Bændablaðið - 11.03.2010, Page 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010
Nýsköpunarmiðstöð Íslands á
Höfn í Hornafirði er þátttakandi í
alþjóðlegu samstarfsverkefni sem
nefnist Economuseum Northern-
Europe (ENE). Það gengur út á
að yfirfæra kanadískt viðskipta-
líkan fyrir handverksfyrirtæki,
svonefndar hagleikssmiðjur, til
landa Norður-Evrópu. Þátt töku-
löndin eru, auk Íslands, Nor egur,
Norður-Írland, Írland, Fær eyjar,
Kanada og Grænland. Verk efnið
stendur yfir í þrjú ár, það hófst í
janúar 2008 og lýkur í marsmán-
uði 2011. Markmiðið er að opna
a.m.k. tvær hagleikssmiðjur í
hverju þátttökulandi og gert er
ráð fyrir að þær verði opnaðar
sumarið 2010. Verkefnið hefur
fengið fjárhagslegan stuðn ing
frá Norðurslóðaáætlun Evr ópu-
sam bandsins (NPP) og einnig frá
Norrænu Atlantshafsnefndinni
(NORA).
Ari Þorsteinsson, verkefn-
isstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð
Íslands á Höfn í Hornafirði, stjórn-
ar verkefninu hér á landi. Að hans
sögn mynda fimm aðilar íslensk-
an stuðningshóp fyrir þetta verk-
efni, Nýsköpunarmiðstöð Ís lands
á Höfn, Menningarmiðstöð Horna-
fjarðar, Þekkingarnet Austur lands,
Handverk og hönnun og Hönn-
unardeild Listaháskóla Íslands.
„Samstarfsaðilar okkar í Kanada
eru tilbúnir að miðla okkur af þekk-
ingu sinni, en við förum sameig-
inlega yfir það hvernig best verð-
ur staðið að yfirfærslu þekkingar
þeirra. Viðskiptalíkan fyrir hag-
leikssmiðjur hefur verið í þróun í
Kanada undanfarin 20 ár og þar eru
nú starfandi um 50 fyrirtæki af því
tagi, öll á austurströnd landsins og
eru starfsmenn þeirra um 500 tals-
ins. Heildarvelta þessara fyrirtækja
er um þrír milljarðar árlega og þau
fá um 700 þúsund heimsóknir á
hverju ári,“ segir Ari.
Hagleikssmiðjur selja handverk,
segja sögu þess og lýsa
menningunni
Markmið með hagleikssmiðjum er
að sögn Ara að varðveita hefðbund-
ið handverk, mæta þörfum sam-
tímans fyrir nýsköpun í menningu,
fræðslu og ferðaþjónustu og að gera
eigendur fyrirtækjanna fjárhagslega
sjálfstæða. „Munurinn á hagleiks-
smiðjum og öðrum handverksfyr-
irtækjum er sá að þau síðarnefndu
selja ákveðna vöru eða handverk,
en hagleikssmiðjur selja handverk,
segja sögu þess, lýsa menning-
unni sem handverkið er sprottið
úr og upplifuninni sem fylgir því
að sjá vöruna verða til,“ segir Ari.
Hagleikssmiðjur eru einkafyrirtæki
sem nota hefðbundna tækni eða
þekkingu við framleiðslu á afurð-
um sínum, kynna þekkingu sína og
handverksmenn fyrir viðskiptavin-
um, hafa aðstöðu til vinnslu, sýn-
inga og kynninga á vörum sínum
og þá þarf sala á vörunni að standa
undir rekstri fyrirtækisins. Þá er
einnig mikilvægt að hagleikssmiðj-
ur séu staðsettar við eða í námunda
við þekktar ferðamannaleiðir.
Ari segir að ákveðnar hæfn-
iskröfur þurfi að uppfylla til að fyr-
irtæki komist inn í þetta ferli, m.a.
að þau hafi starfað í einkarekstri í
að lágmarki þrjú ár, þau verða að
nota hefðbundna tækni eða þekk-
ingu á vörum, framleiða vörur af
viðurkenndum gæðum og eins
þarf að vera fyrir hendi þekking og
þörf fyrir að vinna að nýsköpun.
Þá nefnir hann að fyrirtækin þurfi
að halda úti heilsársstarfsemi og
að vera opin fyrir mótttöku gesta í
fjóra mánuði á ári. Lágmarksvelta
þeirra verður að vera fimm millj-
ónir króna á ári. Þá þarf húsnæði
að uppfylla ákveðnar kröfur hvað
varðar stærð og gæði, m.a. verð-
ur að vera þar kynningarsvæði þar
sem gestir geta kynnt sér handverk-
ið, heimildamiðstöð og verslun.
Íslenskar hagleikssmiðjur
opnaðar í sumar
Sem fyrr segir er gert ráð fyrir
að verkefnið standi yfir í þrjú ár
og að valin verði í það minnsta
tvö fyrirtæki í hverju þátttöku-
landi til að þróa eftir viðskipta-
líkaninu. Þegar er búið að opna
tvær hagleikssmiðjur innan verk-
efnisins, báðar í Noregi, annars
vegar Aurland Skofabrikk og hins
vegar Oselvarverkstaden. Sú fyrr-
nefnda er eins og nafnið gefur til
kynna skóverksmiðja, henni átti
að loka en ákveðið var að breyta
henni í anda hagleikssmiðjanna.
Oselvarverkstaden er bátasmiðja
þar sem framleiddir eru bátar eftir
hönnun frá víkingatímanum.
Þau fyrirtæki sem valin hafa
verið hér á landi eru hönnunarfyr-
irtækið Gusta Design á Djúpavogi,
sem framleiðir töskur og fylgihluti
úr fiskroði og hreindýraskinnum,
og fyrirtæki á Hornafirði sem fram-
leiðir m.a. sólþurrkaðan saltfisk.
Stefnt er að opnun þeirra beggja á
komandi sumri.
Ari segir að ferðamönnum hafi
farið ört fjölgandi á Suðausturlandi
undanfarin ár, líkt og á landinu öllu,
„og því þurfum við að huga mjög
að uppbyggingu á afþreyingu sem
og framleiðslu minjagripa.“ Þróun
í þá átt sé raunin, framleiðsla og
sala á minjagripum hafi aukist sem
og sala á handverki í heimabyggð.
Hagleikssmiðjurnar bæti afþrey-
ingarþættinum við, en að sögn Ara
felst ákveðin afþreying og upplifun
í því að heimsækja slíkar smiðjur
og eins séu þær mikilvægur hluti af
ferðaþjónustu.
Stefnt að því að fjölga fyrirtækjum
í hverju þátttökulandi
Samstarfslöndin vinna nú að um-
sókn til Norðurslóðaáætlunar Evr-
ópu sambandsins svo unnt verði að
halda verkefninu áfram í þrjú ár í
viðbót og hefur eitt land, Svíþjóð,
bæst í hópinn. „Það verkefni geng-
ur út á að fjölga fyrirtækjum í
hverju þátttökulandi, byggja upp
netsamstarf þeirra á milli og eins
á milli fyrirtækja í hverju landi
fyrir sig. Aðaláherslan verður lögð
á að þróa sölumál fyrirtækjanna,
en það verður gert með aðgerðum
sem hvetja til sölu í fyrirtækjunum
sjálfum og eins með sölu á netinu,“
segir Ari. „Það skemmtilega við
þetta verkefni er að þegar búið er
að opna hagleikssmiðjuna fyrir við-
skiptavinum er þróunarstarfi haldið
áfram með handverksmönnum og
reynt að sníða af vankanta, fara
yfir það sem vel hefur gengið, það
sem þarf að laga, hvaða sögur vekja
athygli og hvað viðskiptavini þyrst-
ir í að vita.“
Verðmæti fólgin í því að læra
aðferðafræðina
Ari segir að í sjálfu sér séu engin
ný vísindi fólgin í hagleikssmiðj-
um og margir hugsi á þessum
nótum, þ.e. hvernig best fari á því
að bjóða viðskiptavinum inn í fyr-
irtæki sitt, gefa þeim færi á að sjá
vörurnar verða til og heyra í leið-
inni sögur af forfeðrum eða af
svæðinu. Menn skynji verðmætin
sem felist í slíkum tengslum við
viðskiptavini. „Fyrir okkur eru
helstu verðmætin fólgin í því að
læra ákveðnar aðferðir við að búa
til handverksfyrirtæki og það eru
líka verðmæti fyrir handverksfólk-
ið að vita að þessi aðferðafræði sé
til staðar, fá hugmyndina að láni og
þróa sín eigin fyrirtæki. Við höfum
lært algjörlega nýjar aðferðir við
að byggja upp og þróa handverks-
fyrirtæki. Til staðar þarf auðvitað
að vera góður handverksmaður
sem verkefnið snýst um, en fleiri
fagmenn taka þátt, m.a. þeir sem
skrifa sögu handverksins og lýsa
samfélaginu sem það er sprottið úr,
sagnfræðingar eða mannfræðingar
og eins er leitað til arkitekta og/eða
hönnuða í tengslum við húsnæði
og sýningu, það þarf þekkingu á
sviði markaðs- og fjármála og jafn-
vel leikara til að þjálfa handverks-
manninn í að taka á móti fólki og
segja því skemmtilegar og spenn-
andi sögur. Það sem er merkilegt
við hagleikssmiðjur er að við-
skiptavinirnir verða helstu sölu- og
markaðsmenn fyrirtækisins þegar
heim er komið, þeir segja frá upp-
lifun sinni, gefa minjagripi og upp-
lýsa um hvar hægt er að nálgast
vörurnar.“
Gusta Design
Ágústa Arnardóttir lærði hönnun
á skóm og fylgihlutum í Istituto
Europeo di Design á Ítalíu. Hún
hefur framleitt og selt vörur undir
nafinu Gusta Design. Ágústa býr
ásamt fjölskyldu sinni á Djúpavogi
þar sem hún hefur framleitt tösk-
ur, hatta og ýmiss konar fylgihluti.
Hún notar hráefni úr heimabyggð,
m.a. fiskroð og hreindýraskinn.
Ágústa hefur starfað ein við hönn-
un og framleiðslu fram til þessa en
hefur hug á að ráða manneskju með
sér í framtíðinni.
Matvælaverkefni á Hornafirði
Á Hornafirði eru starfandi marg-
ir framleiðendur matvæla en þeir
eru dreifðir. Nú er horft til þess að
prófa nýtt líkan sem þegar hefur
verið prófað og þróað á lítilli eyju
norðan við Nýfundnaland í Kanada
en hún heitir Change Island. Það
gengur út á að framleiðendur sem
eru með aðstöðu fyrir framleiðslu
sína á mörgum stöðum sameinist
um einn ákveðinn stað og komi sér
fyrir undir sama þaki. Þar er sögð
saga handverksins, varan boðin til
sölu og viðskiptavinum boðið að
heimsækja framleiðendur. Þetta
líkan getur hentað vel þar sem fyrir
eru mörg lítil fyrirtæki. MÞÞ
*
! +
<
=> @Q!$+
Markmiðið að varðveita hefðbundið handverk og
efla skapandi menningu, fræðslu og ferðaþjónustu
Ari Þorsteinsson, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á
Hornafirði, stjórnar hagleikssmiðjuverkefninu hér á landi. Á myndinni er
hann ásamt Siril Simmard, einum af kanadísku hugmyndafræðingunum á
bak við Economuseum.
Aurland Skofabrikk er hagleikssmiðja sem opnuð hefur verið í Noregi og
byggir á gömlum grunni fyrrum skóverksmiðju sem átti að loka.
Oselvarverkstaden er bátasmiðja í Noregi þar sem smíðaðir eru bátar eftir
hönnun frá víkingatímanum.
Gústa hannar töskur, hatta og ýmsa fylgihluti og nýtir hráefni úr heima-
byggð, m.a. fiskroð og hreindýraskinn í framleiðslu sína.
Ágústa Arnardóttir, Gústa, rekur fyrirtæki sitt Gusta Design á Djúpavogi
og er hér með Búlandstind í bakgrunni.