Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.01.2012, Qupperneq 8
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR8 DóMsMál Slitastjórn Glitnis hefur hætt við að áfrýja frávísun skaðabótamáls á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex meintum samverka mönnum hans fyrir dómstóli í New York. Frestur til að skila inn gögnum vegna áfrýjunarinnar rann út án þess að það væri gert. Í málinu voru sjö­ menningarnir sakaðir um að hafa sogið ríflega 250 milljarða króna út úr Glitni og notað í þágu eigin fyrirtækja. Dómari vísaði málinu frá með þeim rökum að málareksturinn ætti heima á Íslandi. Slitastjórnin hyggst höfða svipað mál á Íslandi en það verður þó í annarri mynd. - sh VIðskIpTI Reykjanesbær er að skoða að selja 15% hlut í HS Veitum til að greiða niður skuldir sínar. Sveitarfélagið á í dag 66,7% hlut í fyrirtækinu. Áætlað er að sala hlutarins fari fram á fyrstu mánuðum ársins. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjanes­ bæjar sem var samþykkt í bæjar­ stjórn 3. janúar síðastliðinn. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur (OR) hug á því að selja 16,6% eignarhlut sinn í HS Veitum í samstarfi við Reykjanesbæ. Íslandsbanki vinnur nú að verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins og OR. Því er samtals tæplega þriðjungshlutur í fyrirtækinu til sölu. HS Veitur reka og eiga dreifiveitur fyrir raforku, kalt og heitt vatn. Veitusvæði fyrirtækisins nær til Suðurnesja, Hafnarfjarðar, Álftaness, hluta Garðarbæjar, Vestmannaeyja og Árborgar. Samkvæmt lögum verða HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem eru alfarið í eigu þessara aðila. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, staðfestir að stefnt sé að sölu á 15% hlut í HS Veitum á fyrstu mánuðum ársins 2012. Hann telur fyrirtækið vera ákjósanlega fjárfestingu fyrir áhugasama fjárfesta vegna sterkrar eiginfjárstöðu þess og stöðugs reksturs. „Við höfum það markmið að eiga áfram meirihluta í HS Veitum en teljum okkur geta selt út 15%. Við höfum verið í samstarfi við Orkuveituna sem er að gera ráð fyrir að skoða sölu á sínum hlut. Það yrði því rúmlega 30% hlutur sem yrði seldur út. Íslandsbanki hefur tekið að sér að skoða þetta verkefni og undirbúa það. Það er verið að horfa til þess að gefa öðrum sveitarfélögum eða lífeyrissjóðum tækifæri til að kaupa hlutinn.“ Hann útilokar JóRDAníA, Ap Samningafulltrúar Ísraels og Palestínu hittust í Jórdaníu á þriðjudag í fyrsta sinn í meira en ár. Vonast var til að fundurinn yrði upphafið á nýjum samn­ ingaviðræðum, þar sem meðal annars yrði tekið á framtíð­ arlandamær­ um ríkjanna, öryggismálum og flóttamönnum. Auk þeirra Yitzaks Molcho og Saebs Erekat hittust þar fulltrúar frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum, eða kvartettinum svonefnda sem hefur reynt að móta farveg fyrir viðræðurnar. - gb sAMFélAGsMál Börnum sem eru ættleidd eftir átján mánaða aldur er hættara við tilfinninga­ og hegðunarvanda en öðrum börnum. Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar benda til þessa. Rannsóknin heitir Afdrif barna á Íslandi sem eru ættleidd erlendis frá og er sagt frá henni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Markmiðið með henni var að kanna hvaða áhættuþættir geta haft áhrif á andlega líðan og hegðun barna sem eru ættleidd frá útlöndum. Börn sem voru ættleidd eftir átján mánaða aldur og börn sem höfðu dvalið á stofnun lengur en fyrstu átján mánuðina voru í meiri áhættu á að sýna einkenni athyglisbrests með ofvirkni og hegðunar­ og tilfinningavanda en almennt þekkist. Þá skoruðu börn sem talin eru hafa sætt alvarlegri tilfinningalegri vanrækslu marktækt hærra á hegðunar­ og tilfinningamatslistum en önnur börn. Börn sem voru ættleidd fyrir tólf mánaða aldur skoruðu sambærilega við önnur börn á öllum matslistum. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að leggja beri áherslu á að ættleidd börn komist sem fyrst til kjörforeldra sinna og dveljist sem styst á stofnun til að koma í veg fyrir skaða. - þeb Saeb erekat Fulltrúar Palestínu og Ísraels: Reynt að hefja viðræður á ný konungSfjölSkyldan Um jólin hittist breska konungsfjölskyldan að venju á Sandringham-setrinu. nordicphotoS/AFp BReTlAnD Lík af konu fannst á nýársdag á lóð Sandringham­ setursins í Bretlandi, en það er í eigu bresku konungs­ fjölskyldunnar. Lögreglan rannsakar líkfundinn sem morðmál og sagði líkið hafa verið þarna í nokkurn tíma. Ekki er þó talið að konungs­ fjölskyldan tengist málinu. Þetta er í annað sinn í vetur sem lík finnst nálægt höll í eigu konungsfjölskyldunnar. Í október fannst á eyju í St. James Park í London, í sjónmáli við Buckingham­höll, lík af eldheitum aðdáanda fjölskyldunnar. Líkið hafði legið þar í um þrjú ár, en maðurinn hafði komið sér fyrir á eyjunni til að geta fylgst með konungsfólkinu. - gb Lík á lóð Bretadrottningar: Annar líkfund- urinn í vetur UTAh, Ap Oft er talað um að kettir hafi níu líf. Það gæti vel átt við í tilfelli Andreu, kattar frá Utah í Banda ríkjunum. Eftir að starfs­ menn dýra athvarfsins þar sem Andrea bjó höfðu reynt árangurs­ laust að finna henni heimili í 30 daga var ákveðið að lóga henni. Hún var svæfð eins og venja er, en lifði það af og var því svæfð aftur. Í fyrstu var útlit fyrir að seinni tilraunin hefði tekist en annað kom þó á daginn stuttu síðar. Eftir að hafa lifað af tvær tilraunir til svæfingar var Andreu leyft að lifa. Hún býr nú í góðu yfirlæti hjá einum sjálfboðaliða athvarfsins. - trs Lífseigur köttur: Lifði af tvær svæfingar ættleiðingar Ættleidd börn ættu að komast sem fyrst til kjörforeldra sinna til að koma í veg fyrir skaða. Tilfinninga- og hegðunarvandi líklegri ef börnin dveljast á stofnun eða eru eldri: Ættleidd börn í meiri hættu bæjarStjórinn Árni Sigfússon útilokar ekki að aðrir áhugasamir fjárfestar en sveitarfélög og lífeyrissjóðir kaupi sig inn í hS Veitur. Í fjárhagsáætlun reykjanesbæjar fyrir árið 2012 er einnig fjallað um leiðir sem sveitarfélagið ætlar að fara til að lækka skuldastöðu sína. Gert er ráð fyrir að samstæðuskuldir muni lækka um 2,1 milljarð króna á yfirstandandi ári og verði 37,8 milljarðar króna í lok þess. Meðal annars er gert ráð fyrir að greiða niður 1,8 milljarða króna lán við hinn þýska depfa banka í byrjun árs 2012. Fyrir utan sölu á hlut í hS Veitum er gert ráð fyrir að Alterra power, sem hét áður Magma, kaupi skuldabréf sem félagið gaf sjálft út vegna kaupa í hS orku til baka að öll leyti eða hluta. Alterra undirritaði viljayfirlýsingu þess efnis í haust og hefur tíma fram í miðjan febrúar til að ganga frá kaupunum. ætla að borga upp dePfa-lánið Vilja selja þriðjung í HS Veitum sem fyrst Reykjanesbær vill selja 15% hlut í HS Veitum. Orkuveita Reykjavíkur er líka að skoða að selja sinn eignarhlut í fyrirtækinu. Íslandsbanki vinnur að því að finna kaupanda. HS Veitur verða þó áfram í meirihlutaeigu opinberra aðila. DÝRAhAlD Trippin tvö, sem hafa verið innikróuð nyrst í Gæsadal vikum saman, voru orðin svo veik­ burða að gefa þurfti þeim næringu í æð á leið til byggða, samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar. Gerður var út leiðangur björgunar sveitarmanna frá björgunarsveitinni Ægi á Grenivík í fyrradag, undir forustu Þórarins Péturssonar, bónda á Grýtubakka, í fylgd héraðsdýralæknis, til að sækja trippin tvö á snjótroðara Kaldbaksferða. Auk héraðsdýralæknis voru með í för dýralæknir og aðstoðarmaður á vegum eiganda trippanna. Björgunarsveitarmenn á þremur sérútbúnum vélsleðum aðstoðuðu bílstjóra snjótroðarans við að finna hentuga leið, en hvítt var yfir öllu og mjög blindað. Um tvo tíma tók að komast til trippanna og um þrjá tíma til baka. Aðstæður voru mjög erfiðar, víða laus snjór og brattlent. Ógerningur var að reyna að reka trippin til byggða sökum fannfergis, auk bágs ástands þeirra. Trippin, sem eru hryssur, önnur veturgömul og hin tveggja vetra, voru mjög þreytt eftir ferðalagið. Þau hafa verið innikróuð í fjöllunum líklegast vikum saman en fundust fyrir tilviljun 28. desember. Síðan hefur þeim verið fært hey samkvæmt fyrirskipun búfjáreftirlitsins sem hafði gefið eigandanum frest til vikuloka að koma trippunum til byggða. Þegar Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir Norðausturumdæmis, fékk vitneskju um málið greip hann þar inn í og fyrirskipaði að þau skyldu sótt strax. Útlit er fyrir að litlu hryssurnar nái sér að fullu. Héraðsdýralæknir mun óska eftir því að lögregla skoði þátt eiganda trippanna í þessu máli. Hann hafði saknað hrossanna frá mánaðamótum október og nóvember. - jss Héraðsdýralæknir vill að lögregla skoði þátt eiganda tveggja veikburða trippa í sjálfheldu: Gefa varð trippum í Gæsadal næringu í æð björgunin Björgunarmenn ásamt trippunum tveimur. þó ekki að aðrir áhugasamir einkafjárfestar getið keypt sig inn í veitufyrirtækið. „Svo lengi sem við uppfyllum lagaákvæðið um að meirihluti sé í eigu opinberra aðila þá kemur vel til greina að aðrir fjárfestar sem vilja eignast þennan hlut gætu gert það.“ Reykjanesbær birti lista yfir helstu seljanlegu eignir sínar í fyrravor. Þar kom fram að bókfært virði 66,7% hlutar sveitarfélagsins í HS Veitum væri 6,5 milljarðar króna. Samkvæmt því ætti 15% hlutur í HS Veitum að vera um 1,5 milljarða króna virði. HS Veitur högnuðust um 124 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2011. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins um mitt síðasta ár var 51,4%. HS Veitur högnuðust um 321 milljón króna á árinu 2010. Fyrirtækið greiddi út 250 milljónir króna í arð til hluthafa á árinu 2011 vegna þeirrar frammistöðu. thordur@frettabladid.is jón ÁSgeir jóhanneSSon Slitastjórn Glitnis áfrýjar ekki: Málinu í New York er lokið 1 Hvar fer Reykjavíkurskákmótið 2012 fram? 2 Hvað heitir kanadíska leikkonan sem er kærasta Arnars Gunnlaugs- sonar? 3 Hver er ríkisskattstjóri? Svör: 1. Í hörpu 2. Michaela Conlin 3. Skúli Eggert Þórðarson veiStu Svarið?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.