Bændablaðið - 26.05.2011, Page 2

Bændablaðið - 26.05.2011, Page 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Fréttir Hætta á að ýmsir sjúkdómar komi upp eftir langa innistöðu Dýraverndarráð samþykkti á fundi sínum 12. maí sl. að skora á sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra að hann breyti án tafar reglugerð um aðbúnað nautgripa með það að markmiði að tryggja nautgripum útvist að sumri. Styr um málið Nokkur styr hefur staðið um úti- vist mjólkurkúa síðustu misseri. Skemmst er að minnast þess að Matvælastofnun kærði níu kúabænd- ur í nóvember á síðasta ári fyrir brot á reglum um útivist. Þá hefur verið ekki verið eining um útivistarmál á starfshópi ráðuneytisins um aðbúnað nautgripa sem nú vinnur að endur- skoðun reglugerðarinnar. Í nefndri ályktun er þess farið á leit við ráðherra að henni breyti reglugerðinni þannig að hluti hennar hljóði svo: „Tryggja skal öllum gripum, nema graðnautum eldri en sex mán- aða, 8 vikna sumarbeit hið minnsta ár hvert“. Breytingin gerir ráð fyrir að orðið sumarbeit komi í stað orðsins útivist sem nú er í reglugerðinni. Pólitísk ákvörðun stéttarinnar Unnsteinn Snorri Snorrason situr sem fulltrúi Bændasamtakanna í starfshópi ráðherra um breytingarnar á reglugerðinni. Hann segir að eftir að hafa kynnt sér rök í málinu þá telji hann það vera pólitíska ákvörðun stéttarinnar hvort kýr séu settar út eður ei. Engin rök hnígi að því að þar sem aðstæður þeirra séu góðar, þær í lausagöngu í rúmum fjósum, sé kúm nauðsynlegt að komast út. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda skrifar hér í blaðið pistil þar sem hann kemur inn á útivist kúa. Svo virðist sem hann sé á sama máli og Unnsteinn. „Fyrir rúmum áratug stóðu velflestar kýr landsmanna í básafjósum, nú er það hlutfall komið niður fyrir helming. Kúm í lausagöngu hefur fjölgað að sama skapi. Ný fjós hafa verið byggð og þau eldri endurbætt. Aðbúnaður nautgripa hefur því tekið miklum framförum á undanförnum árum og þeir hafa það betra en áður og fyrr. Því heyrast þau sjónarmið, að litlu skipti hvort nautgripir séu inni eða úti, árið um kring. Útivistarumræðan snýst bara ekkert um það. Hún snýst um ímynd framleiðslunnar. Það er almennt viðhorf í samfélaginu, að það sé eðlilegur hluti af nautgripahaldi að gripirnir séu úti við yfir sumar- mánuðina. Þar fyrir utan eru vel hirtir gripir í góðum haga ein besta auglýsingin sem greinin getur fengið; fyrir yfirgnæfandi hluta framleiðenda er hún sjálfsagður hluti af fram- leiðsluferlinu“ segir m.a. annars í pistli Baldurs. Með skrifum Baldurs má gera ráð fyrir að forysta kúabænda vilji sjá kýr úti á beit. Því verður athyglisvert að sjá viðbrögð ráðherra við ályktun dýraverndarráðs. /fr Dýraverndarráð krefst reglugerðarbreytingar: Kúm verði tryggð sumarbeit Fé hefur að mestu verið haldið inni á norðanverðu landinu í rúma viku, en vorhret með tilheyrandi bleytu og kulda hefur ráðið ríkjum í þeim landshluta síðustu daga. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar segir að við slíkar aðstæður stafi einkum hætta á að upp komi ýmsir sjúkdómar hjá lömbum, löng inni- staða í litlu rými hafi ekki góð áhrif á lömbin. Nefnir hann þar stíuskjögur, eða hvítvöðvaveiki, sem gjarnan komi upp þegar lömbum er hleypt út eftir langvarandi innistöðu, viku til 10 daga. Hreyfingarleysi fari illa í ungviðið, þau ráði sér svo vart fyrir kæti þegar út er komið og hoppa með látum út um allar koppagrundir. Skortur á seleni Það er skortur á seleni sem veldur því að lömbin eiga það til að stirna upp og skemmd kemur upp í vöðva þeirra við umskiptin úr innistöðu í litlu rými og frelsið úti í guðsgrænni náttúrunni. Í versta falli getur þetta leitt lömb til dauða. Ólafur segir að víði búi bændur það vel að eiga selen og sprauta því í lömbin áður en þeim er hleypt úr að nýju. Mikið álag „Þetta hefur verið mikill álagstími hjá sauðfjárbændum, mikil törn og vont að þurfa að hýsa allt fé, oft í miklum þrengslum og í alls kyns aukahúsum,“ segir Ólafur. Hann nefnir að einnig þurfi bændur að hafa varann á varðandi það að lömbin þurfi mikinn vökva á þessum tíma og þurfi því að hafa greiðan aðgang að vatni. Hætta sé á að lömbin gangi svo nærri móðurinn að hún fái júgurbólgu. „Það er margt sem þarf að varast, en ég vona að allt fari vel og mér sýnist sem það sé að létta til norðan heiða og bændur geti farið að sleppt fé sínu út ,“ segir Ólafur. Í krapahríð Krapastórhríð gekk yfir norðanvert landið í byrjun vikunnar og ekki ólík- legt að fuglalíf hafi farið illa einkum í Þingeyjarsýslum, en til að mynda var engu líkara en hávetur væri á Tjörnesi síðastliðinn mánudag. Ekki verður þó hægt að meta áhrif hretsins á fuglalíf fyrr en upp styttir, en eitt- hvað af fugli hefur örugglega hrakist af hreiðrum sínum í vonskuveðrinu sem yfir gekk. /MÞÞ Álagstími hjá sauðfjárbændum í vonskuveðri á norðanverðu landinu: Þessi mynd var tekin í krapahraglanda þann 19. maí 2011 nálægt Vogum í Mývatnssveit. Kindurnar eru frá félagsbúinu Vogum 3. Mynd / Finnur Baldursson. Kýrin Skeifa 626 sýndi listir sínar á túninu við Ytri-Tjarnir og fagnaði sumri á dögunum. Hún þurfti ekkert að bíða eftir reglugerðarbreytingum. Mynd/ MÞÞ Unnið er að fjársöfnun meðal fyrirtækja í landinu til stuðnings bændum á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum sem hófst 21. maí. Guðni Ágústsson, fv. landbúnað- arráðherra og framkvæmdastjóri SAM hefur haft forgöngu um málið og með honum eru í verk- efnisstjórn vegna átaksins þau Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssambands sauð- fjárbænda, Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúa- bænda og Hugrún Hannesdóttir, frá Félagi Ferðaþjónustubænda. Guðni segir að þó útlit sé nú fyrir að eldgosinu sé að ljúka verði haldið áfram með verkefnið. „Afleiðingar gossins eru víð- tækar og mörg verkefni sem þarf að taka á. Skilningur fyrritækjanna sem vilja koma að þessu er sá sami og söfnunin er í gangi. Við eigum fyrir í landinu Bjargráðasjóð og Viðlagatryggingu til að takast á við slík mál. Það er samt alltaf eitthvað sem stendur út af. Það vill svo skemmtilega til að forsvarsmenn fyrirtækja sem fylgst hafa með þessu langar að koma að þessu. Þeir hafa spurt hvernig þau geti lagt málinu lið. Þetta eru fyrirtæki um land bæði í þjónustu sjávarútvegi og landbúnaði. Þetta sýnir vel hvernig þjóðarsálin bregst við slíkum aðstæðum enda er þetta verkefni okkar allra," segir Guðni. Óskað er eftir fjárframlögum frá hverju fyrirtæki sem nemi frá hundrað Þúsund krónum til einni milljón. Verkefnisstjórnin og Samtök atvinnulífsins vilja hvetja öll fyrir- tæki til þess að taka vel og hraustlega á með sér í þessu brýna verkefni. Söfnunin fer fram í gegn um Arion – banka á Kirkjubæjarklaustri. Verður haft samband við þau á næstu dögum og gíróseðlar sendir til þeirra vegna framlaganna. Stefnt er að því að söfnuninni verði lokið eigi síðar en fyrir júní- lok svo hægt verði að bregðast sem fyrst við þeim brýna vanda sem við blasir. Væntanlega verður hægt að birta lista yfir þátttakendur í verk- efninu í Bændablaðinu 9. júní. Fyrirtækjasöfnun vegna Grímsvatna- goss 2011 Eldgos í Grímsvötnum. Mynd / Mathew Roberts Veðurstofu Íslands. Varað við að fara of nærri gosstöðvum Of snemmt er að tilkuynna um go- verið þar í lágmarki í gær. Mag- nús Tumi Guðmundsson, jarðeðl- isfræðingur, varaði fólk við því í fjölmiðlum að fara nærri gosstöðvu- num vegna sprengihættu. Grjóth- nullungar tonn að þyngd, geti þeyst mörg hundruð metra upp í loftið í sprengingum. Magnús Tumi segir að reynslan af Grímsvatnagosum sé að það geti mallað áfram í nokkra daga eða vikur.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.