Bændablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 18
Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 201018 búnaðarþing 2010
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, afhenti
bændunum á Hrauni á Skaga
og Grænhóli í Ölfusi landbún-
aðarverðlaunin 2010 við setningu
Búnaðarþings. Frá Hrauni tóku
þau Steinn Rögnvaldsson, Merete
Kristiansen Rabølle og Guðlaug
Jóhannsdóttir við verðlaununum
en bændurnir Gunnar Arnarson
og Kristbjörg Eyvindsdóttir fyrir
búið á Grænhóli. Verðlaunin
eru sem áður smíði Ívars
Björnssonar gullsmiðs og let-
urgrafara. Ráðherra sagði að
tilgangur verðlaunanna væri
einkum að vekja athygli á því
sem vel er gert í landbúnaði og
fyrir það fengju búin viðurkenn-
ingu. Í ræðu sinni stiklaði Jón
Bjarnason á stóru um búin og fer
sá texti hér á eftir að hluta.
Hraun á Skaga
Nafn bæjarins er vel þekkt í hugum
þjóðarinnar en í tæp 70 ár hafa verið
lesnar veðurlýsingar frá Hrauni á
Skaga í útvarpinu, og má geta þess
að veðurathugunarstöð hefur verið
starfrækt þar frá árinu 1942. Hraun
er nyrsti bær í Skagafjarðarsýslu
og einn af útvörðum landsins í
þeim skilningi. Landið liggur að
sjó og jörðinni tilheyra allmörg og
góð veiðivötn. Landið er hrjóstugt
sem gerir ræktun erfiða en hlunn-
indi eru ágæt.
Árið 1914 hófu búskap á
Hrauni Steinn Sveinsson og
Guðrún Krist mundsdóttir. Steinn
stundaði sjósókn með búskapn-
um, réri til fiskjar með nágrönnum
sínum og eins til hákarlaveiða. Þá
ákváðu þau hjónin að koma upp
æðarvarpi sem 1914 taldi aðeins
þrenn pör.
Árið 1953 kom Rögnvaldur,
son ur þeirra með þeim að búinu og
hefur ásamt konu sinni Guðlaugu
Jóhannsdóttur setið jörðina síðan.
Fyrst og fremst var á Hrauni gott
sauðfjárbú, kýr til heimilisnota
og æðarvarp og önnur hlunnindi
nýtt. Þá sinntu þau Rögnvaldur
og Guð laug veðurathugunum fyrir
Veður stofu Íslands og gera enn.
Enn urðu ættliðaskipti þegar
Steinn sonur þeirra hóf búskap
með þeim og kona hans Merete
Kristiansen Rabølle, sem er dönsk
að ættum, flutti til Íslands árið
1991. Höfðu þá einnig aðrir synir
Rögnvaldar og Guðlaugar sinnt
búinu með þeim foreldrum sínum
ásamt annarri vinnu. Steinn og
kona hans Merete hafa að mestu
staðið að rekstri sauðfjárbúsins en
Rögnvaldur og Guðlaug lagt meiri
áherslu á æðarvarpið með ágætum
árangri.
Í dag búa á Hrauni Steinn og
Merete með þremur börnum sínum,
einnig Rögnvaldur og Guðlaug svo
og Jóhann sonur þeirra sem hefur
reist sér hús á jörðinni, aðstoðar við
búið á helstu álagstímum en stund-
ar skólaakstur á Sauðárkrók auk
annarrar vinnu sem til fellur utan
heimilisins.
Búskapurinn er fjölbreyttur á
Hrauni en þar eru 400 vetrarfóðr-
aðar kindur, æðarvarp sem gefur
um 50 kg af hreinsuðum dún í
bestu árum og nokkur silungs-
veiði. Trillan Sæfari, sem er sam-
eign feðganna og nágranna þeirra,
er gerð út til fiskveiða á línu, hand-
færi og grásleppu. Auk þessa sækir
Merete póst fjóra daga í viku til
Sauðárkróks og dreifir um sveitina.
Fyrir myndarlegt íslenskt heim-
ili, nýtingu hlunninda og ágætan
búskap hlaut Hraun á Skaga land-
búnaðarverðlaunin 2010.
Hrossaræktarbúið á
Grænhóli í Ölfusi
Hjónin Gunnar Arnarson og Krist-
björg Eyvindsdóttir hafa stundað
hestamennsku frá ungum aldri og
gerðu hestamennskuna fljótlega að
lífsviðurværi sínu. Þau tömdu og
þjálfuðu hross, sýndu fyrir kynbóta-
dómi og tóku þátt í keppnum með
afar góðum árangri. Einnig stund-
uðu þau reiðkennslu, einkum þó
Kristbjörg sem starfaði um langt
árabil við reiðkennslu og æskulýðs-
störf. Gunnar og Kristbjörg hófu
útflutning á hrossum og reka nú
umsvifamikið og traust fyrirtæki á
þeim vettvangi.
Hrossarækt Gunnars og Krist-
bjargar á sér hátt í þriggja áratuga
sögu. Þau byrjuðu í smáum stíl og
lögðu traustan grunn að starfi sínu
með því að koma sér upp öflugum
ræktunarhryssum.
Auk Gunnars og Kristbjargar
koma börn þeirra bæði að rekstr-
inum, þau Þórdís Erla sem er með
lokapróf í hestamennsku og reið-
kennararéttindi frá Hólaskóla og
Eyvindur Hrannar sem stundar nám
í hagfræði við Háskóla Íslands en
vinnur við búið í námshléum.
Meginstarfsstöð ræktunarbús-
ins er núna á Grænhóli í Ölfusi.
Hrossa rækt þeirra Gunnars
og Kristbjargar er kennd við
Auðsholtshjáleigu í Ölfusi en
það er jörð sem þau eiga í félagi
við Eyvind Hreggviðsson föð ur
Kristbjargar og systkini hennar.
Grænhól eignuðust Gunnar og
Kristbjörg um síðustu aldamót.
Þau hafa endurbyggt öll útihús og
eru nú með góð hesthús þar fyrir
um 50 tamningahross auk aðstöðu
í Auðsholtshjáleigu og aðstöðu til
útgjafa fyrir stóðið á löndum sín-
um. Þá hafa þau komið sér upp
góðu íbúðarhúsi á Grænhóli, byggt
þar glæsilega reiðhöll sem var vígð
í lok ársins 2007 og nú síðast-
liðið haust komu þau upp lögleg-
um keppnis völlum og skeiðbraut
í fullri lengd heima á Grænhóli
ásamt því að leggja reiðstíga um
landið úr efni sem finna má í bæj-
arlandinu sjálfu. Umgengni öll á
búinu hvort sem er utan húss eða
innan er til stakrar fyrirmyndar og
mjög snyrtilegt heim að líta.
Hrossaræktin í Auðsholts hjáleigu
hefur verið byggð upp eftir þeirri
forskrift sem best hefur reynst, vand-
að til vals á stofnhryssum og notaðir
þeir stóðhestar sem bestir eru. Búið
er sífellt að stækka en aldrei slegið af
hvað kröfur um gæði varðar.
Frá búinu er sýndur álitlegur
fjöldi hrossa ár hvert og hefur það
verið tilnefnt til heiðursviðurkenn-
ingarinnar: Ræktunarbú ársins 10
sinnum og hlotið verðlaunin flest
allra eða fjórum sinnum; 1999, 2003,
2006 og 2008.
Í lok ræðu ráðherra tók hann
það fram að fyrir dugnað og snyrti-
mennsku, ræktun íslenska hestsins
og markaðsstarf hlytu þau hjónin
Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar
Arnarson, á Grænhóli í Ölfusi land-
búnaðarverðlaunin 2010.
Bændurnir á Hrauni á Skaga og Grænhóli í Ölfusi
hlutu landbúnaðarverðlaun 2010
mynd | úr einkasafni mynd | úr einkasafni
Grænhóll í ÖlfusiHraun á Skaga
Merite K. Rabølle, Steinn Rögnvaldsson, Guðlaug Jóhannsdóttir, Jón Bjarnason, Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarson. mynd | TB
„Skemmti-
legir og anna-
samir dagar“
Karvel Karvelsson frá Hýru mel í
Borgarbyggð sat Bún aðar þingið fyrir
hönd Svína rækt ar félags Íslands en þetta
er fyrsta Búnaðarþing sem hann tekur
þátt í.
„Mér líst vel á þetta þing, þetta hafa verið
skemmtilegir en anna samir dagar og glatt á
hjalla hjá fólki. Ég var í Evrópunefnd þings-
ins þar sem margt gott fólk kom að málum
og nú veit ég töluvert meira um aðildarferl-
ið. Það kom mér reyndar á óvart hversu
umfangsmikið aðildarferlið er. Það eina
sem ég gæti sett út á er að tíminn var ansi
knappur til að ljúka málum. Það fór mikill
tími í nefndarstörfin og mér finnst hálf súrt
að hafa ekki haft meiri tíma þegar kom að
málunum til að fjalla um þau.“