Bændablaðið - 26.05.2011, Side 26
BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 26. MAÍ 2011 Ferðast um landið- 27
Ferða- og útivistarfélagið
Slóðavinir er félagsskapur karla
og kvenna sem stundar aðallega
ferðalög á fjórhjólum og götu-
skráðum torfærumótorhjólum.
Félagið var stofnað í janúar 2008
og er að hefja sitt fjórða starfsár.
Á dagskrá félagsins eru um 15
misstórar og mislangar ferðir árlega
og er þátttakan á bilinu fimm til fjöru-
tíu félagar í ferð. Dæmigerð ferð er
undirbúin þannig að oftast er pöntuð
gisting í skála eða hjá ferðaþjónustu
og er ekið út frá gististaðnum. Þegar
búið er að bóka gistingu er reynt að
ákveða fyrirfram skemmtilegar,
fáfarnar leiðir með því að hafa sam-
band við heimamenn og athuga hvort
slóðar og fjallvegir séu færir. Ef þeir
eru í einkalandi er fengið leyfi til að
fara þá, en oftast reyna Slóðavinir
að fá heimamenn, sem þekkja vel til,
til að ferðast með í þessum ferðum.
13 Slóðavinir og tveir
Strandamenn
Hér eftir fer stutt saga af 13
Slóðavinum og tveim strandamönn-
um sem hjóluðu með þeim í ferð
sem farin var í september 2009 út
frá Hólmavík. Gist var á Kirkjubóli
(ferðaþjónustu bænda) í ljómandi
aðstöðu með góðri eldunaraðstöðu
fyrir svanga maga.
Fyrri keyrsludagur
Á laugardagsmorgni var mæting
við Vegagerðarhúsið í Hólmavík kl.
10.00 um morguninn, en keyra átti
yfir Trékyllisheiði jarðýtuslóða sem
kemur niður fyrir ofan Ingólfsfjörð.
Við skiptum tvíhjólunum í tvo hópa
og fjórhjólin þrjú komu svo á eftir.
Þegar við komum þangað var verið
að smala rollum í Ingólfsfirði og
ákváðum við að fara út á Munaðarnes
og þaðan fórum við í Norðurfjörð
til að taka bensín. Síðan var farið að
Felli og alla leið upp á fjallið fyrir
ofan Fell, en þaðan er ótrúlegt útsýni
til allra átta.
Þegar við komum til baka var
safnið komið í réttina og hluti af
hópnum fór í Ingólfsfjörðinn og
alla leið í Ófeigsfjörð og síðan aftur
yfir Trékyllisheiðina, en tveir fóru
ströndina til baka.
Í tómu brasi
Fjórhjólaþrenningin var í tómu
brasi og endalausum viðgerðum, en
þeir náðu hraða hópnum við verk-
smiðjurústirnar í Ingólfsfirði þar
sem verið var að laga sprungið dekk.
Ferðin til baka yfir Trékyllisheiðina
gekk vel hjá öllum tvíhjólunum, en
fjórhjólin ætluðu ströndina.
Um kl 21.00 var sameiginlegur
matur fyrir þá 8 sem komnir voru á
Kirkjuból, en þá hringdi einn fjór-
hjólarinn og sagði að þeir hefðu
skilið eitt fjórhjól eftir, fjórhjólið
hjá honum væri bilað, og bað um
björgun. Gripinn var næsti bíll og
þeir sóttir, undir miðnætti komum
við til baka og var farið frekar seint
að sofa miðað við Slóðavini.
Seinni keyrsludagur:
Sunnudagsmorgun var aftur hittingur
við Vegagerðina og var hópurinn
komin niður í 8 hjól, en tveir voru
búnir með hjólakvótann og tvö af
þrem fjórhjólum úr leik svo að fjór-
hjólarar fóru í jeppaleik, en hinir á
Galdrasafnið á Ströndum.
Gamla póstleiðin
Þeir sem eftir voru fóru ævintýra-
lega leið upp úr Steingrímsfirðinum
og gamla póstleið sem liggur
af Þorskafjarðarheiðinni niður
Þorgeirsdal, sem er vestan til í
Þorskafirði (hjá Múla), en þessi leið
var frábær í alla staði þrátt fyrir að
vera seinfarin og grýtt á köflum (góð
leið fyrir fjórhjól og létt tvíhjól og
örugglega gaman að fara hana á hesti,
varla fær fyrir jeppa, en fyrir nokkru
las ég einhversstaðar að til stæði að
gera nýjan fjallveg nánast í þessu
forna vegarstæði).
Frábær helgi á fáförnum gömlum
götuslóðum í sérstöku vestfirsku
landslagi. /H. Líklegur
Dagur 1 í Trékyllisheiði. Myndin er tekin í jarðýtuslóðanum beint fyrir ofan
Hótel Djúpuvík.
Dagur 1, fjórhjólin að koma niður að Eyrarhálsi fyrir ofan Ingólfsfjörð
Dagur 2, síðasti spölurinn niður Þorgeirsdalinn sem er kjarri vaxinn að
Dagur 2, grýttur slóðinn upp Bröttubrekku upp úr Sóteyjardal.
Dagur 2, rústir sæluhússins vestan
við Gedduvatn.
Slóðavinir á fáförnum slóðum:
Á Ströndum og í Reykhólasveit