Bændablaðið - 26.05.2011, Síða 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011
Aðalfundur Búnaðarsambands
Vestfjarða (BSV) 2011 var haldinn
í Grunnskólanum á Reykhólum
16. apríl s.l. Lýsti fundurinn m.a.
yfir fullum stuðningi við fram-
komna tillögu Búnaðarþings
2011 varðandi andstöðu við inn-
göngu Íslands í ESB. Þá var einnig
lýst yfir stuðningi við ályktun
Búnaðarþings 2011 um andstöðu
við fyrirhugaða sameiningu ráðu-
neyta.
Fundurinn var vel sóttur en starfs-
svæði BSV er frá Gilsfjarðarbotni
í suðri, vestur um og inn í botn
Ísafjarðar í Djúpi. Í sambandinu
eru 208 félagar frá 100 búum.
Árni Brynjólfsson formaður sam-
bandsins flutti skýrslu stjórnar
og gat þess m.a. að Búnaðarfélag
Ögurhrepps og Búnaðarfélag
Reykjafjarðarhrepps hefðu verið
sameinuð í Búnaðarfélagið Vörð
í Súðavíkurhreppi. Þá hefðu
Búnaðarfélög Þingeyrarhrepps,
Mýrahrepps, Önundarfjarðar
og Súgandafjarðar samein-
ast í Búnaðarfélagið Bjarma
í Ísafjarðarbæ. Einnig hafi
Búnaðarfélagið Örlygur verið
endurvakið og mættu fulltrúar frá
þeim á fundinn. Þar með hefur
Búnaðarfélögunum fækkað úr 12 í 8.
Það þóttu tíðindi að aðalfundurinn
nú skyldi haldinn um miðjan apríl
en venja hefur verið allt frá stofnun
sambandsins 1907 að halda hann
ekki fyrr eftir miðjan júní. Er þetta
sagt til marks um breyttar samgöngur
á milli svæðanna en langt er samt í
land að Vestfirðir standi jafnfætis
öðrum landshlutum í samgöngu-
málum.
Í stjórn BSV eru Árni
Brynjólfsson Vöðlum Önundarfirði,
formaður, Halldóra Ragnarsdóttir
Brjánslæk er ritari og Sigmundur
H. Sigmundsson frá Látrum er
gjaldkeri. Búnaðarþingsfulltrúar
BSV eru Gústaf Jökull Ólafsson
Miðjanesi A-Barðastrandasýslu,
Nanna Jónsdóttir Rauðsdal
V-Barðastrandarsýslu og Árni
Brynjólfsson.
Engin hreindýr til Vestfjarða
Hugmyndir um flutning á hrein-
dýrum af Austfjörðum á Vestfirði
í þeim tilgangi að auka flóru skot-
veiðimanna til eflingar ferðaþjónustu
í fjórðungnum lagðist illa í þingfull-
trúa Búnaðarsambands Vestfjarða. Í
ályktun um það mál sem samþykkt
var samhljóða sagði:
„Aðalfundur Búnaðarsambands
Vestfjarða haldinn á Reykhólum 16.
apríl 2011 mótmælir harðlega fram
komnum hugmyndum um flutning
hreindýra til Vestfjarða. Hreindýr
virða engar girðingar og geta
hugsanlega borið sjúkdóma milli
varnarhólfa. Vestfjarðahólf eystra
er laust við riðu- og garnaveiki, sá
hreinleiki skapar sauðfjárafurðum
þaðan aðgang að vissum erlendum
mörkuðum og hólfið er eitt af mikil-
vægustu líflambasölusvæðum lands-
ins.“
Bændum verði bætt tjón vegna
díoxínmengunar
Á fundinum voru samþykktar fjöl-
margar ályktanir. Í ályktun um vanda
bænda vegna mengunar frá sorpeyð-
ingarstöðinni Funa segir:
„Aðalfundur Búnaðarsambands
Vestfjarða haldinn á Reykhólum 16.
apríl 2011 skorar á landbúnaðarnefnd
Alþingis að finna leið fyrir bændur
sem verða fyrir áföllum af utanað-
komandi mengun, sbr. díoxínmálið
í Engidal, að þeir fái tjón sitt bætt á
fullnægjandi hátt.
Aðalfundur Búnaðarsambands
Vestfjarða haldinn á Reykhólum
16. apríl 2011 skorar á stjórn
Búnaðarsambands Vestfjarða að
beita sér fyrir því að bændum verði
bætt það tjón sem þeir hafa orðið fyrir
vegna mengunar frá Sorpbrennslunni
Funa í Engidal.“
BSV vill samræmt kerfi í
refa- og minkaeyðingu
Eyðing refs og minks er sem fyrr
ofarlega á baugi hjá vestfirskum
bændum og í ályktun um þau mál
segir:
„Aðalfundur Búnaðarsambands
Vestfjarða haldinn að Reykhólum
16. apríl 2011 beinir því til sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra og
Sambands íslenskra sveitarfélaga
að hlutast til um að komið verði
á samræmdu kerfi á landsvísu, er
tekur á greiðslum og eyðingu á ref og
mink og skráningu á unnum dýrum.
Jafnframt verði unnið að því að sam-
ræma greiðslur vegna eyðingar á ref
og mink um land allt.“
Í greinargerð með þessari ályktun
segir:
„Ófremdar ástand er að skapast
varðandi eyðingu á ref og mink í
landinu og skapast það meðal annars
af því að víða er alls ekkert unnið í
þessum málum en einnig vegna þess
að ríkið hefur verið að skerða fjár-
framlög til þessa málaflokks og er nú
svo komið að hið opinbera er alveg
hætt að veita framlög til eyðingar
á ref. Það er því fyrirsjáanlegt að
mikil fjölgun mun verða á ref á næstu
misserum ef ekkert er að gert og
mun það án efa skaða fuglalíf sem
meðal annars ferðaþjónusta á lands-
byggðinni hefur nú orðið verulegar
tekjur af.“
Þá leggur aðalfundur Búnaðar-
sambands Vestfjarða til við sveitar-
félög á starfssvæði sambandsins að
finna hagkvæmar lausnir til förg-
unar hræja og sláturúrgangs sem til
fellur á lögbýlum. Með því er hægt
að koma í veg fyrir að bændur séu
óviljandi að leggja út æti fyrir ref
og vargfugl.
Formaður BÍ hvatti menn til að
skoða vel jarðalagafrumvarpið
Haraldur Benediktsson formaður
Bændasamtaka Íslands sat fundinn
og flutti m.a. erindi um afstöðu gegn
inngöngu Íslands í ESB, frumvarp
að jarðalögum, sameiningu ráðu-
neyta, o.fl.
Varðandi frumvarp landbúnaðar-
ráðherra til breytinga á jarðalögum
sagði hann það mjög stórt mál sem
gert væri ráð fyrir að mælt yrði
fyrir á þinginu í haust. Hvatti hann
fundarmenn til að ígrunda það vel. Þá
væri þörf á að kynna vel þessar fyrir-
huguðu lagabreytingar og hvað þær
þýddu fyrir menn. Þá fordæmdi hann
viðbrögð samtaka landeigenda við
þessu frumvarpi og sagði að bújarðir
þyrftu að vera aðgengilegar til mat-
vælaframleiðslu. Karl Kristjánsson
tók undir orð Haraldar um að gæta
þyrfti að í hvað bújarðir væru not-
aðar. Hreinn Þórðarson áréttaði að
lögbýli verði ekki hlutuð niður, taldi
að ekki þyrfti aðild að ESB til að
breyta lögunum til betri vegar. Árni
Brynjólfsson taldi tilvalið fyrir bún-
aðarfélögin að kynna málið hvert á
sínu svæði.
Einnig ávarpaði fundinn
fulltrúi ungra bænda, Jóhanna
María Sigmundsdóttir frá Látrum
í Djúpi, en hún er nú í starfsnámi
frá Landbúnaðarháskólanum á
Hvanneyri, á Hríshóli í Eyjafirði.
Þriðji gestur fundarins var Sigríður
Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri
Búnaðarsamtaka Vesturlands, sem
BSV hefur verið í samstarfi við
undanfarin ár um leiðbeiningaþjón-
ustuna (ráðunautaþjónustuna).
Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða lýsir fullri andstöðu við inngöngu í ESB:
Mótmælir harðlega hugmyndum
um flutning hreindýra til Vestfjarða
- Vill að bændum verði bætt tjón vegna díoxínmengunar frá Funa
Frá aðalfundi Búnaðarsambands Vestfjarða. Fundarmenn voru ekki hrifnir
Haraldur Benediktsson formaður BÍ í
ræðustól en hann fjallaði m.a. í erindi
sínu um afstöðu Bændasamtakanna
til inngöngu Íslands í ESB.
Hreindýr eru eitt af einkennis-
merkjum Austurlands. Þangað
koma hundruð veiðimanna árlega
og þjónusta við veiðimenn er
vaxandi atvinugrein, bæði hvað
varðar gistingu og leiðsögn.
Eina tegund þjónustu þarf þó
að auka á Austurlandi og það eru
löglegar verkunarstöðvar fyrir hrein-
dýrakjöt. Allmargir leiðsögumenn
með hreindýraveiðum hafa komið
sér upp aðstöðu þar sem unnt er að
flá bráðina og verka kjötið, en aðeins
ein slík verkunarstöð hefur starfs-
leyfi frá Matvælastofnun, verkunar-
stöðin í Skóghlíð á Fljótsdalshéraði.
Löggilt sláturhús eru auðvitað einnig
valkostur, ef þar er vilji og tækni-
búnaður til að taka við villibráð, t.d.
sláturhúsin á Vopnafirði og Höfn í
Hornafirði.
Löggilt verkunarstöð ekki skilyrði
fyrir kjöt til eigin neyslu
Veiðimönnum er ekki skylt að fara
með bráð sína í löggilda verkunar-
stöð, enda er kjötið þá eingöngu til
eigin neyslu. Vilji þeir hins vegar
eiga þess kost að selja hluta kjöts-
ins ber þeim að fara með bráðina í
löggilta aðstöðu innan 24 klst. frá
því dýrið var fellt. Þangað verður
dýrið að koma óflegið og í heilu lagi.
Þar er aðstaða til fláningar, kælingar
og annarrar meðhöndlunar kjötsins
viðurkennd og gæði neysluvatns í
aðstöðunni einnig. Í slíkum stöðv-
um skoðar dýralæknir bráðina og
stimplar kjötið með viðurkenndum
stimplum sem heimila sölu kjötsins
í matvælafyrirtæki.
Sala á kjöti háð vottunum
Veitingastaðir og verslanir mega því
aðeins taka við og selja kjöt af hrein-
dýrum að þeim fylgi veiðinúmer og
staðfesting á að umrætt dýr hafi
verið heilbrigðisskoðað á löggiltri
verkunarstöð. Hreindýrakjöt sem
er löglega flutt inn hefur verið heil-
brigðisskoðað og verkað og um það
gilda sömu reglur og um aðra mat-
vöru, m.a. reglur um rekjanleika.
Gögn sem sýna fram á uppruna kjöts
eiga að vera aðgengileg heilbrigðis-
fulltrúum í eftirliti með matvæla-
fyrirtækjum.
Innan við sjötti hluti í sölu
Á árinu 2010 voru veidd um 1.200
dýr, en innan við 200 voru skoðuð
og stimpluð í löggiltri verkunarstöð.
Margir veitingastaðir hafa áhuga á að
geta keypt meira af hreindýrakjöti til
að hafa á matseðlum og allmargir
veiðimenn vilja fjármagna sína
veiðiferð með sölu kjöts af bráðinni.
Því er augljóst að aukin þörf er fyrir
löggiltar verkunarstöðvar nálægt
veiðislóð. Hér er atvinnutækifæri t.d.
fyrir bændur eða kjötiðnaðarmenn á
Austurlandi, sem vilja bjóða veiði-
mönnum frekari þjónustu.
Vaxandi atvinnugrein
Framleiðsla afurða úr hreindýrum,
hvort sem er kjöt, innmatur, húðir
eða horn, er vaxandi atvinnugrein
á Austurlandi. Handverksfólk og
matreiðslumenn, listamenn, leið-
sögumenn með hreindýraveiðum og
ekki síst veiðimenn eru hvattir til að
tryggja gæði vörunnar í hvívetna,
enda vilja allir Austfirðingar vera
stoltir af sínu einkennismerki hrein-
dýrunum.
Samstarfshópur
um hreindýrakjöt:
Matvælastofnun:
Hákon Hansson, Kjartan
Hreinsson, Sigurður Örn
Hansson
Heilbrigðiseftirlit Austurlands:
Leifur Þorkelsson, Helga
Hreinsdóttir.
Umhverfisstofnun:
Jóhann Guttormur Gunnarsson.
Hreindýr – austfirsk gæðaafurð