Bændablaðið - 11.03.2010, Síða 32

Bændablaðið - 11.03.2010, Síða 32
Hjónin Þórður G. Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir eiga garðyrkjustöðina Akur í Laug- ar ási sem þau hafa byggt upp og rekið í hartnær 20 ár. Þar er stunduð lífræn ræktun á gúrk- um, tómötum og papriku ásamt ýmiss konar tilraunastarfsemi, svo sem ræktun á chilialdinum. Einnig reka þau vefverslunina Græna hlekkinn þar sem fólk getur keypt lífrænt ræktaðar vörur. Þórður og Karólína eru ekki sveitafólk að uppruna heldur kem- ur hann frá Reykjavík og hún frá Keflavík. Áhugi þeirra fyrir holl ustu og heilsu leiddi þau til Hvera gerðis þar sem Þórður fór í nám við Garðyrkjuskóla ríkisins og Karólína vann við matreiðslu- störf á Heilsustofnun NLFÍ. Á árunum 1984-1987 dvöldu þau í Svíþjóð við nám í Rudolf Steiner Seminariet þar sem Þórður fór í framhaldsnám með sérhæfingu í lífrænni ræktun og Karólína stund- aði textílnám. „Eftir dvölina í Svíþjóð fengum við bæði vinnu á Sólheimum, Þórður í garðyrkjustöðinni og ég á vefstof- unni en ég hafði sérhæft mig í vefn- aði. Eftir að hafa starfað þar í þrjú ár langaði okkur að fara út í meiri fram- leiðslu á grænmeti og festum þá kaup á Akri haustið 1991 og höfum verið hér síðan. Reksturinn er í stöðugri þróun og við erum alltaf í einhverri tilraunastarfsemi ásamt fleiru svo starfið er fjölbreytt og mjög gefandi, enda á okkar áhugasviði,“ útskýrir Karólína. Kirsuberjatómatar og chilialdin Grænmeti frá Akri fer í sölu um allt land, í stórmarkaði, heilsubúðir og í netáskriftinni. Einnig eru þau hjón í samstarfi við Sólheima og Heilsustofnun NLFÍ um að selja lífrænt ræktaðar afurðir frá þessum stöðum. „Við sjáum um að halda magn- inu í umferð en það kemur fyrir að skortur er á afurðum frá okkur en þá er ekkert annað að gera en að bíða næstu uppskeru. Það má segja að við höfum verið brautryðj- endur hér með lífrænu ræktunina og við erum dugleg að gera til- raunir og prófa nýjar tegundir eins og kirsuberjatómata, chilialdin, mjólkursýrðar gulrætur og hvítkál. Við búum til ýmiss konar mauk og þurrkum ýmislegt svo fátt eitt sé nefnt. Markmið okkar og stefna er að reyna að nýta allt hráefni sem til er og ef það er ekki söluhæft fyrir búðir gerum við eitthvað annað úr því. Sem dæmi má nefna vínber sem eru að renna út, þau sjóðum við í gufupotti og fáum úr dýrindis vínberjasafa sem er svo góður að við tímum eiginlega ekki að selja hann. En annað, eins og chiliald- in-mauk og fleira, er allt í netversl- uninni. Við búum enn að þeim góða tíma sem við áttum á Sólheimum en þar er meiri áhersla lögð á fjöl- breytta starfsemi fyrir íbúa sam- félagsins frekar en hámarks arð- semi og því var hægt að vera með fjölbreytta ræktun á óhefðbundnum afurðum eins og maís og fleira. Hér stöndum við frammi fyrir því að vera í rekstri og verðum að lifa af ræktuninni og þannig verða áhersl- urnar aðrar en við reynum enn að viðhalda fjölbreytninni og sköp- uninni,“ segir Þórður brosandi. Netverslunin eykst mikið Síðastliðin 15 ár hefur á vegum Græna hlekksins verið boðið upp á grænmeti í áskrift í samstarfi við ýmsa aðila í gegnum heimasíð- una www.graenihlekkurinn.is og hefur það sölufyrirkomulag gengið vonum framar að sögn þeirra hjóna. „Við áttum von á því að þetta dytti upp fyrir þegar aðgengi að líf- rænum vörum jókst meðal annars í stórmörkuðum en svo var ekki og fólk virðist kunna að meta þetta sölufyrirkomulag. Það er misjafnt eftir árstíma hversu margir eru í áskrift en að jafnaði eru þetta um 100 manns á viku. Mesti annatím- inn er á haustin þegar útigrænmet- ið er komið. Við höfum sent vörur víða um land eins og til Ísafjarðar og Patreksfjarðar en vegna þess hversu hár flutningskostnaður er orðinn er salan minni þangað en mætti vera. Þetta ætti ekki síst að höfða til fólks á landsbyggðinni því hér syðra fær fólk ferskvörur frá fyrstu hendi. Fyrir áskrifend- ur erum við einnig með ýmislegt grænmeti frá öðrum bændum í útiræktun og kryddjurtir,“ segir Karólína og Þórður bætir við: „Fyrir fjórum árum hófum við innflutning á lífrænum ávöxtum frá fyrirtækinu Eosta í Hollandi en það er eingöngu með lífrænar afurðir. Í upp- hafi var það til að auka fjölbreytnina í netversluninni en þetta hefur vaxið mjög mikið svo við komum okkur upp aðstöðu í Reykjavík fyrir þrem- ur árum til að halda betur utan um dreifinguna. Þar sem við erum núna í Nethyl höfum við nýverið opnað bændamarkað og þar getur fólk keypt það sem er í boði í netversluninni og meira til. Við vorum á báðum áttum þegar efnahagshrunið reið hér yfir hvað myndi gerast en það er greini- leg hugarfarsbreyting hjá fólki sem við finnum vel fyrir. Nú horfir fólk meira inn á við en áður og hugsar um sjálfbærni og umhverfisvernd. Það skilar sér svo áfram í auknum áhuga fyrir lífrænum afurðum og gæðavör- um.“ Hitabeltisræktun í bígerð Yfir háannatímann á Akri eru Þórður og Karólína með fimm starfsmenn í vinnu, enda ærið starf að sinna inni- ræktun sem þekur rúmlega tvö þús- und fermetra undir gleri. „Lífræn ræktun er á margan hátt frábrugðin hefðbundinni rækt- un þó í framkvæmd sé þessu mjög svipað háttað. Við stundum skipti- ræktun þannig að sama tegundin er aldrei ár eftir ár í sama húsi og sem jarðvegsáburð notum við fyrst og fremst sveppamassa, fiskimjöl og þörungamjöl en auk þess ýmis jurtaseyði og fleira sem við úðum á plönturnar. Við pössum okkur á að keyra plönturnar ekki stíft áfram þannig að þær nái að mynda bragð og hollustuefni en á móti kemur að uppskeran er minni. Nýverið fórum við út í vetrarræktun undir ljósum en það er enn ein tilraunin okkar. En þar er sama hugsunin að yfir- keyra ekki plönturnar heldur finna jafnvægið milli gæða og magns,“ segir Þórður og Karólína bætir við: „Áhugi fyrir hráfæði hefur stór- aukist hér á landi og við sjáum ýmis tækifæri í framleiðslu á ýms- um afurðum sem tengjast þeirri matar menningu. Við stefnum á að stækka hér hjá okkur og auka fram- leiðsluna á því sem við erum með. En þar að auki erum við búin að veltast með gæluverkefni undan- farin misseri sem er framleiðsla afurða af hitabeltisplöntum og þar erum við að tala um bananaræktun og fleiri spennandi afurðir en þetta er hugmynd sem er í vinnslu. Það er allt hægt en tekur auðvitað tíma og við sjáum ýmsa möguleika hér á Íslandi sem hafa lítt verið reyndir áður.“ ehg 5. tölublað 2010 Fimmtudagur 11. mars Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 25. mars             Ýmsir möguleikar í lífrænni garðyrkju Hjónin Þórður G. Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir eiga og reka garðyrkjustöðina Akur í Laugarási þar sem stunduð er lífræn ræktun. Dóttir Þórðar og Karólínu, Elma Rut, hefur verið dugleg að hjálpa foreldr um sínum á bændamarkaðnum sem þau opnuðu nýverið við Nethyl í Reykja vík. Editha Kirch, tappar volgum vínberjasafa á flöskur í vinnslueldhúsinu á Akri.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.