Bændablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 40
41Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 YFIRHEYRSLA Ekki er nú sumarið alveg komið og gott að hafa eitthvað hlýtt og fallegt á höndunum á meðan við bíðum eftir batnandi tíð og blómum í haga. Við fengum upp- skrift af þessum fallegu stúkum hjá Dýrfinnu Guðmundsdóttur í Reykholti, Bláskógabyggð. Efni: 1 dokka Fever garn nr. AN2266 og 80 cm af svörtum silkiborða. Aðferð: Fitjið upp 33 L á tvo prjóna nr. 5. Ath -Takið alltaf fyrstu L óprjónaða. Prjónið 2 umferðir perluprjón. *Prjónið 7 umferðir slétt (slétt á réttunni, brugðið á röngunni). Í 8., 16., 23. og 30. umferð er kaðlarnir myndaðir: takið fyrstu L óprjónaða, prjónið 2 L. Færið 3 L á hjálparprjón og prjónið næstu 3 L, prjónið svo lykkjurnar af hjálpar- prjóninum. Prjónið áfram þangað til 9 L eru eftir á prjóninum, færið þá 3 L á hjálparprjón og prjónið næstu 3 L, prjónið svo lykkjurnar af hjálparprjóninum. Prjónið svo síðustu 3 lykkjurnar.* Endurtakið svo frá * til * uns 4 kaðlar hafa myndast. Í lok þessara síðustu 7 sléttu umferða prjónið þá 2 umferðir perluprjón, fellið af og klippið frá. Heklið tvær umferðir fastahekl meðfram lang- hliðum prjónaða stykkisins, 1. umferð :2 fastapinnar í 1 prjónaða lykkju. 2.umferð: fastapinni í fastapinna. Notið svo enda sem á eftir að ganga frá til að sauma fyrstu og síðustu 4 fastapinnana á sitthvorri hliðinni saman, s.s. stúkan er bara saumuð saman á endunum. Þá er stórt gat í miðjunni. Takið svartan silkiborða og klippið niður í 3 jafnlanga borða. Hnýtið svo borðana og slaufu á þá með jöfnu millibili í gatið svo það haldist saman en þó þannig að hægt sé að sjá götin á milli borðanna. Stúkurnar verða til sýnis í Handavinnubúðinni í Hveragerði og garnið fæst þar það fæst líka víða um land á stöðum eins og Vaskur á Egilsstöðum, Laufskálinn Neskaupsstað, Sporið Grímsbæ, Ævintýrakistan Akranesi, Hlín Hvammstanga, Vogue Selfossi ásamt Handavinnuhúsinu í Borgarnesi. Bestu kveðjur, Inga Þyri Kjartansdóttir Stúkur með kaðlaprjóni og silkiborðum Emma Ýr Guðmundsdóttir er sex ára gömul og býr í Kuala Lumpur í Malasíu vegna starfs föður hennar. Fjölskyldan hefur búið þar ytra í rúm fjögur ár og hefur Emma Ýr stundað nám í leikskóla þar sem hún lærir meðal annars þrjú tungumál, ensku, kínversku og bahasa malay ásamt því að vera ansi dugleg í reikningi og myndlist. Nafn: Emma Ýr Guðmundsdóttir. Aldur: 6 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: Kuala Lumpur.v Skóli: Taska Setia Mu. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mínus og plús og margfalda. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Kisa og hundur. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur. Uppáhaldshljómsveit: Hannah Montana. Uppáhaldskvikmynd: Chlose´s closet og Angelina Ballerina. Fyrsta minningin þín? Frá fyrstu jólunum. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Já, bæði fimleika og sund og síðan spila ég á píanó. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Barbie-leikurinn. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Listakona og dýralæknir. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að fara í rússíbana og stepdans. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Mér finnst leiðin- legast að gera ekkert. Ætlar þú að gera eitthvað sér- stakt í sumar? Ég er að fara til Íslands þar sem ég ætla á hestbak og að hitta ömmur mínar og afa og allar frænkur og frændur og vini mina. /ehg Lærir kínversku og malaísku í leikskólanum PRJÓNAHORNIÐ Framfarafélag Fljótsdalshéraðs (FFF) hefur unnið að því um nokkurt skeið að fá fulltrúa úr stjórnlagaráði til fundar við okkur hér eystra. Framar öðru er lagt til að umræðan á þessu stefnu- móti við Stjórnlagaráð snúist í megindráttum um álit manna og umræður á eftirfarandi málafylgju varðandi stjórnskipunarkafla nýrrar stjórnarskrár í ljósi þess mikla byggðavanda, sem ríkt hefur lengi og blasir við í æ ríkari mæli: Í nýja stjórnarskrá þurfa að koma inn ákvæði, sem tvímælalaust leggja grunn að eðlilegum hlut landsbyggð- arhéraða af opinberum skatttekjum þjóðarinnar og völd og ábyrgð á þeim, ásamt réttlátri hlutdeild þeirra af eigin aflafé og ákvörðunarrétt í eigin málum. Þetta markmið hefur lengi svifið yfir vötnum, en leiðirnar hafa gjarna látið á sér standa og verið misvís- andi, en það þarf að leysa. Til fyrirmyndar Þó svo að atburðarrás og vandræða- gangur við að koma á stjórnlaga- þingi, sé miður, er greinilegt að hið skipaða stjórnlagaráð hefur tekið málin föstum tökum og að starfið hingað til er til fyrirmyndar, eins og m.a. kemur fram á heimasíðu Það er því mikill fengur að þrír ágætir fulltrúar ráðsins hafa nú fallist á að koma til stefnumóts við lands- byggðina og mæta á opinn fund á Egilsstöðum um störf sín og mál, sem helst brenna á landsbyggðarfólki til að tryggja sem best eðlilegan hlut þess í nýrri stjórnarskrá og stuðla að því að orðtakið ,,jafnvægi í byggð landsins” fái loks það vægi, sem því ber á þeim vettvangi. Má fastlega búast við því að mál- inu verður fylgt fast eftir þegar til kasta alþingis kemur. Þar sem tíminn, sem stjórnlaga- ráði er ætlaður til að skila af sér er orðinn naumur, er harla ólíklegt að annað sambærilegt tækifæri gefist til beinnar viðræðu við landsbyggðar- fólk en þessi fundur, sem okkur skilst að sé sá eini, sem á döfinni er og hefur verið á þessum vettvangi. Þess vegna er öllum þeim, sem áhuga hafa á þessum málum, boðið til þessa stefnumóts við Stjórnlagaráð, raunar hvaðan af landinu sem er. Fundur í Valaskjálf 14. júní Fundurinn, sem ber yfirskriftina ,,Stefnumót við stjórnlagaráð – landsbyggðin og stjórnsýslan” verð- ur haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum þriðjudaginn 14. júní kl 17-22 og er dagskráin í stórum dráttum þessi: Eft i r að bæjarst jóri Fljótsdalshéraðs, Björn Ingimarsson hefur sett fundinn og nokkur inn- gangsorð undirritaðs, formanns FFF, hefjast framsögur gestanna frá Stjórnlagaráði, en þeir eru: Salvör Norðdal, formaður ráðsins, Ari Teitsson og Vilhjálmur Þorsteinsson. Framsögur heimamanna flytja þau Smári Geirsson Neskaupstað, Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjar- stjórnar Fljótsdalshéraðs og Stefanía Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands. Að lokum munu gestirnir síðan sitja í öndvegi undir umræðum, sem Þorvaldur Jóhannsson á Seyðisfirði mun stjórna, en hann mun einnig sjá um fundarstjórn ásamt Sigrúnu Blöndal. Fundarritarar verða þau Sigurjón Bjarnason og Helga Guðmundsdóttir. Að lokum er ástæða til þess að þakka gestum okkar úr Stjórnlagaráði fyrir góðar undirtektir við málaleitan fundarboðenda og að gefa sér tíma til fararinnar þrátt fyrir miklar annir í starfinu. Eins og fram hefur komið er fundurinn öllum opinn. F.h. FFF/Þórarinn Lárusson. - Stefnumót við Stjórnlagaráð á Austurlandi Lesendabásinn Framlög til aðlögunar að lífrænum landbúnaði Hér með er auglýst framlenging á umsóknarfresti um styrki til aðlögunar að lífrænum búskaparháttum Styrkir þessir eru veittir þeim framleiðendum sem hefja aðlögun að lífrænum búskap í ýmsum greinum á árinu 2011 og síðar,til allt að fimm ára,samkvæmt verklags- reglum Bændasamtaka Íslands um framlög úr ríkissjóði til stuðnings við lífræna aðlögun í landbúnaði,sem er að finna á www.bondi.is Umsóknarfrestur er til 1.júlí næstkomandi. Bændasamtök Íslands b.t. Ólafs R. Dýrmundssonar Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.