Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 5. janúar 2012 35 Árlega gerir Audit Bureau of Circulations í Bretlandi könnun hvaða tímarit seldust best á árinu og þá hvaða forsíður vöktu áhuga flestra lesenda árið 2011. Það eru leikkonurnar Sarah Jessica Parker og Jennifer Aniston sem prýddu forsíður mest seldu tímarita ársins 2011. Jennifer Aniston var framan á júlíútgáfu breska tískutímaritsins Marie Claire sem seldist mjög vel sem og nóvember-tölublaði ELLE en áhugi lesenda á leikkonunni virðist hafa orðið meiri eftir að hún byrjaði með leikaranum Justin Theroux á vormánuðum 2011. Parker hins vegar kom janúarútgáfu Elle í metsölu sem og aðalblaði ársins, ágústútgáfu tískubiblíunnar Vogue, sem er allajafna mest selda blað ársins. Nýstirnið á þessum lista er leikkonan unga Mila Kunis en hún var á forsíðu karlatímaritsins GQ í ágúst í fyrra og seldist það blað í 205 þúsund eintökum sem er met hjá blaðinu. Kunis sló í gegn með leik sínum í Black Swan árið 2010. Vinsældir Kim Kardashian virðast hins vegar vera að dala því þau blöð sem höfðu rau nver u leikastjör nu na á forsíðunni stóðu ekki undir væntingum en árið 2010 var hún vinsælasta forsíðustúlkan. Vinsælustu forsíðustúlkurnar Vinsæl Sarah Jessica Parker prýddi forsíður mest seldu blaða ársins 2011. söluVæn Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston á stóran aðdáenda- hóp sem greinilega er ekki orðinn þreyttur á að lesa við hana viðtöl. sló met Tímaritið GQ sló sölumet er þeir settu leikkonuna ungu Milu Kunis á forsíðuna. Söngkonan Sinéad O´Connor er hætt við að skilja við fjórða eiginmann sinn, Barry Herridge. Parið gifti sig óvænt í Las Vegas í byrjun desember en hætti saman aðeins sextán dögum síðar. O´Connor, sem hélt tónleika í Fríkirkjunni síðasta haust, ákvað að hætta með Herridge eftir þrýsting frá ættingjum hans og vegna þess að hann var ósáttur við að hún skyldi reyna að kaupa eiturlyf á brúðkaupsnótt þeirra. Núna hafa þau tekið saman á nýjan leik, að því er O´Connor heldur fram á Twitter. Hætt við skilnaðinn Leikarinn James Franco ætlar að gefa út sína fyrstu skáldsögu, Actors Anonymous, á vegum útgáfufélagsins Amazon Publishing. Að sögn blaðsins New York Observer verður sagan lauslega byggð á ævi leikarans, sem er 33 ára. Franco hefur áður gefið út smásagnabókina Palo Alto sem kom út í júlí síðastliðnum hjá forlaginu Scribner. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í myndum á borð við Spider-Man og 127 Hours. Fyrir síðarnefndu myndina fékk hann tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Sendir frá sér skáldsögu skáldsaga Leikarinn James Franco ætlar að gefa út sína fyrstu skáldsögu. hætt Við Sinéad O´Connor er hætt við að skilja við fjórða eigin- mann sinn. á niðurleið Vinsældir Kim Kardashian virðast vera að dala því að sem forsíðu- stúlka selur hún ekki jafn mörg blöð í fyrra og hún gerði árið 2010. HAMBORGARI án sósu, með bakaðri kartöflu og fersku salati kr. 1195.- N O r d iC Ph O TO S/G eTTy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.