Bændablaðið - 26.05.2011, Page 25

Bændablaðið - 26.05.2011, Page 25
26 - Ferðast um landið BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 26. MAÍ 2011 Ferðaþjónusta bænda hlaut í síð- ustu viku Útflutningsverðlaun for- seta Íslands 2011. Verðlaunin voru afhent á Bessastöðum við hátíðlega athöfn þar sem fjöldi ferðaþjón- ustubænda mætti til móttöku í boði Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaieff. Sævar Skaptason, framkvæmda- stjóri Ferðaþjónustu bænda hf., tók á móti verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins en þau eru glerlista- verk eftir myndlistarkonuna Ingu Elínu. Við sama tilefni var Kristni Sigmundssyni óperusöngvara veitt heiðursviðurkenning fyrir að hafa í starfi sínu borið hróður Íslands víða um heim. Mikil viðurkenning fyrir landbúnaðinn „Þessi verðlaun eru ekki bara til okkar fyrirtækis í Síðumúlanum. Þetta er stórt mál fyrir okkar félaga sem eru margir bændur. Þá finnst mér þetta vera mikil viðurkenning fyrir landbúnaðinn í landinu,“ sagði Sævar í samtali við Bændablaðið. Honum finnst samt talsvert skorta á það innan Bændasamtaka Íslands að ferðaþjón- ustubændur njóti viðurkenningar sem alvöru bændur. Ferðaþjónusta sé ekk- ert ómerkilegri en aðrar búgreinar og fjölmargir bændur sem eru í sauðfjár- rækt, nautgriparækt og hrossarækt hafi einmitt nýtt sér uppbyggingu í ferðaþjónustu til að skjóta fleiri stoðum undir sinn búskap. Verðlaun fyrir afburða árangur Það hefur vakið athygli að Ferðaþjónusta bænda skuli nú fá þessi verðlaun, sem fram að þessu hafa yfirleitt fallið stórum útflutningsfyrirtækjum í skaut. Í máli formanns úthlutunarnefndar, Friðriks Pálssonar, kom fram að Ferðaþjónusta bænda hlyti verð- launin fyrir þá forystu sem fyrirtækið hefur sýnt í þróun ferðaþjónustu í hinum dreifðu byggðum landsins, fyrir afburða árangur í sölu- og markaðsmálum og fyrir þá fram- sýni sem fyrirtækið hefur sýnt í að innleiða sjónarmið sjálfbærrar þró- unar í starfsemi sinni. Hann sagði að Ferðaþjónusta bænda væri góður fulltrúi fyrir þann fjölda fyrirtækja sem laða að erlenda gesti til landsins. Í hópi með hinum stóru Útflutningsverðlaun forseta Íslands eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutn- ingsverslunar og gjaldeyrisöflunar íslensku þjóðarinnar. Í úthlutunar- reglum er kveðið á um að þau skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlenda markaði. Þau taka mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild hans í heildarsölu og markaðssetningu á nýjum markaði ásamt fleiru. Útflutningsverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989, þá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en meðal annarra fyrirtækja sem hafa hlotið þau eru Lýsi, Bláa lónið, Samherji, Guðmundur Jónasson, Össur, Kaupþing, Baugur, Atlanta, Flugleiðir, Marel og hugbúnaðar- fyrirtækið CCP. Standa sig vel í þjónustunni Sævar segir að uppbygging hjá ferðaþjónustubændum hafi almennt gengið vel á undanförnum árum. „Ég tel að ferðaþjónustubændur standi almennt þokkalega þó auðvitað séu einhverjir að glíma við meiri vanda- mál en aðrir. Það virðist þó vera að þeir sem hafa verið að byggja upp af skynsemi á undanförnum árum hafi farið ágætlega út úr því bakslagi sem hér varð. Í þjónustunni hafa menn staðið sig mjög vel en við höfum verið með í gangi þjónustukannanir og annað til að meta það. Gisting hjá bændum úti á landi er líka orðin mjög föst í sessi hjá okkar viðskiptavinum.“ Væntingarnar oft full hástemmdar Þjónustustigið hjá ferðaþjónustu- bændum er mjög mismunandi. Sumir hafa nær eingöngu verið að selja gistingu en það hefur verið að færast í vöxt, að sögn Sævars, að bændur séu farnir að bjóða upp á margvíslega þjónustu í kringum þetta. Þar má nefna hestaferðir, jeppaferðir, gönguferðir og kynn- ingar á búrekstrinum sjálfum þar sem gestir geta fengið innsýn í líf íslenskra bænda. Sveitaheimsóknir almennings og skólabarna á vorin eru t.d. að skapa umtalsverðar tekjur í sveitum og hjá ferðaþjónustuaðilum eins og rútufyrirtækjum. Á tyllidögum hefur ferðaþjónustu mjög verið haldið á lofti sem einni helstu máttarstoðinni í endurreisn íslensks atvinnulífs eftir hrunið 2008. „Auðvitað eru þessar væntingar svolítið hástemmdar. Það er reyndar heilmikið af tækifærum í þessari grein en maður vill samt sem áður vara við of hástemmdum væntingum. Góður árangur byggist á því að verið sé að selja samsetta þjónustu og þannig pakka þessu inn í umbúðir sem innihalda meira en gistingu. Utan háannatímans eru menn svo farnir að bjóða upp á aðstöðu fyrir námskeiðahald og fleira.“ Vaxandi möguleikar Sævar er sannfærður um að starfsemi ferðaþjónustubænda eigi eftir að vaxa áfram. Íslendingar séu aðeins að fá til sín lítið brot af þeim ferða- mannastraumi sem flakkar um heim- inn. Vissulega sé samkeppnin um ferðamennina hörð en þá skipti líka máli að menn séu að gera góða hluti sem spyrjast vel út og ferðamennirnir séu að upplifa eitthvað sérstakt. „Fyrir fjórum eða fimm árum vorum við ekki að fá til okkar nema 300 þúsund ferðamenn. Þeir voru um 500 þúsund á síðasta ári. Greinin er því augljóslega í vexti. Vandamál okkar er þó stuttur nýtingatími. Þar hafa samt líka verið að eiga sér stað breytingar. Ég er búinn að vera í þessu fyrritæki í 13 ár og enn lengur í greininni og þar hefur orðið heilmikil breyting. Jaðartíminn hefur verið að færast lengra inn á haustin og framar á vorin. Það er stöðugt að verða meiri ásókn ferðamanna hingað um vetrar- tímann. Norðurljósin eru þar talsvert aðdráttarafl. Þá er það vaxandi þörf stórborgarbúans að komast í frelsið og kyrrðina í sveitunum. Upplifa þar frið og ró náttúrunnar. Það er orðið mun eftirsóknarverðara en við gerum okkur kannski grein fyrir.“ Ferðaþjónustubændur eru líka alvöru bændur „Það er með ólíkindum hvað ferðaþjónustubændur hafa verið að leggja mikið á sig. Það er hörð vinna að byggja þetta upp og það þarf dugnað til að standa vaktina ef vel á að vera. Mér sýnist þó að margir séu að hafa af þessu ágætt viðurværi og margir hafa verið að færa sig úr hefðbundnum búskap og yfir í ferðaþjónustu. Ég ligg því ekkert á skoðun minni varðandi það að ég hefði viljað sjá bændafor- ystuna líta á ferðaþjónustuna meira sem sína grein. Að menn fari að líta á ferðaþjónustu í dreifbýli sem rekin er undir ákveðnum merkjum og markmiðum sem alvöru búskap. Mér finnst ekki ásættanlegt að ekki sé litið á þessa bændur sem alvöru bændur því þarna er fólk í atvinnu- rekstri í sveitum af fullri alvöru. Í Noregi er gjarnan sagt að menn geri ekki greinarmun á því hvort bændur yrki jörðina með því að beita á hana búfénaði eða túristum.“ Breyttar aðstæður í sveitum „Við höfum því líka verið að endur- skoða okkar markmið og gildi. Staðan í dag er allt önnur en fyrir tuttugu árum þegar bændur voru mun fleiri. Það hefur verið mjög mikil ásókn í að komast inn í okkar mark- aðs- og sölukerfi og þá oft af aðilum sem eru staðsettir utan þeirra svæða sem við viljum skilgreina sem sveit. Áður komust engir inn í okkar kerfi nema vera ábúendur á lög- býlum. Nú hefur það verið að ger- ast að unga kynslóðin hefur verið að kaupa sig inn í ferðaþjónustuna og landið undir það sem er þá ekki lengur lögbýli. Við höfum því verið að endurskoða ákveðna hluti í þessu en reynum þó að halda í okkar sér- stöðu hvað sveitirnar varðar. Allir okkar meðlimir eru félagar í Félagi ferðaþjónustubænda. Félagið á síðan um 25% í skrifstofunni þar sem margir bændur eru síðan sjálfir hluthafar í. Þannig má segja að þetta sé lokað hagkerfi innan þessa hóps og að því koma engir utanaðkom- andi aðilar sem geta hirt hagnaðinn. Í okkar rekstri náum við því að skapa ákveðið fjármagn til uppbyggingar innan þessarar hringrásar og erum hvergi á styrkjum.“ Bændur í lykilhlutverki við lengingu ferðamannatímans „Í kringum þetta allt er mikil atvinnu- sköpun og um leið gjaldeyrissköpun sem skiptir máli fyrir þjóðfélagið. Möguleikarnir í greininni felast ekki síst í að skapa ýmsa afþreyingu í kringum gistinguna. Stóru mögu- leikarnir í framtíðinni felast síðan í því að ná fram betri nýtingu á jaðar- tímanum utan háannatímans. Þar eru bændur í lykilhlutverki, því þeir eru að vinna þetta heima hjá sér,“ segir Sævar. /HKr. Ferðaþjónusta bænda hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2011: Ferðaþjónusta í sveitum er líka alvöru búskapur Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri segir verðlaunin mikla viðurkenningu fyrir landbúnaðinn Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda hf., Bryndís Óladóttirdóttir eiginkona Sævars, Dorrit Moussaieff forsetafrú og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands við hlið verðlaunagripsins sem er eftir Ingu Elínu. Myndir / Tjörvi Bjarnason.. Fríður hópur starfsfólks Ferðaþjónustu bænda með forsetahjónunum við verðlaunaafhendinguna á Bessastöðum. Hundur Dorritar vakti mikla kátínu í boðinu á Bessastöðum. Sævar segir verðalunin ekki síður vera viðurkenningu fyrir íslenskan landbúnaði. Sævar Skaptason tekur við viður- kenningunni úr hendi Ólafs Rag- nars Grímssonar forseta Íslands. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda hf., tók á móti verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins en þau eru glerlistaverk eftir mynd-listarkonuna Ingu Elínu. Við sama tilefni var Kristni Sigmundssyni borið hróður Íslands víða um heim.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.