Bændablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 7
7Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011
Frá birtingu síðasta þáttar,hef-ur tíð daprast verulega, í það minnsta hér fyrir norðan.
Nokkur kuldabragur verður því á
fyrstu vísu þessa þáttar sem kemur
úr smiðju Erlendar Hansen á
Sauðárkróki, og hann nefnir ein-
faldlega „Haust“:
Fátt er nú um fuglahljóm,
fjöll í þoku standa.
Í grænum halla blikna blóm,
blöðin hætt að anda.
Haglega samið ljóðabréf barst
mér frá Sigurði Óttari Jónssyni,
Einbúablá 22 á Egilsstöðum. Vísur
eftir Sigurð hafa birst hér áður í
þessum þáttum. Næstu vísur eru
vel ortar og ekki við ýkja þröngan
„efnahag“. Fyrri vísuna nefnir
Sigurður siðaskipti:
Siðar heiðins hafið skeið
hratt út breiðist trúin.
Vegur greiður lífsins leið
liggur reiðubúinn.
Og til ónefnds fyllirafts yrkir
Sigurður:
Þjórar vínið grátt með grín
gáfna- sýnist tregur.
Ygglir trýnið eins og svín
ekki frýnilegur.
Tveir kunnir hagyrðingar og rit-
höfundar á Akureyri tóku að
kvöldlagi hús á skáldbróður sínum
Heiðreki Guðmundssyni frá
Sandi. Gerðust gestir þaulsætnir
úr hófi, svo gætti syfju hjá hús-
ráðanda. Þegar nokkuð var liðið
á nótt kvað Heiðrekur til þeirra:
Ef ég hrundið af mér fæ
ykkur förusveinum,
aldrei mun ég opna bæ
oftar fyrir neinum.
Annar gestanna var sjálfur Einar
Kristjánsson frá Hermundarfelli.
Voru þeir orðnir nokkuð bjúgeygð-
ir eftir viðgjörningi, sem þeim
þótti í kortara lagi. Einar svarar
því vísu Heiðreks um hæl:
Hrintu frá þér sorg og sút
senn mun batna hagur.
Hungrið rekur okkur út
áður en rennur dagur.
Eins og frá var greint í síðasta
þætti, var Einar Kolbeinsson
staddur um stund í Boston í
Bandaríkjahreppi. Fjarveru
hans gætti því nokkuð í síðasta
þætti. Þá ég vissi hann kominn
til landsins, sendi ég honum fal-
lega vorverkavísu, en ég var þá
við jarðyrkjustörf hjá grönnum
mínum á Halllandi. Til að raska
ekki samhengi næstu vísna, brýt
ég það loforð sem ég gaf hér við
upphaf þáttagerðar, að birta ekki
eigin hugverk. Vísan var svona:
Tæti ég gráan tyrfinn svörð,
torfið hráa saxa.
Fræin smáu fel í jörð
fljótt svo nái að vaxa.
Þessu sinnti Einar ekki, svo ég
brýndi hann frekar:
Árla dags gekk út að sá
- orku moldin býr að,
því seinnipartinn sé ég þá
að sáðkornið var spírað.
Við þetta vaknar Einar ágætlega:
Á þér hef ég tröllatrú,
og tel að langt þú náir
þó ekki frjóvgist allt sem þú
ötullega sáir.
Umsjón: Árni Jónsson
kotabyggd1@simnet.is
Í umræðunni
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Bóndi og ábúandi á Ytra-Bjargi
í Miðfirði, Þorvaldur Pálsson og
Helena Margrét Áskelsdóttir,
aðstoðarkona hans við sauðburð-
inn á sauðburðinn, urðu heldur
betur undrandi þann 10. maí. Þá
kom í heiminn sannkallað risa-
lamb.
Það kom fljótt í ljós þegar Golíat
fæddist að um óvenju stórt lamb
væri að ræða en hversu stór hann
var grunaði engan, svona í fyrstunni
allavega, segir Helenda í tölvupósti
til blaðsins.
„ Sökum stærðar þurfti hann tals-
verða aðstoð til að komast í heiminn
og taka þurfti ansi fast á honum til
þess að ná honum frá kindinni.
Lambinu var því vart hugað líf þegar
það loksins var fætt í heiminn eftir
að hafa verið teygt og togað svona
mikið en garpurinn var þó sterkari en
svo og varð fljótlega hinn sprækasti,
þó að hann þyrfti að skreppa í smá
heimsókn til dýralæknisins til að láta
sauma smá skinnsprettu sem hann
fékk við fæðinguna.“
Þar sem Golíat var greinilega
stærri en önnur lömb var hann vigt-
aður rétt eftir fæðingu. Reyndist hann
þá vera hvorki meira né minna en 10
kg að þyngd. Til samanburðar getur
„venjulegt“ lamb en samt af góðri
stærð verið um 4-5 kg við fæðingu.
Fyrstu dagana þurfti Golíat
nokkra aðstoð við að komast á spena.
Átti hann í mestu vandræðum með
að beygja sig undir kindina til að
finna spenann.
„Þrem dögum síðar var hann þó
farinn að hjálpa sér sjálfur og minnir
nú helst á folald þegar hann beygir
hausinn undir kindina til að ná sér
í mjólkursopa. Golíat var einnig
nokkuð seinni til gangs en önnur
lömb því það var ekki auðvelt fyrir
óvana og óharðnaða fætur að standa
undir svona þungum og miklum
skrokk.
Merkilegt má einnig teljast að
hið sama á við um móðurina sem
stóð strax á fætur eftir þessa erfiðu
fæðingu til að láta vel að þessum
nýfædda risa sínum og á henni var
ekki annað að sjá en að hún hefði fætt
ósköp venjulegt lamb og kenndi hún
sér einskis meins.
Í dag eru mæðginin bæði alveg
bráðhress og Golíat verður liprari
með hverjum deginum, farinn að
hoppa um króna eins og aðrir jafn-
aldrar hans, þó að hann beri höfuð og
herðar yfir þá alla,“ segir í pistlinum
Golíat - sannkallaður risi sem fæddist á Ytra-Bjargi í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu:
Var ríflega tvöfalt stærri við
fæðingu en „eðlilegt“ lamb
- Var heil tíu kíló við fæðingu og minnti helst á folald að sögn ábúenda