Bændablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Bað og sturta!
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
26.900
12.995
NAPOLI hitastýrð blöndunar-
tæki f. baðkar SAFIR sturtusett
2.595
NAPOLI hitastýrð blöndunartæki
fyrir sturtu 10.900
NAPOLI
hitastýrt
sturtusett
Álfheiður Sverrisdóttir tók
við formennsku í nemenda-
félagi Landbúnaðarháskóla
Íslands á Hvanneyri nú í
febrúar. Hún er vel kunnug
á Hvanneyri þar sem hún
er fædd og uppalin. Hún
segir námið við skólann
bæði skemmtilegt og gott og
félagslífið í miklum blóma.
Þó próf séu nú í gangi er
strax farið að huga að föst-
um viðburðum í félagslífinu
næsta haust.
„Ég tók við af Iðunni
Hauksdóttur sem var búin
að standa sig frábærlega vel.
Það hefur verið dálítið mikil
keyrsla á mér þar sem ég hef
verið að taka við þessu, en
þetta lærist. Viskukýrin er t.d.
árleg spurningakeppni sem er
mjög skemmtileg. Í vor erum
við búin að fara í búfjárræktar-
ferð og hér var fótboltamót í
síðustu viku (í lok apríl – innskot
blaðamanns) og grillaðar hreðjar.“
Álfheiður útskýrar þetta síðast-
nefnda nánar og segir að á haustin sé
haldið hrútauppboð þar sem félagið
kaupir hlut í hrút sem síðan er grill-
aður vorið eftir.
Hér eru allir góðir vinir
„Það er ótrúlegt hvað allir eru góðir
vinir hér í þessum skóla. Ég hef
ekki kynnst einni einustu pirrandi
manneskju í þessu námi. Hér eru
allir félagar og mjög heilsteyptir og
skemmtilegir. Háskólanám snýst
líka um að læra á lífið, það er ekki
bara bóknám. Það er því afar gott að
vera í svona góðum hópi og sérstaða
skólans felst einmitt í því hvað við
erum lítil eining.“
Álfheiður segir námið við
skólann mjög fjölbreytt og opni
möguleika í ólíkar áttir. „Ég er t.d.
í almennri náttúrufræði, sem er lína
í náttúru- og umhverfisfræði. Eftir
þetta nám hef ég ýmsa möguleika.
Ég get farið í mastersnám, beint
inn á vinnumarkaðinn eða tekið
kennsluréttindi, en nú er verið að
vinna að gerð samnings sem leiða
mun til þess að það tekur aðeins eitt
ár fyrir mig að ná mér í kennslu-
réttindi. Fjölbreytnin er því mjög
mikil í náminu. Þar er m.a. umhverf-
isfræðin, búvísindin og margt
fleira. Það er því engin spurning
að þetta er góður kostur fyrir þá
sem eru að leita að góðu námi,
frábærri aðstöðu og góðum
kennurum.“
Öflugt og skemmtilegt félagslíf
„Félagslífið er líka æðislegt og
ég hef hvergi heyrt talað um eins
öflugt og skemmtilegt félagslíf
og hér. Ef fólk er að sækjast eftir
slíku er þetta klárlega málið.
Hér ríkir mjög mikil samkennd
og þó hér sé hver braut fyrir
sig, þá heldur fólk sig ekki út
af fyrir sig. Vinahópurinn minn
samanstendur t.d. af fólki úr
skógfræði, umhverfisskipulagi,
búvísindum og raunar úr öllum
áttum. Maður er því ekkert að
einangrast eingöngu með því
fólki sem er á sömu braut. Þetta
gefur lífinu hér mikið gildi og
eykur manni víðsýni.
Þá hef ég kynnst hér fólki hvað-
anæva að af landinu. Í gegnum
það hefur maður lært ansi mikið í
landafræði og fengið innsýn í ólíkar
aðstæður fólks. Þá eru líka nemend-
ur hér með mikla starfsreynslu og
langan starfsferil að baki og mikla
þekkingu. Við grænjaxlarnir lærum
auðvitað af þeim líka.
Svo þykir mér bara afskaplega
vænt um þennan skóla. Ég er fædd
og uppalin hér á staðnum, pabbi
minn var kennari hér og mamma
mín vinnur hér. Mér finnst ég því
vera svolítið heima hjá mér í skólan-
um,“ segir Álfheiður Sverrisdóttir./
HKr.
„Hef hvergi heyrt talað um eins
öflugt og skemmtilegt félagslíf"
Álfheiður Sverrisdóttir
Formaður nemendafélags Landbúnaðarháskólans Íslands: