Bændablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010
Vestur í Búðardal er að hefjast
framleiðsla á litlum timburhús-
um sem hentað geta sem frí-
stundahús, veiði- og fjallakofar
eða verið viðbót við gistirými
á ferðaþjónustubæjum. Það er
Ágúst Magnússon húsasmíða-
meistari sem ræðst í þessa smíði
en hann er með góða aðstöðu í
Búðardal, 800 fermetra verk-
stæði þar sem hægt að smíða og
reisa húsin að fullu undir þaki.
Ágúst hefur þróað þessi hús
í samstarfi við Ólaf Axelsson og
Richard Briem, arkitekta hjá VA
arkitektum ehf. og þeir félagar geta
aðstoðað væntanlega kaupendur allt
frá hugmyndastiginu þar til lykillinn
er afhentur. Auk smíðarinnar getur
það innifalið aðstoð við hönnun
húsanna, skipulag lóðar og að afla
tilskilinna leyfa til að reisa húsin.
Ágúst segir að framleiðslan mið-
ist við tvær stærðir smáhýsa, 20 og
25 fermetra að grunnfleti. Ef menn
vilja stærra pláss er auðveldast
að kaupa fleiri hús og raða þeim
saman. Þau eru hönnuð til þess.
Þetta eru ekki beinlínis einingahús
heldur er hvert hús sniðið að þörf-
um kaupenda og þess vegna ekkert í
vegi fyrir því að smíða fullbúin ein-
býlishús. Í grunnútgáfunni er ekki
gert ráð fyrir eldhúsi en lítið mál er
að bæta því við, húsið stækkar þó
aðeins við það. Húsin eru fullein-
angruð svo hægt er að vera í þeim
jafnt að sumri sem vetri.
Húsin eru flutt á staðinn ýmis í
hlutum eða heilu lagi og tekur þrjá
til fjóra daga að setja þau upp og
ganga frá þeim að fullu. Jafnlangan
tíma tekur að taka þau niður ef ætl-
unin er að flytja þau. Smíðatíminn
er ekki langur, nokkrar vikur í mesta
lagi. Það fer þó eftir því hvernig
undirbúningi er háttað á staðnum
þar sem þau eiga að rísa, auk þess
sem afgreiðslutíminn fer að sjálf-
sögðu eftir því hver eftirspurnin
verður. Meðalkostnaður við hús er
um það bil 200.000 krónur á fer-
metrann og er innifalið í því flutn-
ingur á staðinn og uppsetning, en
ekki annar kostnaður á staðnum, svo
sem við grunn eða skipulag lóðar.
Verðið getur verið breytilegt eftir
því hversu langt þarf að flytja húsin.
Ágúst segir að þessi framleiðsla
sé fyllilega samkeppnisfær við
önnur hús sem á markaðnum eru.
Galdurinn á bak við það sé eink-
um aðstaðan, að þeir geti unnið
allt verkið undir þaki. Það eykur
hagræðið og fer betur með hráefn-
ið sem unnið er með. Hann vonast
eftir því að þegar smíðarnar komast
á fullt skrið geti hann verið með 4-5
smiði í vinnu við framleiðsluna.
–ÞH
Námskeið fyrir þig!
Ræktun áhugaverðra krydd-,
lauk- og matjurta í eigin garði
Kennari: Auður Jónsdóttir garð-
yrkjufræðingur
Tími: Þrjú námskeið í boði:
I: 20. mars, kl. 9-15:30 hjá LbhÍ,
Hvanneyri
II: 10. apr, kl. 9-15:30 hjá LbhÍ,
Reykjum, Ölfusi
III: 17. apr, kl. 9-15:30 í Reykja-
nesbæ (12.000kr)
Verð: 13.000 kr.
Ræktum okkar eigin ber
Kennarar: Guðríður Helgadóttir
forstöðumaður LbhÍ Reykjum og
Jón Kr. Arnarson verkefnisstj. LbhÍ
Tími: 20. mars, kl. 9-15 hjá LbhÍ á
Reykjum, Ölfusi
Verð: 12.000 kr.
Trjá- og runnaklippingar I
Kennari: Einar Friðrik Brynjars-
son skrúðgarðyrkjumeistari
Tími: Tvö námskeið í boði:
I: 20. mars, kl. 9-15:30 hjá LbhÍ
á Hvanneyri
II: 27. mars, kl. 9-15:30 í
Reykjanesbæ (12.000kr)
Verð: 13.000 kr.
Nýting belgjurta til að auka frjó-
semi og afurðargetu jarðvegs
Kennari: Jón Guðmundsson
plöntulífeðlisfræðingur
Tími: 13. apr. kl. 13-15.30 á
Egilsstöðum
Verð: 6.000kr.
Bygging hrossa
Kennarar: Þorvaldur Kristjánsson
og Eyþór Einarsson kynbóta-
dómarar
Tími: Þrjú námskeið í boði:
I: 13. mars, kl. 9:30-17 á
Gauksmýri, Húnavatnssýslu
II: 27. mars, kl. 1016:30 á
Akureyri
III: 17. apríl kl. 10:30-17 á Mið-
sitju í Skagafirði
Verð: 14.000 kr
Notkun varnarefna í landbúnaði
og garðyrkju
Kennarar: Ýmsir sérfræðingar
Tími: 12.-13. apríl kl. 9-16 hjá
LbhÍ í Reykjavík
Verð: 37.500kr.
Allar nánari upplýsingar má finna á
www.lbhi.is/namskeid
Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is
eða í síma 433 5000
Mjaltaþjónar og bætt mjólkurgæði
Kennarar: Snorri Sigurðsson
sérfræðingur hjá LbhÍ, Gunnar
Kjartansson, Hans Egilsson og
Kristján Gunnarsson mjólkur-
eftirlitsmaður frá SAM
Tími: Fimm námskeið í boði:
I: 15. mars kl 10-16:30 á Hellu
II: 16. mars kl 10-16:30 hjá LbhÍ
á Hvanneyri
III: 17. mars kl 10:30-17 á
Löngumýri í Skagafirði
IV: 18. mars kl 10-16:30 í Svein-
bjarnargerði, Eyjafirði
V: 19. mars kl 10:30-17 á Egils-
stöðum
Verð: 11.800 kr.
Heimavinnsla mjólkurafurða
með áherslu á ostagerð
Kennari: Þórarinn Egill Sveinsson
mjólkurverkfræðingur
Tími: Fjögur námskeið í boði:
I: 19. mars kl 10-17 hjá LbhÍ á
Keldnaholti í Reykjavík
II: 20. mars kl 10-17 á Ísafirði
III: 21. mars kl 10-17 á Reyk-
hólum
IV: 26. mars kl 10:30-17:30 á
Húsavík
Verð: 12.000kr.
Forntraktorarmeira en járn og stál!
Í samstarfi við Landbúnaðarsafn
Íslands og Verktakafyrirtækið Jörva ehf.
Kennarar: Bjarni Guðmundsson
prófessor við LbhÍ, Jóhannes
Ellertsson kennari við LbhÍ,
Haukur Júlíusson framkvæmda-
stjóri, Sigurður Skarphéðinsson
vélvirki og Erlendur Sigurðsson
vélameistari Landbúnaðarsafns
Íslands
Tími: 20. mars, kl. 10-17 á
Hvanneyri
Verð: 9.900kr.
Hæfileikar hrossa
Kennarar: Þorvaldur Kristjáns-
son, Jón Vilmundarson og Eyþór
Einarsson kynbótadómarar
Tími: 28. mars, kl. 10–17 á Akur-
eyri
Verð: 20.000 kr
Námskeið í hellulagningum,
stíga- og tröppugerð á golf-
völlum
Kennarar: Ágústa Erlingsdóttir
námsbrautarstjóri skrúðgarð-
yrkjubrautar LbhÍ og Einar Friðrik
Brynjarsson skrúðgarðyrkju-
meistari
Tími: 22- 24. mars, kl. 9-16 hjá
LbhÍ á Reykjum og á Keldnaholti
Verð: 35.700 kr.
EKKI ER tryggt að til staðar séu
nægjanlegar birgðir af lyfjum og
bóluefni vegna dýrasjúkdóma.
Þetta kom fram í svari sjávarútvegs
og landbúnaðarráðherra við fyr-
irspurn sem ég lagði fram á Alþingi
og var svarað 17. febrúar sl. Þetta
er alvarlegt umhugsunarefni og
staða sem menn verða að finna út
úr.
Tilefni þessarar fyrirspurnar
minnar er það að í lok október sl.
kom upp heiftarleg lungnasýking
í minkabúinu á Syðra-Skörðugili
í Skagafirði. Á þessu búi, sem
er eitt hið stærsta í landinu, voru
14.000 minkar og sjúkdómur-
inn varð á fjórða þúsund dýra að
fjörtjóni. Sjúkdómsins varð líka
vart víðar í Skagafirði, búinu á
Ingveldarstöðum en þar varð tjón-
ið ekki eins mikið. Þetta er kannski
þeim mun alvarlegra í ljósi þess að
þeir Skörðugils-menn – og þar sem
ég þekki nokkuð til – höfðu nýlega
stækkað mjög búið sitt, byggt upp
gríðarlega myndarlega aðstöðu
og eflt bústofninn. Eins og við
vitum hefur það komið í ljós upp
á síðkastið að menn binda núna
miklar vonir við loðdýraræktina
sem ákveðinn vaxtarbrodd í okkar
samfélagi. Ég var sjálfur nýlega á
tveimur þjóðfundum í Bolungarvík
og á Sauðárkróki, þar sem sýnd var
sérstök kynningarmynd um mögu-
leika einmitt á loðdýrarækt sem
nýsköpun og vaxtarbroddi í land-
búnaðinum, og er ekki ólíklegt að
ýmsum komi það á óvart.
Tjónið í Skagafirði var mjög til-
finnanlegt. Formaður samtaka loð-
dýrabænda áætlaði að það hefði
numið um 12 milljónum króna og
fæst það ekki bætt. Til viðbótar
kemur síðan annað tjón þegar rækt-
un hrynur.
Spurningar vakna
Spurningin hefur vaknað í huga
mjög margra bænda hvort ekki
þurfi að hafa reglur um lágmarks-
birgðir af bóluefni og lyfjum til
þess að mæta því þegar svona fár
kemur upp. Ekki einvörðungu
vegna loðdýraræktarinnar heldur
vegna annarra bústofna líka. Það
er ekki við því að búast að hver og
einn og bóndi geti legið með slík-
ar lyfjabirgðir á eigin kostnað og
eðlilegt að menn velti því a.m.k.
fyrir sér með hvaða hætti það eigi
að hafa reglurnar um þetta. Hver
eigi að bera þennan kostnað og þar
fram eftir götunum.
Heilbrigðisyfirvöld geta sam-
kvæmt lyfjalögum skikkað lyfja-
heildsölur til þess að eiga nægar
birgðir lyfja sem veitt hefur verið
markaðsleyfi fyrir. En einungis ef
um lyf er að ræða sem hafa fengið
markaðsleyfi og slíkt á aðeins við
um fáein dýralyf. Þau lyf sem slíkt
leyfi hafa ekki eru ekki undirorpin
slíkri lagakvöð.
Í máli ráðherra kom fram að
yfirdýralæknir telur æskilegt að
til væru í landinu ákveðnar birgð-
ir af nokkrum tegundum sýkla-
lyfja fyrir dýr, til að geta brugð-
ist hratt við ef á þyrfti að halda
vegna óvæntra sjúkdóma í dýrum
hér á landi. Vandinn er hins vegar
tvenns konar. Þessu fylgir kostn-
aður og taka þarf afstöðu til þess
hver stendur af honum straum. Og
síðan hitt að lyfjabirgðir sem ekki
eru nýttar úreldast og því þarf að
endurnýja þau reglulega til að þau
haldi virkni sinni.
Lærum af biturri reynslunni
Alþjóðlegi dýralyfjaheimurinn er
stór og Ísland er mjög lítill notandi
í alþjóðlegu samhengi. Þeim mun
mikilvægara er að allir ferlar að
innflutningi lyfja og allt í kringum
það hér á landi sé sem skjótvirk-
astir og skilvirkastir hverju sinni.
Einnig er eðlileg krafa að tryggt sé
að ákveðinn lyf séu til í landinu þó
vissulega verði aldrei hægt að sjá
fyrir öllu.
Að fenginni þessari bitru reynslu
er afar mikilvægt að menn setjist
rækilega yfir þetta mál. Að því þurfa
að koma bændur, vísindamenn,
dýralæknar og stjórnsýslan, svo
hægt sé að kanna til þrautar hvað
best sé að gera til þess að afstýra
tjóni í landbúnaðinum. Og eins og
bent hefur verið á þá væri mikilvægt
til staðar sé viðbragðsáætlun varð-
andi hættulega dýrasjúkdóma.
Við erum svo heppin að eiga á
að skipa frábæru fólki sem getur
tekist á við vandamál af þessu tagi.
Krafta og þekkingu þessa fólks
þurfum við þess vegna að nýta
eins og frekast er unnt til þess að
lágmarka skaða. Aðalatriðið núna
er að læra af reynslunni; dýrkeyptri
reynslunni.
Lærum af dýrkeyptri reynslu
Einar Kristinn Guðfinnsson
alþingismaður, fyrrverandi sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra
Dýraheilbrigði
Smáhýsi smíðuð
í Búðardal
Ágúst Magnússon húsasmíðameistari býður fram
hagkvæma leið til þess að auka við húsakost
ferðaþjónustubæja
Á þessari tölvumynd má sjá hvernig hægt er að raða húsunum saman.
Nýlega setti Mjólkursamsalan á markað nýjan prótein-
drykk sem nefnist Hleðsla og inniheldur prótein og kol-
vetni. Fyrstu viðbrögð við drykknum hafa verið afar
já kvæð meðal íþróttafólks og almennings. Að sögn
Björns S. Gunnarssonar, næringarfræðings og vöruþró-
unarstjóra MS er Hleðsla nýr ferskur íþróttadrykkur
sem inniheldur 100% hágæða mysuprótein, framleitt úr
íslenskri mjólk. Skammturinn inniheldur 22 g af pró-
teini. Hleðsla er jafnframt án hvíts sykurs og sætuefna
og inniheldur agavesafa. Hleðsla hentar vel eftir æfing-
ar og milli mála.
Hleðsla – nýr pró-
teindrykkur frá MS