Bændablaðið - 26.05.2011, Page 34
35Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011
Um síðustu helgi buðu tvö kúabú
gestum og gangandi að fylgjast
með þegar kúnum á bæjunum var
hleypt úr fjósi eftir vetrarinni-
stöðu. Fjöldi fólks gerði sér ferð
til að fylgjast með þessum við-
burðum, sem heppnuðust vel og
voru gerð ágæt skil í fjölmiðlum.
Annað þessara búa, Helluvað í
Rangárþingi ytra, hefur gert
þetta í nokkur ár og með því
lagt sitt lóð á vogarskálarnar í
að viðhalda tengslum bænda og
neytenda, ásamt því að viðhalda
jákvæðri ímynd greinarinnar.
Viðbrögðin við tiltækinu segja
aðeins eitt; fleiri býli ættu að
bjóða upp á slíkt hið sama.
Undanfarnar vikur hefur verið
uppi talsverð umræða í samfélaginu
um aðbúnað og velferð búfjár.
Mest hefur þar borið á umræðu
um aðbúnað svína og varphæna.
Aðeins hefur nautgriparæktina
borið á góma, þá helst í tengslum
við útivist nautgripa. Nú er stunduð
framleiðsla á nautgripaafurðum á
tæplega eitt þúsund búum hér á
landi. Á síðasta ári áminntu yfir-
völd níu framleiðendur fyrir brot á
því ákvæði reglugerðar um aðbún-
að nautgripa sem lýtur að útivist
þeirra. Það eru rétt um 1% fram-
leiðenda. Það má því ljóst vera, að
ekki þarf marga til að hafa neikvæð
áhrif á ímynd greinarinnar, sem
bitnar á allri heildinni.
Fyrir rúmum áratug stóðu vel-
flestar kýr landsmanna í básafjós-
um, nú er það hlutfall komið niður
fyrir helming. Kúm í lausagöngu
hefur fjölgað að sama skapi. Ný
fjós hafa verið byggð og þau eldri
endurbætt. Aðbúnaður nautgripa
hefur því tekið miklum framförum
á undanförnum árum og þeir hafa
það betra en áður fyrr. Því heyrast
þau sjónarmið, að litlu skipti hvort
nautgripir séu inni eða úti, árið um
kring. Útivistarumræðan snýst
bara ekkert um það. Hún snýst
um ímynd framleiðslunnar. Það
er almennt viðhorf í samfélaginu,
að það sé eðlilegur hluti af naut-
gripahaldi að gripirnir séu úti við
yfir sumarmánuðina. Þar fyrir utan
eru vel hirtir gripir í góðum haga
ein besta auglýsingin sem greinin
getur fengið; fyrir yfirgnæfandi
hluta framleiðenda er hún sjálf-
sagður hluti af framleiðsluferlinu.
Á vegum bænda og samtaka
þeirra eru í gangi ýmis verk-
efni sem lúta að tengslamyndun
og ímyndarsköpun greinarinnar.
Þar má nefna verkefni á borð við
Opinn landbúnað, þar sem almenn-
ingi gefst kostur á að heimsækja
bændabýli og kynnast þeim störf-
um sem þar eru unnin. Búin sem
þátt taka í því verkefni taka einnig
á móti fjölda leik- og grunnskóla-
barna ár hvert. Dagur með bónda,
þar sem bóndi heimsækir 7. bekk
grunnskóla og fer í gegnum skipu-
lagða fjögurra kennslustunda dag-
skrá, er gott dæmi um vel heppnað
verkefni á þessu sviði. Fyrir nokkr-
um árum var haldinn hér á landi
dagurinn Bændur bjóða heim, þar
sem fáeinir tugir bændabýla buðu
almenningi í heimsókn við góðar
undirtektir. Jákvæð hliðaráhrif af
því verkefni voru að víða var ráðist
í mikil þarfaverk á sviði umhverf-
ismála. Þá býður mjólkuriðnaður-
inn 10-12 ára grunnskólabörnum
í heimsókn ár hvert. Ónefndar eru
landbúnaðarsýningar sem haldnar
eru í héraði og vekja jafnan tals-
verða athygli.
Öll framangreind verkefni lúta
að því að komast í bein tengsl við
almenning og byggja upp skilning
á stöðu og starfi bænda, ásamt því
að beina athyglinni að uppruna
þeirra afurða sem eru mikilvægur
hluti af fæðu þjóðarinnar. Af og til
kemur upp tillaga um að samtök
bænda ráði sérstakan talsmann, sem
tali máli greinarinnar þannig að allir
skilji. Ég hef lengi haft sannfæringu
fyrir því, að bændur sjálfir séu bestu
talsmenn greinarinnar. Uppákoma á
borð við þá sem nefnd var í upphafi
kostar smávegis vinnu en lítið af
peningum. Góð og jákvæð ímynd
verður hins vegar vart metin til fjár.
/BHB
Raddir kúabænda
Útivist og ímyndarmál
Sláturfélag Suðurlands svf. Fosshálsi 1 IS-110 Reykjavík Sími 575 6000 Fax: 575 6090 www.ss.is
Verðskrá 2011
Sáðmagn Sekkur Verð án vsk Verð pr. sekk
Tegund Stofn kg/ha kg kr/kg án vsk.
Grasfræ:
Vallarfoxgras Engmo 25 25 512 12.800
Vallarsveifgras Sobra 18 25 566 14.150
Vallarsveifgras Balin 18 25 566 14.150
Túnvingull Gondolin 20 - 25 15 340 5.100
Grænfóðurfræ:
Sumarrýgresi Barspectra (4n) 35 25 355 8.875
Vetrarrýgresi Dasas (4n) 35 25 382 9.550
Vetrarrepja Barcoli 10 25 495 12.375
Vetrarrepja Hobson 10 25 422 10.550
Sáðvara
Gras- og grænfóðurfræ frá viðurkenndum framleiðendum
Viðskiptakjör:
3% staðgreiðsluafsláttur eða reikningsviðskipti með eindaga 15. næsta mánaðar eftir útgáfu reiknings.
Baldur H. Benjamínsson
Framkvæmdastjóri LK
Dalvegi 6-8
201 Kópavogur
Sími 535 3500
www.kraftvelar.is
kraftvelar@kraftvelar.is
Kynntu þér hvað T5000 línan hefur upp á að bjóða.
Einn ódýrasti kosturinn í nýjum dráttarvélum í dag.
NEW HOLLAND
T5000 línan
T5040 86 hestafla
T5050 97 hestafla
T5060 106 hestafla
T5070 113 hestafla