Bændablaðið - 11.03.2010, Síða 19
19 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010
Á bænum Vegatungu í Biskups-
tungum halda Friðrik Sigurjóns-
son bóndi og Agla Snorradóttir
grunnskólakennari úti naut-
griparækt til kjötframleiðslu.
Eftir að riða kom upp á bænum
árið 2004 skiptu þau alfarið yfir
í nautgripina sem eru nú um 100
á fóðrum og stefna þau á frek-
ari fjölgun gripa en þeir eru að
mestu af Galloway-kyni.
Nýlega gerðust Friðrik og Agla
meðlimir í Beint frá býli og eru þau
ánægð með viðtökur almennings á
vörum sínum þar en þau hafa einn-
ig haldið úti eigin heimasíðu, www.
vegatunga.com
„Við erum nýbyrjuð að kynna
okkur á heimasíðu Beint frá býli
og höfum fengið þó nokkrar fyr-
irspurnir og pantanir í kjölfar þess.
Viðbrögðin hafa verið mun betri en
við þorðum að vona. Hver gripur
sem slátrað er gefur um 250 kíló
en það er sláturhúsið á Hellu sem
sér um slátrun og verkun á kjöt-
inu. Við söfnum upp pöntunum til
að geta afhent kjötið ferskt og selj-
um síðan í beinni sölu,“ segir Agla
sem er kennari við Grunnskóla
Bláskógabyggðar í Reykholti.
Hluti á erlendu láni
Eftir að þau hættu fjárbúskap í kjöl-
far riðu árið 2004 var um tvennt að
velja, annað hvort að hætta búskap
alfarið, eða halda áfram með þann
Galloway-stofn sem þegar var til
á búinu. Í Vegatungu hafa verið
Galloway-gripir frá því um 1980.
Til þess að það væri framkvæm-
anlegt þurfti að huga að nýjum
húsakosti. Húsakosturinn sem hýsti
féð og nautgripina var ónothæfur
eftir riðuhreinsunina.
,,Við vildum halda áfram og
réðumst því í að byggja nýtt lausa-
göngufjós. Undirbúningur fyrir það
hófst strax árið 2005 og byrjuðu
framkvæmdir árið eftir. Húsið var
tekið í notkun haustið 2007 og er
það nú nánast fullnýtt. Til þess að
geta framkvæmt tókum við lán og
að hluta með erlendri gengistrygg-
ingu og þraukum nú og bíðum eftir
úrræðum frá bankanum þannig að
það hefur töluvert sorfið að en við
erum bjartsýn og stefnum á frek-
ari framleiðslu. Við höfum samið
við bændur hér á bæjunum í kring
að selja okkur nautkálfa sem þeir
ætla ekki að ala sjálfir, til að auka
fjölbreytnina og framleiðsluna hjá
okkur. Eins og staðan er í dag selj-
um við allt sem við framleiðum
beint til neytenda og stefnum á að
auka framleiðsluna til framtíðar
litið,“ útskýrir Friðrik.
Álagstími á sumrin
Eins og áður sagði er Agla grunn-
skólakennari og var að ljúka
meistaraprófsnámi við menntavís-
indasvið Háskóla Íslands. Friðrik
er búfræðingur frá Hvanneyri og
sinnir búinu að mestu leyti en á
veturna er hann þó einnig í ýmsum
smíðastörfum í heimabyggðinni og
nágrannasveitarfélögum.
„Sumarið er mesti álagstím-
inn hér á búinu. Við finnum fyrir
auknum áhuga núna hjá fólki að
kaupa íslenska vöru eftir að efna-
hagshrunið skall á og einnig hefur
innflutningur á nautakjöti dregist
saman, sem aftur hjálpar okkur.
Rétt fyrir jólin og í janúar seld-
ist ekkert af nautakjöti því það er
mikill minni hluti fólks sem notar
nautakjöt sem veislumat á jólunum.
Síðan koma toppar á vorin þegar
grilltíminn er í hámarki, og haust-
in hafa líka lofað góðu,“ útskýrir
Friðrik og segir jafnframt:
„Við ráðleggjum fólki þegar það
er að kaupa í fyrsta sinn af okkur að
taka sig saman með fleirum þegar
það kaupir kjöt í fyrsta sinn. Það
gerum við til þess að fólk geti fund-
ið út hvort svona magninnkaup henti
því og eins að það finni út hvort
það er með vöru sem því líkar við.
Við söfnum upp í pantanir þannig
að fólk er alltaf að fá ferskt kjöt og
ófrosið en það þýðir á móti að fólk
bíður lengur eftir hráefninu. Það
virðist þó ekki hindra fólk og það er
alltaf gaman fyrir okkur þegar við-
skiptavinir panta hjá okkur aftur og
aftur, það er sú viðurkenning sem
okkur finnst best að fá.“ ehg
Nautakjötið selt beint frá bónda
Friðrik Sigurjónsson bóndi í Vegatungu og Agla Snorradóttir grunnskóla-
kennari eru með um 100 nautgripi á fóðrun í lausagöngufjósi sem byggt
var árið 2007.
Tuddarnir í Vegatungu eru flestir af Galloway-kyni sem gefa um 75% af
heildarþunga sem kjöt á móti 55-60 kjötprósentu hjá gripum af íslenska
kyninu.
Árshátíð Landssambands
kúabænda 2010
Árshátíð Landssambands kúabænda verður haldin í
Súlnasal Hótels Sögu laugardagskvöldið 27. mars.
Húsið opnar kl. 19. Dýrðlegur matur og mögnuð skemmti-
atriði undir styrkri veislustjórn Jónasar Þórs Jóhannssonar.
Hljómsveitin Nefndin spilar fyrir dansi fram eftir nóttu.
Tekið er við miðapöntunum í síma 563 0300.
Miðaverð er 7.000 kr. Herbergjapantanir í síma 525 9900.
Kúabændur fjölmennið!
Árshátíðarnefnd LK.
Landsins mesta úrval
af sáðvörum!
"# $
%& '%&($)& # *&$(% ('
íslenskum aðstæðum.
+%,,%& )#)-% (
(&/) ' % $-
+)#/ %, /#%/ #($/ %,