Bændablaðið - 26.05.2011, Side 42

Bændablaðið - 26.05.2011, Side 42
43Bændablaðið | fimmtudagur 26. maí 2011 Lesendabásinn Fyrir nokkrum árum hófst verk- efnið Opinn landbúnaður af frum- kvæði Bændasamtakanna og fleiri aðila innan landbúnaðargeirans. Í upphafi var horft til þess að bændur tækju á móti gestum, sýndu þeim búið sitt og segðu frá sínu starfi og starfsumhverfi. Einhverjir bændur myndu verða með opinn dag en aðrir taka á móti pöntunum eða bjóða upp á þjónustuna hluta úr ári. Eins og með allt annað þá hefur þetta verkefni þróast og á síðustu árum hafa bæst við fleiri bændur með mjög mismunandi búrekstur og bak- grunn. Nú eru alls 36 bæir sem eru í tengslaneti Opins landbúnaðar en á síðasta ári voru alls um 50 þúsund einstaklingar sem heimsóttu bæina. Á sama tíma hefur einnig orðið vitundarvakning hjá landanum og hann sækir í auknum mæli eftir að koma heim á þessa bæi, fræð- ast um búskapinn, landbúnaðar- mál, Evrópusambandsaðild, utan- kvótamjólk, heimavinnslu afurða, aðbúnað dýra, kýrnar út, skógrækt, endurheimt votlendis, fækkun dýra- læknaumdæma, fækkun í sveitum, friðun villtra spendýra, skólamál og ég veit ekki hvað. Öllum þessum spurningum reynum við, sem erum þátttakendur í Opnum landbúnaði, að svara sam- viskulega og gefa ferðamanninum sem gleggsta mynd af þeim raun- veruleika sem landbúnaðurinn býr við. Það má með sanni segja að það að taka á móti gestum í Opnum land- búnaði, hafi gert það að verkum að við sem það gerum þurfum í auknum mæli að sækja okkur upplýsingar um allt það er að ofan greinir og fleira til. Ekki þýðir að yppa öxlum og segjast ekki vita það eða að maður hafi nú ekki kynnt sér þetta eða hitt, því það er hreinlega ætlast til þess af okkur að geta svarað eða þá bent á svarið, t.d. með því að benda á greinasafnið á bondi.is, hagtölur landbúnaðarins, síðasta Bændablað, fréttir í fjölmiðlum og fleira. Þetta útheimtir nokkra vinnu og oft á tíðum dálítið strembna upplýs- ingasöfnun, en þökk sé google.com, þá er leitin oft auðveld, þó erfiðara geti verið að útskýra fyrir þeim sem ekki þekkja mikið til geirans. Ég vil að endingu ljúka þessu litla erindi mínu á því að þakka Búnaðarþingi og stjórn BÍ fyrir það frumkvæði sem þessir aðilar hafa sýnt með því að koma Opnum land- búnaði á fót. Það er engin spurning að þetta verkefni skiptir miklu fyrir innlenda ferðamenn sem fara um landið sitt og vilja kynnast dásemd- um sveitarinnar, sem og útlending- um sem vilja einnig fá tækifæri á að komast í mikið návígi við hin almenna borgara (bónda) og fá upp- dregna hina raunverulegu mynd af landbúnaði á Íslandi. Síðast en ekki síst þá skiptir þetta okkur íslenska bændur mestu máli. Með því að taka á móti landanum og veita honum innsýn í okkar starfsvettvang náum við á auðveldan hátt að koma okkar skilaboðum til neytenda Íslenskra landbúnaðarvara. Opinn landbún- aður veitir á sama hátt mikið aðhald og gerir kröfur á alla íslenska bændur að standa okkur í stykkinu og sinna störfum okkar vel. Við sem erum fulltrúar land- búnaðarins í Opnum landbúnaði leggjum okkur fram um að vera góðir sendiherrar greinarinnar og erum þakklát því að fá þetta tækifæri, sem okkur er falið, með því að fá að kenna okkur við Opinn landbúnað! Gleðilegt sumar og upp í sveit! Þorgrímur Einar Guðbjartsson Erpsstöðum, Dölum vestur. Opinn landbúnaður - hvað er það og skilar þetta einhverju? Þorgrímur Einar Guðbjartsson Fyrir rúmlega 1100 árum var komið með sauðfé til Íslands og þegar byggð þéttist og sauðfé fjölg- aði, varð hver og einn eigandi að geta sannað hvaða kind væri sín eign. Þetta var gert á þann hátt að numið var af eyrum kindarinnar á breytilegan hátt. Helstu annmarkar voru sam- merkingar en leyst var úr þeim vanda smátt og smátt með því að hafa lengra á milli eigenda. Fyrir daga prentaðra markaskráa urðu menn að geyma í minni sér hver ætti hvaða mark. Margir þekktu mörk og eigendur hvers og eins á stórum svæðum, t.d. Marka-Leifi og margir álíka, og sumir þekktu fé af breytilegum svip eftir bæjum. Minn áhugi á mörkum kom aðallega frá frænda mínum Jóni G. Jónssyni og umgengni minni við sauðfé mitt og nágranna minna. Fyrstu kynni mín af plötumerk- ingum voru í f j á r sk ip tunum 1952, þá smíðuðu menn og letruðu sjálfir á álmerki. Frá þessum tíma var farið að setja númeruð merki í lömb svo að rekjanleiki ættar hverrar kindar væri sem öruggastur gagn- vart ræktun. Plötumerki hafa alla tíð farið úr eyrum, eitt og eitt, af margskonar orsökum, en ef eyrað er óskemmt að mestu (það er að gatið eða rifan eftir plötuna sé eina auka missmíðin), þá er auðvelt fyrir vanan sauðfjárbónda (eða vanan starfsmann í sláturhúsi) að rekja einstaklinginn til hjarðar og jafnvel til móður við uppgjör ærbókar. Í öllum lögréttum eru marklýsingarmenn. Nú á seinni tímum hafa stjórnvöld verið að taka upp margskonar til- skipanir frá ESB, þar á meðal um sauðfé. Margar af þessum tilskip- unum eru augljós- lega sniðnar að allt öðrum aðstæðum en eru hér á landi. Til dæmis skulu vera tvær plötur í hverri kind. Ég var einn af þrem fulltrúum sauðfjárbænda í Strandasýslu á aðal- fundi Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda í vor. Í umræðum og fyrir- spurnum til Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis og Þorsteins Ólafssonar dýralæknis spurði ég um stöðu eyrnamarksins í rekjan- leika- kerfi til hjarðar ef plata væri ekki í eyra, t.d. í sláturhúsi. Þorsteinn sagðist ekki geta varið eyrnamörkin gagnvart ESB. Mér varð orða vant. Síðan hef ég leitað upplýsinga og þá er ýmislegt sem ekki hefur farið hátt og hinn almenni bóndi veit ekki um. Eyrnamörk eru enn notuð á nokkrum stöðum í Evrópu. Þá er vitað að Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa, um árabil, farið þess á leit við Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið og Matvælastofnun að fá íslensku eyrnamörkin viðurkennd hjá ESB. Hvað veldur að embættismenn þessara stofnana sinna ekki þessu máli, sem varðar miklu fyrir íslenska sauðfjárbændur? Gunnar Þórisson, Melum. Viðurkenning ESB á íslenskum eyrnamörkum sauðfjár Hvað veldur að embættismenn þessara stofnana sinna ekki þessu máli, sem varðar miklu fyrir íslen- ska sauðfjárbændur? Út er komin bókin „Svarfaðardals- fjöll - Genginn fjallahringurinn umhverfis Svarfaðardal“. Höfundur er Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur, á Möðruvöllum í Hörgárdal. Bjarni og þrír félagar hans ákváðu árið 1995 að hrinda í framkvæmd hugmynd Hjartar E. Þórarinssonar á Tjörn í Svarfaðardal um að ganga á hreppamörkum umhverfis Svarfaðardal, alls um 120 km leið þar sem á vegi þeirra voru 75 fjalls- tindar og jafn mörg fjallaskörð. Það tók þá félagana átta ár á tímabilinu 1995 til 2003 að ljúka verkefninu en göngudagarnir voru alls 15 sem allir þurftu drjúgan undirbúning auk þess sem mikið torleiði varð víða á vegi þeirra svo sem brattar fjallseggjar og skriður. Fyrir tveimur árum sendi Bjarni frá sér bókina „Á fjallatindum, gönguferðir á hæstu fjöll í sýslum landsins“. Mikill fengur var að þeirri bók, ekki einungis af ferðalýsing- unum og efni tengdu hæstu tindum í hverri sýslu, heldur einnig ljóðum og lausu máli úr ýmsum áttum sem hann tengdi hverju fjalli. Bókin Svarfaðardalsfjöll ber mörg hin sömu einkenni um frjóan hug höfundarins en einnig opnar hann lesandanum nýja og dýpri sýn á Tröllaskagann milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Meðfram strönd- inni beggja vegna skagans og víða inn til dala hefur verið og er enn blómleg byggð. Hálendið þar á milli er hins vegar víða eitthvert torfærasta og fáfarnasta svæði hér á landi. Meginefni bókarinnar er leiðarlýsing á hringferðinni eftir hreppamörkum Svarfaðardals sól- arsinnis frá Hámundarstaðarhálsi á Árskógsströnd og þaðan vest- ur, norður og aftur austur að Ólafsfjarðarmúla, en leiðin skiptist á 15 dagsferðir á átta árum eins og komið er fram. Þessi leiðarlýsing er mikið myndskreytt og aðgengileg en svo sem vænlegt er þá auðveldar nokkur staðkunnátta það að njóta lýsingarinnar. Það eykur gildi bókarinnar að í henni er að mestu lýst landslagi sem aldrei hefur verið skrifað um áður, og er raunar látið að því liggja í bókinni að á suma tindana hafi mannsfótur aldrei stigið. Að lesa bókina Svarfaðardalsfjöll eftir að hafa lesið bókina Á fjalla- tindum er líkast því að ganga í annan bekk eftir að hafa lokið fyrsta bekk. Annar bekkur gerir meiri kröfur til nemandans en fyrsti bekkur en launin eru að sama skapi meiri. Efst stendur hins vegar að Bjarni hefur bætt enn einu kjörriti við bóka- skrá sína. Bókin fæst í bókabúðum og hjá útgefanda, Bókaútgáfunni Hólum, sími 587 2619. Matthías Eggertsson. Svarfaðardalsfjöll Bók Bjarna Guðleifssonar um gönguleiðir um fjallahringinn umhverfis Svarfaðardal INNRÉTTINGAR Glæsilegar innréttingar í hæsta gæðaflokki www.friform.is SENDU OKKUR MÁLIN ARKITEKTÞJÓNUSTA: ELDHÚS ÞVOTTAHÚS BAÐ FATASKÁPAR RAFTÆKI AFSLÁTTUR20% AFSLÁTTUR20% 50% AFSLÁTTUR AF FLUTNINGI ÚT Á LAND 20% AFSLÁTTUR OG 10% AÐ AUKI SÉ GREITT Í EINU LAGI VIÐ PÖNTUN Verð á Helluskeifum Sléttur gangur 1400 kr. Pottaður gangur 1600 kr. ÍSLENSKT ÓDÝRT OG GOTT Síminn er 8937050

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.