Bændablaðið - 26.05.2011, Síða 27

Bændablaðið - 26.05.2011, Síða 27
28 Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Byko hefur sölu á forsniðnum rammahúsum sem hönnuð eru af Magnúsi Ólafssyni arkítekt FÍA. Sögð bylting á byggingavörumarkaði í gerð sumarhúsa - Henta vel til að byggja upp við erfiðar aðstæður - Engin eining þyngri en tveir menn ráð við að bera á milli sín Magnús Ólafsson arkitekt hefur hannað nýja gerð sumarhúsa eða svonefnd „Rammahús“sem hann segir að geti t.d. auðveldað ferða- þjónustubændum mjög að sníða sér stakk eftir vexti ef þannig má að orðið komast. Húsin eru ekki forsniðin í heilum flekaeiningum heldur byggja þau á því að setja upp staðlaða ramma sem síðan eru klæddir að óskum hvers og eins. Stærstu einingarnar eru sperrurnar sem samt eru ekki hafðar þyngri en svo að tveir menn eiga að geta borið þær hæglega á milli sín. Ekki er því þörf á stórum byggingar- krönum eða dýrum tækjum við að koma húsunum upp. Þrjár megin gerðir BYKO hefur tekið að sér að fram- leiða allar einingarnar í húsin í verk- smiðjum sínum í Lettlandi. Í fyrstu er miðað við þrár megin stærðir húsa, þ.e. Rammahús BYKO – Gerð 32, Rammahús BYKO – Gerð 36 og Rammahús BYKO – Gerð 49. Tölurnar vísa til flatarmál grunn- flatar húsanna og eru margir fleiri möguleikar í boði. Að hluta forsniðin í pakka Aldrei fyrr hefur verið jafn auðvelt að eignast sumarhús og með nýju rammahúsunum segja talsmenn Byko. Húsin koma að hluta forsniðin og tilbúin í pakka. Þau eru hönnuð í samræmi við íslenskra bygginga- reglugerðir af Magnúsi Ólafssyni sem er margreyndur hönnuður á sviði eininga- og sumarhúsa. Allar bygginganefndateikningar fylgja og margar gerðir teikninga eru í boði. Efnið í húsin eru fram- leidd eftir ströngustu gæðakröfur sem gerðar til sumarhúsabygginga á Íslandi. Innifalið er gerð aðalteikninga, skráningartöflu, sérteikninga burðar- þolsteikninga að því gefnu að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag eða ígildi þess og afstöðumynd til notk- unar við gerð aðalteikninga. Gat Magnús þess reyndar við blaðamann að það kæmi vart til greina að selja slík hús nema að fyrir lægi samþykkt deiliskipulag. Allt að 12 íbúða einingar Efnispakkann má fá í mörgum stærðum allt frá 14 upp í 49 fermetra. Rammahús. Þau byggja öll á sömu grindareiningunni og eru því öll jafn breið. Auðvelt er að stækka við húsin sem einnig geta verið spennandi val- kostur í ferðaþjónustu þar sem hægt er að hafa húsin sem lengju minni gistirýma með allt að 2-12 íbúðum hvert. Raflagnir og pípulagnaefni er ekki innifalið í efnispökkum. Hægt að velja byggingarstig Burðarviður í húsin kemur tilsnið- inn í réttum stærðum og lengdum ásamt festingum með greinargóðum leiðbeiningum (sperrur og gólfbitar koma samsett). Auk þess að geta fengið húsin í fjölmörgum stærðum þá er hægt að kaupa 3 mismunandi efnispakka fyrir hvert og eitt hús sem helgast þá af því hversu mikið eða langt er farið í byggingu sumar- hússins. Efnispakki 1 miðast við allt efni til að gera húsið tilbúið að utan, fokelt að innan. Efnispakki 2 að gera húsið tilbúið að utan og innan með inni- hurðum og gólfefnum. Efnispakki 3 miðast við fullbúið hús með innréttingum og tækjum. Sölumenn reikna pallaefni og skjólgirðingar eftir óskum hvers og eins. Grunnstig 1 Svokallað grunnstig í svona pakka felur í sér, dregara undir gólfbita, tilsniðna burðargrind sem er for- boruð fyrir festingar. Þá eru Sperrur og gólfbitar samsettir. Krossviður í botn er tilsniðinn. Gluggar og hurðir með gleri og allar festingar vegna grindar og klæðningar (þak og veggir). Síðan kemur krossviður utan á hús, loftunargrind, borð- aklæðing, þakpappi og þakjárn á þak. Utanhússklæðing er vatnsklæðning, annað hvort bandsöguð 21x120 mm eða kúpt. Vatnsbretti og gerefti eru í kringum glugga Stig 2 Annað stig í byggingarpakka felur í sér allt það sama og í stigi 1 og að auki einangrun í loft, veggi og gólf. Þá eru 22 mm nótaðar gólfefnaspóna- plötur, panell, áfellur og gerefti inn í húsið. Einnig innveggjagrindur. Síðan er 95 mm panell á innveggi, þilull, innihurðir og gólfefni (plastp- arket). Stig 3 Þriðja stig felur í sér allt það sama og á stigi 2 en að auki eru fataskápar og eldhúsinnrétting. Einnig raftæki í eldhús með helluborði, ofni og kæli- skáp. Sem sagt allt sem til þarf svo hægt sé að leigja húsið út eða búa í því sjálfur. Allar nánari upplýsingar fást síðan hjá sölumönnum BYKO 515-4000 Magnús ÓLafsson arkitekt við sýningarhús sem komið hefur verið upp á lóð Byko á Breiddini í Kópavogi. Myndir / HKr. Stærri raðhús Svanþór Laxdal hjá Byko og Magnús Ólafsson arkitekt ræða hinar mörgu útfærslur sem hægt er að ná fram með Rammahúsunum. Nýjar reglur um netaveiði göngusilungs í sjó og Nr. 331 17. mars 2011 REGLUR um netaveiði göngusilungs í sjó. 1. gr. Reglur þessar varða eingöngu lagnetaveiðar á silungi í sjó. 2. gr. Lagnet skal vera landfast, liggja þvert á fjöru og eigi vera lengra en 50 metrar frá stórstraums-fjöruborði, að stjóra sjávarmegin. Breidd (dýpt) 3. gr. Óheimilt er að mynda gildru með staurum, grjóti eða öðrum föstum búnaði, en heimilt er að festa net í beina línu á stengur og fergja blýlínu svo net veiði við botn, enda séu endar netsins vel merktir með baujum. Á sama hátt er óheimilt að nota blakkir, talíur eða annan vélrænan búnað við að leggja, draga inn og strekkja net. 4. gr. Lagnet skal eigi vera smáriðnara en svo að 3,0 sm séu milli hnúta (6,0 sm riðill) þá net eru vot. Netið skal hins vegar eigi vera stórriðnara en svo að 5. gr. Bil milli lagneta í sjó skal vera minnst 100 m eftir endilangri strönd, þar lengd lagnets. Í sundum milli strandar og eyja eða hólma skal bil milli neta eftir endilöngu sundi vera hið sama og að framan getur, hvoru megin sunds sem net liggur. 6. gr. Net, sem ætlað er til veiða á göngusilungi, skal merkt í landendann með bauju ásamt nafni ábúanda og lögbýlis, sem hefur umræddan veiðirétt. Ef - eiganda til veiðanna og merkja netið með nafni og heimilisfangi sínu. 7. gr. síðari breytingum er óheimilt að stunda netaveiðar á silungi í netlögum sjávarjarða frá kl. 22.00 á föstudagskvöldi til kl. 10.00 á þriðjudagsmorgni. Um brot á ákvæðum reglna þessara fer samkvæmt 50. gr. laga um lax- og þyngri refsingu samkvæmt öðrum lögum. 9. gr. um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafn- Fiskistofu, 17. mars 2011. Árni Ísaksson forstöðumaður. Björn Jónsson lögfræðingur. B-deild – Útgáfud.: 1. apríl 2011 Nr. 409 6. apríl 2011 REGLUR 1. gr. Bönnuð er netaveiði göngusilungs í sjó árin 2011 og 2012 frá og með 10. júní til og með 10. ágúst með strandlengju í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 2. gr. Brot á ákvæðum þessara reglna varðar sektum samkvæmt lögum nr. brotum skal fara að hætti sakamála. 3. gr. Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 5. mgr. 15. greinar laga nr. 4. gr. Til viðbótar þeim takmörkunum, sem hér eru settar, skal vakin athygli á því að allar netaveiðar á silungi í sjó eru óheimilar frá kl. 22.00 á Fiskistofu, 6. apríl 2011. Árni Ísaksson forstöðumaður. Björn Jónsson lögfræðingur. B-deild – Útgáfud.: 27. apríl 2011

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.