Bændablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 21
21 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010
HÖFUNDUR VERKSINS er Kjartan
Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri og
alþingismaður, en bók hans um
Vestur-Ísafjarðarsýslu, sem Ferða-
félag Íslands gaf út árið 1999 undir
sama heiti, var samin sem útdráttur
úr þessu handriti.
Lesanda er fylgt bæ frá bæ frá
Langanestá í Arnarfirði að Mölvík
undir fjallinu Öskubak milli Kefla-
víkur og Skálavíkur ásamt sam-
svarandi leiðsögn um sex hreppa í
Barðastrandarsýslum.
Bújarðir, hver og ein, fá sinn
sérstaka kafla svo og þorpin þrjú,
Þingeyri, Flateyri og Suðureyri.
Hinir fornu hreppar í Vestur-Ísa-
fjarðarsýslu voru fimm og í ritinu
er að finna almennan inngangs-
kafla um hvern hrepp. Tekið skal
fram að úr einum hinna fimm
hreppa, Auðkúluhreppi, er text-
inn í þessu riti aðeins sá sami og
í nýnefndri bók frá árinu 1999.
Umfjöllun um hreppa og bújarðir í
Barðastrandarsýslum er með sama
hætti.
Hreppar sem fjallað er um í
Barða strandarsýslum eru: Gufu-
dals sveit, Múlasveit, Barða-
strandar hreppur, Flateyjarhreppur,
Rauða sands hreppur og Tálkna-
fjarðar hreppur.
Vinnuhandritið sem hér um ræð-
ir er hátt í 5000 blaðsíður af stærð-
inni A4 og er allt efni þess flokkað
niður á bújarðir, hreppa og þétt-
býliseiningar. Meginefni ritsins er
umfjöllun um fólk sem búið hefur á
jörðum er við sögu koma eða teng-
ist þeim með öðrum hætti. En hér
er líka að finna staðháttalýsingar,
þjóðsagnaefni, örnefnaumfjöllun
og kveðskap. Þetta er alhliða 1000
ára saga hreppanna sem fjallað er
um. Erfitt er að skilgreina hvers
konar rit þetta er. Segja má að þetta
sé ættfræðirit, atvinnusaga, menn-
ingarsaga, landfræðisaga, kirkju-
saga og örlagasaga fólks, allt í
senn.
Vinnuhandrit þetta er fróðleiks-
brunnur sem allir geta sótt í sér til
fróðleiks og skemmtunar. Ritstíll
Kjartans er léttur og lipur og hann
er fundvís á fágætar sögur um und-
arleg örlög fólks sem áhugavert
er að kynnast. Í heildina tekið eru
efnistök hans þannig að lesturinn á
vinnuhandritinu er spennandi auk
þess að vera fræðandi.
Óhætt er að fullyrða að sam-
bærilegt rit hefur ekki verið sett
saman um aðra landshluta. Mikil
vinna hefur verið lögð í leit að
efni frá fyrri tíð, bæði í prent-
uðum og óprentuðum heimildum.
Elstu heimildirnar eru flestar úr
Íslenskum fornritum og Íslensku
fornbréfasafni en síðan taka við
Annálar frá árunum 1400-1800
og Alþingisbækur frá hinu gamla
Öxarárþingi á Þingvöllum. Af
óprentuðum heimildum er einkum
vert að nefna embættisbækur og
önnur gögn presta og sýslumanna,
amtmanna og biskupa auk dagbóka
og margvíslegra skrifa einstakra
manna frá 19. og 20. öld. Alloft er
líka stuðst við munnlegar heimildir
og enda þótt nafn ritsins sé Firðir
og fólk 900–1900 er hér og þar í
verkinu einnig fjallað um atburði
eða ástand mála á fyrstu áratugum
tuttugustu aldar þegar ræturnar
liggja aftar í tíma.
Við ritun verksins hefur Kjartan
gætt þess að hafa tilvísanir í heim-
ildir þannig að engin heimild væri
undanskilin. Fjöldi tilvísananúmera
er því mikill eða 41.897. Kjartan
hefur unnið stórvirki með ritun
þessa einstæða verks.
Það er Útgáfufélag Búnaðar-
sam bands Vestfjarða sem stendur
með Kjartani að þessari ritsmíð.
Vinnu handritið hefur ekki verið
gefið út og er það ekki á döfinni.
Hins vegar er það allt til á tölvu-
tæku formi.
Þeir sem kynnu að vilja kaupa
það sem þarna er skrifað um ein-
stakar jarðir eða landsvæði geta
snúið sér til Birkis Friðbertssonar,
netfang birkirf@snerpa.is eða í
síma 456-6255.
Valdimar H. Gíslason
sagnfræðingur
Mýrum, Þingeyri
Ritdómur
Firðir og fólk 900–1900
Vestur-Ísafjarðarsýsla og sex hreppar í
Barðastrandarsýslum – vinnuhandrit
ÞÓR HF | Ármúla 11 | 568-1500| Lónsbakka | Sími 461-1070
Lambamerki
... nú tvær gerðir:
Tagomatic
Einföld merki á frábæru verði. Helmingsafsláttur
af ísetningartöngum með fyrstu pöntun.
31,- án vskÁprentun innifalin
Rototag
Þessi gömlu góðu. Hert nælon og heit-prentun
tryggir gæðin.
ATHUGIÐ: Síðustu forvöð til að panta sauðfjármerki
svo þau berist fyrir sauðburð er 20. mars n.k.
75,- án vskÁprentun innifalin
Pantanir má einnig senda á
netfangið einaro@thor.is
H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N
w w w . h a s k o l a u t g a f a n . h i . i s
Lífsbjörg Íslendinga
Frá 10.öld til 16.aldar
Gunnar Karlsson
Önnur bókin sem kemur út
í ritröð Gunnars, Handbók í
íslenskri miðaldasögu. Hér er
safnað saman vitneskju
um náttúrulegar aðstæður
Íslendinga á miðöldum.
Fjallað er um landslags-
breytingar, landkosti og
loftslag, einnig um
fólksfjölda og landnýt-
ingu, kvikfjárrækt,
jarðyrkju, sjávarútveg, hitagjafa, saltnám,
trjáreka, járnvinnslu, brennisteinsnám, fálkaveiðar og verslun.
Hér er þess freistað, líklega í fyrsta sinn, að setja fram í tölum
heildaryfirlit yfir búfjáreign og sjávarafla landsmanna á
tímabilinu, einkum á grundvelli nýlegra fornleifarannsókna.
Bændablaðið
á netinu...
www.bbl.is