Bændablaðið - 11.03.2010, Page 14

Bændablaðið - 11.03.2010, Page 14
14 búnaðarþing 2010 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 11. MARS 2010 Ályktanir Búnaðarþings 2010 Til afgreiðslu á Búnaðarþingi 2010 komu 40 mál. Ályktað var um 34 þeirra, einu var vísað til stjórnar, fimm komu ekki til afgreiðslu úr nefndum þingsins og eitt erindi var dregið til baka. Hér á eftir er farið yfir afdrif málanna. Sameining ráðuneyta Markmið Búnaðarþing 2010 mótmælir harð lega fyrirhugaðri sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytis við iðnaðarráðuneytið. Leiðir Sjávarútvegs- og landbúnað ar ráðuneytið er það ráðu neyti sem fer með málefni þeirra greina sem eru meginstoðir atvinnu lífs í dreifðum byggðum landsins. Mikil hagsmuna barátta er framundan og því er sameining þessara ráðuneyta ekki á nokkurn hátt tímabær. Framgangur máls Ályktun send til forsætisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Háhraða netsamband í dreifbýli Markmið Að koma upp öflugu háhraða net- sambandi í öllu dreifbýli landsins. Leiðir Stjórnvöld framfylgi áætlunum sem gerðar hafa verið um háhraða net- væðingu dreifbýlis. Stjórnvöld setji lágmarkskröfur um gæði háhraða nettenginga, ásamt því að sjá til þess að þjónustuaðilar á einstökum svæð- um uppfylli þær kröfur. Framgangur máls Búnaðarþing 2010 felur stjórn BÍ að fylgja málinu eftir við yfirvöld sam- göngumála. Hnitsetning á landamerkjum jarða Markmið Skráning og hnitsetning landamerkja jarða er lokamarkmiðið. Í byrjun er eðlilegt að gera þá kröfu að við- skipti með lönd og jarðir skuli skrá með hnitsettum landamerkjum til að tryggja réttarvernd og eyða óvissu um stærð og staðsetningu. Leiðir Dómsmálaráðherra beiti sér fyrir endurskoðun á skráningu kaupsamn- inga og afsala í þinglýsingarbækur. Þessar upplýsingar skulu vera tiltæk- ar á tölvutæku formi. Dómsmálaráðherra beiti sér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum. Endanleg hnitsetning skal við- urkennd og undirrituð af eigendum aðliggjandi jarða. Átak verði gert í miðlægum skrán ingum landamerkja. Framgangur máls Ályktunin verði send dómsmálaráð- herra, Landssamtökum landeigenda og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Réttarstaða eigenda sameignarjarða Markmið Greining á réttarstöðu eigenda sam- eignarjarða. Leiðir Fram fari ítarleg skoðun á réttarstöðu eigenda sameignarjarða. Ef nauðsynlegt reynist þarf að finna ný réttarúrræði til þess að greiða úr ágreiningi, sem upp kann að koma, á milli einstakra sameig- enda. Framgangur máls Stjórn Bændasamtaka Íslands fylgi málinu eftir við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Raforkuverð Markmið Lækka raforkukostnað og auka gæði og afhendingaröryggi raforku í dreif- býli. Leiðir – Að niðurgreiðslur á raforku á köld- um svæðum verði færðar að raun- gildi upphafsárs niður greiðslnanna. – Að gæði og afhendingaröryggi raf- orku á landsbyggðinni verði tryggt. – Að við yfirstandandi endurskoðun raforkulaga verði tryggður jöfn- uður á raforkuverði í landinu. Framgangur máls Að stjórn BÍ beiti sér í málinu. Fjármál bænda Markmið Búnaðarþing 2010 krefst tafarlausra almennra leiðréttinga á lánum, að öðrum kosti blasir við að enn fleiri bændur lendi í greiðsluerfiðleikum. Einnig krefst þingið tafarlausra úrlausna á skuldavanda þeirra búa sem rekstrarhæf voru fyrir banka- hrun, en eru nú komin í greiðslu- vanda. Leiðir Við mótun þessara aðgerða þarf m.a. að taka tillit til eftirtalinna atriða X Z  !       höfuðstóls lána. X \   <      !  boðið upp á framtíðarlausnir á lánamálum, óháð bústærð. X ̂   !        mismunandi rekstrareiningar þurfi mismunandi lausnir. X _       !  skýrir, skerði ekki réttindi sem kunna að skapast við seinni tíma úrskurði og/eða dóma og hefti ekki eðlilega framþróun í rekstr- inum. X _    !   raunhæfu mati á greiðslugetu, óháð bústærð. X   ! <       eðlilegu verðmæti rekstrarins eins og það er í dag. X ̂      !   tillit til eðlilegrar launakröfu og nauðsynlegrar endurnýjunar rekstrarbúnaðar og fastafjármuna. Framgangur máls Búnaðarþing 2010 leggur áherslu á að stjórn BÍ beiti sér af fullum þunga í málinu. Bændasamtök Íslands fylgi eftir for dæmisgefandi málum, vinni að gerð lykilgagna við úrlausn og end- urskoðun lánamála. Verð á dýralyfjum Markmið Að lækka lyfjakostnað í búrekstri. Leiðir Búnaðarþing 2010 felur stjórn sam- takanna að skipa þriggja manna starfshóp sem verði falið að skoða allar færar leiðir til að lækka kostnað bænda við kaup á dýralyfjum. Verkefni hans verði m.a.: 1. Að gera samanburð á útsölu- verði algengra dýralyfja hér- lendis og í nágrannalöndunum og kanna orsakir, sé verðmunur mikill. 2. Að skoða verðþróun á dýralyfj- um innanlands. 3. Að kanna hvaða dýralyf eru lyf- seðilsskyld. 4. Að gera tillögur um breyting- ar sem leitt gætu til lækkunar á lyfjakostnaði. 5. Að farið verði yfir skilgreining- ar á bætiefnum og lyfjum. Framgangur máls Stjórn BÍ skipi starfshópinn sem fyrst til að vinna að framgangi máls- ins og hlutist til um að hann fái þá sérfræðiaðstoð við vinnu sína sem nauðsynleg er. Æskilegt er að niður- staða starfshópsins liggi fyrir á næsta Búnaðarþingi. Aðfangaverð - gagnagrunnur Markmið Auka upplýsingagjöf til bænda um verð á rekstrarvörum til landbúnaðar- framleiðslu og styrkja þar með sam- keppni á þeim markaði. Leiðir BÍ láti gera reglulegar verðkannanir á rekstrarvörum til bænda og birta þær ásamt niðurstöðum á þróun aðfanga- verðs. Gögn úr gagnagrunnum BÍ verði nýtt í sama tilgangi sem og aðrar opinberar upplýsingar um verð á aðföngum til landbúnaðar. Framgangur máls Stjórn BÍ feli ákveðnum aðilum að annast framkvæmd verksins og vera í samstarfi við allar búgreinar um hvaða vörutegundum æskilegt sé að fylgjast með og hve oft. Sölusamtök sláturleyfishafa Markmið Auka samkeppnishæfni íslenskra kjötafurða. Leiðir Breyta búvörulögum þannig að kjöt- afurðastöðvar fái sambærilega heim- ild til hagræðingar með samruna og/ eða samstarfi eins og afurðastöðv- ar í mjólkuriðnaði hafa nú þegar. Nauðsynlegt er að ná fram meiri hag- ræðingu á kjötmarkaði vegna auk- innar samkeppni erlendis frá vegna milliríkjasamninga. Framgangur máls Búnaðarþing skorar á Alþingi að breyta búvörulögum og beinir því til stjórnar BÍ og stjórnarmanna afurða- stöðva að fylgja málinu eftir. Tímasetning Búnaðarþings Markmið Búnaðarþing 2010 samþykkir að tíma setning Búnaðarþings verði óbreytt. Leiðir Búnaðarþing hvetur aðildarfélög sín til að efla fundahöld í aðdraganda Búnaðarþings. Með því fengist öflugra bakland fyrir búnaðarþingsfulltrúa og vand- Endurnýjun varð í stjórn Bænda sam takanna á síðasta Bún aðar þingi eins og getið er um annars staðar í blaðinu. Einn nýrra stjórnarmanna er Árni Brynjólfsson á Vöðlum í Önundar firði en Árni sat nú sitt fyrsta Búnaðarþing svo segja má að hann hafi stokkið út í djúpu laugina. Bændablaðið hitti Árna í einu þinghléinu og tók hann tali um þingið, félagsstörfin og framtíðina. Árni er fæddur og uppalinn á Vöðlum. „Ég er með samvinnu- skólapróf frá Bifröst, ég útskrifað- ist þar 1982. Í framhaldi af því var ég verslunarstjóri í Kaupfélaginu á Djúpavogi í tvö ár en tók síðan þá ákvörðun að halda heim í búskap- inn í samráði við foreldra mína og þar er ég enn. Við tókum formlega við búskapnum árið 1989, ég og >  Q \ `<> q  w    \   ! & ++ in í Búðardal en við kynntumst á Djúpavogi. Við eigum þrjá stráka, 15 ára, 21 árs og 27 ára sem rétta okkur hjálparhönd þegar á þarf að halda en þeir eldri tveir eru í fullri vinnu annars staðar. Núna er það 24 ára frændi minn sem leysti okkur af til að komast á þingið.“ Á Vöðlum er kúabú með 260 þúsund lítra fullvirðisrétt miðað við tólf mánuði. Þar er fjós með mjalta- þjóni sem settur var upp fyrir sjö árum síðan. Auk þess eru um sjötíu kindur á Vöðlum sem faðir Árna sinnir að mestu en foreldrar hans búa þar enn. Konan gaf leyfi Þrátt fyrir að vera að sitja sitt fyrsta Búnaðarþing er Árni ekki ókunnur félagsmálum bænda. „Ég var fulltrúi frá Ísafjarðarsvæðinu á aðalfundum Landssambands kúabænda fyrir um áratug og var fljótlega munstraður inn í stjórn þess þ.e. Mjólkursamlags Ísfirðinga sem var bæði félags- skapur bændanna og sá um rekstur samlagsins á Ísafirði. Þar varð ég svo formaður þar til það var sam- einað MS og hef setið sem fulltrúi í Auðhumlu síðan. Þegar þessi sam- eining varð, stofnuðum við Félag kúabænda í Ísafjarðarsýslum til að halda utan um félagslega þátt- inn og hef ég verið formaður þess frá stofnun. Sömuleiðis hef ég setið síðustu sex ár sem formaður Búnaðarsambands Vestfjarða.“ – Var þrýst á þig að gefa kost á þér til setu á Búnaðarþingi nú? „Já, það má segja að það hafi verið þrýst á mig í þá átt síðustu tvö kjörtímabil en ég hef alltaf smeygt mér undan. Það tókst hins vegar ekki núna og ég ákvað að það væri nú í lagi að taka slaginn og sjá hvað setur.“ – Þú endar svo inni í stjórn á þínu fyrsta Búnaðarþingi. Þurftir þú að liggja mikið yfir því áður en þú ákvaðst að gefa kost á þér? „Nei, ég er þannig að ég er ekki að velta mér mjög lengi upp úr ákvörðunum. Satt að segja var ég ekkert sérstaklega búinn að íhuga að þetta gæti komið upp þegar ég fór að heiman. Ég tók nokkra and- ardrætti og hringdi í konuna áður en ég ákvað mig.“ – Konan hefur gefið leyfi? „Já, hún heldur því enn fram að hún ráði ekki yfir mér en það er auðvitað tóm vitleysa. Annars er þetta nú allt í góðri sátt, annars gengi þetta auðvitað ekki.“ Ný bylgja í félagsmálum bænda – Margir tala um að félagskerfi og samstaða bænda hafi styrkst upp á síðkastið. Hvað með þátttöku bænda í félagsmálum, finnst þér hún næg? „Það er hægt að segja að félags- áhuginn hafi frekar dofnað þegar horft er til baka. Það er samt ekk- ert sem ég hef áhyggjur af, það er líka margt gott að gerast. Samtök ungra bænda eru til að mynda afl sem ég held að leiði nýja bylgju. Það er mjög spennandi og von- andi eykur það félagsvitund bænda enn frekar. Ég held líka að framganga Bændasamtakanna í Evrópusambandsmálunum sem fer ekki fram hjá neinum sé örugglega jákvæð fyrir félagslega þátt okkar bænda yfirleitt.“ – Þú nefnir framgöngu Bænda- samtakanna í Evrópu sam bands- mál unum. Hefur þér, sem hefur stað ið aðeins utan við þetta þar til nú, fundist Bændasamtökin hafa verið sýnilegri síðustu ár en fyrir þann tíma? „Mér finnst Bændasamtökin hafa komið sterk fram þegar ástæða hefur verið til og í raun hvergi misstigið sig. Það er það sem gefur samtökunum styrk sinn. Ég ætla að undirstrika þátt Haraldar Benediktssonar í þeim efnum. Haraldur og hans fólk hefur meðal annars nýtt sér þjónustu almanna- Árni Brynjólfsson á Vöðlum er nýr í stjórn Bændasamtakanna Verðum að beita hörku ef með þarf Mikilvægt að forsvarsmenn bænda komi sem víðast af landinu Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.