Fréttablaðið - 05.01.2012, Síða 2
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR2
bRUnI „Hann byrjaði á því að
slökkva eldinn í andlitinu á mér
með því að rífa upp gólfteppið
og pakka mér inn í það. Ég var
búin að reyna að velta mér um
á gólfinu en þegar ég sneri mér
upp blossuðu logarnir alltaf
upp aftur,“ segir Margrét
Sverrisdóttir, íbúi í Fagrahjalla
í Kópavogi. Margrét brann
töluvert í andliti og á hálsi, kvið,
læri og illa á annarri hendi í
desember þegar sprenging varð
í etanól-arni á heimili hennar.
Sonur Margrétar, hinn átján
ára gamli Theodór Fannar
Eiríksson, brást fljótt við þegar
sprengingin varð. Læknar og
bráðaliðar tjáðu henni að Theo-
dór hefði bjargað lífi hennar.
Hann hefði brugðist hárrétt við
þrátt fyrir að hafa aldrei sótt
námskeið í slysavörnum.
„Ég er í raun hissa á því hvað
hann var rosalega skynsam-
ur. Þegar við komum út úr
húsinu fékk fólk algjört
áfall við að sjá mig og þá
hringdi hann á Neyðar-
línuna,“ segir Margrét.
„Hann gerði allt, strák-
urinn.“
Margrét var flutt á
bráðadeild Land-
spítalans og á
lýtadeild í kjöl-
fa r i ð . H ú n
dvaldi á spítal-
anum í tæpar
tvær vikur
og fékk að
fara heim
daginn
fyrir
gamlárs-
kvöld og
þurfti ekki að gangast undir nein-
ar húðágræðslur. Hún er afar
ánægð með þá umönnun
sem hún fékk á spítalanum.
Hún segist aldrei ætla að
nota etanól-arininn aftur
og vonar að fleiri eigi eftir
að fylgja dæmi hennar.
Hún hefur átt arininn í
rúm þrjú ár og notað
hann einungis við
sérstök tækifæri.
Margrét lýsir
sprengingunni
þannig að hún
h a f i þ eyst
b u r t f r á
eldstæðinu
og lent á
bókaskáp
í stofunni.
Eldurinn
varð
töluverður og er mikið af
húsinu ónýtt eftir bruna og
reykskemmdir.
„Við förum ekki heim á
næstunni. Það þurfti að rífa
allt út úr húsinu; parket,
eldhúsinnréttinguna, loftin — það
urðu svo miklar reykskemmdir,“
útskýrir Margrét, sem er yfir
sig hamingjusöm að betur fór
en á horfðist og að þurfa ekki að
gangast undir neinar aðgerðir. „Ég
verð líklegast bara með hanska á
hendinni,“ segir hún.
Sonur Margrétar og foreldrar
hennar fóru til Kanaríeyja um
jólin, líkt og fjölskyldan hefur
gert að sið síðustu fimmtán ár. Hún
þurfti þó að dvelja á sjúkrahúsi til
að ná sér eftir slysið. „Ég hafði það
loks í gegn að þau færu. Strákurinn
hafði sérstaklega gott af því,“ segir
hún. sunna@frettabladid.is
Frá brunastað Theodór Fannar bjargaði móður sinni þegar kviknaði í íbúð þeirra
við Fagrahjalla. Margrét brann illa í andliti, á höfði og hendi. Mildi þykir að ekki fór
verr. FréTTablaðið/vilhelM
Sonurinn kæfði eld
með rifnu gólfteppi
Átján ára drengur bjargaði lífi móður sinnar þegar kviknaði í henni út frá
etanól-arni. Konan brann illa í andliti og á líkama en grær vel. Hún mun aldrei
nota arininn aftur. Missti af 15 ára jólahefð fjölskyldunnar vegna brunans.
FAnGELSISMÁL Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra og
Logi Már Einarsson, formaður
Arkitektafélags Íslands,
undirrituðu í gær samning um
útfærslu hönnunarsamkeppni
um byggingu nýs fangelsis á
Hólmsheiði í Reykjavík.
Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdir hefjist í árslok og að nýtt
fangelsi verði tekið í gagnið 2014.
Bygginguna skal hanna í
samræmi við þá stefnu Fangelsis-
málastofnunar að föngum verði
tryggð örugg og vel skipulögð
afplánun, mannleg og að fyrir
hendi verði aðstæður og umhverfi
sem hvetja fanga til að takast á við
vandamál sín. - jss
Samkeppni á Hólsheiði:
Byggingu fang-
elsis ýtt út vör
LöGREGLUMÁL Maður hefur gefið
sig fram til lögreglu og upplýst
að hann hafi kveikt í kanínukofa
með kanínu inni í, í hrauninu
við Garðabæ. Hann fullyrðir þó
að kanínan hafi verið dauð áður
en hann bar eld að kofanum.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að tvær ungar stúlkur hefðu
tilkynnt lögreglu um kanínuna.
Í tilkynningu segir að
lögreglumenn hafi hitt börnin og
forráðamenn þeirra í gær og verið
vísað á kanínuna. Bæði henni og
kofanum var fargað.
Þá segir að maður hafi haft
samband við lögreglu vegna
málsins. Hann sagði dauða
kanínunnar hafa borið að með
eðlilegum hætti og er ekki talin
ástæða til að rengja frásögn
mannsins, sem er sagður mjög
miður sín vegna málsins. Hann
gat þess enn fremur að hann hefði
alltaf ætlað sér að urða bæði
kofann og hræið en „því verki
hefði því miður bara verið rétt
ólokið þegar börnin komu að og
þótti honum það afar leitt“. - sv
Lögregla skoðaði kanínuhræ:
Maður viður-
kenndi íkveikju
HAMFARIR Aldrei hafa náttúru-
hamfarir valdið jafn miklu tjóni
á einu ári og árið 2011. Þetta er
mat þýska tryggingafyrirtækis-
ins Munich Re.
Í ársskýrslu fyrirtækisins
segir að tjón vegna náttúru-
hamfara hafi á árinu numið 380
milljörðum bandaríkjadala sem
er jafngildi tæpra 47 þúsund
milljarða króna. Fyrra metið
var rúmir 27 þúsund milljarðar.
Dýrustu hamfarir ársins voru
stóru jarðskjálftarnir tveir í
Japan og á Nýja-Sjálandi.
- mþl
Aldrei meira tjón en 2011:
Hamfarir aldrei
reynst dýrari
FjöLMIðLAR Skipulagsbreyting hefur verið ákveðin hjá
365 miðlum. Breytingin felur í sér að þeir starfsmenn
ritstjórnar Fréttablaðsins sem hafa haft með höndum
skrif í kynningarblöð sem fylgt hafa blaðinu færast
yfir til sölu- og þjónustusviðs 365 miðla.
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir
að útgáfa kynningar- og auglýsingablaða á vegum 365
miðla hafi farið vaxandi og verið vel tekið. Löng hefð
sé fyrir því að kynningarblöð á vegum fyrirtækja,
stofnana og félagasamtaka fylgi dagblöðunum. „Sú
nýbreytni sem auglýsingadeild 365 hefur bryddað upp
á er að gefa út kynningarblöð þar sem kynningum
frá smærri fyrirtækjum eða samtökum úr svipuðum
bransa er safnað saman,“ segir Ólafur.
„Starfsfólk ritstjórnar hefur skrifað þessi blöð
vegna þess að hér er færnin og reynslan í að skrifa
texta. Nú er umfang þessara skrifa hins vegar orðið
það mikið að eðlilegast er að starfsmenn sem hafa
þau með höndum færist yfir á sölusviðið. Skipulags-
breytingin er gerð til að taka af allan vafa um
aðskilnað frétta og ritstjórnarefnis annars vegar og
auglýsinga hins vegar,“ segir hann.
„Þetta tvennt hefur verið rækilega aðgreint í
fylgiblöðum Fréttablaðsins en það er rökrétt skref
að aðgreina einnig þær deildir í fyrirtækinu sem
vinna mismunandi efni.“
Skipulagsbreyting verður gerð hjá 365 miðlum, útgáfufélagi Fréttablaðsins:
Enn skerpt á aðgreiningu
ritstjórnarefnis og auglýsinga
HöFuðstöðvar 365 Þeir starfsmenn ritstjórnar Fréttblaðsins
sem hafa haft með höndum skrif í kynningarblöð færast nú
yfir til sölu- og þjónustusviðs. FréTTablaðið/valli
spurning dagsins
bAnDARíkIn, AP Þeir Mitt Romney, fyrrverandi
ríkisstjóri í Massachusetts, og Rick Santorum
öldungadeildarþingmaður urðu nánast jafnir
í forkosningum Repúblikanaflokksins í
Iowa, báðir með tæplega fjórðung atkvæða í
þessum fyrstu forkosningum flokksins fyrir
forsetakosningarnar í haust.
Romney hlaut 30.015 atkvæði en Santorum
30.007 þannig að mismunurinn var aðeins
átta atkvæði. Þeir Newt Gingrich og Rick
Perry fengu mun færri atkvæði, eða 13 og 10
prósent, og Michelle Bachmann fékk aðeins
fimm prósent og varð þar með í sjötta sæti.
Hún tók síðan í gær ákvörðun um að draga
sig út úr kosningabaráttunni.
Santorum var hæstánægður með niður-
stöðuna og segir hana ómetanlega hvatningu
til sín, enda var hann lengi vel ekki talinn
sigurstranglegur: „Það er nú eða aldrei
fyrir íhaldskjósendur,“ sagði hann, „ég
er eini íhaldsmaðurinn sem starfa af
ástríðu og heilindum og get sameinað
Repúblikanaflokkinn.“
Forkosningarnar í Iowa fara þannig fram
að áhugasamir kjósendur mæta á kvöldfundi,
sem haldnir eru í skólum, kirkjum og
samkomuhúsum víða um land og greiða
atkvæði að loknum ræðuhöldum. Rúmlega
122 þúsund manns mættu á þriðjudag til
þessara kosningafunda, en það eru innan við
tíu prósent af skráðum kjósendum í Iowa.
- gb
Línur byrjaðar að skýrast við formlegt upphaf kosningabaráttu repúblikana:
Michelle Bachmann hætt við framboð
Mitt roMney Hrósar sigri hefur tryggt sér stuðning
frá John McCain, sem var forsetaefni flokksins síðast.
nordiCphoTos/aFp
Biggi, ertu búinn að ímeila
þá?
„nei, það er búið að vera mikið
maus að ná í þá.“
birgir Örn steinarsson, í hljómsveitinni
Maus, sem varð einna frægust fyrir lagið
„ég ímeila þig“, er ósáttur við samnefnda
hljómsveit í hollandi.
DAnMöRk Lárus Freyr Viðarsson,
24 ára Íslendingur sem búsettur
er í Danmörku, hefur verið
dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir
morð. Lárus og félagi hans
skutu konu til bana í smábænum
Lund í Danmörku, skammt frá
Horsens, í apríl síðastliðnum.
Þeir voru dæmdir í bæjarrétti
skömmu síðar en áfrýjuðu.
Vestri-Landsréttur staðfesti
dóminn yfir Lárusi í gær.
Félagi hans fékk 12 ára
fangelsi í vor fyrir aðild að
morðinu. Hann var aftur á
móti sýknaður í Landsrétti, en
dæmdur í þriggja og hálfs árs
fangelsi fyrir að hafa stefnt lífi
þeirrar myrtu í hættu og fyrir
brot á skotvopnalögum. - sv
Danir staðfesta dóm:
Íslendingur í 14
ára fangelsi
tæpur fimmtungur reykir
samtals reykja 18,9 prósent
fullorðinna Íslendinga. Þetta er
niðurstaða Capacent Gallup sem
gerði fjórar kannanir um málið í fyrra.
Um 14,3 prósent reykja daglega en
4,6 prósent sjaldnar en daglega.
HeilbrigðisMál