Bændablaðið - 26.05.2011, Page 22
Á Gili í Skagafirði er rekin lítil
verslun með handunnum vörum
og afurðum beint frá býli. Pálína
Skarphéðinsdóttir segir að hún
hafi opnað verslunina 1. júní 2008
og kallað hana Gott frá Gili. Þau
hjónin hafi þá verið hætt sínum
blandaða búskap í um fjögur ár og
sonur þeirra Ómar tekin við.
„Eftir að börnin fluttu af heiman
varð ansi tómlegt í húsinu hjá okkur og
því ákváðum við að gera hluta af hús-
inu að séríbúð sem í fyrstu var ætluð
því vinnufólki sem starfar hér á búinu
á Gili. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á handaverki og matargerð og hafði
ég um nokkurt skeið bakað og selt
bakkelsi í frystitogara hér í nágrenn-
inu. Einnig tók ég reglulega þátt í
sveitamörkuðum og öðru mörkuðum
þar sem ég seldi handavinnuna mína
og brauð. Gekk sú sala vel og hafði
ég það mikinn áhuga að ég ákvað
að prófa að opna þessa litlu verslun
heima hjá mér,“ segir Pálína um
aðdragandann. „Árið 2009 fórum
við svo í miklar endurbætur innan
og utan. Byggðum stóra sólstofu
sem nú hýsir verslunina og breyttum
bílskúr í bakarí. Árið 2010 gekk ég
til liðs við samtökin „Beint frá býli“
þar sem mér fannst hugsjónir þeirra
samtaka passa vel við það sem ég
hef að leiðarljósi hjá Gott frá Gili;
að vinna vöruna sem mest úr því
hráefni sem ég hef hér heima. Árið
2010 fékk ég svo þann heiður að
geta merkt matvörunar frá mér með
gæðamerki Beint frá býli „Frá fyrstu
hendi“, en sú viðurkenning gerir það
að verki að maður reynir ávallt að
standa sig.
Heimafengið hráefni
Ég er með gróðurhús þar sem ég nota
affall af heita vatninu til upphitunar.
Þar rækta ég m.a. gúrkur, tómata og
paprikur, en úr því hef ég meðal annars
gert Pickles (súrsað grænmeti) sem
hefur verið vinsælt hjá mér. Undan
farið hef ég einnig verið að leika mér
að gera ýmsar kökur og eftirrétti úr
rabarbara. Allt er þetta hráefni sem
ég hef unnið með frá því byrjaði að
búa en eftir ég byrjaði með baksturinn
hef ég verið lagt kapp í að prófa mig
áfram með þau. Jens maðurinn minn
veiðir silung í Miklavatni sem við
seljum reyktan.“
Pálína segir að verslun og gisting
hafi farið hægt af stað í byrjun en
aðsókn hafi smám saman aukist.
„Vonandi verður sumarið gott, sér-
staklega þar sem reiknað er með
metaðsókn ferðamanna til Íslands
þetta árið. Ég hef haft lokað á
veturna og ekki opnað fyrr en 1.
maí á vorin. Við sjálf bjóðum ekki
upp á neina afþreyingu en það er
ekki langt að leita hér í Skagafirði,
góð upplýsingamiðstöð er rekin í
Varmahlíð sem ég hef gjarnan vísað
á og stutt er til Sauðárkróks eða um
sex kílómetrar. “
„Ég tel þetta alveg þess virði að
fara í ferðaþjónustu ef bændur hafa
húsnæði og löngun til þess. En fyrst
og fremst þarf að vera fyrir hendi
þjónustulund og gefa ferðamann-
inum nægan tíma, án þess þó að vera
uppáþrengjandi,“ segir Pálínu þeim
sem eru í þessum hugleiðingum. Þá
er þetta mjög bindandi starf og svona
rekstur þolir ekki mikla fjárfestingu
eins og er, en vonandi á þetta eftir
að dafna á Íslandi í framtíðinni.“
Gott frá Gili er með facebook-
síðu sem finnst með leitarorðunum
„Gott frá gili“. /smh
Gott frá Gili í Skagafirði:
Handunnar vörur og afurðir beint frá býli
Gauti Gunnarsson og Guðbjörg Jóns-
dóttir, bændur á Læk í Flóahreppi,
ætla að opna nýja sveitaverslun í
húsnæði gamla barnaskólans í Þing-
borg núna um helgina, eða föstudag-
inn 27. maí, sem er sama helgi og
Fjör í Flóa verður. Verslunin hefur
fengið nafnið Búbót en þar verða
sunnlenskar afurðir frá bændum til
sölu, t.d. nautakjöt, lambakjöt, græn-
meti, lax og silungur – og rúsínan í
pylsuendanum verður Búbótarís frá
Læk, nýr ís sem Gauti og Guðbjörg
eru að byrja að framleiða úr mjólk-
inni úr kúnum á Læk. Ísinn kemur þó
ekki í sölu alveg strax. „Við höfum
gengið með þennan draum í mörg
ár og ákváðum að láta slag standa
núna, eftir að hafa verið á vaxtar-
sprotanámskeiði í vetur. Þingborg er
rétti staðurinn fyrir svona starfsemi
en meðalumferð framhjá staðnum
er 3.600 bílar á dag,“ segir Gauti.
/MHH
Gauti á Læk með Þingborg í baksýn.
Verslunin Búbót verður þar staðsett
á neðri hæðinni, þar sem gamli bar-
naskólinn var og Gauti gekk sjálfur
í. Nú opnar hann verslun í gömlu
kennslustofunni sinni.
22 - Ferðast um landið BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 26. MAÍ 2011
Ferðaþjónusta er ekki einungis
gisting og afþreying. Veigamikill
hluti hennar er maturinn sem
ferðafólki stendur til boða. Vitað
er að áhugi ferðamanna stendur
til þess að bragða á staðbundnum
mat sé hann í boði – og þetta á
sérstaklega við um erlenda ferða-
menn sem eru vanir slíku frá
sínum heimalöndum. Íslendingar
eru hins vegar vanir sjoppumenn-
ingunni við þjóðvegina og litlar
kröfur gerðar um meira í bili, en
það er þó að breytast – hægt og
sígandi. Það skýtur í raun skökku
við að Ísland – sem maður skyldi
ætla að væri gósenland fyrir mat-
artengda ferðaþjónustu – skuli
vera svo svifaseint sem raun ber
vitni.
Árið 2008 var félagið Beint frá
býli stofnað, en það er félagsskapur
bænda sem stunda eða hyggjast
stunda heimavinnslu og sölu afurða
beint frá býli bóndans á Íslandi. Þegar
landbúnaðarverðlaunin voru afhent á
síðasta Búnaðarþingi féllu þau Beint
frá býli og Ferðaþjónustu bænda í
skaut. Vissulega hefur félagsskapur-
inn Beint frá býli unnið gott starf á
þessum þremur árum. Félagið hefur
gert sitt til að vekja fólk til með-
vitundar um þennan mikilvæga þátt
ferðaþjónustunnar á Íslandi og hvatt
bændur til dáða á þessu sviði
Hæg uppbygging
En betur má ef duga skal. Þegar
Bændablaðið fór á stúfana í þeim
tilgangi að hafa uppi á nýjum og
áhugaverðum sveitaverslunum, var
ekki um auðugan garð að gresja. Svo
virðist sem uppbygging sveitaversl-
ana á Íslandi gangi fremur hægt. Þó
eru fáeinir hugsjónamenn þarna úti í
sveitunum að sýsla við að láta drauma
nokkur dæmi um slíkt. /smh
Matarbúrið á Hálsi í Kjós Dæmi um vel heppnaða sveitaverslun. Þórarinn Jónsson og kona hans Lisa Boije reka verslunina
Mynd | smh
Er Ísland gósenland fyrir matartengda ferðaþjónustu?
Bændurnir á Læk í Flóahreppi
Opna nýja
sunnlenska
sveitaverslun
í Þingborg