Bændablaðið - 11.03.2010, Side 1

Bændablaðið - 11.03.2010, Side 1
Búnaðarþing 2010 ítrekar and- stöðu sína við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Farsælast væri fyrir stjórnvöld að draga aðildarumsóknina nú þegar til baka. Þetta kemur fram í ályktun um aðildarumsókn að ESB sem samþykkt var á Búnaðarþingi sem lauk í síðustu viku. Ítarlega er fjallað um störf og álykt- anir þingsins í sérblaði með Bændablaðinu að þessu sinni. Í fyrrnefndri ályktun er fjallað um röksemdir Bændasamtaka Íslands gegn aðild. Bent er á að þorri landsmanna sé bændum sammála um mikilvægi íslensks landbúnaðar og vísað í skoð- anakönnun Capacent sem einnig er fjallað um hér í blaðinu. Þá er tekið fram að þrátt fyrir að fulltrúar Bændasamtakanna starfi áfram í samningahópum stjórnvalda verði það gert undir formerkjum þeirra varnarlína sem stjórn samtakanna setti fram síðastliðið haust og ekki verði hvikað frá þeim kröfum sem þar voru kynntar, en áður hefur verið fjallað um þær hér í blaðinu. Sömuleiðis feli áframhaldandi þátt- taka í samningahópunum ekki í sér ábyrgð á samningaferlinu. Framkvæmdastjórn Evrópu sam- bandsins birti álit sitt á mögulegri aðild Íslands að sambandinu 24. febrúar síðastliðinn og lagði á sama tíma til að hafnar yrðu viðræður um aðildina. Í álitinu kemur fram að grundvallarbreytingar þurfi að gera á íslensku landbúnaðarkerfi ef til aðildar kæmi. Meðal annars þurfi að breyta styrkjakerfinu og færa styrki frá framleiðslutengdum stuðningi yfir til stuðnings óháð framleiðslu. Fella verður niður tolla í viðskiptum með landbúnaðarvör- ur milli Evrópusambandslanda og samræma tolla á landbún- aðarvörur frá löndum utan Evrópusambandsins við tollskrá ESB. Þá er stjórnsýslan hér á landi sögð veik og verulegar breytingar verði að gera á henni með tilheyr- andi mannahaldi og kostnaði. Í álitinu kemur einnig fram að afnema verði bann við innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti sem staðfest var í matvælafrumvarpinu svokall- aða fyrir skemmstu. Sömuleiðis verði að leyfa innflutning á lif- andi dýrum til landsins. Ítarlega var fjallað um álit framkvæmda- stjórnarinnar í fréttum á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is, dagana 25. og 26. febrúar. Eru lesendur ein- dregið hvattir til að kynna sér þá umfjöllun til að fá gleggri mynd af þeim breytingum sem gera þyrfti ef til aðildar kæmi. fr 28 Lífræn garðyrkja í Tungunum 5. tölublað 2010 Fimmtudagur 11. mars Blað nr. 322 Upplag 20.800 10 Kanadískar hagleiks- smiðjur prófaðar á Höfn í Hornafirði Bærinn okkar er Brautar- tunga/Hali Næsta Bændablað kemur út 25. mars 32 Hvað líður breytingum á fánalögum? Siv Friðleifsdóttir þingkona Framsóknarflokksins hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til for- sætisráðherra um breytingar á fánalögum. Í fyrirspurninni er spurt um hvað líði breytingum á lögum um þjóðfánann og skjald- armerkið sem leggja átti fyrir Alþingi haustið 2009. Í þessari fyrirspurn vekur Siv máls á breytingum sem Bændasamtök Íslands hafa lagt áherslu á að gangi í gegn allt frá haustinu 2008. Ástæða þeirrar áherslu er beiðni Bændasamtakanna um leyfi til að nota íslenska fánann til uppruna- merkinga á íslenskum landbún- aðarvörum. Vinna við verkefnið er langt komin, búið er að móta reglur um notkun merkisins og hefur verkefnið verið kynnt helstu afurðafyrirtækjum og vinnslum. Hins vegar hefur verið beðið eftir ákvörðun forsætisráðuneytisins í málinu og er vonandi að með fyr- irspurn Sivjar komist aftur hreyf- ing á það. fr Mikil andstaða við aðild að ESB Ný skoðanakönnun sem Capa- cent gerði nýlega fyrir Bænda- samtökin leiðir í ljós mikla and stöðu landsmanna við inn- göngu í Evrópusambandið. Alls eru 56% aðspurðra andvígir aðild og 62,8% segja að fram- tíð íslensks landbúnaðar hafi mikil eða nokkur áhrif á afstöðu sína til aðildar Íslands að ESB. Svarendur bera ekki mikið traust til stjórnvalda við að leiða umsóknarferlið sem nú er í gangi en 57,9% segjast treysta stjórnvöldum illa eða alls ekki til að gæta hagsmuna þjóðarinnar í því. Einnig var spurt út í mikilvægi þess að Íslendingar væru ekki öðrum háðir um landbúnaðarvör- ur og svara 84,3% því til að það skipti miklu máli. Það er greinilegt að íslenskir bændur njóta mikils trausts því 95,6% aðspurðra finnst mikilvægt að hér á landi sé stund- aður landbúnaður til framtíðar. Úrtakið í könnuninni var 1.173 manns á aldrinum 16-75 ára, handahófsvalið úr þjóðskrá og svarhlutfall var 68,7%. Könnunin er aðgengileg í heild sinni á vef Bændasamtakanna, bondi.is, en nánar er fjallað um niðurstöður hennar á bls. 7. Það gekk á ýmsu á fundum Búnaðarþings fyrstu daga marsmánaðar. Hér er komið að lokum, menn orðnir örlítið dasaðir, enda klukkan farin að ganga ellefu um kvöld. Það er verið að leggja lokahönd á yfirlýsingu þingsins um Evrópusambandið. Nánar er fjallað um störf Búnaðarþings 2010 á bls. 2, 4, 6, 7 og 13-18. Mynd | TB Evrópusambandsmál í brennidepli á nýafstöðnu Búnaðarþingi Búnaðarþing vill draga ESB-umsókn til baka               Allir áburðarsalar hafa nú gefið út verðskrár sínar. Segja má að þær séu nokk- uð síðar á ferðinni en í fyrra og mikillar óþreyju var farið að gæta hjá bænd- um með biðina. Fjórir aðil- ar selja áburð að þessu sinni, þeir hinir sömu og voru á markaðinum í fyrra. Það eru Skeljungur sem selur áburð undir merkinu Sprettur, SS sem selur áburð frá Yara, Fóðurblandan sem selur undir mekjum Áburðarverksmiðjunnar og Búvís sem eingöngu selur áburð á norðausturhorninu. Hækkun er á áburðarverði frá því í fyrra ef horft er til krónutölu. Þó er hækkunin ekki mjög mikil og í engum takti við það sem gerðist milli áranna 2007 og 2008 og síðan 2008 og 2009. Veik staða krón- unnar nú gagnvart erlendum gjaldmiðlum veldur því að lækkandi heimsmarkaðsverð á síðasta ári skilar sér ekki til lækkunar á áburðarverði til íslenskra bænda. Verðskrár áburðasalanna má finna á heimasíðum fyr- irtækjanna. fr Allar áburðarverðskrár hafa litið dagsins ljós Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að ESB? 10,8% 56,0% 33,2% Hlynnt(ur) aðild Hvorki né Andvíg(ur) aðild

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.