Fréttablaðið - 05.01.2012, Page 10
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR10
oRkUMál Sveitarstjórn Skaga-
strandar hefur samþykkt samning
við Rarik um lagningu hitaveitu í
bæinn. Gert er ráð fyrir að fyrstu
hús tengist hitaveitunni haustið
2013 og að öll hús hafi möguleika
á tengingu haustið 2014.
Á fundi sveitarstjórnarinnar í
gær kom fram að Skagaströnd muni
leggja fram óafturkræft framlag
að upphæð 260 milljónir króna. „Af
þeirri fjárhæð hefur sveitarfélagið
tryggt sér 80 milljónir með
sértækum framlögum á fjárlögum,
50 milljónir á fjáraukalögum 2011
og 30 milljónir á fjárlögum 2012.
Beint framlag sveitarfélagsins
verði því 180 milljónir króna
sem greiðist á árunum 2012-
2014,“ segir í fundargerð þar sem
skýrt er frá því að með framlagi
sveitarfélagsins og sérstöku
framlagi á fjárlögum ríkisins sé
arðsemi af veitunni tryggð.
Fyrst verður lögð ný stofnæð
frá Reykjum við Húnavelli að
Blönduósi á árinu 2012. Stofnæð
lögð frá Blönduósi til Skagastrandar
verður lögð á fyrri hluta árs 2013
og dreifikerfi lagt um byggðina þar
sumarið og haustið 2013. Pípukerfi
fyrir ljósleiðara á að opna nýja
möguleika á flutningi stafrænna
gagna.
Adolf H. Berndsen oddviti segir
hitaveituna mikið framfaraskref
sem bæta muni búsetuskilyrði og
rekstrarumhverfi fyrirtækja.
- gar
NoReGUR, AP Verulegur
ágreiningur er kominn upp
í Noregi um þann úrskurð
tveggja réttargeðlækna frá í
nóvember að fjölda morðinginn
Anders Behring Breivik teljist
ekki sakhæfur.
Í nýrri skýrslu þriggja
sálfræðinga og eins geðlæknis
er niðurstaðan
þveröfug,
nefnilega sú
að Breivik
geti ekki talist
veikur á geði.
Að minnsta
kosti tíu
lögmenn, sem
fara með mál
fórnarlamba
Breiviks eða
aðstandenda þeirra, ætla að
krefjast þess að gert verði nýtt
mat á andlegri heilsu hans.
Hann varð 77 manns að bana í
Noregi í fyrra. - gb
Vatn flæddi inn í íbúð
Nokkurt tjón varð þegar vatn flæddi
um gólf íbúðar í fjölbýlishúsi í
Hafnarfirði um miðjan dag í fyrradag.
Einn maður var sofandi í íbúðinni og
var hann vakinn upp af nágrönnum.
Talið er líklegt að tappi í lagnagrind
hafi losnað með þessum afleiðingum.
lögreglumál
Alhæfði um konur Kvenfélagskonur
í Færeyjum voru alls ekki sáttar við orð
lögmanns eftir áramótin. FréTTablaðið/GVa
FæReyjAR Kaj Leo Johannesen,
lögmaður Færeyja, fékk skammir
frá kvenfélagasamtökum Færeyja,
eftir ummæli sem hann lét falla
um nýársræðu Margrétar Dana-
drottningar.
Sagðist lögmaðurinn ánægður
með að drottning hefði vikið
orðum að Færeyjum enda lesi
færeyskar konur mikið af blöðum
í líkingu við Se & Hør, Ude og
Hjemme og Familie Journal.
Það þótti kvenfélagskonum vera
gróf alhæfing um lestraráhuga
kvenna þar í landi „og áhuga
þeirra fyrir fínum kjólum“.
Johannesen baðst afsökunar á
ummælum sínum í framhaldinu.
- þj
Lögmaður Færeyja snupraður:
Þótti ýta undir
staðalímyndir
kópAVogstún bærinn mismunaði og braut lög á
umsækjendum um lóðir á Kópavogstúni á árinu 2005.
FréTTablaðið/rósa
sveITARsTjóRNIR „Umsækjendur um lóðir í
Kópavogi geta nú treyst því að umsóknir
þeirra verða metnar faglega og málefnalega,“
segir Guðríður Arnardóttir, formaður bæjar-
ráðs, í fréttatilkynningu frá bænum.
Í dómi Hæstaréttar í desember segir að
Kópavogsbær hafi með ólögmætum hætti
mismunað umsækjendum um byggingarrétt
á Kópavogstúni á árinu 2005. „Reglur
Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarrétti
fyrir íbúðarhúsnæði eru mun skýrari og
ótvíræðari nú en þær voru árið 2005. Því
ættu ágreiningsatriði þau sem fram koma í
dómi Hæstaréttar frá því fyrir jól ekki að
rísa aftur,“ segir í tilkynningu bæjarins.
„Vinnubrögð við lóðaúthlutanir í Kópavogi
hafa harðlega verið gagnrýnd á undanförnum
árum og hafa þær meðal annars verið taldar
ólögmætar í þeim tilfellum sem umsækjendur
hafa óskað álits innanríkisráðuneytisins, áður
félagsmálaráðuneytisins, eða dómstóla,“ segir
Guðríður.
Í tilkynningunni segir að úthlutunarreglur
bæjarins séu nú skýrari og gegnsærri en
áður. Ef umsækjendur um lóð eru fleiri en
einn er dregið á milli þeirra sem uppfylla
skilyrði um fjárhagsstöðu og hafa ekki
fengið úthlutun á síðustu tíu árum. Þá
kemur fram að ákvæði um að bæjarráð meti
umsækjendur út frá fjölskylduaðstæðum,
búsetu og fjárhags- og húsnæðisaðstöðu hafi
verið afnumið. - gar
Bæjaryfirvöld í Kópavogi ítreka að reglur um lóðaúthlutun hafi verið lagfærðar:
Kópavogur lofar gegnsæi í lóðaúthlutunum
94DCD710S
LÉTT OG STERK BORVÉL
10mm patróna | 2 x 1,3Ah Li-Ion | 2 gírar | Led ljós
35.900 m/vsk
Fullt verð 49.900
www.sindri .is / sími 5 75 0000
LÉTTUR VINNUÞJARKUR
grýlukerti á Appelsínum Mikil
kuldatíð hefur hrjáð íbúa í Flórída í
bandaríkjunum undanfarið, eins og sjá
má á þessum appelsínutrjám.
FréTTablaðið/aP
vIðskIPTI Virði eigna Framtaks-
sjóðs Íslands ( FSÍ) nær
tvöfaldaðist á fyrsta fjárfestinga-
ári sjóðsins. Þetta kemur fram í
endurmati á eignum hans sem
Finnbogi Jónsson, framkvæmda-
stjóri FSÍ, kynnti á fundi Félags
löggiltra endurskoðenda í
gærmorgun.
FSÍ var stofnsettur í lok árs
2009 af sextán lífeyrissjóðum.
Tilgangur hans var að taka
þátt í og móta fjárhagslega
og rekstrarlega endurreisn
íslensks atvinnulífs í kjölfar
bankahrunsins. Síðar komu
Lands bankinn, stærsti einstaki
eigandi sjóðsins, og VÍS inn í
eigenda hópinn.
Fyrsta fjárfestingaár sjóðs-
ins var frá miðju ári 2010 og til
júníloka 2011. Á því tímabili fjár-
festi FSÍ í Icelandair Group, Ice-
landic Group, Vodafone, SKÝRR,
Plastprenti og Húsasmiðjunni.
Samtals nam kaupverð 16,8
milljörðum króna. Samkvæmt
endurmatinu sem kynnt var á
fundinum í gærmorgun hefur
virði fjárfestinganna hækkað um
16,6 milljarða króna á þessu eina
ári og er samtals 33,4 milljarðar
króna.
Langmestu munar um Ice-
landic Group en FSÍ réðst í
gagngera endurskipulagningu á
rekstri þess félags. Í henni fólst
meðal annars sala á eignum í
Frakklandi, Þýskalandi, Banda-
ríkjunum og Kína fyrir sam-
tals 41 milljarð króna. Eftir söl-
una rekur félagið verksmiðjur í
Bretlandi, sölustarfsemi víða um
heim og er með veltu upp á um 85
milljarða króna á ári. Samhliða
þessu hefur virði Icelandic farið
úr 8 milljörðum króna í 21 millj-
arð króna.
Finnbogi segir endurmatið
byggja á því að áætlaður ebitda-
hagnaður (hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði)
félagsins sé 18 milljónir evra,
um 2,9 milljarðar króna. Hann
er síðan margfaldaður með 5,5
og niðurstaðan lögð saman við
reiðufé í eigu Icelandic til að finna
út áætlað virði félagsins. Að sögn
Finnboga hafa endurskoðendur
sagt að það megi margfalda
ebitda-hagnaðinn með 6,0. Því sé
um varfærið mat að ræða.
Í matinu er virði Vodafone,
SKÝRR og Plastprent metið á því
virði sem félögin voru keypt á.
Auk þess er Húsasmiðjan metin
sem einskis virði, en hún var
seld til dönsku byggingavöru-
keðjunnar Bygma í lok árs 2011.
Óljóst er hvort FSÍ fær eitthvað
greitt vegna þeirra viðskipta.
Finnbogi segir mat á virði
þessara félaga einnig vera
varfærið. „Virði SKÝRR hefur til
dæmis klárlega aukist verulega.“
Í haust fjárfesti FSÍ í 49,5% hlut
í Plastframleiðandanum Promens
fyrir 7,9 milljarða króna og í 16%
hlut í N1. Sjóðurinn hefur auk þess
samið um að kaupa 39% hlut Arion
banka í N1 ef samkeppnisyfirvöld
leggja blessun sína yfir kaupin.
Gangi það eftir verður heildar-
kaupverðið í N1 5,9 milljarðar
króna. Ef fjárfestingarnar í Pro-
mens og N1 eru metnar á kaup-
verði er heildarvirði eignasafns
FSÍ því áætlað um 44,5 milljarða
króna. thordur@frettabladid.is
Virði fjárfestinga
FSÍ jókst um 100%
Heildarvirði eignasafns FSÍ er áætlað 44,5 milljarðar króna fyrir endurmat
hluta eigna. Virði Icelandic og Icelandair jókst um 16,6 milljarða króna á fyrsta
fjárfestingaári sjóðsins. Virði eigna hans tvöfaldaðist á fyrsta fjárfestingaári.
fsí Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, segir endurmatið á virði
eigna sjóðsins vera varfærið. FréTTablaðið/GVa
milljarðar
er áætlað
eignasafn
Framtakssjóðs Íslands.
44,5
Anders Behring
BreiVik
Nefnd segir Breivik sakhæfan:
Fleiri krefjast
endurmats
skAgAströnd Haustið 2013 á að
tengja fyrstu húsin á skagaströnd við
hitaveitu sem lögð verður rúmlega 30
kílómetra leið. FréTTablaðið/sTEFáN
Greiða 260 milljónir og semja við Rarik um lagningu hitaveitu frá Blönduósi:
Hitaveita lögð til Skagastrandar