Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 2
12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR2 Þorsteinn, eru ekki allir með báða fætur á jörðinni þótt gaman sé? „Jú, því við viljum skilja spor okkar eftir í öskunni.“ Dr. Þorsteinn Sæmundsson er formaður Jarðfræðafélags Íslands. Um 300 jarð- fræðingar eru nú saman komnir í Hörpu þar sem þrítugasta vetrarmót norrænna jarðfræðinga fer fram. FASTEIGNIR „Það er erfitt að meta verð á eign eins og þessarar því það er engin viðmiðun,“ segir Sigur björn Friðriksson á Fast- eignasölunni Torgi, sem nú hefur Svefneyjar á Breiðafirði til sölu. Óskað er eftir tilboðum í Svefn- eyjar. Sigurbjörn segir verðhug- myndina á bilinu 150 til 195 millj- ónir króna. Auk íbúðarhúsa og útihúsa fylgir tíu manna, yfir- byggður hraðbátur og traktor með í kaupunum. Heimatúnið hefur verið notað til lendingar fyrir flugvélar. Engin ábúð er í eyjun- um sem eru notaðar til sumar- dvalar. Svefneyjar komu til sölu nú eftir áramót. Sigurbjörn segir ekki marga verðandi kaupendur hafa gefið sig fram enn enda sé um dýra eign að ræða. „Þeir sem sýnt hafa þessu áhuga hafa verið með eyjarnar í huga fyrir ein- hvers konar ferðamannaþjónustu og staðurinn er upplagður í það,“ segir Sigurbjörn. Það eru þeir Dagbjartur Einars- son og Gissur Tryggvason sem átt hafa Svefneyjar í tæp tuttugu ár. Sigurbjörn segir Dagbjart og Giss- ur ásamt fjölskyldum sínum hafa lagt mikla natni í uppbyggingu og endurnýjun húsakosts á eyjunum. Auk ýmissa útihúsa séu þar nú tvö góð íbúðarhús með samtals þrett- án svefnherbergjum. Húsin geti einmitt nýst vel í ferðaþjónustu. Dagbjartur, sem býr í Grinda- vík, er 75 ára og Gissur, sem býr í Stykkishólmi, er 67 ára. Sigur- björn segir þá telja sig vera komna á aldur og tíma til kominn að aðrir taki við í Svefneyjum eftir að þeir hafi átt þar sínar góðu stundir um árabil. Svefneyjar, sem áður voru í Flateyjarhreppi en tilheyra nú Reykhólahreppi, eru sögufrægar í meira lagi allt frá landnámsöld. Þar fæddist skáldið og náttúru- fræðingurinn Eggert Ólafsson á átjándu öld. Mikil hlunnindi eru í Svefneyjum, meðal annars af um þrjú þúsund æðarhreiðrum, skarfa- og lundaveiði, eggjatöku og sel. gar@frettabladid.is Eyjaklasi á Breiðafirði boðinn á 195 milljónir Vinahjón sem átt hafa Svefneyjar á Breiðafirði í tuttugu ár bjóða eyjaklasann til sölu. Uppsett verð er 150 til 195 milljónir og þá fylgir tíu manna hraðbátur. Lenda má flugvél í heimatúninu. Hentar í ferðaþjónustu segir fasteignasali. SVEFNEYJAR Alls eru um sextíu eyjar og hólmar í klasanum sem á sér merka sögu. Stærsta eyjan er hálfur annar kílómetri á lengd og hálfur á breidd. Helstu eyjarnar heita Litla-Seley, Langey, Urðey, Grasey, Feginsbrekkur, Stóra-Seley, Flatey, Norðureyjar, Hrafnseyjar, Öxneyjar og Írlönd. MYND/MATS VIBE LUND Þeir sem sýnt hafa þessu áhuga hafa verið með þetta í huga sem einhvers konar ferðamanna- þjónustu og eyjarnar eru upplagðar í það. SIGURBJÖRN FRIÐRIKSSON FASTEIGNASALI Á TORGI UMHVERFISMÁL Sorpsamlag Þingeyinga hefur gripið til ráðstafana eftir að magn díoxíns og köfnunar- efnisoxíðs reyndist yfir viðmiðunarmörkum þegar útblástur frá stöðinni var mældur í september 2011, en niðurstöður mælinganna bárust 5. janúar síðast- liðinn. Ástæða þess að efnin mældust yfir mörkum er talin vera sú að hærra hlutfall lífræns úrgangs í sorpinu í sláturtíðinni í haust og breytt eldsneytis- notkun hafi tímabundið aukið hlutfall efnanna í útblæstri Sorpsamlagsins. Daginn sem mælingin var gerð var hlutfall slátur- úrgangs um 30% sorpsins, en þá stóð sláturtíð sem hæst. Að auki má reikna með að hlutfall lífræns úrgangs í almennu sorpi hafi verið um 25%. Þetta háa hlutfall lífræns úrgangs er talið hafa aukið tíma- bundið díoxin í útblæstrinum. Stjórnendur samlags- ins munu nú endurskoða móttöku sína á sláturúr- gangi og flokkun á lífrænum úrgangi frá almenningi. Til þess að draga úr rekstrarkostnaði var ákveðið sumarið 2011 að blanda dísilolíu, sem notuð er í brennara, með flotaolíu. Talið er að flotaolían hafi aukið köfnunarefnisoxíð í útblæstrinum og hefur notkun hennar nú verið hætt. - shá Sorpsamlag Þingeyinga breytir starfsháttum í kjölfar mengunarmælinga: Gera ráðstafanir vegna díoxíns SORPBRENNSLA Sorpsamlag Þingeyinga hefur greint frá nei- kvæðum mengunarmælingum og brugðist við þeim án tafar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR UMHVERFISMÁL Bæjarstjórn Fljóts- dalshéraðs skorar á Ríkisútvarpið að breyta ljósabúnaði í mastri langbylgjustöðvar á Eiðum svo lýs- ingin verði ásættanleg fyrir íbúa svæðisins. Áskorunin er viðbrögð við bréfi frá Þórhalli Pálssyni, arkitekti á Eiðum. Ljósagangurinn í mastrinu hefur verið íbúum í nágrenninu þyrnir í augum árum saman. Styrkur og taktur ljósanna, sem eiga að vara flugvélar við mastrinu, er stundum þannig að sveitirnar í kring lýsast upp í krampakenndum leifturljós- um um nætur, mönnum og skepn- um til ama. „Mikilvægt er að end- urbæturnar verði með þeim hætti að bilanatíðni búnaðarins verði lágmarkaður eftir því sem tæknin leyfir,“ segir bæjarstjórnin. - gar Truflanir af völdum RÚV: Lagi leifturljós í útvarpsmastri MENNTUN Allir nemendur níunda bekkjar í Vogaskóla fengu Kindle lestölvu afhenta á þriðjudaginn. Tilgangurinn er að kanna hvort tækið eigi erindi í kennslu í fram- tíðinni og þá hvort það geti komið í stað hefðbundinna bóka. Ef svo reynist vera ætti það að geta leitt til sparnaðar, nemendur ættu að hafa aðgang að fjölbreytt- ara námsefni og skipulagning skólastarfs yrði auðveldari, að því er fram kemur í tilkynningu Skólavefjarins, sem stendur að verkefninu ásamt Námsgagna- stofnun og rannsóknaraðilum. - þeb Tilraunaverkefni í Vogaskóla: Allir nemendur fengu lestölvu Í VOGASKÓLA Nemendurnir voru ánægðir með tækin þegar þeir fengu þau á þriðjudag. MYND/SKÓLAVEFURINN SAMGÖNGUR Umferð hefur aldrei dregist meira saman á einu ári síðan mælingar Vegagerðarinnar á völdum stöðum hófust árið 2005. Umferðin dróst saman um 5,3 prósent árið 2011 frá árinu áður, samkvæmt tölum frá sextán völdum talningarstöðum á Hring- veginum. Til samanburðar dróst umferðin saman um 2,3% árið 2010 og um 1,7% árið 2008 en jókst um 6,8% árið 2007. Fram til 2008 hafði aksturinn nánast aukist á hverju ári síðan 1975 og samdrátt- urinn aldrei orðið þetta mikill. - shá Mesti samdráttur frá 2005: Umferð dróst saman um 5,3% DANMÖRK Danska lögreglan fann 13,8 kíló af brúnu heróíni á vinnu- svæði starfsmanns Kaupmanna- hafnarháskóla eftir að þýskir lög- reglumenn fundu 483 g af kókaíni í fórum hans í Dortmund þann 10. desember síðastliðinn. Maðurinn, sem verið hefur í varðhaldi í Þýskalandi, kom fyrir rétt þar í gær. Í fréttum danskra fjölmiðla kemur fram að hinn handtekni hafi ekki verið við akademísk störf í Háskólanum í Kaupmanna- höfn. - ibs Kaupmannahafnarháskóli: Fundu 14 kíló af heróíni DÓMSMÁL Már Guðmundsson seðla- bankastjóri hefur höfðað mál á hendur Seðlabanka Íslands til að fá launakjör sín leiðrétt. Hann telur yfirvöld hafa gengið á bak orða sinna og svikið samkomulag sem gert var þegar hann réði sig til starfa árið 2009. Sagt var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þar kom einnig fram að málið hefði verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í des- ember. Við ráðninguna samdi Már við bankaráð Seðlabankans um að hann fengi 1.575 þúsund krónur á mánuði. Í sama mánuði var lögum breytt á þann veg að emb- ætti seðlabankastjóra heyrði undir kjararáð og jafnframt kveðið á um það í lögum að dagvinnulaun ríkis starfsmanna mættu ekki vera hærri en laun forsætisráðherra. Skömmu síðar voru laun seðla- bankastjóra lækkuð, dagvinnulaun hans urðu 862 þúsund krónur og með fastri yfirvinnu urðu heildar- launin tæpar 1.266 þúsund krónur á mánuði. Már telur að óheimilt hafi verið að breyta starfskjörum hans eftir ráðningu og hefur því ákveðið að sækja rétt sinn á hendur bank- anum, sem hann samdi við til að byrja með. - sh Seðlabankastjóri telur sig eiga heimtingu á hærri launum og höfðar mál: Már í hart við Seðlabankann ÓSÁTTUR Már vill fá launin sem hann samdi um í upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BANDARÍKIN Liðin eru tíu ár síðan Bandaríkjamenn fluttu fyrstu 20 fangana í Guantanamo fangabúð- irnar á Kúbu. Þar hefur 779 föng- um verið haldið án þess að njóta þeirra mannréttinda að réttað sé í málum þeirra, þrátt fyrir loforð sitjandi forseta, Barack Obama, um að búðunum skyldi lokað. Mannréttindasamtök, eins og Amnesty International og Human Rights Watch, minnast þessara tímamóta þessa dagana og þeirri staðreynd að enn situr 171 fangi í búðunum. Stjórnvöld í BNA hafa sagt að 47 þeirra bíði ævilöng fangavist án réttarhalda. - shá Mannréttindabrot í BNA: Guantanamo við líði í tíu ár Strandveiðar vega þungt Þorskur veiddur á handfæri sem seldur var á fiskmörkuðum jókst um þriðjung í magni frá fyrra ári. Hlutur þeirra var rúmur fjórðungur alls þorsks sem þar var seldur. Mest var selt af þorski sem veiddur var á línu, 37,1% heildarmagnsins, sem var um 2.800 tonnum minna en á árinu 2010. SJÁVARÚTVEGUR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.