslenska
sauðfénu á ári hverju.
Sömu reiknimeistarar fundu
það út að hægt væri að teppa-
leggja þjóðveginn frá Reykjavík til
Stykkishólms með lopaábreiðum úr
heilli ársframleiðslu.
TB
Hvað þarf marga fótboltavelli til að
rúma allan íslenska kúastofninn?
Nemendur höfðu unnið þemaverkefni tengd dýrum og stærðfræði. Margar
frumlegar lausnir mátti sjá og greinilegt að unga kynslóðin sér landbún-
aðinn í fjölbreyttu samhengi. Hvað þarf t.d. mikla mjólk til þess að fylla
heitan pott?
Fjöldi 14-15 ára unglinga og kennara lagði leið sína í lokakeppni stærð-
fræðikeppninnar BEST sem haldin var í Salnum í Kópavogi.
Styrkur til þess að
efla silungsveiði
Landssamband veiðifélaga auglýsir hér með styrki til þess
að efla silungsveiði í ám og vötnum. Í boði er styrkur til eins
eða fleiri verkefna en LV velur úr umsóknum sem berast.
Styrkhæfar aðgerðir eru: Bætt aðgengi, bætt aðstaða á
svæðinu, markaðssetning og fiskifræðileg úttekt.
Í umsókn skal skilgreina vel umfang og gerð framkvæmda,
ásamt því að ítarleg kostnaðaráætlun fylgi.
Styrkupphæð getur orðið allt að helmingur kostnaðar.
Styrkurinn verður greiddur þegar verki er lokið.
Um styrk geta sótt bæði einstaklingar og veiðifélög.
Umsóknir skulu berast til LV fyrir 30. maí 2008.
Landssamband veiðifélaga
Bændahöllinni v/Hagatorg
107 Reykjavík
Aðalfundur 2008
Búnaðarsamband Kjalarnesþings boðar til aðal-
fundar þann 8. mai n.k. kl. 20.00 að Þverholti 3, 3.h.,
Mosfellsbæ.
Dagskrá :
1 Skýrsla stjórnar
2 Reikningar lagðir fram
3 Skýrsla frá framkvæmdarstjóra BV
4 Kosningar
5 Búnaðarþing 2008, helstu mál
6 Önnur mál
Stjórn Búnaðarsambands Kjalarnesþings.