Bændablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 30
31Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011
!"#$$$%&%
'((
)
**
+, *
- (.
+ /
0
&
* 1 0 +(%
Verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá undirrituð:
Sýning um samspil hrauns og vatns
opnuð í Mývatnsstofu
Verndaráætlun fyrir Mývatn og
Laxá var undirrituð af umhverf-
isráðherra Svandísi Svavarsdóttur
við hátíðlega athöfn í gestastofu
Umhverfisstofnunar að Hraunvegi
8 í Reykjahlíð í Mývatnssveit fyrir
skömmu. Meginmarkmið vernd-
aráætlunarinnar fyrir Mývatn og
Laxá er að draga fram verndar-
gildi svæðisins og marka stefnu um
verndun þess með tilliti til þeirra
markmiða sem sett hafa verið í
lögum um verndarsvæðið.
Við sama tækifæri var
opnuð ný sýning í gestastofu
Umhverfisstofnunar á sama stað.
Höfundar sýningarinnar eru Dr.
Árni Einarsson, forstöðumaður
Rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn
og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
hönnuður. Leiðarstef sýningarinnar
er samspil vatns og hrauns og veitir
sýningin gestum frábært tækifæri
til að gera sér grein fyrir jarðfræði
svæðisins sem og lífríki Mývatns.
„Það er mikilvægt að hafa gesta-
stofur á verndarsvæðum þar sem
sett er fram skýr og góð fræðsla
um sérstöðu verndarsvæðisins,
lands og þjóðar,“ sagði Svandís
Svavarsdóttir umhverfisráðherra
við athöfnina. Hún benti á að gesta-
stofur væru ferðaþjónustu í landinu
mikilvægar og hefði það m.a. sýnt
sig í Mývatnssveit. Árið 2009 komu
yfir 73 þúsund gestir í Mývatnsstofu
á tímabilinu frá byrjun maí til loka
september og var það 25% aukning
frá fyrra ári. Nokkur fækkun varð á
síðastliðnu ári.
Umhverfisráðherra sagði opnun
Mývatnsstofu lið í aðgerðum
stofnunarinnar til að auka fræðslu
og auðvelda aðgengi almennings að
upplýsingum um náttúrufar og menn-
ingu Mývatns og Laxár í nútíð og
þátíð. „Um leið ætti skilningur fólks
á mikilvægi góðrar umgengni að
vakna því eins og landverðir benda
oft á þá leiðir þekking til virðingar og
virðing til verndunar,“ sagði Svandís.
„Mývatnssvæðið hefur alþjóðlegt
verndargildi en Mývatn og Laxá,
alls um 20.000 ha, voru fyrsta vot-
lendissvæði landsins sem tilnefnt
var á Ramsar-listann, þ.e. samþykkt
um votlendi með alþjóðlegt gildi,
einkum fyrir fuglalíf.“ /MÞÞ
-
Myndir / Finnur Baldursson .
-