Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 8
12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR8 Meira í leiðinni 6020 LET40T900 HAIER 40” LED SJÓNVARP Verð áður 139.900 kr. TILBOÐ 119.900 KR. Verð áður 94.900 kr. TILBOÐ 79.900 KR. LET40T900 Full HD: Upplausn 1920 x 1080 USB Time shift: Þú getur gert hlé á dagskrá, spólað tilbaka eða hlaupið áfram í því efni sem horft er á með því að tengja USB tæki. USB tengi: Gerir kleift að horfa á mynd- bönd skoða ljósmyndir eða hlusta á tónlist beint af USB tæki. Móttakari: DVB - T/C (Háskerpu Stafrænn Móttakari) Tengimöguleikar: 3 HDMI tengi, Composite, Scart, 15 Pin D-sub(VGA/PC),PC Audio Input, Digital audio Out (SPDIF), PCMCIA, 2 USB tengi Þykkt: Aðeins 3,7cm LET32T900 HD Ready: Upplausn 1366 x 768 USB Time shift: Þú getur gert hlé á dagskrá, spólað tilbaka eða hlaupið áfram í því efni sem horft er á með því að tengja USB tæki. USB tengi: Gerir kleift að horfa á myndbönd skoða ljósmyndir eða hlusta á tónlist beint af USB tæki. Móttakari: DVB - T/C (Háskerpu Stafrænn Móttakari) Tengimöguleikar: 3 HDMI tengi, Composite, Scart, 15 Pin D-sub(VGA/PC),PC Audio Input, Digital audio Out (SPDIF), PCMCIA, 2 USB tengi Þykkt: Aðeins 4cm 6020 LET32T900 HAIER 32" LED SJÓNVARP N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA HAFNARFIRÐI | KEFLAVÍK | AKRANESI | AKUREYRI EGILSTÖÐUM | HÖFN | SELFOSS UPPLIFÐU EM Í TOPP GÆÐUM! LED SJÓNVÖRP Á FRÁBÆRU VERÐI N1 VERSLANIR Eða 21.008 kr. á mánuði miðað við 6 mánaða vaxtalaust lán, alls 126.046 kr. Eða 14.108 kr. á mánuði miðað við 6 mánaða vaxtalaust lán, alls 84.646 kr. KAUPMANNAHÖFN, FRÉTTABLAÐIÐ Mette Gjerskov, matvælaráðherra Danmerkur, sem fer meðal annars með landbúnaðar- og sjávarút- vegsmál, segir gríðarlega mikil- vægt að gera sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sjálfbærari og hagkvæmari. Hún stýrir fisk- veiðiráði ESB næsta hálfa árið og segir að endurskoðun á stefnunni verði að komast á rekspöl þannig að henni ljúki á næsta ári. „Þessum breytingum verður að vera lokið 2013. Það er mjög mikil- vægt,“ sagði Gjerskov á fundi með blaðamönnum í Kaupmannahöfn í gær. Fréttablaðið spurði Gjerskov hvort það væri haft í huga við end- urskoðun sjávarútvegsstefnunn- ar að hún yrði aðgengilegri fyrir Ísland, meðal annars með því að tekin yrði upp aukin svæðisbundin stjórn fiskveiða á hafsvæði ESB. „Við gerum ráð fyrir að Ísland geti orðið aðildarríki einhvern tímann í framtíðinni og þessar breytingar eiga að gagnast öllum aðildarríkjum,“ svaraði ráðherrann. „Í tillögum fram- kvæmdastjórnarinnar eru ákvæði um að ýmsar ákvarðanir um stjórnun fiskveiða verði teknar á einstökum svæðum og ég geri ráð fyrir að þær hugmyndir rati einnig inn í hina endanlegu stefnu, en við verðum að bíða og sjá hvað kemur út úr samningaviðræðum aðildarríkjanna.“ Gjerskov sagði að gera yrði sjáv- arútvegsstefnuna hagkvæmari, umhverfisvænni og sjálfbærari. Afleiðing af aukinni sjálfbærni yrði að fiskiskipafloti aðildarríkj- anna myndi minnka. Þá væri mjög mikilvægt að draga úr brottkasti og óæskilegum meðafla. Hún sagðist átta sig á að aðildar ríkin hefðu mismunandi afstöðu til brottkastsins, en Danmörk hefði gengið á undan með góðu for- dæmi og bannað það. „Brottkastið er sóun á fiskveiðiauðlindinni og sóun á mat,“ segir hún. Matvælaráðherrann vill einnig endurskoða samninga Evrópu- sambandsins við þriðju ríki um fiskveiðiréttindi í lögsögu þeirra, til að tryggja að sömu reglur um sjálfbærar og ábyrgar veiðar gildi þar og á hafsvæði aðildarríkjanna. olafur@frettabladid.is Sjávarútvegs- stefnan verði klár árið 2013 Matvælaráðherra Danmerkur segir mjög mikilvægt að ljúka endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB á næsta ári. Hugsanleg aðild Íslands að sambandinu sé höfð í huga við umbætur á stefnunni. BROTTKASTIÐ ER SÓUN Mette Gjerskov, matvælaráðherra Danmerkur, kallar brott- kast á fiski sóun á fiskveiðiauðlindinni og sóun á mat. MYND/RUNE JOHANSEN ■ Minni miðstýring, meiri svæðisbundin stjórnun fiskstofna. ■ Kerfi framseljanlegra kvóta, nýtingarsamningar til minnst 15 ára. ■ Bann við brottkasti, fjölbreytilegri veiðarfæri og sjálfbærari veiðar. Úr tillögum framkvæmdastjórnar ESB 1. Hvaða aldurshópur barna er talinn líklegastur til að vera beittur ofbeldi af foreldrum? 2. Hvaða þingmaður vill að stang- veiðileyfum verði úthlutað á svip- aðan hátt og hreindýraveiðileyfum? 3. Hvaða félagsskapur ætlar að gefa allan búnað og vinnu við nýja líknardeild í Kópavogi? SVÖR 1. Sex til tíu ára. 2. Þór Saari. 3. Odd- fellow-reglan. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar STANGVEIÐI Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, gerir alvarlegar athugasemdir við að Þór Saari, alþingis- maður Hreyfingarinnar, setji „eignarrétt veiðiréttar eigenda á veiðihlunnindum innan gæsalappa og tali eins og ríkisvaldið hafi það í hendi sér að gera þau upptæk“. Í Fréttablaðinu í gær sagði frá hugmynd Þórs Saari um að stangveiðileyfum í ám og vötnum verði úthlutað eins og hreindýraveiði- leyfum til að jafna möguleika manna á að komast í stangveiði á skaplegu verði. Landeig- endur fái greitt þótt það verði lægri upphæðir en nú er. Óðinn telur út í hött að leggja að jöfnu skipulag veiða úr hreindýrahjörð og veiðar úr staðbundum laxastofnum. „Sem betur fer ver stjórnarskrá lýðveldisins þegnana fyrir svona stjórnmálamönnum eins og Þór Saari,“ segir hann. „Það er algjörlega fráleitt að stjórn- málamenn gæli opinberlega við hugmyndir um að hægt sé að þjóðnýta veiðihlunnindi jarða eins og hendi sé veifað. Í fyrsta lagi þurfa að vera þau lagaskilyrði fyrir slíku að almannahagsmunir krefjist. Síðan þyrfti rík- issjóður að borga fyrir öll herlegheitin.“ Að mati Óðins virðist Þór ekki átta sig á að nýting veiðihlunninda skili þjóðarbúinu mikl- um gjaldeyri. „Mér finnst þessar hugmynd- ir hans vera fyrst og fremst sorglegar fyrir hann sjálfan sem þingmann og ekki til þess fallnar að auka álit á Alþingi Íslendinga.“ - gar Formaður Landssambands veiðifélaga segir hugmyndir Þórs Saari um úthlutun stangveiðileyfa sorglegar: „Stjórnarskráin ver okkur fyrir Þór Saari“ ÓÐINN SIGÞÓRSSON Veiðar úr hreindýrahjörð er ekki hægt að leggja að jöfnu við veiðar úr staðbundnum laxastofnum, segir formaður Landssambands veiði- félaga. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.