Bændablaðið - 26.05.2011, Page 20

Bændablaðið - 26.05.2011, Page 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Ford kynnti fyrst hinar frægu Fordson dráttavélar árið 1916 og framleiðsla á þeim hófst 1917. Varð vélin síðan fyrirmynd að fjöldaframleiðslu dráttarvéla í heiminum. Sovétríkin urðu fljót- lega stærsti kaupandi Fordson og voru m.a. seldar 25.000 Fordson dráttavélar til Sovétríkjanna á árunum 1921 til 1927. Síðan hófu Sovétmenn sjálfir að framleiða Fordson-Putilovets árið 1924. 650 þúsund Fordson Ýmsar útgáfur komu fram af Fordson dráttavélum en Ford hætti traktora- framleiðslu sinni í Bandaríkjunum þann 14. febrúar 1928. Í maí 1927 höfðu verið framleiddar um 650 þúsund Fordson dráttavélar. Var framleiðslan flutt til Cork á Írlandi og síðar til Englands. Eftir 1964 voru allar dráttavélar sem Ford framleiddi seldar undir nafninu Ford. Ford varð að New Holland og fór til Fiat Ford merkið hvarf svo af drátta- vélamarkaðnum sem sjálfstætt merki árið 1986 þegar Ford keypti Sperry-New Holland. Voru drátta- vélar fyrirtækisins eftir það nefndar Ford-New Holland. Dráttavéladeild Ford, þ.e. New Holland NV, var svo seld til Fiat (Fabbrica Italiana Automobili Torino) árið 1991. Fiat hætti að nota Ford nafnið á drátta- vélar sínar árið 1998 að kröfu Ford og hafa þær síðan verið seldir undir merkinu New Holland. Fiat keypti síðan einnig Case IH dráttavélaverk- smiðjurnar árið 2004 en IH í nafninu stendur fyrir hið gamla vinnuvéla- merki International Harvester sem var vel þekkt hér á landi. Utan um New Holland og Case IH stofnaði Fíat móðurfélag sem fékk nafnið CNH Global. Ítalir orðnir afgerandi á markaðnum Þar sem Fiatsamsteypan var orðin mjög umsvifamikil á þessum mark- aði varð fyrirtækið að sæta sam- keppnishöftum árið 2000 sem fólust m.a. í því að Fiat varð að losa sig við ákveðnar framleiðslueiningar. Þá fóru út Laverda verksmiðjurnar á Ítalíu sem framleiddi m.a. þreski- vélar, ein verksmiðja í Kanada sem hafði framleitt ákveðna gerð af Ford dráttavélum og verksmiðju í Bandaríkjunum. Þar að auki varð Fíat að gefa eftir International Harvester verksmiðjurnar í Bretlandi sem m.a. hafði framleitt mikinn fjölda véla sem seldar voru til Íslands í marga áratugi mest í gegnum gamla SÍS, Samband íslenskra samvinnufélaga. Undir nafni IH komu hingað bæði hinar frægu McCormick Farmall dráttavélar, IH jarðýtur sem og Scout jeppar. Þegar Fiat eða CNH losaði sig við IH hélt það eftir Case vörumerkinu og er það aðallega notað á vinnuvélar samsteypunnar í dag en Case drátta- vélar CNH samsteypunnar eru þó einnig framleiddar og þá undir nafn- inu Case IH. International harvester líka orðið ítalskt Það var ítalska fyrir- tækið Landini sem keypti International Harvester af CNH og fékk það hið gamla og rótgróna landbún- aðarvinnuvélanafn McCormick með í kaupunum en það var bandarískt að uppruna. AGCO á Challenger, Fendt, Massey Ferguson og Valtra Landini er nú undir hatti móðurfélags sem heitir Argo S.p.A. sem er í eigu Morra fjölskyldunnar á Ítalíu. Það félag hafði einnig keypt Laverda verksmiðjurnar af Fiat samsteyp- unni árið 2000 en seldi 50% hlut í því félagi til AGCO árið 2007. Nú framleiðir Argo samsteypan drátta- vélar undir nöfnunum Landini, McCormick og Valpadana sem eru meira og minna byggða ár sama kraminu. AGCO Corporation samsteypan sem keypti Laverda af Argo er enn eitt risafyrirtækið í framleiðslu land- búnaðartækja. Undir þess hatti eru m.a. Challenger, Fendt, Massey Ferguson og Valtra, allt þekkt nöfn hér á landi. Þýska stoltið Deutze einnig komið í eigu Ítala Þýska nafnið Deutze AG er einnig komið með ítalskt eignarhald eftir að ítalski dráttavélaframleiðandinn SAME náði þar yfirhöndinni árið 2003. Það gerðist í kjölfar vandræða Deutz-Fahr á níunda áratugnum eftir kaup á bandaríska vinnuvéla- framleiðandanum Allis Chalmers Company árið 1985. Þetta fyrirtæki framleiddi m.a. margar af fyrstu jarðýtunum sem komu til Íslands. Þessi kaup reyndust Deutze mikið ólán og var Allis Chalmers selt til AGCO árið 1990. Nú heita Deutze dráttavélarnar Deutz Fahr en Fahr nafnið var tekið upp eftir sameiningu við Fahr drátta- véla og heyvinutækjaverksmiðjurnar. Allt er þetta nú undir hatti Same Deutz-Fahr Group (SDF) sem fram- leiðir einnig Laborghini sportbílana og þýsku Hürlimann dráttavélarnar. Same Deutz-Fahr mun einnig hafa verið í náinni samvinnu við AGCO samteypuna um dráttavélafram- leiðslu. John Deere enn bandarískt Það eru því fá dráttavélafyrirtæki sem ekki eru á einn eða annan hátt með ítalskt eignarhald. John Deere mun þó enn vera hreint og klárt bandarískt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Moiline í Illinois. Það er mjög stórt fyrirtæki og var í 107. sæti yfir 500 stærstu fyrirtæki heims á lista Fortune 2010. /HKr. Gamli Fordson traktorinn varð fyrirmyndin af fjöldaframleiðslu dráttavéla: Þróaðist yfir í New Holland – Flestir þekktustu dráttavélaframleiðendur heims nú komnir í eigu Ítala Sovéskur Fordson-Putilovets. Ford árgerð 1965. Ford New Holland árgerð 1991. Massey Ferguson er nú undir hatti ítölsku AGCO samsteypunnar. International Harvester - McCormick Farmall dráttavélar. Framtíðarsýn New Holland á vetni- sknúinni dráttavél sem tilraunir hafa verið gerðar með. Valtra er líka í eigu AGCO sam- steypunnar. Deutz Fahr. Þessi John Deere dráttavél er sögð vera stærsta dráttavél í heimi. Stórutjarnaskóli í Ljósavatnsskarði fékk á dögunum afhentan Grænfána Landverndar, en það var Orri Páll Jóhannsson sem kom færandi hendi og afhenti fulltrúum skólans fánann. Efnt var til samkomu í skólanum af þessu tilefni, þar sem nemendur ávörp og foreldrar færðu skólanum reyniviðarhríslur að gjöf. Þrjú ár eru nú liðin frá því skólinn víðasta skilningi og stefna að því að fá Grænfánann, en oft tekur tíma að breyta hugsunarhætti fólks og vekja áhuga þess á málum sem ekki eru alltaf í brennidepli. Sigrún Jónsdóttir, formaður umhver- á að allir bera ábyrgð á sinni afstöðu, hver sem hún er. Aðgerðaleysi ge- tur verið afdrifaríkt en hvert sem viðhorf fólks er hefur það áhrif með einum eða öðrum hætti. Það er því mikilvægt að börn læri snemma að láta sér annt um náttúruna og umh- af mörkum, láti gott af sér leiða og hugsi hnattrænt til framtíðar. Það voru margir afar stoltir og ánægðir er þeir loksins gátu horft upp til þessa fallega, græna fána blakta við hún við skólann. Stórutjarnaskóli flaggar Grænfána Landverndar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.