Bændablaðið - 29.04.2008, Síða 14

Bændablaðið - 29.04.2008, Síða 14
14 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Hjörtur Magnason dýralækn- ir (sl. 32 ár) og veiðimaður (sl. 44 ár), segði í samtali við Bændablaðið að sér ofbjóði eftirfarandi veiðiaðferð, sem er við lýði á Íslandi meðal okkar í dag. Minkasíur eru gildrur til að fanga og drepa mink, sem hafa verið viðurkenndar af UST til að bægja niður minka- stofninn á Íslandi (gegn sam- þykki Dýraverndunarráðs). Mismunandi gildrur eru í umferð undir sama nafni. Ein þeirra er þannig hönnuð, að plaströri með efri enda er komið fyrir við árbakka og neðri endi leidd- ur niður undir vatn inn í „söfn- unarbúr“. Minkurinn, forvitinn að eðlisfari stingur sér niður í rörið/holu sem er vel hulin með gróðri og sandi, hafnar í búrinu en kemst ekki upp aftur. Hefst þá skelfilegt dauðastríð, sem varar svo lengi sem þróttur dýrs- ins leyfir. Eftir það rennur dýrið í búrið og drukknar. Þetta er þannig sjálfkrafa tekjulind, pyntingartæki fyrir hönnuðinn/gerandann, sem fær 3000 kr. fyrir skott af hverj- um dauðum mink. Hönnuðurinn/ gerandinn telur ekki nauðsynlegt að vitja gildrurnar fyrr en þær eru fullar af hræjum, þ.e. eftir 2-3 mánuði. Enginn hugsar um líðan dýra eða hræmengun vatnsbóls. Svelta í hel ,,Ein önnur sían er hönnuð með búr og rör undir vatni, þar hafa menn talið að um mannúðlegri og skjótari dauða beri að fyrir mink- inn, hann drukkni fljótlega eftir að inn er komið. Má svo vera, en þar sem vitjun er ekki reglubund- in (2-3 mán.) getur á tímabilinu vatnið yfir sumarið lækkað í lækj- um og ám, og búrið þ.a.l. komist yfir vatnsyfirborð. Minkar sem hafna í gildrunni á þessum tíma drukkna ekki, heldur svelta í hel vegna fæðuskorts, nema þeir éti félaga sína, sem drukknuðu áður, það tekur þá svolítið lengri tíma að drepast Mér finnst þetta engan veginn forsvaranlegt. Víkjum síðan að öðrum hlið- um málsins. Minkarhæjum er safnað í búr undir vatni um lengri tíma. Minkur étur fisk, sem nær undantekningarlaust inniheldur grósýkilinn Clostridium botul- inum í þörmum sínum. Hvað skeður í minkahræjum undir vatni við kjöraðstæður (hitastig, súr - efnisskortur m.m.), myndast ekki botulinum eiturefni, sem mengar umhverfið og stofnar faununni í hættu? Hvernig gat UST misst af þessu þegar leyfið var veitt? Hjáveiði „Hjáveiði“ kallar UST veiði á ÖRUM dýrum en mink í gildr - urnar. Hvaða rannsóknir á „hjá- veiði“ liggja fyrir opinberlega ? Hvernig er þessum gildrum komið fyrir í náttúrunni? Fjórhjól og jeppar utan vega, enginn nennir að bera þetta á öxl sér út um allt. En það er ólöglegt, eða hvað? Hver fylgist með, að gildrurn- ar (aðskotahlutir í náttúrunni) séu fjarlægðar að lokinni útrýmingu, og hver fylgist með jarðraski? UST hefur kröfu um skýrslugerð gildrumanna um hjáveiði o.a, en er einhver eftirlitsaðili, sem tekur þetta út reglulega? Nú finnst mér, að æðri menn en ég taki þetta mál fyrir,“ segir Hjörtur Magnason. Misskilningur Reynir Bergsveinsson, hönnuður minkasíunnar, segir að hér sé greinilega um misskilning dýra- læknisins að ræða. Rörasíurnar eru allt annars konar en mink- asíur Reynis og miklu eldri. Rörasíurnar séu þannig að um plast rör er að ræða sem er lagt frá bakkabrún vatns eða áa. Stúturinn er á bakkanum og dýrir fer þar niður og hefur möguleika á að reyna að komas upp aftur og getur verið hálftíma að reyna að komast upp áður en það örmagnast, dettur niður og kafnar. Fyrst og fremst eru það hvolpar sem veiðast í röragildruna en kemur þó fyrir að fullorðnir minkar veiðist þar líka. Minkasía Reynis er ekki lögð frá bakka. Henni er komið fyrir niður í vatninu og minkurinn syndir þar inn og kemst ekki til baka og drukknar á örstuttum tíma. Reynir segist hafa heyrt frá dýraverndunarsinnum að þeir gagnrýna fyrst og fremst að minkurinn skuli drukkna. Landgildrur, byssuskot og minkahundar, þessar veiðar eru raunar allar gagnrýndar af dýraverndunarsinnum. Engin minkaveiðiaðferð kemst nálægt minkasíum Reynis Bergsveins- sonar hvað afköst varðar. -S.dór Deilt um minkasíurnar Lín Design var stofnað fyrir fjórum árum sem hönnunar- og framleiðslufyrirtæki. Hugmyndin að stofnun fyrirtækisins varð til þegar þjóðarblómið, Holtasóley, var valin fyrir nokkrum árum. Hugmynd stofnanda Lín Design, Helgu Maríu Bragadóttur, var að hanna Holtasóley á sængurfatn- að fyrir íslenskan markað. Helga fékk Freydísi Kristjánsdóttur text- ílhönnuð til að hanna mynstrið af Holtasóley sem nú er fáanlegt ásamt nokkrum öðrum íslenskum blómamynstrum á sængurfatnað. „Markmið okkar er að flytja smá- atriði innblásin af íslenskri náttúru yfir á lín til að fegra heimilið. Þannig leggjum við áherslu á að íslensk nátt- úra fái að njóta sín í sinni fegurstu mynd,“ segir Helga María. Sérvalin 300 þráða bómull Öll hönnun Lín Design fer fram á Íslandi en framleiðslan í Kína. „Við sérveljum allt efni sem notað er í framleiðsluna okkar. Þannig vitum við að við erum að láta framleiða úrvals vöru. Öll sængurverin okkar er ofin úr a.m.k. 300 þráðum sem gefur einstaka mýkt og gæði,“ segir Helga María. Fyrirtækið hefur einnig sett sér þá stefnu að draga úr einnota umbúðum. „Í stað þess að nota plast notum við baðmullarpoka utan um sængurverin okkar. Þessa poka er síðan hægt að nota undir aðra hluti, s.s. ilmjurtir, skartgripi eða annað,“ lýsir Helga María. Glaðleg íslensk dýr Í haust kom Lín Design með nýja barnalínu á markað þar sem nokkur íslensk húsdýr voru hönnuð á sæng- urver barna. „Hugmyndin kom út frá þeirri gamalkunnu vísu sem oftast er eignuð Páli Vídalín; Hani, krummi, hundur, svín… Það er staðreynd að ung börn hrífast af dýrum. Við hönn- uðum því glaðleg íslensk dýr sem nú prýða stóra vörulínu. Viðtökurnar hafa verið afar góðar og því hefur verið hönnuð ný barnalína með íslenska hestinum sem von er á í apríl,“ segir Helga María. Barnalínan er vel heppnuð og litavalið ferskt svo dýrin njóta sín vel og höfða jafnt til drengja sem stúlkna. Íslenskt fiskroð á púða ,,Við erum alltaf að koma með nýj- ungar og við hjá Lín Design leitum alltaf að innblæstri og hugmyndum úr íslenskri náttúru og menningu. Nýjasta hönnun okkar eru púðar úr hrásilki með íslensku fiskroði. Ég er nýkominn frá Kína þar sem ég fór með fiskroðið til framleið- enda okkar. Þeir höfðu aldrei áður séð fiskroð verkað á þennan hátt en voru yfir sig hrifnir af hráefninu og eru spenntir að vinna úr því fyrir okkur. Við gerum ráð fyrir að fyrsta sendingin verði komin til landsins í apríl,“ segir Helga María. Íslensk hönnun í útrás Lín Design stefnir að því að selja hönnun fyrirtækisins til fleiri landa. Fyrirtækið vinnur nú í samstarfi við Útflutningráð að finna leiðir til útflutnings. Sem stendur eru vörur fyrirtækisins seldar í Danmörku og Færeyjum. „Við stefnum á fleiri markaði og vinnum nú að mark- aðsáætlum í Þýskalandi. Við finn- um fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun í Þýskalandi. Lausleg kynn- ing á vörum okkar á þeim markaði benda til þess að við eigum góða möguleika í Þýskalandi,“ segir Helga María. Íslensk náttúra á sængurverum Efnt var til bjartsýnisboðs á Skeggjastöðum í Bakkafirði nú nýverið og þangað var boðið öllu fullorðnu fólki í póstnúm- erinu 681 ásamt fólki frá Þórshöfn og Vopnafirði. Séra Brynhildur Óladóttir og Halldór Njálsson (madama) buðu til þessa boðs. Þeim til fulltingis var Baldur Öxdal. Öllum sem þiggja vildu boðið var gert að flytja þar bjartsýnistölu í eina og hálfa mínútu. Baldur hefur keypt gamla Kaupfélagshúsið á Bakkafirði) og kynnti framtíðaráform sín varðandi rekstur hússins. Baldur rekur Veitingahúsið Lindina við Laugavatn. Hann er fyrrum lands- liðskokkur, hefur eldað fyrir páfann og fleira merkisfólk. Í veislunni var boðið upp á dýrindis hreindýrasteik og heimsins bestu súkkulaðimús sem alla jafna er borin fram á Lindinni. Hugmyndafræðin var einfaldlega sú að bjóða fólki sem á sameig- inlegra hagsmuna að gæta burtséð frá gömlum eða nýjum hreppamörk- um. “Okkur veitir ekki af því að efla hér bjartsýni og skapa okkur góða jákvæða ímynd. Það er nauðsynlegt að kalla fram alla þá jákvæðu þætti sem fyrirfinnast í okkar samfélagi,” segir sr. Brynhildur. Dreibýlið þarf að standa saman en ekki halda á lofti gömlum hrepp- aríg. Brynhildur kveðst óttast að „gamli góði“ hrepparígurinn skili sér út í nýja kynslóð, þrátt fyrir sam- einingar sveitarfélaga og vill ekki til þess hugsa. Oftar en einu sinni kom fram að botninum í atvinnulífi sé náð og nú liggi leiðin bara upp á við. Einhver nefndi að það væri gott að spyrna sér af botninum. Setið var við langborð og sung- inn borðsálmur. Fjölmargir gestanna fluttu stuttar tölur, tvær konur fluttu sína bjartsýnistölu í söngatriði, farið var með frumsamdar stökur og ljóð og lesið upp ljóðið Dans gleðinnar eftir Kristján frá Djúpalæk Dans gleðinnar Það er svo margt að una við, að elska, þrá og gleðjast við, jafnt orð, sem þögn og lit sem lag, jafnt langa nótt, sem bjartan dag. Mér fátt er kærra öðru eitt ég elska lífið djúpt og heitt, því allt, sem maður óskar, næst og allir draumar geta ræzt. Mjög viðeigandi bæði vegna þema kvöldsins og nálægðarinnar við Djúpalæk. Kvöldinu lauk svo með því að tveir meðlimir úr hljómsveitinni Bahoja bandið tóku lagið. Síðustu sumur hefur jafnt og þétt dregið úr sjóbleikjuveiðinni hér á landi og sennilega hefur ástandið aldrei verið jafn dap- urt og í fyrra sumar. Meira að segja „drottning“ bleikjuánna, Eyjafjarðará, gaf sama og enga veiði í fyrra. Dalaárnar og árnar þar fyrir vestan gáfu afar litla veiði. Í rauninni veit enginn hvað veldur þessu. Bændablaðið leitaði til Guðna Guðbergssonar, fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun og spurði, hvort einhver skýring væri til á ástandi sjóbleikjustofnsins hér á landi. Hann sagði að ef hann ætti að svara hreinskilnislega, þá vissi hann enga eina ástæðu. „Okkur bráðvantar meiri þekk- ingu á lífsferlum og þeim aðal áhrifaþáttum, sem að sjóbleikjunni snúa. Það hafa verið uppi ýmsar kenningar varðandi málið. Bent er á, að sjóbleikjan er hánorrænn fisk- ur, sem finnst alls staðar umhverf- is pólinn. Menn hafa bent á, að sé sjórinn að hlýna, þá séu þessir fiskar fyrstir til að færa sig norðar á bóginn í kaldari sjó. Það eru líka uppi kenningar um það, að þetta sé tengt hnattrænni hlýnun. Til að skilja það, stig af stigi, vantar mikið upp á að það sé þekkt,“ segir Guðni. Hins vegar sjá menn það á veiðitölum, að bleikjustofn- ar fara minnkandi. Guðni segir þetta mjög bagalegt fyrir bændur sem hafi getað stundað bleikju- veiði, en eins og er gangi lax og sjóbirtingur ekki í ár þeirra víða á Tröllaskagasvæðinu og í Eyjafirði. Guðni segir að menn verði að huga að því, að þegar stofnar minnki mjög mikið, þá komi að því að stofnarnir hafi ekkert veiðiþol og áin þurfi öll þau hrogn, sem stofn- inn beri með sér í ána, til þess að viðhalda stofninum. Aðspurður hvort einhverjar rannsóknir séu í gangi varðandi sjóbleikjustofninn svarar Guðni, að reynt sé að safna öllum þeim gögn- um sem hægt sé að fá. Veiðitölum sé safnað saman, sömuleiðis séu teljarar í mörgum ám og þá fáist upplýsingar um stofnstærðir. Það sé stutt síðan menn hafi deilt um hvort hlýnun hefði átt sér stað í andrúmsloftinu og svo, allt í einu, hafi allir orðið sammála um að svo hefði orðið. Guðni segir að enginn viti nákvæmlega hvað eigi að gera og ef eitthvað verði gert, geti það tekið áratugi að virka. „Svo má nefna það, að fyrir 10 árum mældist mikil bleikja í Svínadalsvötnunum, en síðastliðið sumar var hún mjög lítil. En þar er um staðbundna bleikju að ræða, svo það er ekki bara sjóbleikj- ustofninn sem er að minnka. Ef til vill er þetta allt saman tengt og ef til vill er þetta einhver veikleiki í bleikjunni sem enginn veit um. Við rannsóknir hefur komið í ljós að í vötnum hér á höfuðborgarsvæði, Vífilsstaðavatni og Elliðavatni, hefur bleikjunni hnignað mjög, en þar er um staðbundna bleikju að ræða. Þær bleikjur, sem eru orðnar stórar, virðast hafa það gott og því gæti verið að eitthvað væri að í hrygningunni eða á fyrstu upp- eldisstigum, þannig að færri seiði nái fullorðinsaldri,“ segir Guðni Gunnarsson. -S.dór Enginn veit fyrir víst hvers vegna sjóbleikjan er að hverfa Horft til sameiginlegra hagsmuna burtséð frá hreppamörkum Hjónin Halldór Njálsson og séra Brynhildur Óladóttir. Ein af skemmtilegum afurðum Lín Design í mjög svo náttúrulegu umhverfi.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.