Bændablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 26. MAÍ 2011
Anna ekki
vaxandi eftirspurn
Ferðast um landið
26
Blaðauki 26. maí 2011
Ferðaþjónusta í sveitum
er alvöru búskapur
Forvitnileg saga vélvæðingar
í íslenskum landbúnaði sýnd
í safninu á Hvanneyri
Opið daglega í júní, júlí og ágúst
frá klukkan 12 til 17
Upplýsingar í síma 844-7740
Bleikjuseiði til sölu
Fjallableikja ehf.
að Hallkelshólumí Grímsnesi
hefur til sölu bleikjuseiði.
Upplýsingar: Jónas 862-4685 og Guðmundur
8939-777 eða fjallableikja2010@gmail.com
Tvær nýjar sýningar voru opnaðar
í Safnahúsinu á Húsavík í liðinni
viku. Þær eru
gjörólíkar en eiga það þó sam-
eiginlegt að vettvangur umfjöllunar-
efnisins er Þingeyjarsýslur. Önnur
sýningin er um æfingar geimfara og
hin um fornleifar og fornleifarann-
sóknir.
Fornleifar í Þingeyjarsýslum
Á síðustu árum hafa víðtækar og
umfangsmiklar fornleifarannsóknir
farið fram í Þingeyjarsýslum. Með
rannsóknum þessum hefur eflst þekk-
ing á búsetu fyrr á öldum – ekki síst
á söguöld og fengist skýrari mynd af
því hvernig fólk lifði fyrir um 1000
árum.
Markmið sýningarinnar er að
birta yfirlit yfir helstu fornleifarann-
sóknir í Þingeyjarsýslum, með sér-
stakri áherslu á síðustu 25 árin og efla
áhuga fólks á fornminjum á svæðinu.
Á sýningunni verða fornmunir sem
fundist hafa við fornleifarannsóknir í
héraðinu. Bátskumlið á Litlu-Núpum
í Aðaldal sem fannst árið 2007 er afar
merkur fornleifafundur og er á sýn-
ingunni fjallað sérstaklega um hann.
Að sýningunni standa
Menningarmiðstöð Þingeyinga,
Hið þingeyska fornleifafélag
og Fornleifastofnun Íslands.
Sýningarstjórar eru Sigrún
Kristjánsdóttir, Guðrún Alda
Gísladóttir, Ásgeir Böðvarsson og
Sif Jóhannesdóttir. Sýningin stendur
til septemberloka.
Geimfarar í Þingeyjarsýslum
Árið 1965 kom hópur starfsmanna
bandarísku geimferðastofnunarinnar
NASA hingað til lands. Í hópnum
voru geimfaraefni stofnunarinnar,
þeirra á meðal Buzz Aldrin sem steig
annar manna fæti á tunglið. Þeir
fóru til æfinga og skoðuðu náttúru
í Þingeyjarsýslum, sérstaklega við
Mývatn og í Öskju. Tveim árum síðar,
árið 1967, kom annar hópur frá NASA
og meðal geimfaraefna í þeim hóp var
Neil Armstrong.
Af þeim 12 mönnum sem stigu fæti
á tunglið komu 9 í Þingeyjarsýslur
til að æfa sig og læra jarðfræði undir
handleiðslu íslenskra jarðvísinda-
manna. Á sýningunni eru munir sem
geimfaraefnin skildu eftir og ljós-
myndir frá dvöl þeirra hér auk mynda
og muna sem tengjast geimferðum.
Sýningarstjóri er Örlygur Hnefill
Örlygsson. Sýningin stendur til júní-
loka.
/MÞÞ
Tvær nýjar sýningar opnaðar í Safnahúsinu á Húsavík:
Fornleifar og geimfarar í Þingeyjarsýslum
Myndirnar tvær hér að ofan eru frá dvöl tunglfaraefnanna hér á landi. Myndirnar tók Sverrir Pálsson fyrrv. fréttaritari
Morgunblaðsins á Akureyri.
Mynd af kumli á Daðastaðaleiti í landi Lyngbrekku í Reykjadal. Fornleifa-
stofnun Íslands á myndina.
Mynd frá uppgreftri á Litlu-Núpum.
Myndina á Fornleifastofnun Íslands.
Margt í boði
uppi í sveit 2423