Fréttablaðið - 05.01.2012, Side 24

Fréttablaðið - 05.01.2012, Side 24
Framhald af forsíðu Eflaust hugsa margir sér gott til glóðarinnar að gera áhlaup á útsölurnar um helgina. Útsöluráp er full vinna og eins gott að vera vel undirbúinn andlega og líkamlega til að endast út daginn. Bandaríska vefsíðan examiner.com hefur tekið saman nokkur ráð sem gott er að hafa í huga í útsölu hamnum og þótt atgangurinn sé kannski ekki alveg jafn mikill á útsölum hér og í Bandaríkjunum er ekki vitlaust að hafa þessi ráð í huga. Pokar: Þótt allar verslanir láti fólk hafa poka utan um vörurnar er sniðugra að koma með sína eigin poka að heiman. Rúllið þeim upp og setjið í stóran taupoka með renndu hólfi fyrir kvittanirnar. Þá er auðveldara að raða vörunum í pokana og jafna byrðarnar. Skiljið handtöskuna eftir heima og setjið kreditkort, peninga og síma í mittistösku. Stórar handtöskur þvælast bara fyrir og auka þyngdina á því sem þarf að bera. Skór: Verið í þægilegum, flatbotna skóm, helst æfinga- skóm með loftpúðum. Það er nefnilega ótrúlegt hversu mikið fólk gengur í búðarrápi. Föt: Kuldinn býður ekki upp á það að fara léttklæddur að heiman en best er að vera í þunnri úlpu sem auðvelt er að rúlla saman og setja í einn pokanna. Það er mun sennilegra en ekki að fólk vilji geta fækkað fötum þegar hitna fer í kolunum. Hjálpartæki: Ef þið þurfið lesgleraugu til að sjá á verðmiðana er langsniðugast að vera með þau í snúru um hálsinn þannig að auðvelt sé að bregða þeim upp á nefið. Þeir sem ekki vilja láta sjá sig með gleraugu geta tekið með sér lítið stækkunar gler og borið það í sams konar snúru. Það skiptir öllu að lesa rétt í verð þegar mein- ingin er að gera góð kaup. Skipulag: Skipuleggið ferð- ina frá A-ö. Ákveðið hvaða búðir þið ætlið að heim- sækja og byrjið í öðrum enda verslunarmiðstöðvarinnar og vinnið ykkur yfir í hinn endann, ekki ráfa fram og til baka, það kostar alltof mörg aukaspor. Geymið að kaupa stærstu hlutina þar til síðast, þá hafið þið minna að bera og verðið ekki eins fljótt þreytt. Góða útsöluveiði. fridrikab@frettabladid.is Útsöluráp er full vinna Nú eru útsölurnar í algleymingi og margir sem hugsa sér að gera góð kaup. Það getur verið þreytandi að rápa milli búða í leit að góðu kaupunum og því snjallræði að skipuleggja verslunarferðina rækilega. Þreytan eftir útsöluslaginn hverfur í skuggann af því að hafa gert reyfarakaup. Gott skipulag auðveldar útsölurápið. www.enskafyriralla.is Sumarið 2012 er fyrirhuguð námsferð til Englands fyrir þau sem þess óska Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra komna. Á hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám í skólanum, langflest konur á aldrinum 40 ára og eldri. Við bjóðum upp á: 10 getustig með áherslu á tal. Styrkt af starfsmenntasjóðum. Skráning í síma 8917576 og erlaara@gmail.com Þú ert velkominn í heimsókn og tekur ákvörðum eftir fyrsta tíma hvort þú viljir taka þátt. Enskuskóli Erlu Ara telpurS onuK r Staðurinn - Ræktin Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Líkamsrækt á rólegri nótunum Ný námskeið hefjast 9. janúar innritun í síma 581 3730 Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Sérsniðin líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri. Rólegri yfirferð, sérvalin tónlist og skemmtileg stemning. Myndast hefur einstaklega góður andi og vinskapur í þessum tímum. Mánudaga og miðvikudaga kl 9:30 þriðjudaga og fimmtudaga laust kl 9:30 Verð kr. 19.900 Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n telpurS onuK r Staðurinn - Ræktin Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Ný námskeið hefjast 9. janúar innritun í síma 581 3730 STOTT PILATES er krefjandi æfingakerfi og frábær leið til að: l Móta líkamann, bæta líkamsvitund og líkamsstöðu. l Lengja vöðva og styrkja djúpvöðva í kvið og baki. l Losa spennu, auka liðleika og bæta jafnvægi milli vöðvahópa. 6 vikna námskeið - Mánudaga og miðvikudaga kl. 10:30 Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30 Kennari: Agnes Amalía Kristjónsdóttir. Verð kr. 19.900. Barnagæsla - Leikland JSB Velkomin í okkar hóp! Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal STOTT PILATES E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Söngkonan Lady Gaga tók þátt í gamlársfögnuðinum á Times Square í New York. Múnderingin minnti á kristalskúluna sem árlega markar áramótin í borginni. „Ég prjónaði flestar jólagjafirnar í fyrra, eitthvað í kringum 30 peysur, en hafði ekki tíma til að prjóna eins mikið fyrir þessi jól, því miður. Ég hef aðeins verið að búa til uppskriftir sjálf en styðst líka oft við uppskriftir í blöðum og breyti þeim kannski aðeins.“ Heiða lærði að prjóna sem krakki og þegar hún var 17 ára fóru prjónarnir á fullt. „Ég prjóna úr alls konar garni en aðallega ull, íslenskri ull og alpaca-ull. Íslenska ullin er skemmti- leg því hún þæfir sig saman og því hægt að prjóna opna peysu í hring og klippa á milli án þess að rakni upp. Hún stingur reyndar svolítið og krakkarnir vilja oft ekki vera í henni næst sér. Í jólakjólana notaði ég norska merino-ull. Pífurnar á kjólunum eru úr mohair silkigarni,“ útskýrir Heiða og dæturnar, Karína Ísis, fimm ára, og Hera Nótt, tveggja ára, snúa sér í hring, hæstánægðar með kjólana. Heiða er á fimmtu önn í fataiðn í Tækniskóla Íslands. Hún segist ekki ákveðin hvort hún fari í klæðskerann eða kjólasaum og upphaflega hafi hún hugsað sér myndlistarnám. „Ég var svo heppin að fá að föndra og teikna, mála og sauma eins og ég vildi þegar ég var lítil. Það er erfitt að ákveða sig þegar maður hefur svo mörg áhugasvið en námið í Tækni- skólanum er mjög skemmtilegt og á vel við mig.“ heida@frettabladid.is Karína Ísis er hæstánægð með jólakjólinn sem mamma hennar prjónaði. Tískuvikan PFDC L‘Oreal Paris Bridal Week 2011 LAHORE fór nýverið fram við góðar undirtektir. Mikið var um dýrðir á tískuvikunni PFDC L’Oréal Paris Bridal sem fór fram í Lahore, höfuðborg Pakistans, fyrir skemmstu. Helstu hönnuðir og stílistar landsins, bæði upprennandi stjörnur og gamlir refir, komu saman og kynntu til sögunnar helstu strauma og stefnur í brúðarklæðum og -skarti 2012. Víða er farið lofsamlegum orðum um tískuvikuna á Netinu, þar sem einstak- lega vel þótti heppnast að tvinna saman hefðbundnum og nýtískulegum fatnaði. Viðburðurinn fer árlega fram í Pakistan og er skipulagður af tískuráði þar í landi. Fortíð og nútíð Þessi klæði eru úr smiðju hönnuð ar­ ins Emraam Rajput sem var á meðal þeirra sem sýndu nýverið á tískuvik­ unni í Pakistan. noRdicPhotos/GEtty tilkynnt hefur verið hvaða stjörnur og smástirni munu taka þátt í nýjustu þáttaröð donalds trump, celebrity Apprentice. Meðal annarra verða þar popp­ og idol­ stjarnan clay Aiken, tia carrere sem er þekktust fyrir að leika kærustu Mike Myers í Wayne‘s World, Victoria Gotti, dóttir glæpa­ foringjans alræmda John Gotti, og Arsenio hall sem þekktastur er fyrir að leika félaga Eddie Murphy í coming to America. Fimmta þáttaröðin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 12. febrúar og verður líklega dramatísk að vanda. Smástirni berjast FiMMtA ÞáttARöð cElEBRity APPREnticE hEFuR BRátt GönGu sÍnA Í BAndARÍKJunuM. nú hEFuR donAld tRuMP tilKynnt hVAðA sMástiRni BERJAst uM hitunA. clay Aiken

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.