Fréttablaðið - 05.01.2012, Page 20

Fréttablaðið - 05.01.2012, Page 20
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR20 timamot@frettabladid.is „Það stendur ekkert stórkostlegt til í tilefni stórafmælisins nú, en við höldum árlega innanfélagsafmælisveislu okkar á laugardagskvöld og köllum hana stjörnuljósakvöld því hún tengist líka þrettándanum og jólahátíðinni,“ segir Hörður Sigurðarson stjórnandi Leikfélags Kópavogs sem var stofnað 5. janúar 1957 og er því 55 ára í dag. „Leikfélagið varð til á uppvaxtarárum Kópavogs en þá tóku sig saman nokkrir bæjarbúar með leiklistaráhuga og settu upp fyrstu sýningu félagsins í barnaskólanum, sem var Spanskflugan. Tveimur árum síðar tók leikfélagið þátt í byggingu Félagsheimilis Kópavogs, ásamt fleiri félögum, og setti þar upp leiksýningar þar til á fimmtíu ára afmælinu að leikfélagið komst loks í nýtt leikhús að Funalind 2 með aðstoð Kópavogsbæjar,“ segir Hörður og bætir við að það hafi valdið straumhvörfum fyrir leikfélagið sem nú sé að verða eitt skemmtilegasta litla leikhúsið á landinu. „Bæjarbragurinn sem áður einkenndi Kópavog er vitaskuld ekki sá sami og hann var í árdaga félagsins, en við viljum vera leikhúsið í bænum og höfða til bæjarbúa um leið og við viljum fá sem flesta landsmenn í leikhúsið,“ segir Hörður. Í vikunni hefur leikfélagið æfingar á nýju frumsömdu verki sem ber vinnuheitið Hringurinn og gerist í umhverfi fjölleikahúss, en verkið verður frumsýnt um miðjan febrúar. „Það hefur einkennt leikfélagið að vera í fararbroddi með svokallaðar „devise-sýningar“ sem unnar eru á staðnum, án handrits. Þá er búin til leiksýning úr grunnhugmynd eða sögu í náinni samvinnu leikstjóra og leikhóps, sem var óvanalegt þegar við byrjuðum á þess háttar leiklistarvinnu en hefur nú síast inn í stóru leikhúsin líka,“ útskýrir Hörður. Hann segir leikfélagið öllum opið og einu kröfuna um inngöngu þá að fólk hafi áhuga á leiklist. „Hér hafa margir af frægustu leikurum þjóðarinnar stigið sín fyrstu skref en einnig hafa ýmsir atvinnuleikarar stigið á fjalirnar í leiksýningum með okkur,“ segir Hörður. Þess má geta að Leikfélag Kópavogs starfrækir öfluga unglingadeild sem setur upp leikverk á hverju ári, ásamt því að vera með vinsæl leiklistarnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Sjá nánar á www.kopleik.is. thordis@frettabladid.is leikfélag kópavogs: 55 ára Stökkpallur leiklistaráhugans Hálfsextugt leikfélag Hörður sigurðsson stýrir leikfélagi kópavogs sem í dag er 55 ára. Hann segir félagið ætla að bíða með stórveislu þar til á sextugsafmælinu, en fagna tímamótunum með nýju, frumsömdu verki í febrúar. fréttablaðið/gva Merkisatburðir 1848 franskir skipbrotsmenn koma að landi í breiðdal eftir mikla hrakninga í hafi. Þeir fóru frá Noregi í október og ætluðu til frakklands. 1874 fyrsta stjórnarskrá Íslands staðfest af konungi og gekk í gildi 1. ágúst. 1931 fyrsta barnið fæddist á landspítalanum, tveimur vikum eftir að hann var tekinn í notkun. 1941 fjölrituðu bréfi var dreift til breskra hermanna í reykjavík og þeir hvattir til þess að ganga ekki í störf Íslendinga, sem voru í verkfalli. Herstjórnin leit á þetta sem hvatningu til uppreisnar. gekk atburðurinn undir nafninu Dreifibréfsmál- ið. Davíð Þór Jónsson þýðandi, grínari, rithöfundur og guðfræðingur er 47 ára. “Íslensk tunga er dýrasti arfur þjóðarinnar.” 47 Elsku pabbi okkar Jón Ásgeir Blöndal Keilusíðu 5g, Akureyri, varð bráðkvaddur á heimili sínu 23. desember. Útför hans fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 4. janúar frá Höfðakapellu á Akureyri. Alexander Jósep, Silja Björk, Birta Rós. Systkini og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæri, Hjálmar Örn Jónsson rafeindavirki, Hvannalundi 17, Garðabæ, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 2. janúar. Elísabet Ásta Dungal Gunnar H. Arnarson Elísabet Arnardóttir Hjálmar G. Theodórsson Anna Berglind Arnardóttir Dungal Victor Strange Jón Örn Arnarson Margrét Helga Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þorgils V. Stefánsson fyrrverandi yfirkennari, Háholti 7, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 28. desem- ber. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 10. janúar kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Ingibjörg F. Hjartar Dagný Þorgilsdóttir Neal Hermanowicz Hörður Þorgilsson Lilja Stefánsdóttir Fríða Þorgilsdóttir Ásdís Hermanowicz Stefán Hermanowicz Dagný Harðardóttir Rósa Harðardóttir Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Kolbrún Magnúsdóttir Innbæingur, Aðalstræti 66, lést 28. desember, útförin fer fram frá Akureyrarkirkju 9. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Guðmundar Ólafssonar hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar, reiknnr. 0327-13-301223 kt. 640269-2789. Hrafnkell Marinósson Hlín Ástþórsdóttir Auður Magnúsdóttir Kolbrún Hrafnkelsdóttir Kjartan Hrafnkelsson Konráð Hrafnkelsson Kolbeinn Hrafnkelsson og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Svavar Guðni Guðnason Hraunbæ 26, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. desember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á samtökin Heilaheill. Andrés Svavarsson Þóra Stephensen Kristín S. Svavarsdóttir Viðar Gíslason Guðni B. Svavarsson Kristín G. Ólafsdóttir Rannveig E. Beiter barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg amma okkar, Herdís Albertsdóttir Sundstræti 33, Ísafirði, sem lést á aðfangadag jóla, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 7. janúar kl. 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð kvenfélagsins Hlífar á Ísafirði. Minningarspjöld fást hjá Eymundsson. Kristjana Sigurðardóttir og fjölskylda. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Ágúst Sigmundsson Strandberg stýrimaður og tollvörður, sem lést þriðjudaginn 27. desember 2011 á Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 6. janúar kl. 13. Sigurður Örn Jónsson Gunnhildur Halldórsdóttir Sigríður Jónsdóttir Eggert Þór Ísberg Ólöf Jónsdóttir Harrý Þór Hólmgeirsson og barnabörn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Óskar Maríusson efnaverkfræðingur Árskógum 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju, föstudaginn 6. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar í síma 543 1159. Kristbjörg Þórhallsdóttir Maríus Óskarsson Katrín Hildur Jónasdóttir Ragnar Óskarsson Þórhallur Óskarsson Lilja Björgvinsdóttir og barnabörn. Maðurinn minn, Ragnar Sveinsson Fjóluhlið 1, Hafnarfirði, lést 2. janúar 2012 á Sólvangi. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 10. janúar kl. 13:00 Fyrir hönd fjölskyldunnar Erla Þórðardóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.