Fréttablaðið - 05.01.2012, Page 18

Fréttablaðið - 05.01.2012, Page 18
18 5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR Á forsíðu Fréttablaðsins 27. des­ember er viðtal við Ásgerði Sverrisdóttur, krabbameinslækni á Landspítalanum. Þar greinir hún frá því að konur, sem greinst hafi með brjóstakrabbamein og verið settar á hormónabælandi lyf, hafi gefist upp á því að taka lyfið vegna aukaverkana. Ásgerður segir að í hennar hópi, þ.e. hópi krabbameins­ lækna, hafi þau á tilfinningunni að konur séu ekki að taka þessi lyf samkvæmt fyrirmælum og gefist stundum upp á að taka þau án þess að láta lækni vita af því, en sumar reyndar í samráði við lækni sinn. Ekki ætla ég að rengja þessi ummæli og heldur ekki að setjast í dómarasæti þar um. Ásgerður segir að algengustu aukaverkanir séu tíðahvarfaeinkenni. Þetta er nú ekki alveg svona einfalt og langar mig til að veita ofurlitla innsýn í helstu auka­ verkanir þessara hormóna­ bælandi lyfja. Þessi lyf hafa jafn mismunandi aukaverkanir og konurnar eru margar sem taka þau, því ekkert lyf verkar eins á tvær konur. Lyfið Femar, sem mér skilst að sé nokkuð algengt að ávísa á, hafði til að mynda þau áhrif á mig að eftir u.þ.b. þrjár vikur var ég farin að fá slæma verki í alla liði, alla vöðva, vöðvafestingar og alla vefi. Á skömmum tíma var ég orðin þannig að ég gat hvorki staðið, setið, legið eða gengið, svaf ekki fyrir kvölum í öllum skrokknum og engin verkjalyf verkuðu. Bara þunginn af sjálfri mér, og var ég þó í léttari kantinum, gerði það að verkum að ég gat hvorki setið né legið. Svitaköstin voru smámunir miðað við kvalirnar. Ég vil taka það fram að þetta er ekki orðum aukið, ég er engin dramadrottning. Ég hitti aðrar konur sem voru á þessu sama lyfi en fundu ekki fyrir því og einnig konur sem fengu miklar aukaverkanir. Eftir nokkurn tíma hætti ég að taka lyfið og tilkynnti það lækni mínum, sem sagði þetta ástand óásættanlegt, en verkirnir í líkamanum voru áfram í marga mánuði þrátt fyrir það. Ég var sett á lyfið Faslodex og var það ögn skárra. Ég sat áfram uppi með svitaköst og svefnleysi. Svitaköstin voru þannig að það var líkast því að ég væri að koma úr sturtu og hefði klætt mig án þess að þurrka mér. Fötin klístruðust við mig og oft gat ég hvorki fækkað þeim né haft fataskipti, því ég var jafnvel í vinnunni eða úti í búð að kaupa í matinn eða einhvers staðar annars staðar en heima hjá mér. Einnig varð andlitið sjóðandi heitt svo mig sveið í það, líkast því að ég væri komin með 40 stiga hita og reyndi ég að kæla það niður ef ég gat. Svefnleysið stafaði bæði af verkjum og svitaköstum og einnig var það, að eftir eins til tveggja klukku­ tíma svefn, þótt ég væri ekki með verki eða svitaköst, vaknaði ég og gat ekki sofnað aftur fyrr en undir morgun, rétt áður en ég átti að mæta í vinnu. Þannig fór ég dag eftir dag svefnlaus og þreytt í vinnuna, þar sem ég átti ekki nema u.þ.b. hálfs árs veikindarétt og hann var búinn. Ég get bætt ýmsu við en læt þetta nægja. Mér finnst Ásgerður gera nokkuð lítið úr þessum auka­ verkunum, en það er nú einu sinni þannig að þeir einir geta um talað sem í hafa komist, aðrir geta aldrei sett sig í spor þeirra. Í fyrrgreindu viðtali er vitnað í bandaríska rannsókn. Ég las um þessa rannsókn í Fréttablaðinu fyrir skömmu, en þar var og tekið fram að krabbameinslæknar vanmætu gjarnan þessar aukaverkanir. Í lok viðta lsins fja l lar Á s g e r ð u r S v e r r i s d ó t t i r krabbameinslæknir um árangur þessarar fyrirbyggjandi með­ ferðar með homónabælandi lyfjum og ætla ég ekki að gera lítið úr því. Ég hef tvisvar greinst með krabbamein með rúmlega 13 ára millibili. Í fyrra skiptið var ég skorin fleygskurði og sett í geisla sem ég brann undan svo húðin varð öll brún og hreistruð, með tilheyrandi kláða. Þrátt fyrir að hafa farið í geisla sem steiktu meira af heilbrigðum frumum en sýktum, komu þeir ekki í veg fyrir að krabbameinið tæki sig upp á nákvæmlega sama stað þessum rúmum 13 árum seinna. Ég spyr því , hver var árangurinn af geislunum, eða er þetta eðlilegt ferli? Má þá ekki búast við að krabbameinið geti tekið sig upp aftur þrátt fyrir hormónabælandi lyfjameðferð? Eftir tvö ár á hormónabælandi lyfjum fékk ég lækninn minn til að samþykkja að ég fengi að hætta á þeim og líður mér ágætlega í dag. Ég er mjög sátt við þá ákvörðun og læt engan koma inn hjá mér eftirsjá eða samviskubiti, hvorki Ásgerði Sverrisdóttur krabbameinslækni né nokkurn annan. Í umræðum manna á milli eru oft settir undir einn hatt annars vegar þeir sem vinna að almannatengslum og upplýsingamálum og hins vegar þeir sem af einhverjum ástæðum hafa verið ráðnir af stjórnmálaflokkum, fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum til að fegra ímynd, leka „jákvæðum“ fréttum, snúast til varnar í erfiðum málum eða einfaldlega búa til einhverja ímynd sem ekki á sér neina stoð í veruleikanum. Stundum er þetta fólk nefnt „spunameistarar“. Í raun eru þetta málaliðar sem hafa það að atvinnu að snúa sannleikanum á haus í þágu umbjóðenda sinna gegn greiðslu. Einn hópur þessara málaliða eru blaðamenn sem hafa verið ráðnir og settir hinum megin við borðið til að tjónka við fyrrverandi kollega eða planta hjá þeim fréttum af velgengni eða jafnvel slátra fréttum af hrakförum umbjóðenda sinna – kannast einhver við flugfélag í þessu sambandi? Blómatími málaliðanna var fyrir hrun þegar öll gagnrýni á útrásina var hlegin út af borðinu. En eins merkilegt og það kann að hljóma sátu margir þeirra sem fastast eftir það, jafn­ vel í virðulegum stofnunum og reyna nú að slá á reiði og gremju sem er afleiðing gerða þeirra fyrir hrun. Aðrir leika lausum hala hjá fyrirtækjum sem eiga undir högg að sækja. Stjórnmálamenn og forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana hafa oft rekið sig á það að búið er að koma af stað einhverjum orðrómi, sögu eða ætlaðri atburðarás sem þeir kannast ekkert við. Í annan stað koma „upplýsingafulltrúar“ fram í viðtölum og eru að reyna að segja okkur einhvern annan „sannleika“ en blasir við öllu hugsandi fólki og þess eru mýmörg dæmi. Nú þekki ég nákvæmlega eftir hvaða forskrift eða fræðum þessir málaliðar vinna en verk þeirra eiga ekkert sammerkt með almannatengslum eða upplýsingamálum tengdum þeim. Almannatengsl eru heiðarleg fræði og sómasamleg starfsgrein sem snýst um upplýsingatengsl á milli fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga og viðskiptavina þeirra. Í siðareglum IPRA, Alþjóðasamtaka almanna­ tengsla, segir í fyrstu grein; „Vinnið af heiðarleika og heilindum til að byggja upp traust þeirra sem þið eigið samskipti við“. Í 5. greininni segir ennfremur: „Látið ekki frá ykkur af ásettu ráði upplýsingar sem eru blekkjandi eða rangar. Vandið vinnu til að koma í veg fyrir að slíkt sé gert í góðri trú og leiðréttið strax ef ástæða er til“. Þessar greinar útiloka það að störf ýmissa þeirra sem titla sig upplýsingafulltrúa geti nokkru sinni talist til almannatengsla. Því miður er það svo, að oft togast almannatenglar á við málaliðana. Þá er verið að slökkva elda sem málaliðarnir hafa kveikt vegna hagsmuna umbjóðenda sinna og þá er sannleikanum fyrst fórnað. En sem betur fer þá er mest af tíma almannatengla varið í að koma á framfæri upplýsingum um heiðar­ lega starfsemi sem varða viðskiptavini og hags­ muni þeirra. Innan ráðuneyta eru margir góðir starfsmenn í almannatengslum sem taka starf sitt alvarlega og það á einnig við um mörg fyrirtæki og stofnanir sem vinna mjög fagmannlega. Svörtu sauðirnir eru hins vegar allt of margir. Þeir skilja eftir sig sviðna jörð þegar þeir hætta og er tekið fagnandi í næsta fyrirtæki eða stofnun vegna þess að þeir komust svo oft í fjölmiðla með orðagjálfri eða kaffærðu umræðuna sem var þeim ekki að skapi. Einnig varð andlitið sjóðandi heitt svo mig sveið í það, líkast því að ég væri komin með 40 stiga hita og reyndi ég að kæla það niður ef ég gat. Hin hliðin á auka- verkunum horm- ónabælandi lyfja Almannatengsl og málaliðarnir Almannatengsl Björn S. Lárusson viðskiptafræðingur Stundum er þetta fólk nefnt „spunameistarar“. Í raun eru þetta málaliðar sem hafa það að atvinnu að snúa sannleikanum á haus í þágu um- bjóðenda sinna … Heilbrigðismál Ástríður Helga Sigurðardóttir guðfræðingur og kennari Fundarstjóri: Helga Jörgensdóttir geðhjúkrunarfræðingur 08:00 - 08:30 Skráning og afhending ráðstefnugagna 08:30 - 08:40 Setning ráðstefnu Unnur Heba Steingrímsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og móttökustjóri BUGL 08:40 - 09:15 Þroski í gegnum þjáningu? Heimspekileg hugleiðing Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki við HÍ 09:15 -10:15 Brennt barn forðast eldinn: Þegar eldurinn verður að martröð- áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð fyrir börn Ágústa I. Arnardóttir sálfræðingur BUGL 10:15 - 10:35 Kaffihlé 10:35 -11:00 11:05 -11:30 11:30 -11:55 Salur A Fundarstjóri: Hrefna Haraldsdóttir foreldraráðgjafi, Sjónarhóli ráðgjafarmiðstöð Ofbeldi gegn börnum á Íslandi: afleiðingar og fyrirbyggjandi þættir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir PhD, lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík Ofbeldi gegn börnum á Íslandi: afleiðingar og fyrirbyggjandi þættir, frh. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir PhD, lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík Börnum straffað með hendi og vendi - Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Steinunn Bergmann félagsráðgjafi Barnaverndarstofu Salur B Fundarstjóri: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sálfræðingur, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis Deilur í fjölskyldum og líðan íslenskra unglinga Geir Gunnlaugsson landlæknir Ábyrgð og aðgerðir: Niðurstöður þverfræðilegrar rannsóknar á einelti meðal barna á Íslandi Daníel Reynisson lögfræðingur, Hjördís Árnadóttir skólafélagsráðgjafi og Sjöfn Kristjánsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur Olweusaráætlun gegn einelti og andfélagslegu atferli: Árangur í 21 grunnskóla í Reykjavík í ljósi efnahagskreppu Þorlákur H. Helgason framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar 12:00 - 13:00 Hádegisverðarhlaðborð 13:00 - 13:55 Healing the origins of trauma: EMDR in psychotherapy with children and adolescents Dr. Robbie Adler-Tapia Psychologist, EMDRIA therapist certified in EMDR 14:00 - 14:20 Kaffihlé 14:20 - 15:05 Healing the origins of trauma: EMDR in psychotherapy with children and adolescents, framhald Dr. Robbie Adler-Tapia Psychologist, EMDRIA therapist certified in EMDR 15:05 - 15:50 Sjúkratilfelli og EMDR meðferð Ragna Kristmundsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga, BUGL Unnur Heba Steingrímsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, BUGL 15:50 - 16:00 Ráðstefnuslit með söng Barnakór Kársnesskóla Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 10. janúar 2012 Verð: kr. 9.500 - kaffi og hádegisverðarhlaðborð innifalið. Starfsmenn LSH og nemar verð kr. 6.000 Skráning fer fram á vef Landspítalans: www.lsh.is/?PageID=15361 Þökkum styrktaraðilum Frost er úti fuglinn minn… Börn og áföll Föstudagur 13. janúar, kl. 08:00-16:00 Laugardalshöll – 2.hæð Ráðstefna BUGL 13. janúar 2012 Af netinu fjórflokkurinn í rúst Enn birtir Gallup rangar tölur um fylgi stjórnmálaflokka. Dregur frá þá sem hyggjast kjósa aðra en fjórflokkinn, sem ætla að skila auðu og sem taka ekki afstöðu. Að teknu tilliti til þessara óánægðu kjósenda er fylgi allra flokka mun minna en Gallup segir. Sjálfstæðisflokkur hefur 22% fylgi, Samfylkingin 12%, Framsókn 8%, Vinstri grænir 8%. Stærsti stjórnmálahópur landsins er 41% hópur hinna óánægðu og hinna ósáttu. Gallup má ekki deila því fylgi niður á fjórflokkinn, en gerir það samt. Fólk mætti gjarna vara sig á sinnulausri framsetningu niðurstaðna skoðanakannana. Þær sýna allan fjórflokkinn í rúst. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.