Bændablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 13
13 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010
Búnaðarþing 2010
BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 11. MARS 2010
14-16 » Landbúnaðarverðlaun 201018» Ályktanir Búnaðarþings
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson
í Bakkakoti var að sitja sitt
tíunda Búnaðarþing nú og er
því orðinn vel skólaður í þing-
störfum. Það sem var hins vegar
frábrugðið hjá Sindra, eins
og hann er alltaf kallaður, að
þessu sinni var að hann sinnti
þingstörfum á tveimur víg-
stöðvum að þessu sinni. Sindri
var nefnilega að þessu sinni
einnig sitjandi Alþingismaður
en hann sat á þingi fyrr
Framsóknarflokkinn í mán-
aðartíma í fjarveru Guðmundar
Steingrímssonar sem var í fæð-
ingarorlofi. Alþingissetu Sindra
lauk í síðustu viku en á meðan
á henni stóð vakti hann athygli
á fjölda mála tengdum landbún-
aði. Síðasti Alþingismaður til að
sitja á Búnaðarþingi á undan
Sindra var Kjartan Ólafsson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
á Suðurlandi en hann sat á
Búnaðarþingi frá 1995 til 2003
og var Alþingismaður á meðan á
því stóð á árunum 2001 til 2003.
Bændablaðið náði í skott-
ið á Sindra í einu kaffihléinu á
Búnaðarþingi og spurði hann hvort
væri nú skemmtilegra, að sitja á
Búnaðarþingi eða Alþingi.„Þetta
er erfið spurning. Hvoru tveggja
er skemmtilegt og ég vil helst
ekki þurfa að gera upp á milli.
Það er hins vegar þannig að hér
á Búnaðarþingi hittir maður einu
sinni á ári hóp bænda sem gaman
er að hitta og hér er eingöngu verið
að fjalla um mál sem að varða
landbúnaðinn, mín lífsafkomu.
Hér er maður með auðveldum
hætti inni í öllum málum sem
verið er að fjalla um en maður
þarf kannski aðeins meiri tíma og
undirbúning til að setja sig inn í öll
þau mál sem verið er að fjalla um
niður á Alþingi. Ég hef hins vegar
gaman að því að véla um landbún-
aðarmál á Alþingi líka.“
– Hversu mikil áhrif heldur þú
að Búnaðarþing hafi, og geti haft,
á framgang þeirra mála sem síðan
þarf að taka afstöðu til á Alþingi?
„Það er klárt mál að allir
þingmenn eru meðvitaðir um að
Búnaðarþing er æðsta ákvörð-
unarvald bænda. Það er því mikil
vigt á bak við mál að hafa sam-
þykkt Búnaðarþings að baki
þeim. Það fer auðvitað fram
mikil vinna og miklar umræður á
Búnaðarþingi um málin og það er
horft til þess. Það er fylgst með því
sem ákveðið er á Búnaðarþingi af
Alþingismönnum. Það sem helst
vantar er eftirfylgni og þess vegna
eru öll tengsl milli bænda og þing-
manna mjög mikilvæg. Það er
fjöldi fólks á þingi sem hafa reynst
landbúnaði haukar í horni.“
Hálfgerð afturför
Spurður hvort honum þyki ekki
hálfgerð afturför að enginn bóndi
skuli sitja bæði á Alþingi og á
Búnaðarþingi öllu jöfnu játar Sindri
því. „Ég er alveg sammála því, það
væri mjög gott ef við hefðum full-
trúa á báðum stöðum. Það er allt
annað að fylgjast með umræðum og
nefndarstörfum hér á Búnaðarþingi
og geta þá fylgt þeim eftir á Alþingi,
heldur en að lesa bara ályktanirnar á
blaði. Það er þess vegna mín skoð-
un að við bændur verðum bara að
ganga í þetta mál og gera bragarbót
á í næstu kosningum.“
– Hafa þínir flokksfélagar fylgst
betur með Búnaðarþingi nú en í
fyrra, í ljósi setu þinnar á Alþingi?
„Já, ég held það. Ég hvatti þau
meðal annars til þess á þingflokks-
fundi um daginn til að mæta á
setningu Búnaðarþings. Þau tóku
þeirri hvatningu mjög vel og stór
hluti þingflokksins mætti. Ég hef
auðvitað verið að fjalla um mál-
efni tengd landbúnaði á Alþingi
eftir að ég tók þar sæti, sérstaklega
Evrópusambandsaðildina. Það
er því ljóst að maður getur vakið
athygli á hlutum sem eru ekki allt-
af í umræðunni.“
Sindri í Bakkakoti er maður ekki einhamur
Þingmaður á tveimur vígstöðvum
Mikilvægt að bændur eigi fulltrúa bæði á Búnaðarþingi og á Alþingi
Búnaðarþing var sett við hátíðlega athöfn í Bændahöllinni sunnu-daginn 28. febrúar sl. og var yfirskriftin „Aftur kemur vor í dal“. Þar héldu ávörp Haraldur Benediktsson formaður BÍ, Jón Bjarnason
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Brita Skallerud annar tveggja
varaformanna norsku bændasamtakanna Norges bondelag og Sjöfn
Sigurgísladóttir forstjóri Matís. Einnig voru veitt landbúnaðarverðlaun
sem ábúendurnir á bæjunum Hraun á Skaga og Grænhóli í Ölfusi hlutu
að þessu sinni og fjallað er um á bls. 18. Þjóðlagasveit Tónlistarskólans
á Akranesi kom sá og sigraði með hressilegum fiðlutónum og Guitar
Islancio tók nokkur vel valin lög. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd-
um var glatt á hjalla en setningarathöfnin var sú fjölmennasta í mörg ár,
gestir um 250 talsins. myndir | TB
Aftur kemur vor í dal
Sindri á tali við
Guðrúnu Stefánsdóttur,
Hlíðarendakoti í Fljótshlíð.